Morgunblaðið - 01.07.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2013
Þann 1. júlí 2013 gengur Króatía í Evrópusambandið
Að því tilefni efnir Evrópustofa til
veislu í Iðnó í dag, mánudaginn 1. júlí, frá kl. 17-19
Veglegar veitingar og heillandi tónar af Balkanskaganum
frá Skuggamyndum frá Býsans og KGB
Allir velkomnir!
Svi su dobrodošli!
Dobrodošla Hrvatska!
Velkomin Króatía!
www.evropustofa.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Unnið er að því að tengja saman Reykjavík og
Kópavog með hjólreiðastíg sunnan við Mjóddina
meðfram Reykjanesbraut. Hjólreiðar hafa farið
ört vaxandi á höfuðborgarsvæðinu að undan-
förnu og hefur Reykjavíkurborg því ráðist í
hönnun og framkvæmdir hjólastíga vítt og breitt
um borgina. Á næstu árum er gert ráð fyrir 9,5
km af hjólastígum til viðbótar í borginni en í lok
þessa árs hafa verið lagðir 16 km af stígum.
Rennisléttir stígar fyrir hjólakappa í borginni
Morgunblaðið/Ómar
Ráðist í hönnun og framkvæmdir hjólastíga víðsvegar um höfuðborgina
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ekki er búið að ljúka fjármögnun
fyrir byggingu kísilvers á Bakka.
Magnús Magnússon, verkfræðingur
í verkefnisstjórn PCC BakkiSilicon,
segir að fjármögnunin sé á áætlun og
stefnt sé að því að ljúka henni í sept-
ember. Áður átti að vera búið að
ljúka fjármögnuninni í maí. Magnús
segir seinkunina stafa af því að
tveimur lagafrumvörpum, sem lögð
voru fram á síðasta þingi, hafi seink-
að. Frumvörpin, sem veittu ýmsar
ívilnanir fyrir framkvæmdirnar,
voru síðan samþykkt á síðasta degi
þingsins.
Ríkisstjórnin ræddi uppbyggingu
iðnaðarsvæðis á Bakka á fundi sín-
um síðastliðinn föstudag. Ragnheið-
ur Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðn-
aðarráðherra, segir að hún hafi á
fundi ríkisstjórnarinnar óskað eftir
heimild til þess að fá 100 milljónir
króna í fjáraukalagatillögum þessa
árs fyrir rannsóknir og undirbúning
á uppboðsgögnum. Það hafi verið
gert samkvæmt lögunum sem sam-
þykkt voru í vor. Ragnheiður Elín
segir að þessir fjármunir muni fara í
rannsóknir og undirbúning útboðs-
gagna hjá Vegagerðinni og Siglinga-
málastofnun.
Til skoðunar hjá ESA
Ragnheiður Elín sagði að ef þær
rannsóknir færu ekki af stað í sumar
gæti verkefnið tafist. Fyrri ríkis-
stjórn hefði hins vegar ekki gert ráð
fyrir þeim í fjárlögum þessa árs.
Ríkisstjórnin hefði því samþykkt
beiðni hennar um þessa fjárheimild.
Spurð um fjármögnun verkefnis-
ins segir Ragnheiður Elín að samn-
ingaviðræður PCC séu langt komn-
ar. Undirrita eigi lóðasamning og
hafnarsamning á milli PCC og Norð-
urþings í ágúst. Á sama tíma muni
ráðherra undirrita fjárfesting-
arsamning. Þeir samningar
muni hins vegar ekki taka gildi
fyrr en að fengnum heimildum
í fjárlögum og að fengnu sam-
þykki ESA, eftirlitsstofnunar
EFTA. Aðrir fjárfestingar-
samningar séu nú til rann-
sóknar hjá ESA og von sé á
úrskurði stofnunarinnar í
byrjun vetrar.
Fjármögnun tafist
Gert ráð fyrir að fjármögnun kísilverksmiðju á Bakka
verði lokið í september 100 milljónir lagðar í rannsóknir
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
Krían er snúin aftur í Vatnsmýrina,
en hreiðrin eru hátt í hundrað talsins
í ár. Jóhann Óli Hilmarsson fugla-
fræðingur segir þau hafa verið um
20-30 í fyrra. Langt er síðan hreiðrin
voru svo mörg, en Jóhann segir helst
mega líta til áranna 1970-1980 til
þess að finna sambærilegar tölur.
Hann segir framkvæmdir á friðland-
inu í Vatnsmýrinni á vegum Nor-
ræna hússins vera endurkomunni að
þakka. „Svæðinu var gjörbreytt að
hluta til og meðal annars gerður nýr
hólmi. Hann er gróðurlítill og engu
var sáð í hann. Þar tóku kríurnar sér
bólfestu,“ segir hann, en slíkt gróður-
far telst vera kjöraðstæður fyrir
kríuvarp. Framkvæmdirnar voru
ekki beinlínis gerðar í þeim tilgangi
að fá kríuna aftur, en Jóhann segir
það hafa verið stóran bónus. Auk
þess sem kríunni þótti friðlandið fyr-
ir framkvæmdirnar ekki lengur fýsi-
legur varpkostur, má brotthvarf
hennar einnig rekja til ætisskorts á
svæðinu. Jóhann segir sandsílastofn-
inn hafa braggast eftir mögur ár.
Kríuvarpið í Vatnsmýri
ekki verið betra í mörg ár
Morgunblaðið/Eggert
Kríur Líflegt er um að litast hjá krí-
unum í Vatnsmýrinni þessa dagana.
Betri aðstæður á friðlandinu eftir
framkvæmdir Hreiðrin hátt í 100
Samgöngustofa
tekur til starfa í
dag, en hún ann-
ast stjórnsýslu
og eftirlit í sam-
göngum. Þangað
flytjast verkefni
Umferðarstofu
og Flugmála-
stjórnar auk
stjórnsýslu- og
eftirlitsverkefna
Siglingastofnunar Íslands og Vega-
gerðarinnar. Ný Vegagerð verður
einnig til, en hún mun annast fram-
kvæmdir og rekstur í samgöngum
og þangað flytjast framkvæmda- og
rekstrarverkefni Vegagerðarinnar
og Siglingastofnunar. „Tilgang-
urinn er að ná hagræðingu á verk-
efnalínu þessara samgöngugreina
og samþætta betur það sem snýr
að viðskiptavinum,“ segir Þórhildur
Elín Elínardóttir, upplýsinga-
fulltrúi Samgöngustofu.
160 manns og engum sagt upp
Engum starfsmanni var sagt upp
við breytingarnar og starfsmenn
hinnar nýju stofnunar verða um
160 talsins. Starfsstöðvar verða
fyrst um sinn í húsakynnum hinna
eldri stofnana, en langtímamark-
miðið er að koma samgöngu-
stoðunum þremur undir eitt þak til
að ná sem bestri hagræðingu.
„Framkvæmdasýslan hefur unnið
með nýju stofnuninni að ferða-
greiningu og áætlun um rýmisþörf.
Sú skýrsla ætti bráðlega að verða
tilbúin og vonandi verður í fram-
haldinu farið í að finna hentugt
húsnæði.“ sunnasaem@mbl.is
Hagræða
fyrir við-
skiptavini
Þórhildur Elín
Elínardóttir
Samgöngustofa
tekur til starfa í dag
Átta ára drengur féll fram af þaki
skólabyggingar í Hafnarfirði síðast-
liðið laugardagskvöld. Hann er ekki
í lífshættu en hlaut þó alvarlega
áverka, meðal annars á andliti. Fall-
ið var um átta metrar og var dreng-
urinn fluttur á gjörgæsludeild Land-
spítalans þar sem hann gekkst undir
aðgerð í gær. Að sögn vakthafandi
læknis heppnaðist aðgerðin vel en
drengnum er haldið sofandi í
öndunarvél.
Drengur féll
fram af þaki
Greint var frá því í Morgun-
blaðinu fyrir tveimur vikum að
fyrirtækið Thorsil ehf. hefði
sótt um 20 hektara lóð á skipu-
lögðu iðnaðarsvæði á Bakka til
þess að reisa þar kísilmálm-
verksmiðju. Fyrirtækið hefði því
sótt um svipaðan fjárfestingar-
samning og PCC fékk.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
viðskipta- og iðnaðarráðherra,
segir að beiðni þeirra sé til
meðferðar í svokallaðri
ívilnunarnefnd sem sé inn-
an atvinnuvegaráðuneyt-
isins. Ragnheiður Elín segir
að sú meðferð taki sinn
tíma og því verði sá
samningur ekki
lagður fram á
sumarþinginu.
Til skoðunar
í ráðuneytinu
BEIÐNI THORSIL EHF.
Ragnheiður Elín
Árnadóttir