Morgunblaðið - 01.07.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.2013, Blaðsíða 4
VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Lögreglumenn upplifa ekki veruleikann eins og hann birtist í þessum tölum. Verkefnin eru þau sömu og mál á borði þeirra sem fást við rannsóknir eru ámóta mörg og verið hefur,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Innbrotum fækkaði um 20% í maí sl. borið saman við sama mánuð fyrir ári, skv. tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sagt var frá í Morgun- blaðinu á laugardag. Sé horft aftur til ársins 2010 hefur þjófnaðarmálum sem koma til kasta lögreglu fækkað um 18%, innbrotum um 42%, eigna- spjöllum um 25% og ofbeldismálum um 6%. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir þetta sýna að hrunið hafi ekki leitt af sér þá fjölgun brotamála eða ólgu í samfélaginu sem margir óttuðust að yrði raunin. „Menn geta gefið sér forsendur í öllum samanburði,“ segir Snorri Magnússon. Hann segir almenna lögreglumenn ekki hafa að- gang að málaskrám og geti því ekki lagt dóm á þær tölur sem fram hafa komið. Hins vegar verði að hafa í huga, eins og áð- ur hefur komið fram, að skráningu mála sem koma til kasta lögreglu hafi verið breytt. Kunni það að skýra fækkunina nokkuð. Það sem áður kynni að hafa verið t.d. flokkað og fært til bókar sem líkamsárás sé í dag í sum- um tilvikum skráð sem aðstoð við borgara, sé engin kæra lögð fram. Þannig geti skráning og vinnubrögð við þær gjörbreytt myndinni, enda þótt sáralítið breytist í raun. Aðgengi að lögreglu minna Aðrir þættir sem geta haft áhrif í þessu sambandi, að mati Snorra, geta sömuleiðis verið að nú sé aðgengi almennings að lög- reglu minna en var fyrr á árum. Stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu séu lokaðar eftir klukk- an fjögur á daginn og eftir þann tíma sé ekki hægt að sækja aðstoð beint af götunni. Eftir þann tíma þurfi að hringja í neyðarsíma – og í stjórnstöð séu verkefni valin eftir vægi og vástigi. Fyrir vikið sé ekki jafn mörgum mál- um og áður sinnt – og það munar um allt slíkt. Snorri bendir einnig á að fram komi í árs- skýrslum tryggingafélaganna að ekki sé sam- ræmi milli útgreiðslu tjónabóta og brotamála sem lögreglan þarf að sinna. Bótagreiðsl- urnar séu ekki minni. Gefi það tilefni til að ætla að afbrotatíðni hafi ekki dregist saman í þeim mæli sem tölfræði lögreglu segi þó. Verkefnin ámóta mörg og áður  Brotamálum lögreglu fækkar samkvæmt skráningum  Tíðni og verkefni söm og áður  Verkefn- um forgangsraðað og skráningum mála verið breytt, segir formaður Landssambands lögreglumanna Morgunblaðið/Júlíus Löggæsla Niðurskurður til löggæslu hefur gert lögreglumönnum erfiðara fyrir í starfi. Snorri Magnússon 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2013 Haldið var upp á 100 ára afmæli Hugins, íþróttafélags Seyðisfjarðar, um helgina og blásið til glæsilegrar fjölskylduhátíðar af því tilefni. Að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, for- seta bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, gekk hátíðin ljómandi vel og bærinn iðaði af lífi. Hátíðarhöldin voru þó einnig með alvarlegri undirtón, en efnt var til mótmæla vegna sam- göngumála. Íbúar Seyðisfjarðar hafa í mörg ár biðlað til stjórnvalda um jarðgöng og segir Arnbjörg eng- an stað á landinu vera jafn illa settan og Seyðisfjörð í þeim efnum. Mótmælin fólust í táknrænum gjörningi sem var í þremur þáttum. Í fyrsta lagi var farið yfir sögu Seyð- isfjarðar og lesnar upp tíðar álykt- anir bæjarstjórnar með áskorun til stjórnvalda um að bregðast við sam- göngumálum, auk rökstuðnings fyr- ir því í 17 liðum. Því næst voru menn reknir í réttir, sem átti að sýna fram á þá innilokun sem felst í því felst að komast ekkert út. Því næst var sprengt gat á klettinn, líkt og jarð- gangagerð væri hafin, sem táknaði frelsið sem göngum myndi fylgja. sunnasaem@mbl.is Seyðisfjörður iðaði af lífi um helgina á 100 ára afmæli íþróttafélagsins Hugins Táknræn mótmæli Ljósmyndir/Ómar Bogason og Einar Bragi Vilja göng Seyðfirðingar krefjast jarðganga, en oft er ófært yfir Fjarðar- heiði. Þeir gengu fylktu liði og sprengdu fyrir ætluðum gangamunna. Sund Þessir stungu sér út í ána. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Formenn þriggja stjórnarandstöðu- flokka taka vel í þær hugmyndir sem Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra setti fram um helgina um að leggja Landsdóm niður. Sagði Bjarni í fréttum Stöðvar 2 þetta vera eðlileg viðbrögð við ályktun Evrópuráðs- þingsins frá því á föstudag, þess efnis að ekki ætti að nota opinber réttar- höld til þess að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining. Vernda þyrfti stjórnmálamenn fyrir því að vera ákærðir fyrir pólitískar ákvarðanir. Ályktunin byggir á skýrslu hollenska þingmannsins Pieters Omtzigts, sem gagnrýndi Landsdóm og réttarhöld- in yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, harðlega. „Stórsigur“ segir Geir Geir H. Haarde sendi frá sér yfir- lýsingu í gær vegna málsins þar sem hann fagnaði ályktun þings Evrópu- ráðsins og sagði hana stórsigur fyrir sig og sinn málstað. „Niðurstaðan lýsir fordæmingu á pólitískum saka- málaréttarhöldum þar sem fólk er ákært fyrir pólitískar ákvarðanir eða skoðanir. Það er sannarlega dapur- legt að Íslandi skuli með landsdóms- málinu hafa verið komið í slíkan fé- lagsskap af þáverandi ráðamönnum þjóðarinnar,“ segir í yfirlýsingu Geirs. Hann átaldi jafnframt Þuríði Backman og sagði hana hafa orðið sér til minnkunar með séráliti sínu. Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, segir að Samfylking- in hafi lengi talað fyrir því að leggja af Landsdóm. Jóhanna Sigurðar- dóttir hefði m.a. flutt um það margar tillögur. „Ég á ekki von á öðru en að það verði eindreginn stuðningur okkar við það að þetta kerfi verði af- lagt.“ Benti Árni Páll á það að með því frumvarpi um stjórnarskrár- breytingar sem lægi nú fyrir þingi yrði auðvelt að breyta henni hratt. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að sér þætti eðlilegt að lögin um Landsdóm yrðu tekin til endur- skoðunar og hún hefði lengi verið á þeirri skoðun. Katrín segir að VG myndi ekki standa í vegi fyrir því að endurskoða stjórnarskrána í tengslum við afnám Landsdóms. „Mér þætti eðlilegt að þetta yrði tek- ið til skoðunar þar, sem og annars staðar í lagaumhverfinu.“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, segir að hún sé sammála því að leggja þurfi Landsdóm niður en til þess þyrfti þó stjórnarskrárbreytingu. Forysta ríkisstjórnarinnar hljóti því að taka til alvarlegrar afgreiðslu þær breyt- ingar sem kosið hafi verið um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. októ- ber síðastliðinn. Eining um að leggja Landsdóm niður  Ríkisstjórnin hyggst setja af stað vinnu til þess að breyta lögum um Landsdóm í kjölfar ályktunar Evrópuráðsþingsins  Geir H. Haarde fagnar ályktuninni  Stjórnarandstaðan opin fyrir tillögunum Geir H. Haarde Katrín Jakobsdóttir Birgitta Jónsdóttir Árni Páll Árnason Frá 2009 hefur lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu kerfisbundið haft auga með virkum brotamönnum og flokkar þá með tilliti til úrræða sem beita má í þeirra mál- um. Oft eru þetta gerendur í drjúgum hluta brotamála sem koma til kasta lög- reglu. Því er reynt að hraða rannsókn mála sem þeim tengjast og meðan þau eru til lykta leidd í dómskerfinu sæta viðkom- andi oft gæsluvarðhaldi og síðar fanga- vist. „Að mínu mati skýrir þessu nálgun, ásamt öðru fækkun afbrota. Eldurinn er kæfður í fæðingu,“ segir Jón H. Snorra- son, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborg- arsvæðinu. Hann bendir einnig á að í hverjum árgangi fólks undir fertugu séu nú færri en áður. Helst sé að fólk á því ald- ursskeiði fari út af sporinu. Eldurinn er kæfður í fæðingu AUGA MEÐ VIRKUM BROTAMÖNNUM Það var mikið að gera hjá lögregl- unni um helgina. Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur og gistu átta manns í fangageymslum lögregl- unnar aðfaranótt sunnudags. Veist var að manni á veitingastað og fékk hann glerbrot í auga. Árás- armaðurinn var handtekinn og yfirheyrður í gær. Þá var stúlka slegin í höfuðið með glasi. Hún var flutt á slysadeild til aðhlynn- ingar og er árásarmannsins leitað. Lögregla telur sig vita hver hann er. Þá voru tveir ökumenn stöðv- aðir og grunaðir um ölvun við akstur. Einnig var mikill erill í sjúkraflutningum. Mikill erill lögreglu í miðborginni Engum varð meint af þegar maður fékk æðiskast á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi í gær. Hjúkr- unarfólki og sjúklingum stóð tölu- verð hætta af manninum þegar hann veittist að þeim. Tveir lögreglubílar og eitt mót- orhjól var kallað á staðinn. Sam- kvæmt heimildum mbl.is þurfti að beita piparúða til að yfirbuga manninn. Maðurinn var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð og yfirheyrð- ur. Fékk æðiskast á slysadeildinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.