Morgunblaðið - 16.07.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.2013, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 Pepsi-deild karla Fylkir – ÍA ................................................ 1:1 Finnur Ólafsson 86. – Ármann Smári Björnsson 71. Rautt spjald: Tómas Þor- steinsson (Fylki) 40. Valur – Víkingur Ó.................................. 0:0 Rautt spjald: Kiko Insa (Vík.) 83. Staðan: KR 10 8 1 1 24:11 25 FH 11 7 2 2 21:11 23 Stjarnan 10 7 2 1 15:8 23 Breiðablik 10 6 2 2 17:10 20 ÍBV 10 5 3 2 14:8 18 Valur 10 4 5 1 18:10 17 Fram 11 4 3 4 14:13 15 Þór 11 4 1 6 17:26 13 Keflavík 10 2 1 7 12:21 7 Víkingur Ó. 11 1 3 7 6:17 6 Fylkir 11 0 4 7 10:20 4 ÍA 11 1 1 9 11:24 4 Markahæstu leikmenn: Gary Martin, KR ..........................................6 Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram............6 Baldur Sigurðsson, KR................................5 Chukwudi Chijindu, Þór..............................5 Atli Guðnason, FH .......................................5 3. deild karla ÍH – Kári ....................................................2:1 Staðan: Huginn 10 9 0 1 34:10 27 Fjarðabyggð 10 8 0 2 40:8 24 ÍH 10 7 0 3 21:24 21 Víðir 9 5 0 4 20:19 15 Leiknir F. 9 4 0 5 19:17 12 Augnablik 9 4 0 5 21:20 12 KFR 9 4 0 5 18:23 12 Kári 10 3 0 7 10:35 9 Grundarfjörður 11 2 0 9 12:24 6 Magni 9 2 0 7 10:25 6 4. deild karla B Berserkir – Skallagrímur ........................ 3:0 Staðan: Berserkir 23 stig, Stál-úlfur 21, Skínandi 16, KB 13, Skallagrímur 11, KH 10, Snæfell/Geislinn 4, Kormákur/Hvöt 2. 1. deild kvenna A Haukar – Álftanes .................................... 1:2 Staðan: ÍA 10 8 1 1 32:8 25 Fylkir 8 7 1 0 26:4 22 Álftanes 10 5 2 3 13:13 17 Fram 10 5 1 4 16:15 16 Haukar 10 4 1 5 14:14 13 Tindastóll 9 2 3 4 15:15 9 ÍR 9 1 3 5 9:25 6 Víkingur Ó. 8 1 2 5 6:20 5 BÍ/Bolungarvík 10 1 2 7 8:25 5 1. deild kvenna B Fjölnir – KR.............................................. 0:2 Staðan: Grindavík 8 6 2 0 33:9 20 Fjölnir 7 5 1 1 20:2 16 Völsungur 9 5 1 3 23:17 16 KR 7 5 0 2 28:9 15 Höttur 7 4 2 1 25:7 14 Fjarðabyggð 9 2 0 7 12:36 6 Sindri 8 1 0 7 7:35 3 Keflavík 7 0 0 7 3:36 0 EM kvenna 2013 C-RIÐILL: England – Rússland................................. 1:1 Toni Duggan 90. – Nelli Korovkina 38. Spánn – Frakkland.................................. 0:1 Wendie Renard 5. Staðan: Frakkland 2 2 0 0 4:1 6 Spánn 2 1 0 1 3:3 3 England 2 0 1 1 3:4 1 Rússland 2 0 1 1 2:4 1 Svíþjóð Helsingborg – Öster................................ 3:0  Arnór Smárason kom inn á sem vara- maður á 73. mínútu fyrir Helsingborg og lagði upp eitt markanna. Staðan: Malmö 16 9 5 2 31:18 32 Helsingborg 15 9 4 2 34:11 31 Kalmar 17 8 6 3 20:12 30 AIK 16 8 5 3 26:16 29 Gautaborg 16 8 5 3 23:14 29 Elfsborg 16 7 6 3 29:15 27 Åtvidaberg 16 8 2 6 21:17 26 Mjällby 16 7 3 6 28:23 24 Häcken 17 6 2 9 19:24 20 Norrköping 15 5 4 6 22:24 19 Djurgården 15 4 4 7 11:25 16 Gefle 16 2 8 6 17:26 14 Halmstad 15 2 7 6 14:23 13 Öster 16 3 4 9 13:24 13 Brommapojk. 16 3 4 9 16:34 13 Syrianska 16 2 3 11 13:31 9 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA 1. deild karla: Akureyrarvöllur: KA – Grindavík ........... 18 Fjölnisvöllur: Fjölnir – Leiknir R....... 19.15 Víkingsv.: Vikingur R. – Þróttur R..... 19.15 Ólafsfjarðarvöllur: KF – Selfoss ......... 19.15 Schenker-v.: Haukar – Völsungur ...... 19.15 Torfnesv.: BÍ/Bolung. – Tindastóll ..... 19.15 1. deild kvenna: Fylkisvöllur: Fylkir – Víkingur Ó............ 20 Hertz-völlurinn: ÍR – Fram ..................... 20 Í KVÖLD! Morgunblaðið/Kristinn Sitt hvort stigið Ásgeir Örn Arnþórsson Fylki og Einar Logi Einarsson ÍA fengu sitt hvort stigið í Lautinni í gærkvöldi. Aðstaða til æfinga fyrir vestan á vet- urna stæðist illa samanburð og leik- menn væru að stíga sín fyrstu skref á meðal þeirra bestu. Skrefin sem þeir stíga eru í rétta átt en auðvitað er óskaplega mikið eftir af Íslands- mótinu. En leikmenn geta verið stolt- ir af sínum leik í gær og Víkingar eiga þar að auki von á fjórum spænskum leikmönnum til að styrkja sinn leikmannahóp fyrir seinni hluta Íslandsmótsins. Valsmenn hafa stimplað sig al- gjörlega út úr toppbaráttunni í síð- ustu umferðum. Þeir hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og vandamálið virðist öðru fremur snúast um að skapa mörk, eða þá alla vega mark- tækifæri eins og í gær. Arnar Sveinn Geirsson fékk þeirra besta færi á silf- urfati snemma í seinni hálfleik, eftir árekstur tveggja varnarmanna, en Einar Hjörleifsson sá við honum. Túlkun manna svart og hvítt Valur náði ekkert að nýta sér það að vera manni fleiri síðustu 7-8 mín- úturnar eða svo, eftir að Kiko Insa fékk réttilega sitt annað gula spjald og þar með rautt. Tíu mínútum áður átti sér hins vegar stað afar umdeilt atvik, og túlkun manna á því var í raun eins og svart og hvítt. Farid Zato var þá of seinn í tæklingu gegn Hauki Páli Sigurðssyni, sem sjálfur lyfti fótunum frá jörðu á leið að bolt- anum en var á undan til hans. Tækl- ingin frá Zato var afar hörð og Hauk- ur fór meiddur af velli, en Zato fékk aðeins gula spjaldið. Valsmenn vildu að hann fengi rautt, og sá sem þetta skrifar var sammála því við fyrstu sýn, en Víkingar vildu sjá Hauk fá rautt. Valur missti annan frábæran miðjumann, Rúnar Má Sigurjónsson, einnig af velli vegna tognunar í læri og er það stórt skarð fyrir skildi. Ætla má að Rúnar verði frá keppni að minnsta kosti 2-3 vikur. Allt aðrir Ólafsvíkingar  Hafa haldið markinu hreinu í 287 mínútur  Líklegri til sigurs á heimavelli Vals  Insa sá rautt en Zato slapp með skrekkinn  Haukur Páll og Rúnar meiddust Á HLÍÐARENDA Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Ofanritaður varð þess heiðurs aðnjót- andi að sjá frumraun Víkings Ó. í efstu deild í vor og var ekki heillaður. Liðið sem sótti Valsmenn heim að Hlíðarenda í gærkvöld var hins vegar allt annað lið. Víkingar hefðu hæg- lega getað verið komnir með tveggja marka forskot í fyrri hálfleik, þar sem Guðmundur Magnússon fékk tvö upplögð skallafæri, en inn vildi bolt- inn ekki. Leikurinn var jafnari í seinni hálfleiknum, bæði lið fengu færi til að skora, en markalaust jafn- tefli varð niðurstaðan í fjörugum leik. Þar með eru 287 mínútur liðnar síðan að Víkingar fengu síðast á sig mark í deildinni. Þeir hafa fengið fimm af sex stigum sínum í sumar í síðustu þremur leikjum, stefnan er upp á við nú þegar mótið er hálfnað, og með frammistöðu eins og í gær gætum við hæglega átt eftir að sjá úrvalsdeildarfótbolta í Ólafsvík næsta sumar. Fyrsta stigið á útivelli Víkingar höfðu spilað fimm útileiki í efstu deild og tapað þeim öllum svo jafnteflið í gær skilaði fyrsta stigi þeirra í úrvalsdeild frá upphafi. Ejub Purisevic þjálfari benti á það í gær að eðlilega væri stigsmunur á Víkingsliðinu í dag og í byrjun móts. Vodafone-völlurinn á Hlíðarenda, Pepsi-deild karla, 11. umferð, mánu- dag 15. júlí 2013. Skilyrði: Nánast logn og skýjað. Völlurinn góður Skot: Valur 9 (3) – Víkingur 8 (5). Horn: Valur 4 – Víkingur 2. Lið Vals: (4-3-3) Mark: Fjalar Þor- geirsson. Vörn: Jónas Tór Næs, Magnús Már Lúðvíksson, Matarr Jobe, Bjarni Ólafur Eiríksson. Miðja: Haukur Páll Sigurðsson (Stefán Ragnar Guðlaugsson 79.), Rúnar Már Sigurjónsson (Kristinn Freyr Sigurðsson 43.), Andri Fannar Stef- ánsson. Sókn: Arnar Sveinn Geirs- son (Matthías Guðmundsson 80.), Kolbeinn Kárason, Þórir Guðjónsson. Lið Víkings: (4-5-1) Mark: Einar Hjörleifsson. Vörn: Emir Dokara, Damir Muminovic, Kiko Insa, Tomasz Luba. Miðja: Alfreð Már Hjaltalín (Eyþór Helgi Birgisson 73.), Farid Zato, Björn Pálsson, Eldar Masic, Steinar Már Ragnarsson (Guð- mundur Steinn Hafsteinsson 73.). Sókn: Guðmundur Magnússon (Fannar Hilmarsson 90.). Dómari: Örvar Sær Gíslason – 6. Áhorfendur: 1.067. Valur – Víkingur Ó. 0:0 I Gul spjöld:Insa (Víkingi) 44. (brot), Al- freð Már (Víkingi) 67. (brot), Zato (Víkingi) 77. (brot). I Rauð spjöld: Insa (Víkingi) 84. (brot, annað gult). M Fjalar Þorgeirsson (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Damir Muminovic (Víkingi) Farid Zato (Víkingi) Björn Pálsson (Víkingi) Eldar Masic (Víkingi) Guðmundur Magnússon (Víkingi)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.