Morgunblaðið - 22.08.2013, Page 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
D
úndrandi flugeldar og fim-
legar danshreyfingar eru
ekki endilega eitthvað
sem maður tengir saman,
en það ætlar Sigríður
Soffía að gera á Menningarnótt.
Hvernig kom það eiginlega til að
dansarinn ákvað að spreyta sig á
flugeldum? „Vodafone hafði upp-
haflega samband við mig þar sem
þau vildu fá listamann inn í ferlið og
gera eitthvað nýtt með flugeldasýn-
ingu Menningarnætur í ár. Mitt nafn
barst í tal og í framhaldi var ég beðin
að koma með kynningu fyrir Reykja-
víkurborg, lögreglustjóra, Vodafone
og þá aðila sem koma að sýningunni,“
segir Sigríður. „Fyrir tveimur árum
byrjaði ég reyndar að vinna að drög-
um að sýningu sem innihélt einmitt
flugelda svo það var skemmtileg til-
viljun,“ bætir hún við.
Flugeldar eru galdrar
Það kemur upp úr dúrnum að áhugi
Sigríðar Soffíu er ekki nýtilkominn.
Þvert á móti hafa þeir hrifið hana um
langan aldur. „Já, ég hef alltaf verð
heilluð af flugeldum, þessi blanda af
reyk, ljósi og sprengingum höfðar til
mín. Í leikhúsinu er maður oft að
vinna með reykvélar og ljós að reyna
að búa til töfra en flugeldar eru
galdrar; pappakassi sem breytist í
stórfenglegt ljós á himninum,“ út-
skýrir Soffía og brosir við. „Það er
eitthvað við reyk og sprengingar sem
heillar mig sem listamann og þetta er
klárlega byrjunin á vinnu minni með
flugelda því möguleikarnir eru svo
margir. Í þessu verkefni sem sýnt
verður á Menningarnótt, Eldar –
dansverk fyrir þrjú tonn af flug-
eldum, vildi ég færa flugeldana eins
nálægt fólkinu og hægt væri, á sama
tíma og öryggismál áhorfenda eru í
fyrirrúmi. Það verður mikið um lok-
anir, ljósin í miðbæ Reykjavíkur
verða öll slökkt og margir eru að
leggja hönd á plóg til að gera þetta
eftirminnilegt,“ segir Soffía og það er
ekki laust við eftirvæntingarglampa í
augum hennar. „Svo er gaman frá því
að segja að verkið Eldar er einmitt
partur af Reykjavík Dans Festival
sem er að byrja.“
Að stjórna flugeldum
Í huga flestra eru flugeldar ótemjur
sem æða stjórnlaust áfram og því
blasir kannski ekki við hvernig hægt
er að stjórna þeim með áþekkum
hætti og danshöfundur skipuleggur
hreyfingar dansaranna. Sigríður seg-
ir þetta þó ekki eins frábrugðið og
ætla mætti. „Dansverk og flug-
eldasýningar eiga margt sameig-
inlegt,“ bendir hún á. „Dansarar hafa
eytt mörgum árum í leik við þyngd-
araflið og framkvæma það sem virð-
ist ómannlegir gerningar. Öflug sam-
hæfing áralangrar þjálfunar gerir
þeim kleift að framkvæma hópdansa
þar sem allir hreyfast eins og full-
komin vél, allar línur beinar, flæði,
hraði og öndun samhæfð. Sömu regl-
ur gilda um uppbyggingu á dans-
smíðum og smíði á flugeldasýningu.
Flugeldasýning er í eðli sínu hljóð og
hreyfing sem er einmitt efniviður
danssmíða: tónlist og dans. Ljós tek-
ur einfaldlega stöðu dansarans og
sprengingarnar eru tónlistin. Ljósið
er látið hreyfast eða dansa eftir fyr-
irfram ákveðnum ferlum rétt eins og
í dansverki sem samið er spor fyrir
spor og endurtekið þar til hinum full-
komnu línum er náð með líkama og í
rýminu. Dýnamík er mynduð með
hraðabreytingum og reynt að ná
fram blæbrigðum mannlegra tilfinn-
inga með nákvæmni í tímasetningum
og litavali.“
Fleiri en einn skotstaður
Það er auðheyrt að sýningin sem fyr-
ir höndum er á hug Sigríðar allan.
„Alveg eins og þegar ég sem fyrir
dansflokk er erfiðasti parturinn að
sleppa takinu, horfa á sýninguna og
geta ekki gripið inn í sjálfur,“ út-
skýrir hún. „Að sitja og vona að öll
undirbúningsvinnan skili sér og að
allir dansarar dansi rétt, ljósamað-
urinn setji rétt ljós á og hljóðmað-
urinn klikki ekki á tónlistinni. Það er
eins með þessa sýningu, þetta er
risavaxið samvinnuverkefni. Voda-
fone, eldvarnareftirlitið, Reykjavík-
urborg, lögreglan og HSSR hafa
staðið að undirbúningnum. Frábært
fólk á öllum vígstöðvum en þegar á
hólminn er komið þarf að treysta á
flugeldana og Hjálparsveit skáta í
Reykjavík sem sér um skotið sjálft,
að allir púðurþræðir séu heilir, að all-
ar tívolíbombur séu heilar, að tíma-
setningar haldist og mikilvægast af
öllu – að veðurguðirnir verði með
okkur í liði.“
Þegar Sigríður er svo spurð að því
hvar best megi njóta sýningarinnar
kemur fyrst í ljós hverju gestir
Menningarnætur mega eiga von á.
Andstætt við hefðbundnar flug-
eldasýningar þar sem öllu tundrinu
er skotið upp af einum stað verður
sýningu Sigríðar skotið upp af hvorki
meira né minna en fimm stöðum!
„Með punktunum fimm er reynt að
ná hring í kringum miðbæjarsvæðið
til að umkringja áhorfendur. Að-
alskotið er af Faxagarði þar sem tí-
volíbomburnar verða þar, þökin þola
ekki mikið magn af sprengiefni en við
erum búin að fara eins langt og við
komumst,“ segir Sigríður. „Sýning-
unni verður einnig skotið upp af þök-
um þekktra bygginga, meðal annars
Þjóðleikhússins og Tollhússins.“ Í
framhaldinu mælir Sigríður Soffía
með því að fólk komi sér fyrir á Arn-
arhóli, á bílastæðinu hjá Kolaportinu
og í kringum grunninn hjá Hörpu og
reyni þannig að hafa sjónlínu á skot-
staðina. „Ekki vera inni í bíl eða inni í
einhverju húsi – verið úti! Komið inn
í mannmergðina í stemninguna og
heyrið sprengingarnar!“ Sigríður
Soffía minnir þó fólk á að mjög mik-
ilvægt sé að virða takmarkanir lög-
reglu. „30 metra, 50 metra eða 100
metra öryggissvæði þurfa að vera
mörkuð kringum byggingarnar sem
notaðar eru undir sprengiefni og þar
sem sýningarsvæðið er miðborgin er
í mörg horn að líta fyrir þá sem sjá
um gæsluna.“
Dans í sínu hreinasta formi
Eins og Sigríður Soffía bendir á er
áhersla danssýningarinnar Elda á
upplifunina, formin og litina, ekki að
sýningin sé sú stærsta eða dýrasta.
„Frekar er hugsunin að fólk upplifi
eitthvað annað, eitthvað sem það
bjóst ekki við. Ég vil að áhorfendur
finni fyrir handverkinu og vinnunni
sem liggur að baki.“ Hún heldur
áfram. „Verkið sameinar fólk, ekki til
að keppa, metast eða græða heldur í
þeim tilgangi að njóta í sameiningu.
Áhorfandinn fær að njóta danssmíða
í sínu hreinasta formi. Mannslíkam-
inn er tekinn úr jöfnunni svo ferl-
arnir standa einir eftir og mynda
grind verksins. Þannig fá áhorfendur
að upplifa fegurð hreyfingar, kraft
einfaldra forma, blæbrigði lita,
þyngd og stemningu hrynjandi. Fólki
er gefinn kostur á að finna hugarró í
að standa með 80 þúsund manns og
hugsa einungis um kraft og fegurð
Reykjavíkur og Íslands í sjö mínútur
og 45 sekúndur.“
Nóg um að vera í ágúst
Eins og hin fyrirhugaða flugeldasýn-
ing sé ekki nóg þá er Sigríður Soffía
með ýmis önnur járn í eldinum. „Já,
ágúst er mikill uppskerumánuður.
Ég er með fjórar frumsýningar á ell-
efu dögum. Lífið býður ekki oft upp á
álagsdreifingu svo maður verður
bara að stökkva inn í ruglið og
stemninguna,“ bætir hún við og kím-
ir. „Ég frumsýndi sóló 16. ágúst í
Hallgrímskirkju þar sem ég sleppti
15 dúfum inni í kirkjunni, en það var
samvinnuverkefni með einum besta
organista landsins, Birni Steinari
Sólbergssyni. Það vakti mikla
ánægju og kátínu áhorfenda og
komst í fréttirnar þar sem ein dúfan
settist á höfuð bandarísku sendi-
herrafrúarinnar og sat þar restina af
sýningunni,“ rifjar Sigríður upp og
hlær.
„Ég er líka að frumsýna nýja stutt-
mynd sem nefnist Requiem og er
leikstýrt af mér og ljósmyndaranum
Marinó Thorlacius.“ Þess má geta að
þetta er þriðja stuttmyndin sem Sig-
ríður Soffía gerir en fyrri stutt-
myndir hennar hafa verið sýndar á
yfir 30 alþjóðlegum kvikmyndahátíð-
um og unnið til verðlauna. „Requiem
verður frumsýnd í Hafnarhúsinu kl.
16:00 þriðjudaginn 27. ágúst þar sem
allir eru velkomnir og frítt inn.
Myndin var tekin í Patreksfirði en í
henni reynum við að fanga hugar-
ástand í stað sögulegrar framvindu.
Jóhann Friðgeir semur tónlistina en
Hildur Yeoman sá um stíliseringu,“
bætir hún við. Sigríður og Marinó
hafa unnið saman áður en þau gerðu
dansauglýsinguna fyrir Lyfju með
Íslensku auglýsingastofunni sem
sýnd hefur verið í sjónvarpi í sumar.
„Auk þess dansa ég í nýju verki
Ernu Ómarsdóttur sem nefnist „To
the bone“, en það er frumsýnt daginn
fyrir Menningarnótt svo það er nóg
að gera,“ segir Sigríður Soffía að
endingu.
Nánari upplýsingar um komandi
sýningar má finna á vefnum
www.siggasoffia.com.
jonagnar@mbl.is
Dansandi flugeldar
Það er óhætt að segja að flugeldasýningin sé ákveðinn hápunktur á Menningarnótt hvers árs. Í þetta sinn kveður við nýjan tón hvað
framsetningu flugeldanna varðar, svo ekki sé fastar að orði kveðið, en dansarinn og danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir
skipuleggur sýninguna sem verður með talsvert öðru sniði en venjulega.
Morgunblaðið/Kristinn
Himnadans „Flugeldasýning er í eðli sínu hljóð og hreyfing sem er einmitt efniviður danssmíða: tónlist og dans. Ljós tekur einfaldlega stöðu dansarans og sprengingarnar
eru tónlistin. Ljósið er látið hreyfast eða dansa eftir fyrirfram ákveðnum ferlum rétt eins og í dansverki,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir, dansari og danshöfundur.
Danstöfrar Sigríður Soffía fer gjarnan með dansinn í óvæntar áttir eins og glöggt mátti sjá þann 16.ágúst sl. þegar hún
sleppti 15 hvítum dúfum lausum í Hallgrímskirkju. Hvort flugeldarnir láta jafnvel að stjórn og dúfurnar kemur í ljós.