Morgunblaðið - 01.07.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.2013, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir fáeinumdögum varbirt frétt, m.a. í „RÚV“, þar sem sagði m.a.: „Skiptastjóri Baugs hefur dregið til baka skaðabótamál sem höfð- að var gegn Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, fyrrverandi stjórnarfor- manni fyrirtækisins. Málið var höfðað til að sækja 15 milljarða króna skaðabætur vegna við- skipta Baugs skömmu fyrir hrun.“ Eftirfarandi skýring var gefin á framangreindum gerningi: „Málshöfðunin gegn Jóni Ásgeiri var dregin til baka í morgun. Það er vegna þess að í nóvember síðastliðnum var máli þrotabús- ins gegn þremur erlendum tryggingarfélögum vísað frá dómi. Þau félög höfðu öll selt Baugi stjórnendatryggingar sem áttu að bæta hugsanlegt tjón sem stjórnendur kynnu að vera ábyrgir fyrir. Ekki þótti fært að höfða mál í Bretlandi gegn félög- unum, og ljóst þótti að litlar bætur yrðu sóttar til Jóns Ás- geirs.“ Fyrir tæpu ári, hinn 28. ágúst, birtist frétt undir eftirfarandi fyrirsögn í Viðskiptablaðinu: „Skiptastjóri þrotabús Baugs Group ætlar ekki að senda ólög- mætar lánveitingar úr styrkt- arsjóðum til lögreglu.“ Erlendur Gíslason, skipta- stjóri þrotabúsins, gaf þessa skýringu: „Í ljósi þess að allar fjárhæðir höfðu verið endur- greiddar og ekki um verulegar fjárhæðir að ræða hafa skipta- stjórar ekki talið ástæðu til að vísa málum til lögreglu.“ Hinar „óverulegu fjárhæðir“ höfðu verið notaðar með ólög- mætum hætti til að „fjármagna dag- legan rekstur og greiða laun“. Með öðrum orðum var um fullframið brot að ræða og varðaði verulega fjárhæðir. Baugur kærði á sínum tíma kassakonu til lögreglu fyrir að hafa stolið fjárhæð sem svaraði til tæplega einnar klukkustundar launa skiptastjóra og rétt- arkerfið brást ekki í því tilviki. Framangreind dæmi af fleiri þekktum eru mikil umhugsunar- efni. Ekki síst vegna þeirrar reiði sem varð þegar lög- fræðiskrifstofan Logos, sem hafði stundað umfangsmikinn er- indrekstur fyrir Jón Ásgeir og fyrirtæki hans, hafði haft á það áhrif að Erlendur Gíslason var skipaður skiptastjóri Baugs. Forráðamenn Héraðsdóms Reykjavíkur þóttu hafa sýnt fá- dæma dómgreindarleysi þegar þeir létu undan þrýstingi að skipa fyrrnefndan skiptastjóra. Skiptastjóri er í raun starfs- maður kröfuhafa og má engin tengsl hafa við þrotamann. Þeg- ar umfjöllun fór fram um hina furðulegu skipan skiptastjóra leituðu tilteknir fjölmiðlar til Stefáns Hilmarssonar, fjár- málastjóra Baugs, til að fá hann til að rökstyðja sérstaklega hæfi þess lögfræðifirma sem átti í hlut til að annast skiptastjórn! Öll þessi saga, þar með talin nýjustu dæmin, sýnir að lengi mun skuggi samskipta dómskerf- isins við mennina sem skulduðu 1.000 milljarða þegar bankarnir féllu draga úr trúverðugleika þess. Dómskerfið hundeltir þús- undir manna og gerir gjaldþrota en einn fær algjöra sérmeðferð. Við sama heygarðshornið}Draugar spillingarinnar Lekar uppljóstr-arans Snow- dens (sem enginn hefur ljóstrað upp um, hvar heldur sig nákvæmlega) taka sífellt á sig nýjar myndir. Það kom fram síðast að óróleiki sé í Brussel vegna fullyrðinga upp- ljóstrarans um að öryggisstofn- anirnar hafi hlustað með leynd á samtöl æðstustrumpa í skrifræð- ishöllunum í ESB. Kommiss- ararnir þar eru sagðir hafa heimtað skýringar frá Banda- ríkjamönnum og Bretum eftir þessar uppljóstranir. Ekki skal dregið í efa að hér sé um mikið alvörumál að ræða, rétt eins og gilti um víðfrægar njósnir Sovétmanna í hinu lang- varandi kalda stríði. En af ein- hverjum ástæðum verður sagan um njósnir bandamanna, Breta og Bandaríkjamanna, innan skrifstofuveggja ESB til að minna á íslenskan atburð á kaldastríðsárunum. Svið sögunnar er landsfundur Sjálfstæðisflokksins á níunda áratug síðustu aldar. Almennar umræður fóru fram og mælst hafði ver- ið til að ræðumenn stilltu ræðulengd í hóf. Gamalreyndur og velmetinn flokksmaður hafði margt að segja og hafði því gerst langorðari en aðrir. Honum þótti flokkssystk- ini sín hafa lítinn vara á sér og vera ómeðvituð um alvöru tím- anna og illsku kommúnismans almennt og sovéska sendiráðsins í Reykjavík sérstaklega. „Þið hafið ekki hugmynd um hversu langt þessi fól eru tilbúin að ganga. Þannig er ekki vafi á að þessa dagana hlusta þeir á hvert orð sem sagt er á okkar lands- fundi.“ „Gott á þá,“ var þá galað út úr sal, sem sprakk í loft upp í óviðráðanlegum hlátri. Þegar því er ljóstrað upp að Bretar og Bandaríkjamenn beiti rándýrum tæknivæddum búnaði og tugum njósnara til að hlera, dag og nótt, hvert orð sem kommisserum í Brussel fer á milli, þá verða viðbrögðin ósjálf- rátt þessi gömlu: „Gott á njósnarana.“ Uppljóstrarinn Snowden gefur til kynna að Bandaríkin njósni um Brussel} Gott á þá É g var að skila öllum morg- unmatnum,“ segir einn pabbinn og hlær. Hann heldur á fullri pappaöskju. Nýbúinn að sturta niður ælu sonar síns úr samskon- ar pappaöskju. Svipað er ástatt um fleiri. Bíó- salurinn fullur af drengjum með öskjur, sem missa þó fæstir þráðinn í myndinni. Svona hlaut sjóferðin að fara með Herjólfi á pollamót- ið í Eyjum, enda var henni næstum því frestað vegna ölduhæðar. En farþegarnir halda jafn- aðargeði og æðruleysi; eigum við ekki öll sam- merkt að vera eyjarskeggjar og afkomendur sjómanna. Um kvöldið ræðir þjálfarinn við drengina. Einn þeirra réttir upp hönd. „Af hverju ældir þú ekki?“ „Af því að ég er harðjaxl,“ svarar þjálfarinn. Drengurinn kaupir það ekki alveg: „En ég er harðjaxl og ég ældi.“ Allt frá unga aldri ganga krakkar í einkennisbúningum af ýmsum tilefnum og etja kappi undir gunnfána. Þannig var á pollamótinu sem lauk um helgina. Oft er tekist á og því fylgja pústrar og skrámur. En hugsjónin er holl hreyf- ing og heilbrigð útrás yngstu kynslóðarinnar og það er gott veganesti út í lífið. Svo eiga alltaf einhverjir þátttak- enda eftir að leggja þessa íþrótt fyrir sig og skapa þjóðinni gjaldeyristekjur. En það er önnur saga. Ég var einn af mörgum pöbbum á mótinu. Og fannst raunar merkilegt hversu stóra rullu pabbarnir spiluðu á þessu krakkamóti. Ekki vegna þess að það kæmi mér á óvart, heldur staðfesti það breyttan tíðaranda. Mömmur voru líka á staðnum og á einum tíma- punkti heyrði ég spurt í hópi stuðningsmanna sem lítið heyrðist í: „Eru engar fótbolta- mömmur hérna?“ Þetta er fyrsta pollamótið sem ég fylgist með og það var ævintýri líkast. Þar sem spáð var slagviðri voru allir í hátíðarskapi þegar veðrið hélst þurrt, að ekki sé talað um ef sólin braust fram úr skýjunum. Það brutust út mikil fagnaðarlæti eftir fyrsta leikinn í mótinu. 5-0 sigur í höfn. En næsti leikur tapaðist 5-2 og því var erfitt að kyngja. „Þetta eru tuddarar,“ heyrðist einn strákurinn muldra. Gott ef tæklararnir voru ekki allir í hinu liðinu og dómarinn með þeim í liði. Augnabliki síðar voru strákarnir búnir að snargleyma úrslitunum, mun fljótari að jafna sig en foreldrarnir. Það væri ekki gæfulegt ef pabbarnir væru með lið á polla- mótinu. Eyjar hafa líka upp á margt að bjóða. Þar er allt til fyr- irmyndar, nema þá helst gatnaskipulagið, sem er aldrei líklegt til að skila fólki á áfangastað. Það er hinsvegar mun auðveldara að rata um golfvöllinn eftir að drengirnir eru sofnaðir og sjöunda og sautjánda hola með þeim fallegustu og um leið hrikalegustu á landinu. Og viðhorf Eyjamanna er einstakt. Hvarvetna mætir manni bros og greiðvikni. „Ég veit ekki,“ sagði sonur minn þegar ég spurði hann eftir mótið hvað hefði verið skemmtilegast. „Það var eig- inlega allt skemmtilegt, þannig að …“ pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Skin og skúrir á pollamóti STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is E fling viðskipta Íslands og Þýskalands var til umræðu í nýliðinni heimsókn Ólafs Ragn- ars Grímssonar til Þýskalands. Með forsetanum í för voru m.a. fulltrúar nokkurra ís- lenskra fyrirtækja, sem hafa verið í viðskiptum við Þjóðverja á sviði orku- mála, sjávarútvegs, iðnaðar, hugbún- aðar, ferðaþjónustu og verslunar, auk menningar og lista. Þótti heimsóknin afar velheppnuð og hlaut töluverða umfjöllun í þarlendum fjölmiðlum. 13% af útflutningi Íslands Um er að ræða eitt helsta við- skiptaland Íslendinga. Á síðasta ári voru fluttar út vörur til Þýskalands að verðmæti 81,5 milljarðar króna, sem er um 13% af heildarvöruútflutn- ingi Íslendinga. Aðeins Holland er stærra útflutningsland en hafa ber í huga að mest af framleiðslu álfyrir- tækja á Íslandi fer til Hollands og þaðan áfram til annarra landa. Eink- um eru það iðnaðarvörur sem fara héðan til Þýskalands, eins og ál og ál- afurðir, eða nærri 80% alls útflutn- ings þangað. Eftir hrun jukust verð- mæti útfluttra afurða til Þýskalands verulega, eða úr tæpum 53 millj- örðum árið 2008 í nærri 93 milljarða árið 2011. Verðmætið minnkaði nokk- uð á síðasta ári, sem að hluta skýrist vegna verðlækkunar á áli. Innflutningur frá Þýskalandi nam 54,8 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt tölum Hagstofunnar, sem er ríflega 9% af öllum innflutn- ingi til Íslands. Vöruskiptajöfnuður við Þjóðverja var því hagstæður um 26,7 milljarða króna. Mest var flutt inn frá Noregi í fyrra, eða fyrir rúma 90 milljarða, og fyrir 61 milljarð frá Bandaríkjunum. Þýskaland kom svo í þriðja sæti, líkt og árið á undan. Hef- ur verðmæti innflutnings frá Þýska- landi ekki verið meira eftir hrunið 2008. Orka og umskipunarhöfn Meðal þess sem rætt var sér- staklega í Þýskalandsferð forseta og fylgdarliðs voru viðskipti í orku- og samgöngumálum. Haldið var sér- stakt málþing um orkumál í húsnæði Commerzbank en þar fluttu erindi fulltrúar frá fyrirtækjunum PCC SE, sem undirbýr kísilver á Bakka við Húsavík, GTN, Orka Energy, Reykjavik Geothermal, Lands- virkjun, GEKON og EFLU verk- fræðistofu. Þannig kynnti Lands- virkjun áform sín um lagningu sæstrengs til Evrópu og sýndu Þjóð- verjar þessu verkefni töluverðan áhuga, enda þörf á nýjum orkugjöf- um í Þýskalandi mikil. Hafa Þjóð- verjar notið aðstoðar íslenskra fyr- irtækja í jarðhitamálum, svo dæmi sé tekið. Einnig átti Ólafur Ragnar fund með fulltrúum EFLU og stjórn- endum Bremenports, fyrirtækis sem rekur umskipunarhöfnina í Brem- erhaven. Á þeim fundi var fjallað um möguleika á því að reisa stóra um- skipunarhöfn í Finnafirði á Austur- landi, sem talinn er hentugur staður fyrir slíka höfn vegna vaxandi sigl- inga um norðurhöf á komandi áratugum, eins og það er orð- að á vef forsetaembættisins. EFLA er samstarfsaðili Bremenports við gerð fýsi- leikakönnunar á slíkri höfn, í samstarfi við sveit- arfélögin Langanes- byggð og Vopnafjarð- arhrepp. Landeigendur sumir hverjir hafa hins vegar lýst yfir efa- semdum með þessa framkvæmd, eins og fram hefur komið í fréttum. Afar hagstæð vöru- skipti við Þýskaland Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir Berlín Heimsókn forseta Íslands og fylgdarliðs til Þýskalands í liðinni viku þótti takast vel. Tengsl landanna og samstarf styrktust til muna. „Mikilvægi viðskipta Íslands og Þýskalands verður seint ofmetið. Þau er hægt að rekja mörg hundruð ár aftur í tím- ann og standa ekki síður í blóma í dag. Heimsókn eins og þessi skilar kannski ekki beinum samningum en meðan á henni stendur verða til sam- bönd sem oft og tíðum leiða til viðskipta síðar meir,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Þýsk- íslenska viðskiptaráðsins, um Þýskalandsheimsóknina fyrir helgi. Hún segir mörg við- skiptatækifæri vera í Þýska- landi og Þjóðverjar séu al- mennt hrifnir af framtakssemi Íslendinga. „Ekki síst er það mikil- vægt að fleiri Íslend- ingar sæki sér menntun til Þýska- lands, miðpunkts Evrópusambandsins, vélarinnar sem dreg- ur efnahaginn áfram,“ segir hún. Sambönd verða til VIÐSKIPTARÁÐIÐ Kristín S. Hjálmtýsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.