Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Page 27
28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27 Opus hægindastóll með skemli í áklæði. ÞEGAR HÖNNUN OG ÞÆGINDI FARA SAMAN LEVANTO hægindastóll með skemli í leðri. TIMEOUT hægindastóll í svörtu leðri og hnotu. PRIME hægindastóll í hvítu leðri og eik. H eimili fjölskyldunnar á Dunhaga er afslapp- að og persónulegt en hjónin leggja áherslu á að heimilið þjóni daglegu lífi fjölskyld- unnar og að hvert rými þjóni sínum til- gangi. Enginn á að þurfa að tipla á tánum í kringum viðkvæma hluti, sérstaklega þar sem börn eru á heim- ilinu. Einnig telja þau mikilvægt að innan heimilisins séu mismunandi rými með sína sérstöðu sem hægt er að sækja í eftir þörfum. Eldhúsið og stofan renna saman í eitt stórt og bjart rými þar sem fjölskyldan ver mestum tíma saman við að elda, borða, föndra, spila og dansa. „Ég á marga hluti sem mér þykir vænt um og minna mig á ákveðin tímabil í lífinu og þeir fá sinn sess óháð útliti,“ segir Hildur sem sækir inn- blástur í eigin hugarheim sem mótast af umhverfinu og ferðalaginu í gegnum lífið. Falleg Waldorf-leikföng úr viði í barnaherberginu, en öll börnin á heimilinu hafa gengið í Waldorf-leikskóla. Forstofan er björt og opin. Þaðan er opið inn í eldhúsið og stofuna sem renna saman í eitt stórt fjölskyldurými. Skemmtileg smáatriði sem setja svip sinn á eldhúsið. Mikilvægt að hvert rými hafi sína sérstöðu Í FALLEGRI ÍBÚÐ Í VESTURBÆNUM Í REYKJAVÍK BÚA HJÓNIN HILDUR EINARSDÓTTIR HÖNNUÐUR OG VALUR HLÍÐBERG FLUGMAÐUR ÁSAMT BÖRNUM SÍNUM ÞREMUR. HILD- UR STUNDAÐI HÖNNUNARNÁM Í DANMÖRKU OG MÁ ÞVÍ GÆTA ÁKVEÐINNA SKAND- INAVÍSKRA ÁHRIFA Á HEIMILINU. Texti: Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is * „Innblásturinnsæki ég út umallt í umhverfið en hann fer mikið eftir því hvar ég er stödd í lífinu og hvar áhugasviðið liggur á hverjum tíma fyrir sig.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.