Morgunblaðið - 22.08.2013, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17
M
enningarnótt hefur
staðið fyrir vöfflukaffi
sem sérstökum við-
burði síðan árið 2007
og við höfum verið
með frá upphafi,“ segir Ólöf en
hún stendur jafnan vöffluvaktina
ásamt Sigríði Kristjánsdóttur.
Gestir á fjórða hundrað
Þó að vöffluhefðin sé orðin sterk,
og jafnvel ómissandi á Menning-
arnótt, kann sumum eftir sem áður
að koma það spánskt fyrir sjónir
að opna heimilið fyrir kunningjum
jafnt sem ókunnugum og bjóða
upp á vöfflur.
Hvað kom til að Ólöf ákvað að
láta slag standa og vera með þegar
tækifærið bauðst fyrst? „Það kom
dreifibréf hingað í húsið frá Höf-
uðborgarstofu og hugmyndin var
nógu klikkuð til að við stykkjum á
hana,“ segir Ólöf og hlær. „Við
sáum fram á að þetta gæti verið
skemmtilegt og spennandi – það er
alltaf gaman að hitta fólk og prófa
eitthvað nýtt.“ Eins og gefur að
skilja laðar ilmurinn af nýbökuðum
vöfflum að og ekki vantar upp á
gestaganginn þegar Ólöf og fé-
lagar hræra í deigið. „Við Sigríður
erum vinkonur, kenndum lengi í
sama skóla og rekum saman gler-
listavinnustofu í bílskúrnum á
Freyjugötunni.“ Þeim til trausts
og halds eru Gísli, maður Ólafar
og Páll maður Sigríðar.
„Síðan koma vinir og nágrannar
og aðstoða okkur, oftast sama fólk-
ið og við fáum lánuð garðhúsgögn
út um allt hjá vinum og nágrönn-
um.
„Við höfum alltaf verið með á
fjórða hundrað gesta í vöfflu-
kaffinu og bökum þess vegna á
fjórða hundrað vaffla.“ Ólöf bætir
því við að þau hafi alltaf haldið
vöfflukaffið í garðinum við húsið
sem sé nokkuð stór og því henti
vel að bjóða gestum þangað. Þá
bendir hún á að vöfflubakarar á
Menningarnótt fá vöffluduft, sultu
og rjóma frá Höfuðborgarstofu, en
það er fljótt að hverfa ofan í gest-
ina. „Við þurfum alltaf að bæta við
þann skammt!“
Aðspurð hvort hún hafi í krafti
áralangrar reynslu sinnar einhver
hollráð fyrir vongóða vöfflubakara
til að fá sem bestar vöfflur stendur
ekki á svarinu. „Til að fá góðar
vöfflur úr vöffluduftinu reynist
okkur best að vera í góðu skapi og
hlakka til að taka á móti gestunum
okkar. Þá höfum við haft að
minnsta kosti fimm vöfflujárn í
gangi til að gestirnir þurfi ekki að
bíða of lengi eftir veitingunum.
Einnig finnst okkur mikilvægt að
vöfflurnar séu bakaðar jafnóðum
svo allir fái nýbakaðar vöfflur.“
Bestar með rabarbarasultu
Það er því auðheyrt á öllu að Ólöf
er eldri en tvævetur þegar kemur
að vöfflubakstri og því gráupplagt
að inna hana eftir því hvernig hún,
sérfræðingurinn sjálfur, vill hafa
sínar vöfflur. „Við fjögur sem
sjáum um þetta boð höfum hvert
sína sérviskuna. Sumir vilja kúa-
rjóma eða ís, fersk ber og heita
súkkulaðisósu, jarðarberjasultu og
svo framvegis. En auðvitað er
þessi hefðbundna með rabarbara-
sultunni og rjómanum, eins og við
höfum verið með á Menningarnótt,
best af öllu.“
Að sögn Ólafar koma alltaf
margir vinir, ættingjar og kunn-
ingjar í vöfflukaffið. „En auðvitað
eru ókunnugir í meirihluta og
margir þeirra koma ár eftir ár.“
Best er þakklæti gestanna
Eins og að framan greinir hefur
Ólöf bakað vöfflur á Menningar-
nótt síðan árið 2007, svo ljóst má
vera að hún hefur af því gaman.
Og hvað er það sem gerir bakst-
urinn svona skemmtilegan? „Það
er svo gaman að vera með svona
mörgu skemmtilegu fólki,“ segir
Ólöf. „Stundum koma gestir sem
troða upp, alveg óvænt. Við höfum
fengið harmonikkuleikara í garð-
inn, einu sinni var kóramót um
svipað leyti og einn kórinn kom og
söng til að þakka fyrir sig. Í annað
skipti söng kirkjukór frá Akureyri
fyrir okkur. Svavar Knútur kom
tvö ár í röð og tók þá meðal ann-
ars lagið „Undir birkitré“ stand-
andi undir birkitrénu okkar,“ rifjar
Ólöf upp. „Fyrir ári sendi Höf-
uðborgarstofa okkur tangó-
dansara og svona mætti lengi
telja.
En skemmtilegast af öllu er auð-
vitað að sjá vöfflurnar renna ofan í
þakkláta gestina.“
jonagnar@mbl.is
Á fjórða
hundrað vaffla
Aðsókn Gestir og gangandi láta sig ekki muna um að doka við í röð eftir ljúffeng-
um vöfflum á Menningarnótt. Ilmurinn sem leggur um hverfið laðar gestina að.
Huggulegt Það væsir ekki um vöfflug-
estina í garðinum á Menningarnótt.
Það er orðinn fastur liður á Menningarnótt að íbúar
á Skólavörðuholtinu bjóði gestum og gangandi upp
á vöfflur. Sumir baka ofan í mannskapinn ár eftir ár
og Ólöf Arngrímsdóttir er þeirra á meðal.
Morgunblaðið/Golli
Vöfflugaman „Skemmtilegast af öllu er auðvitað að sjá vöfflurnar renna ofan í þakkláta gestina,“ segir Ólöf Arngrímsdótt-
irsem bakar vöfflur ofan í hundruð gesta á Menningarnótt ásamt Sigríði Kristjánsdóttur.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Menningardagur í Gallerí Fold
laugardaginn 24. ágúst 11–19
12–14 Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir málar
14–15 Spjall með Tryggva Ólafssyni
14–15 Spjall með Braga Ásgeirssyni
14–16 Soffía Sæmundsdóttir málar
16–18 Spjall með Halli Karli Hinrikssyni
Skapað af list
Listamenn vinna
og spjalla við gesti
um list sína
Minningarsýning
Kristján
Davíðsson
Sýning á verkum þessa stórbrotna
listamanns í Forsalnum. Myndirnar eru
flestar málaðar á fimmta áratug síðustu
aldar og hafa aldrei verið sýndar áður.
Flestar þeirra eru til sölu. Sýningunni
lýkur 8. september.
Opnun kl. 11
Allir velkomnir
Tvö ný uppboð
á netinu; á myndlist og
postulíni
Grafík í 30 ár
Bragi Ásgeirsson
Sýnir í Baksalnum til 1. september
NÝ GRAFÍK
„úr gullastoknum“
Tryggvi Ólafsson
Sýnir í Hliðarsalnum
til 1. september
Kl. 12 og svo á 30 mínútna fresti til 19
Listahapp
Allir gestir fá happdrættismiða. Dregið verður á 30 mínútna
fresti alls 15 sinnum. Dregið verður þangað til vinningar ganga út.
Vinningar eru eftirprent íslenskra listaverka.
Listaverk hangir uppi í galleríinu. Finndu myndina og
skrifaðu niður titil eða hvaða sögu þér finnst myndin
segja. Ein saga verður valin og í verðlaun er
listaverkabók. Dregið er þrisvar yfir daginn.
Leikur fyrir alla
Hvaða saga
er í myndinni?
kl. 11–14, kl. 14–16, kl. 16–19
Bráðlifandi músík
Guðbörn Guðbjörnsson
Hádegistónleikar kl. 13.30 · Síðdegistónleikar kl. 16
Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari syngur létt lög við undirleik
Guðbjargar Sigurjónsdóttur. Það þarf ekki að kynna Guðbjörn fyrir
Íslendingum en tónleikar hans í Gallerí Fold á Menningarnótt hafa
verið afar vinsælir á umliðnum árum.
Ratleikur fyrir börn
og fullorðna
kl. 11-13, kl. 13-15, kl. 15-17, kl. 17-19
Leikurinn felst í að finna listaverk sem sýnd eru í
galleríinu. Við hvert þeirra er lítil frásögn og í
henni bókstafur sem er hluti af orði sem gestir
eiga að finna út. Dregið er úr réttum lausnum og
heppinn þátttakandi fær listaverkabók í verðlaun.
Lifum af list í Gallerí Fold
Dagskráin er á myndlist.is • Opið til kl. 19 á Menningarnótt og 14–16 á sunnudag