Morgunblaðið - 01.07.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2013
Byggingav
örur - byg
gingatækn
i
I I
Gylfaflöt 3 | 112 Reykjavík | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is
Gosdrykkjaframleiðandinn Coca-
Cola mun í vikunni hefja sölu á nýjum
kóladrykk sem notar stevíu sem
sætuefni. Drykkurinn hefur fengið
nafnið Coca-Cola Life og verður til að
byrja með aðeins fáanlegur í Argent-
ínu.
Drykkurinn er dökkbrúnn á lit eins
og aðrir kóladrykkir fyrirtækisins en
merkimiðinn grænn.
Heimildir segja uppskriftina að
drykknum nota bæði hefðbundinn
sykur og stevíu en engin gervisætu-
efni.
Stevía er náttúrulegt sætuefni unn-
ið úr jurtum sem upprunnar eru í
Mið- og Suður-Ameríku. Stevía er
sætari en sykur en hitaeiningalaus.
Huffington Post greinir frá að Coca-
Cola hafi nýlega lýst því yfir að til
stæði að gera breytingar á uppskrift
Sprite-drykkjarins á Bretlandsmark-
aði með því að skipta út hluta af sykr-
inum í drykknum fyrir stevíu. Með
því er bæði hægt að koma til móts við
þá sem vilja síður neyta gervisætu og
eins mæta þörfum neytenda sem vilja
draga úr hitaeiningum í mataræðinu.
Nýlega sagði Viðskiptablað Morg-
unblaðsins frá opnun fyrirtækisins
Via-Health í Hafnarfirði en þar eru
framleiddir stevíudropar í neytenda-
pakkningum.
ai@mbl.is
Nýtt kók með stevíu
sett í reynslusölu
AFP
Drykkur Kókflöskur í kæli í Bandaríkjunum. Ef reynslusalan í Argentínu
gengur vel gæti hið nýja Coca-Cola Life komið á markað víðar um heim.
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Eftir slæma viku styrktist gull
agnarögn á föstudag og endaði
gull með afhendingu í ágúst dag-
inn 1,91% hærra og endaði í
1.211,60 dölum á únsuna. Í við-
skiptum föstudagsins fór gullið
lægst í 1.179 dali og hæst í 1.235
dali.
Hækkunin á föstudag var langt
frá því að leiðrétta skarpa lækkun
gullsins á síðustu vikum og mán-
uðum en únsan kostaði um 1.600
dali í byrjun apríl og var nálægt
1.300 dala markinu í byrjun vik-
unnar. Á öðrum ársfjórðungi hefur
gull lækkað um meira en 23% og
er það mesta hlutfallslega lækkun
gulls á einum fjórðungi síðan
verslun með gull í núverandi mynd
hófst á Comex-markaðinum í New
York árið 1975. Markaðsfrétta-
vefurinn MarketWatch segir
mestu ársfjórðungslegu lækkun
gulls til þessa hafa verið 18%
lækkun sem átti sér stað fyrstu
þrjá mánuði ársins 1982.
Á síðustu tveimur árum hefur
gullúnsan lækkað um u.þ.b. 700
dali eða 38%.
Bjartsýni dregur niður verðið
Eins og áður hefur verið sagt
frá í Morgunblaðinu þykir verð á
gulli endurspegla traust fólks á
mörkuðum og gjaldmiðlum. Þeir
sem vænta þess að gengi veikist
eða markaðir lækki leita í gullið
bæði til að finna fjármunum sínum
öruggt skjól en einnig til að njóta
góðs af hækkandi gullverði eftir
því sem fleiri leita athvarfs í
málminum. Gullið hafði verið á
hraðri siglingu upp á við um og
eftir fjármálahrunið vestanhafs og
náði hámarki síðla sumars 2011
eftir að hafa u.þ.b. þrefaldast í
verði frá árinu 2007. Frá haust-
byrjun 2012 hefur verð á gulli ver-
ið á nokkuð skarpri leið niður og
þykir það endurspegla vaxandi trú
fjárfesta og almennings á mörk-
uðum og hagstjórn stjórnmála-
manna.
Nýjasta lota lækkana á gulli
hófst 19. júní þegar Seðlabanki
Bandaríkjanna þótti gefa sterk-
lega í skyn að ekki væri langt í að
bankinn hætti að dæla fjármunum
inn í bandaríska hagkerfið. Örv-
unaraðgerðir seðlabankans hafa
þótt skapa hættu á verðbólgu og
gengishruni. Bjartsýni fjárfesta
jókst því við fréttirnar og fjár-
munir voru færðir úr gulli yfir í
aðra og gjöfulli fjárfestingarkosti.
Ástandið í Evrópu hefur líka sín
áhrif en það að útlit er fyrir að
muni takast að sigla evrusvæðinu
farsællega út úr ólgusjó síðustu
ára þýðir að færri evrópskir fjár-
magnseigendur leita að skjóli í
gulli.
Skiptar skoðanir eru meðal
markaðssérfræðinga um hvert
gullið stefnir næst. Blaðamenn
MarketWatch segja skarpa lækk-
unina undanfarið hafa komið jafn-
vel djörfustu fjárfestum á óvart og
hraði niðursveiflunnar gefi ástæðu
til að búast við að málmurinn
skoppi upp á við á næstunni. Í
sömu grein er vitnað í markaðs-
greinendur sem sjá gullið ekki
sem spennandi kost á næstunni,
nema þá í litlu magni sem ódýra
vörn gegn mögulegum skakkaföll-
um á mörkuðum.
Verð á gulli gæti líka náð jafn-
vægi með fækkun gullnáma.
Greinendur hjá Global Hunter
Securities benda á að þegar verð á
gulli fór undir 1.300 dali á únsuna
hætti gullframleiðsla að vera hag-
kvæm í mörgum námum. Fram-
leiðslukostnaðurinn í dæmigerðri
bandarískri gullnámu er oft í
kringum 1.200 dali á únsuna sem
þýðir að ef gullverð fer niður fyrir
til dæmis 1.250 dala markið gæti
framboð tekið að dragast saman
og þar með hægt á lækkun málms-
ins.
Þá vitnar blaðamaður WSJ í
nýja úttekt frá rannsakendum við
Duke-háskóla þar sem reynt var
að finna „eðlilegt“ verð á gulli.
Rannsóknin sýnir að vísitala
neysluverðs geti gefið brúkanleg-
ustu viðmiðunina en miðað við það
þurfi gull að lækka um þriðjung til
að vera á eðlilegum stað.
Titringur vegna hærri vaxta?
Síðan er hópur fjárfesta sem
hefur enn óbilandi trú á gullinu.
Fréttastofa CNBC hefur eftir ein-
um greinandanum að þeir sem líta
til langtímaávöxtunar ættu að sjá
lækkunina undanfarið sem gott
tækifæri til að kaupa gull. Í sömu
frétt er bent á að Seðlabanki
Bandaríkjanna hafi í vikunni dreg-
ið úr fyrri yfirlýsingum um að
hægja á örvandi aðgerðum í hag-
kerfinu og að „peningaprentunin“
muni halda áfram á meðan hag-
tölur eru í slakara lagi.
Bloomberg og Washington Post
greina frá að starfsmenn banda-
ríska seðlabankans þurfi að hafa
sig alla við þessa dagana til að slá
á áhyggjur markaðarins af hækk-
andi vöxtum. Vaxtakrafan á 10 ára
ríkisskuldabréfum fór upp í 2,61%
í vikunni en var 1,63% í maí. Vext-
ir á 30 ára fasteignalánum náðu
tveggja ára hámarki og fóru úr
3,93% upp í 4,46% sem gæti hægt
á fasteignamarkaðinum.
Er gullið í frjálsu falli?
Gullverð hélt áfram að falla í síðustu viku þrátt fyrir styrkingu í vikulok Lækkunin á
öðrum ársfjórðungi nemur 23% Lokun gullnáma gæti hjálpað gullverðinu að ná botni
Bandaríski seðlabankinn setur aukinn kraft í að róa markaði eftir að vextir hækkuðu
AFP
Glansandi Sjálfstætt starfandi gullgrafari í Mongólíu sýnir stoltur lítinn gullmola. Málmurinn sem fór á flug eftir
fjármálahrunið hefur verið að síga hratt síðustu mánuði, m.a. vegna skánandi útlits á mörkuðum.