Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ G uðmundur Steinn er tón- skáld og hefur unnið mik- ið með S.L.Á.T.U.R. eða Samtökum listrænt ágengra tónsmiða um- hverfis Reykjavík, sveitinni Fengja- strút og að tónleikaröðinni Jaðarber. Verk hans hafa verið flutt af Sinfón- íuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Ensemble Adapter, l’Arsenale, Defun Ensemble og fleiri tónlistarhópum íslenskum og er- lendum. Hann starfrækir Kvart- ettinn Fersteinn sem kemur að verkefninu með Hljómskálann. Berglind Jóna Hlynsdóttir er mynd- listarmaður sem hefur unnið að rannsóknum á hinu opinbera rými og orðræðu ásamt almennum áhyggjum og áhuga á samfélaginu sem hún leiðir saman í verkum sín- um og sviðsetur aftur í almennings- rými borgarinnar. Verkin eru oft byggð á samvinnu og samtölum við allskonar fólk, aðra listamenn og stofnanir og svo er líka með Hljóm- skálaverkefnið. Myndlistar- og tónverk En hvernig kom það til að þau völdu Hljómskálann sem vettvang fyrir verkefnið? „Hljómskálinn varð fyrir valinu vegna sinnar merkilegu sögu og stöðu í borginni,“ segir Berglind. „Hljómskálinn er hjartað í íslenskri hljóðfæramenningu en Lúðrasveitin aftur slagæðin.“ Verkið á sér heils árs forsögu en aðferðafræði þess byggir á rannsóknum Berglindar á almenningsrýmum. Hún hefur unnið að því að búa til einskonar sjóntæki úr minnisvörðum, húsum og öðrum strúktúrum sem liggja við almenn- ingsrými og geta orðið einskonar leiðarvísar eða tæki til endurskoð- unar á þeim rýmum og samfélög- unum sem þau til heyra með því að gefa þeim orðið. „Verkið tengist ser- íu af verkum sem beita þessari að- ferðafræði þ.á m. Endurminningar Söluturnsins 2012, The Guiding Light 2012, The NewsStand 2011 og Maintaining Liberty. En ólíkt þeim verkum er þetta verk jafnmikið tón- verk og það er myndlistarverk og þar með renna þessar aðferðir sam- an við tónsmíð og tilraunamennsku Guðmundar sem tónskálds. Við ákváðum að vinna saman að þessari rannsókn og skapa nýja að- ferðafræði í gegnum ferlið að verk- inu.“ Leiftrandi lúðramenning Nafn viðburðarins – „Frá lúðrum að lýðræði“ – er óneitanlega athyglis- vert og ekki úr vegi að fá útskýringu á því hjá þeim Guðmundi og Berg- lindi. „Í verkefninu er rakin forsaga og upphaf hljóðfæramenningar á Ís- landi,“ útskýrir Guðmundur. „Lúðrasveitir eiga sér rætur að rekja í hermenningu en síðar tengj- ast þær þjóðernishugmyndum og hátíðleik. Lúðramenning hefst á Ís- landi við konungskomuna 1874 þeg- ar herskip frá Norðurlöndunum, Frakklandi og Prússlandi leggja leið sína hingað með lúðraflokkana sína innanborðs sem spila við allar at- hafnirnar sem haldnar voru fyrir Konunginn,“ segir Guðmundur. „Við þetta kviknar áhugi fyrir því að stofna lúðrasveit á Íslandi, hafin eru samskot fyrir hljóðfærum og Helgi Helgason tónskáld fer út í heila þrjá mánuði til að mennta sig. Þannig fæðist lúðrasveitarmenning á Ís- landi á nýlendutímanum vegna at- hafnar fyrir Danakonung – en hún verður síðan mikilvægur liður í að móta hátíðleik í kringum þá nýju sjálfsmynd sem Íslendingar voru með í smíðum fram að sjálfstæði sínu og með í mótun hennar frá því að landið verður sjálfstætt. Verkið skoðar Hljómskálann í samhengi við samtímann og veltir fyrir sér hlut- verki lúðrasveita þá og nú – þegar hugmyndir okkar og þjóðmynd hafa breyst.“ Merkileg saga Hljómskálans Það er vart fyrr en í seinni tíð sem almenningur hefur gefið Hljómskál- anum einhvern gaum, bæði vegna samnefndra og bráðvel heppnaðra sjónvarpsþátta og svo er þar opið kaffihús yfir sumartímann. Eigum við að nota hann meira frá degi til dags? „Við teljum bæði að Hljómskálinn þjóni ennþá mikilvægu hlutverki í tónlistarlífi Reykjavíkur sem aðal æfingaraðstaða Lúðrasveitar Reykjavíkur auk þess að vera æf- ingaaðstaða fyrir nokkrar barna- lúðrasveitir. Síðan hafa ótal tónlist- armenn og hljómsveitir fengið inni í húsinu vegna æfinga, tónleika og kennslu,“ bendir Berglind á. „Það er fallegt að hús sem var gróðrarstía fyrir alla tónlistarmenningu á Ís- landi og fæddi af sér bæði fyrsta tón- listarskólann sem menntar og þjálf- ar upp alla fyrstu djassista Íslands og hljómsveit Íslands sem verður að Sinfóníunni, fái ennþá að þjóna sínu hlutverki sem tónlistarhús. Húsið á sér afar merkilega sögu sem fólk ætti að kynna sér og þekkja, en með verkinu erum að gefa húsinu tæki- færi til að kynna sig og gefa fólki tækifæri til að koma og skoða þetta merkilega og fallega hús sem er ennþá mikilvægur suðupottur í samtímanum.“ Framtíð Hljómskálans Saga hússins er því óneitanlega merkileg og nútíðin virðist býsna líf- leg – hvaða framtíðarhugmyndir hafa þau Berglind og Guðmundur helstar um hann? „Við vonumst til að hann haldi áfram að þjóna hlutverki sínu, að honum verði haldið við og með tím- anum friðaður,“ tekur Guðmundur fram. „En það væri líka skemmtilegt að koma upp hefð um tónleika þar sem sú virkni hússins að vera eins og ,,bandstand“ eða svið fyrir tónleika er nýtt – en hann var upphaflega hannaður með það fyrir sjónum að bæði væri hægt að opna alla glugga hússins og spila út um þá fyrir al- menning auk þess að spila af þaki hússins. Hinsvegar hefur verið mikil ákall eftir kaffihúsi og klósettum í Hljómskálagarðinum. Þær hug- myndir eru ekki nýjar af nálinni en okkur finnst að það væri tilvalið að halda hönnunarsamkeppni á vegum borgarinnar um að byggja fallegan færanlegan kaffivagn í garðinum og svo almenningssalerni neðanjarðar.“ Berglind samsinnir þessu. „Eitthvað sem myndi raska garðinum sem minnst en bæði laða fólk að garð- inum og þjónusta þá sem nú þegar sækja hingað. En þessi aðstaða ætti ekki að vera í Hljómskálanum sjálf- um því þá hættir hann að vera „hljómskáli“ og hættir um leið að þjóna sínu mikilvægasta hlutverki.“ 64 tilbrigði við tónverk Nú þegar Menningarnótt er handan hornsins er tímabært að grennslast eftir aðalatriðinu – hverju gestir mega eiga von á í Hljómskálanum. „Á Menningarnótt verður sýningin opin frá 13.00-19.00 og yfir daginn verða þrennir sérstakir tónleikar kl. 16.00, 17.00 og 18.00 og aftur á sama tíma á sunnudag,“ útskýrir Berg- lind. „Kvartettinn Fersteinn mun spila 8 ný tilbrigði af verkinu „Sól- arlag við Tjörnina“ sem Guðmundur samdi sérstaklega fyrir Hljómskál- ann út frá átthyrnda formi hússins en tilbrigðin eru 64 alls spiluð á 8 tónleikum. Þannig að allir tónleik- arnir eru frumflutningur af 8 nýjum tilbrigðum. Verkið og tilbrigðin byggja á byggingunni sjálfri, 8 hlið- um hans og 90 árum. Svo verður heitt á könnunni og fólk getur spjall- að við okkur og aðra viðstadda, létt og skemmtileg stemning,“ segir hún, en Fersteinn samanstendur af Guð- mundi, Lárusi H. Grímssyni, sem einnig er stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur, Báru Sigurjónsdóttur og Páli Ívani Pálssyni. „Hinsvegar mun Hljómskálinn sjálfur fá orðið og segja sögu sína yf- ir daginn nema þegar tónleikarnir standa yfir auk þess sem hann mun spila tóndæmi úr hljóðsögu sinni. Sýningin var opnuð 8. ágúst og verk- ið er flutt frá 14.00-19.:00 alla daga vikunnar fram að 25. ágúst 2013. Þetta er því einstakt tækifæri til að skoða þetta sögufræga hús og heyra aðeins um sögu þess. Aðgangur er meira að segja ókeypis.“ jonagnar@mbl.is Hljómskálinn fær orðið Samstarfsverkefni þeirra Berglindar Jónu Hlynsdóttur myndlistar- konu og Guðmundar Steins Gunnarssonar tónskálds nefnist „End- urminningar Hljómskál- ans – Frá lúðrum að lýð- ræði“ og snýst um sögu hússins sem og framtíð- arhugmyndir. Ómissandi „Hljómskálinn varð fyrir valinu vegna sinnar merkilegu sögu og stöðu í borginni,“ segir Berglind. „Hljómskálinn er hjartað í íslenskri hljóðfæramenningu.“ Hljómskálinn „Við vonumst til að hann haldi áfram að þjóna hlutverki sínu.“ Lúðramenning „Í verkefninu er rakin forsaga og upphaf hljóðfæramenningar á Íslandi,“ útskýrir Guðmundur Steinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.