Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ L istahópurinn Vinnslan setur upp Vinnsluna í sjötta skiptið núna á Menningarnótt og fer hún fram á gömlu Reykjavíkurbryggjunni, í hvalaskoðunarbáti og í gömlu verbúð- unum. „Þetta er svona listaviðburður þar sem við bjóðum fleiri listamönnum að taka þátt með okkur og sýna verk sín í vinnslu. Við hópurinn setjum svo saman prógram þar sem öll verkin fá að njóta sín, en mynda um leið eina heild,“ út- skýrir Vala Ómarsdóttir en hún er meðal þeirra listamanna sem standa að Vinnslunni. Gengið inn í þykjustuveislu „Að þessu sinni verður umgjörð Vinnslunnar „performance“ þar sem þemað er veisla,“ segir Vala. „Þessi þykjustuveisla tengir saman verkin og erum við búin að kalla í fjölda leikara til þess að taka þátt í þessu. Að auki sóttu margir lista- menn um að fá að setja upp sín eigin verk sem hluta af heildarviðburðinum. Færri komust að en vildu.“ Áhorfendur munu því upplifa leik- verk, gjörninga, tónleika, myndlist og þess hátt- ar, sem er allt hluti af stærra verki. Það má því segja að áhorfendur geti upplifað sig sem hluta af sýningu, meðan þau horfa á sýningu. „Vinnsl- an #6 er í raun þykjustuveisla sem áhorfendur ganga inn í. Rúsínan í pylsuendanum verður svo óvænt uppákoma í bát rétt upp úr hálf ellefu, en við viljum ekki gefa of mikið upp fyrirfram,“ segir Vala leyndardómsfull á svip. Listamenn úr ólíkum áttum „Við erum sjö talsins í listahópnum Vinnslan,“ segir Vala aðspurð út í félagsskapinn. „Fimm af okkur, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, María Kjartans, Biggi Hilmars, Harpa Fönn Sigur- jónsdóttir og ég sjálf, sjáum um listræna stjórn og semjum saman leikhúsverk, vídeóverk og gjörninga. Með okkur eru svo Arnar Ingvars- son, sem sér um húsnæðismál og tæknimál, og Starri Hauksson, sem sér um veitingarekst- urinn. Flest okkar kynntumst í London fyrir nokkrum árum og við byrjuðum í framhaldinu að vinna saman. Við erum öll listamenn úr ólík- um listgreinum og njótum þess að prufa okkur áfram í að skapa saman með mismunandi áherslur. Við höfum til dæmis sett saman gjörn- inga, vídeó- og leikhúsverk.“ Í London kynntist Vinnslan listahópnum Shunt en ásamt því að setja saman sínar eigin sýningar og gjörninga veita þau einnig vettvang fyrir aðra listamenn til þess að skapa. „Þetta fannst okkur spennandi og þörf fyrir á Íslandi. Þegar við vorum svo öll flutt heim til Íslands hófum við þetta batterí. Við sjáum fram á að Vinnslan eigi eftir að dafna vel hér á landi enda mikil eftirspurn frá bæði listamönnum sem vilja taka þátt og frá áhorfendum sem segjast aldrei hafa upplifað annað eins.“ Vinnslan #6 fer fram á ýmsum stöðum í kringum höfnina og Vala segir það enga tilviljun að hafnarsvæðið var valið sem vettvangur. „Út af blómstrandi listalífi og grasrótarstarfsemi sem teygist út á Granda. Einnig eru þar fjöl- breytt og áhugaverð rými sem er krefjandi að glíma við. Okkur finnst spennandi að vinna í óhefðbundnum rýmum sem gefa innblástur. Rýmið er þá jafnvel eins og nýr meðlimur í hópnum – kemur með sitt eigið efni í kökuna sem við erum að baka saman. Á síðustu fimm Vinnslum höfum við nefnilega verið á Norð- urpólnum úti á Seltjarnarnesi. Það var alveg frábært enda var húsnæðið stórt og virkilega skemmtilegt til þess að setja upp allskonar list. Nú er Norðurpóllinn lokaður og við komin með nýjan fókus; við viljum færa okkur miðsvæðis og prófa okkur áfram í allskonar skemmtilegum rýmum, áður en við finnum okkur nýtt heimili. Þessi Vinnsla verður sem sé við gömlu Reykja- víkurhöfnina, í hvalaskoðunarbát og í gömlu verbúðunum. Það er því spennandi ný áskorun.“ Innblástur frá sjónum Eins og Vala útskýrir í framhaldinu þá er það ekki bara manngerða hafnarsvæðið sem heillar heldur líka hafið sjálft. „Þér að segja þá erum við held ég öll líka með einhverskonar „obsess- ion“ fyrir sjónum. Hann er svo kraftmikill og leyndardómsfullur. Við bjuggum flest lengi er- lendis og töluðum öll um að við söknuðum þess að búa við sjóinn. Finna fyrir víðáttunni og kraftinum. Enda höfum við samið nokkur verk sem eru innblásin af sjónum.“ En hvers vegna er þá eiginlega öll þessi dýna- mík á hafnarsvæðinu í Reykjavík þessa dagana? „Er þetta ekki bara sama og gerðist til dæmis í Austur-London og Austur-Berlín? Sama sagan endurtekur sig aftur og aftur. Fyrst flytja list- menn í ódýr rými, þar skapast innblástur fyrir fleiri til að skapa og framkvæma. Svo byrjar þar í kjölfarið ýmis rekstur og fólk tekur til við að fegra og bæta. Svo fylgja hinir eftir og mannlífið blómstrar. Þá hækkar fasteignir með þessa staðsetningu í verði og í kjölfarið gerist sama sagan annars staðar – eða hvað?“ Einu gildir hver framtíð hafnarsvæðisins er, gestir Menningarnætur hafa margt til að hlakka til frá hendi Vinnslunnar. „Við verðum með magadans í káetu, hljóð- heim á bát, uppsprettu í stangveiðisal, vacuum- pakkaðan þriggja fermetra minjagrip fyrir túr- ista, ást og ekki-ást, fossagöngu, ferðalag um lostafull rými, djamm performance, sögustund skipstjóra, tónleika og leikhúsverk, og veislu sem endar með ósköpum í mögnuðu lokaatriði rétt fyrir flugeldasýninguna!“ upplýsir Vala, en Vinnslan byrjar kl. 20.00 og endar kl. 23.00. Frekari upplýsingar um hópinn er að finna á www.vinnslan.is. „Við vinnum verkefnið í samvinnu við Friend in Iceland þar sem höfuðstöðvar okkar verða og Reykjavik Sea Adventures sem veita okkur að- stoð og bátinn Christínu. Einnig hefur Sjó- stangaveiðifélag Reykjavíkur aðstoðað okkur og veitt okkur sal fyrir sýningar og Sægreifinn veitir okkur skemmtilegt og óvænt rými fyrir áhorfendur,“ segir Vala en Menningarnæt- urpottur Landsbankans styrkir verkefnið fjár- hagslega. „Þess ber í lokin að geta að við munum vera með happdrætti þar sem heppnir áhorfendur geta unnið sérstakan passa, þar sem þau fá að upplifa sig sem VIP í mögnuðu lokaatriði í báti. En nú segi ég ekki meir.“ jonagnar@mbl.is Vinnslan „Við verðum með magadans í káetu, hljóðheim á bát, uppsprettu í stangveiðisal, vacuum-pakkaðan þriggja fermetra minjagrip fyrir túrista, ást og ekki-ást, fossagöngu, ferðalag um lostafull rými, djamm performance, sögustund skipstjóra, tónleika og leikhúsverk, og veislu sem endar með ósköpum í mögnuðu lokaatriði rétt fyrir flugeldasýninguna!“ segir Vala Ómarsdóttir. Þykjustuveisla við höfnina Menningarnótt er viðburður þar sem maður er manns gaman og mikilvægt er að fá sem flesta til að taka þátt. Listahópurinn Vinnsl- an vinnur út frá svipuðu sjónarmiði og býður fleiri listamönnum að taka þátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.