Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Page 28
*Matur og drykkir Nanna Rögnvaldardóttir hélt boð fyrir samstarfskonur þar sem kjúklingur var í forgrunni »32 MADRAS-LOKUR Gúrka, röspuð og skorin í þunnar sneiðar Madras-karrí eftir smekk Mjúkt smjör Hvítlauksspírur eða annað til skreytingar Aðferð Karríinu er hrært út í smjörið, sirka einni te- skeið á móti tveimur matskeiðum af smjöri. Skorpan er skorin af brauðinu. Smyrjið á brauð- ið og raðið svo gúrkum ofan á. Tvær brauð- sneiðar eða fleiri eru settar saman og búin til loka. Hvítlauksspírurnar toppa svo samlokuna. LASSÍ Þessi uppskrift er fín í tvö glös. 2 dósir af hreinni jógúrt 1 vel þroskað mangó skorið í bita 12 saffranþræðir Aðferð Saffran-þræðirnir eru bleyttir upp í volgu vatni. Allt sett saman í þeytara og blandað vel saman. Þynnt með ísköldu vatni og sett í glös á fæti. H ún er hugmynda- og hæfileikaríkur mat- gæðingur og ljós- myndari sem elskar að ferðast. Flókið er að koma fingri nákvæmlega á það sem hún gerir en í stuttu máli er gott að leita til Áslaugar þegar tilefni er til að slá í gegn með veislur eða borðhald. „Uppáhaldið mitt er að ferðast og er það al- gjörlega mín næring. Það er ótrúlegt hvað fæðast margar hugmyndir á ferðalögum og þær eru eins ólíkar og umhverfið,“ segir Áslaug. „Hálendið er magnað og þar spretta upp stórar hugmyndir. Flatey færir mann einnig nær hjartanu og þakklæti fyrir lífinu. Síðasta ferðalag var í Þykkvabæinn og það kom á óvart hvað spratt margt í kollinn þar.“ Áslaug er nýlega komin heim frá Stokkhólmi og upplifði þar óborg- anlegt frelsi með því að hjóla um borgina í tvær vikur. „Ég tala nú ekki um gleðina að teygja sig eftir epli í trjánum þar, borðaði mörg á dag,“ segir hún kát. „Allt sem ég geri er innblástur úr ferðalögum, þá kemur allt til manns sem kallað er á.“ Teboð tileinkað Englandsdrottningu Uppskriftirnar á myndunum eru úr tveggja manna veislu með indversku og bresku ívafi sem var haldin í tilefni af krýningarafmæli Elísabetar drottningar. „Vinkona mín útbjó allan matinn og svo sátum við heilan dag við borðið, drukkum te, kampavín og lassí. Madraslokurnar voru svaka- lega góðar með mangólassí. Það fer síðan eftir hugarástandi hvort allt sé eldað frá grunni, ég mæli með að stytta sér leið af og til en þá kaupi ég samósur, pakoras og popadum á Austurlandahraðlestinni.“ Áslaug segir gaman að búa til stemningu heima við enda sé heimilið hennar vinnustaður. „Hver veisla er sérsniðin fyrir hvert tækifæri og þá rifjast upp fyrir mér veisla fyrir Mótettukórinn, þemað þar var þjóðhöfð- ingjar. Ég fór í svaka stuð enda engin landamæri, sem hentaði vel. Þar voru páfuglar, kamelhælar og fleira góðgæti. Veislan endaði síðan á tveimur risabrjóstum, tileinkuðum Berlusconi og Suleiman í Ottómanveld- inu, en hann var með hundruð kvenna í búrinu sínu.“Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir Uppskriftin að Lassí kemur vel út í fallegu glasi á fæti. Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir. TILVALIÐ Í TEBOÐ Indverjinn í garðinum Á DÖGUNUM HÉLDU TVÆR VINKONUR ENSKT TEBOÐ FYRIR TVO MEÐ INDVERSKU ÍVAFI. ÁSLAUG SNORRADÓTT- IR GEFUR LESENDUM SUNNUDAGSBLAÐSINS UPPSKRIFTIR AÐ FRÁBÆRU TEBOÐSSNARLI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Þessar fínu Madras-lokur er girnilegar á disknum og hvítlauksspírurnar skemmtileg skreyting. Áslaug Snorradóttir er fagurkeri mikill. Morgunblaðið/Eggert Indverskt snarl

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.