Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 R ödd hefur mikið um það að segja hvernig við skynjum fólk þótt alla jafna séum við ekki sérstaklega að hugsa um hljómfræðina á bak við röddina sem höfðar til okkar - eða fer þá í taugarnar á okkur eins og stundum er. Á næstu blaðsíðum má sjá hvað um 50 álitsgjafar Morgunblaðsins telja vera fallegar raddir. Leitað var til fagfólks svo sem leikstjóra, kvikmyndagerð- armanna, söngvara og fleiri sem spá og spekúlera kannski meira í röddum en aðrir en einnig voru leikmenn, fólk úr öllum áttum, beðnir um að gefa sitt álit. Sumar raddir eru greinilega til þess fallnar að fá fleiri atkvæði en aðrar. Gerður G. Bjarklind, fyrr- verandi útvarpskona, var valin fallegasta röddin og karlmannsröddin sem lætur hvað best í eyrum er rómur Brodda Broddasonar fréttamanns. Ólafur Darri Ólafsson leikari fylgdi fast á hæla þeirra vina úr útvarpinu en hann var sagður hafa hljómbotn sem nær enginn annar hefði. Af þeim Íslendingum sem hafa hvatt þennan heim ber málrómur Helga Skúlasonar höfuð og herðar yfir aðra. Það var nær ótrúlegt að telja saman atkvæðin sem hann fékk og ljóst að langt er að rödd hans lifir þótt um 17 ár séu liðin frá því hann lést á 64. aldursári. Gerður G. Bjarklind sagði frá því í spjalli við Sunnu- dagsblaðið að þegar hún hóf störf á útvarpinu hafi ekki tíðkast að hrósa eða leiðbeina nýliðum á uppbyggilegan hátt. Tímarnir séu breyttir og sjálf er hún þekkt fyrir að gefa nýliðum í útvarpinu góð ráð og hvetja þá til dáða. Valdís Arnardóttir raddkennari lýsir eilítið fræðilegri hlið málsins í spjalli hér til hliðar. Hún nefndi í spjalli við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að flestir væru frek- ar ómeðvitaðir um möguleikana sem fólk hefði á því að bæta raddbeitingu sína en slíkt getur haft áhrif á líf og störf. „Svona eins og að fara í líkamsrækt til þess að auka styrk, úthald og liðleika kroppsins er hægt að þjálfa röddina og auka styrk hennar, úthald og notkunarmögu- leika. Rödd er vöðvavirkni sem er undir áhrifum and- legra þátta, þar sem hugur og líkami vinna saman,“ segir Valdís sem gefur þeim sem vilja huga að því að beita röddinni betur nokkur góð ráð. Þau sem láta best í eyrum VÍSINDIN AÐ BAKI ÞVÍ AF HVERJU SUMAR RADDIR FALLA OKKUR BETUR Í GEÐ ERU TALSVERT FLÓKIN. ÞAR SPILA BLÆBRIGÐI, DÝPT RADDAR, HRJÚFLEIKI OG FLEIRA INN Í SEM EKKI ER ALLTAF AUÐVELT AÐ FESTA HENDUR Á. PERSÓNULEGUR SMEKKUR ER LÍKA VEIGAMIKIÐ ATRIÐI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Fallegustu raddir Íslands Jón Múli Árnason útvarpsmaður Helgi Skúlason leikari Jónas Jónasson útvarpsmaður Þau sem horfin eru á braut: 1 2 3 Úttekt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.