Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2013 3 ForstöðumaðurTæknideilar Vesturbyggðar ogTálknafjarðarhrepps Vesturbyggð ogTálknafjarðarhreppur auglýsa eftir kröftugum einstaklingi til þess að veita tæknideildum sveitarfélaganna forstöðu. Leitað er eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi með mikla reynslu á sviði skipulags- og byggingarmála. ForstöðumaðurTæknideildar Vesturbyggðar ogTálknafjarðarhrepps hefur yfirumsjón með skipulags- og byggingarmálum og öllum verklegum framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélaganna. Forstöðumaðurinn hefur forystu um faglegan undirbúning við mótun stefnu sveitarfélagsins á sviði skipulags- og byggingamála á hverjum tíma og er skipulags- og bygg- ingarnefndum, bæjar- og sveitarstjóra og sveitarstjórnum til ráðgjafar á því sviði og sér um að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglu- gerðum varðandi byggingarmál í sveitarfélaginu sé framfylgt. Hann ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, eftirliti með viðhaldi, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólamenntun á sviði skipulags- og byggingarmála, sbr. 8 gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er skilyrði.  Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum, byggingarreglugerð er æskileg.  Reynsla af stjórnun er æskileg.  Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er æskileg.  Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni.  Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.  Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.  Góð almenn tölvukunnátta. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi fagfélags og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí nk. Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn til baejarstjori@vesturbyggd.is. Umsókninni þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir hæfni til starfans út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur eru beðnir að tilgreina a.m.k. 2 umsagnaraðila í umsókn sinni. Nánari upplýsingar veitir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, s. 450 2300. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar: Á sunnanverðum Vestfjörðum búa ríflega 1300 manns í tveimur sveitarfélögum, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Íbúum hefur fjölgað töluvert undanfarin ár og er mikil uppbygging og umsvif í sveitarfélögunum. Stærstu byggðakjarnarnir eru: Patreksfjörður,Tálknafjörður og Bíldudalur. Í sveitarfélögunum eru mjög góðir grunnskólar, leikskólar, tónlistarskólar og framhaldsdeild Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Þrjú nýleg íþróttahús eru á svæðinu, tvær sundlaugar og frábær líkamsræktaraðstaða. Öflugt íþróttastarf er í sveitarfélögunum sem og menningar- og tónlistarstarf. Auðvelt er njóta útivistar þar sem ægifögur náttúra Vestfjarða er alls staðar innan seilingar, s.s. Rauðasandur, Látrabjarg, Ketil- dalir og Barðaströnd. Flugfélagið Ernir flýgur alla daga nema laugardaga til Bíldudals frá Reykjavík og Breiðafjarðarferjan Baldur fer alla daga nema laugardaga yfir vetrartímann frá Stykkishólmi að Brjánslæk en tvisvar á dag alla daga vikunnar yfir sumartímann. Mannlífið er gott og íbúarnir eru sam- stiga um að byggja kröftug, samheldin og framsækin sveitarfélög. Deild iðjuþjálfunar og félagsstarfs Hrafnistu í Hafnarfirði óskast til starfa 1. september 2013 Iðjuþjálfi Helstu verkefni:                              !  " #$        %   &      '              ( %   %  Menntunar- og hæfniskröfur: )  $      %      *       +/'035   $    6      7 6      $      8 %    $ % 9   Markmið Hrafnistu er að:  %    $    %           8 $    :    % $      ;               9   % 6    <            #   %      =   :  >    ?     $  9     *    =   :  >        A    B     6 %  C    $   8         :   $ $D EHE IJKJ " NNO KONP Umsóknarfrestur er til 22. júlí. Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið gudrun.hallgrimsdottir@hrafnista.is Starfskraftur óskast - Hlutastarf Sjálfstæður starfskraftur með brennandi áhuga á barnafatnaði og ríka þjónustulund óskast til afgreiðslu- og sölustarfa. Vinnutími kl. 12-18 og laugardaga eftir samkomulagi. Íslenskukunnátta skilyrði. Áhugasamir geta sent umsókn og meðmæli á olig26@torg.is Orkubú Vestfjarða ohf. Starf við Mjólkárvirkjun Orkubú Vestfjarða auglýsir hér með starf við Mjólkárvirkjun í Arnarfirði laust til umsóknar. Föst búseta á staðnum eða í nærliggjandi byggðarlögum skilyrði. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. september eða eftir nánari samkomulagi. Gerðar eru kröfur um vélfræðings- eða raf- virkjamenntun. Umsóknarfrestur er til 23. júlí. Frekari upplýsingar veitir undirritaður, sími 450 3230, eða stöðvarstjóri, sími 450 3290. Framkvæmdarstjóri orkusviðs, Sölvi R. Sólbergsson. Deild iðjuþjálfunar og félagsstarfs Hrafnistu í Hafnarfirði óskast til afleysinga frá ágúst 2013 Aðstoðarmaður iðjuþjálfa Helstu verkefni:  <     % $      #9  8 %       %  %   <  %    :     3  $      B  %   $ % %     Menntunar- og hæfniskröfur: &       %                 Markmið Hrafnistu er að:  %    $    %           8 $    :    % $      ;               9   % 6    <            #   %      ?'Q      A    B     6 %  C    $   8         :   $ $D EHE IJKJ " NNO KONP Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið gudrun.hallgrimsdottir@hrafnista.is Bakaranemi Óska eftir mjög áhugasömum bakaranema í Reykjavík. Umsóknir sendist á box@mbl.is, merktar: ,,N - 25420”.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.