Akureyri


Akureyri - 31.10.2013, Síða 8

Akureyri - 31.10.2013, Síða 8
8 31. október 2013 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LAST fá þeir ökumenn sem ekki taka tillit til vatnsflaums á götum Akureyrar undanfarið, segir lesandi í bréfi. „Mikið er leiðinlegt að fá yfir sig gusur frá þeim bifreiðarstjórum sem ekki kunna sig. En flestir víkja til hliðar eða hægja vel á sér,“ skrifar lesandinn... LAST fær Sundlaug Akureyrar fyrir að bjóða ungabörnum í ungbarnasundi upp á kalda sundlaug viku eftir viku þrátt fyrir ítrekaðar áminningar, skrifar móðir barns í bréf til blaðsins. Konan nýtir sér þjónustu laugarinnar mjög og þótt margt sé frábært í starfsemi Sundlaugarinnar á Akureyri hafa fleiri lesendur spurt um hitastig vatns á svæðum sem einkum eru nýtt af börnum... LOF fær Fiskkompaníið fyrir frábæra þjónustu og yndislegan mat.. „Gæðavaran sem þar er seld er alls ekki dýr svo því sé til haga haldið,“ skrifar lesandi í bréfi til blaðsins... LOF fær MS fyrir að halda vel á spilunum varðandi framtíð mjólkuvinnslu hér fyrir norðan. Svo skrifar lesandi sem fagnar milljarðs fjárfestingu í greininni á Akureyri. „Það er engan veginn sjálfgefið að allt renni ekki suður á þessum síðustu og verstu tímum. Þótt mjólkuframleiðsla sé mikil í Eyjafirði og víða í nágrenni, hljótum við að gleðjast yfir því þegar svona skref eru stigin,“ skrifar lesandinn... LOF fá lesendur vikublaðsins Akureyri fyrir tíma, elju, vísindastarf og dugnað sem sést vel í miklum fjölda aðsendra greina í blaðinu, sem fæstar snúast um pólitík. Þegar blaðið kom fyrst út var lítið um aðsendar greinar, eðlilega, enda þurftu lesendur tíma að venjast fjölmiðlinum. Nú er svo komið að aðeins er hægt að birta hluta af þeim greinum sem blaðið fær sendar. Nánast alltaf er um að ræða frumbirtingu sem sýnir að lesendur taka hlutverk sitt alvarlega um a fjölmiðlun eigi að vera marglaga í lýðræðislegu hlutverki sínu. Akureyri vikublað þakkar traustið. Ritstj. ÞEGAR BOÐIÐ ER til brauðveislu er handagangur í öskjunni á andapollinum við sundlaugina á Akureyri þar sem fiðraðir þiggja vænan bita nú þegar frost og síðdegismyrkrið skellur á. AKUREYRI VIKUBLAÐ 41. TÖLUBLAÐ, 3. ÁRGANGUR 2012 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ruth Bergsdóttir, ruth @ fotspor.is 578-1193 og 694-4103. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 13.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND Ráðist að rótum fátæktar Akureyri er gott samfélag – líkt og önnur samfélög hér á landi. „Vor Akureyri er öllum meiri, með útgerð, dráttar- braut og Sjallans paradís. Við höfum Lindu, við höfum KEA og heilsudrykkinn Thule, Amaro og SíS.“ Húmorinn lekur af hverju orði í þessum kunna söngtexta en er Vor Akureyri betri eða verri en önnur sveitarfélög? Hvorki er auðvelt að mæla slíkt né þjónar það miklum tilgangi. En hví ætti það að vera? Hitt skiptir íbúa máli að þeim líði vel þar sem þeir kjósa að búa því þarfir íbúa eru ólíkar. Sannarlega búa samfélög yfir ólíkum veikleikum og styrkleikum. Það skiptir máli að hafa sem mesta fjölbreytni milli samfélaga því frelsi fólks og tækifæri til að velja bú- setu eru stóraukin. Aðeins hluti ungmenna sem nú elst upp í grunnskólum bæjarins mun líta á Akureyri eða Eyjafjörð sem sjálfgefinn búsetuvalkost. Hnattvæðingin þýðir að allur heimurinn er í samkeppni um fólk, pen- inga, hugmyndir og vinnuafl. Ef samfélag býr ekki yfir atgervi og félagslegum styrk er því hætta búin. Stundum heyrist að frumkvöðlahugsun mætti efla hér í hinu bjarta norðri og að stundum fái þeir sem ekki feta troðnar slóðir dálítið skilningssnautt viðmót. En saga stórra verkalýðsfélaga á Akureyri þar sem margir nutu áratugum sömu eða svipaðra kjara þýðir að Akur- eyringar virðast enn sumpart hlynntari hugmyndum um jöfnuð en sum önnur samfélög sem hafa þróast hraðar í átt að einstaklingshyggju. Eitt dæmi um jafnaðarhugs- un er þegar nokkrar hjálparstofnanir kynntu í síðustu viku samstarf í því skyni að létta fátækum íbúum á Eyjafjarðarsvæðinu jólahátíðina. Sú tíð er liðin að fólk pukrist inn um merktar dyr í kvöldhúminu, fái poka af mat sem það hefði ekki valið sér sjálft og hverfi aftur heim. Fulltrúar Mæðrastyrksverndar, Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Ak- ureyri hafa nú undirritað samkomulag um gagnsæjan og kerfisbundinn stuðning fyrir fátæka svo jólin verði þeim bærilegri. Þar er m.a. notast við greiningu tölu- legra gagna, hjálparsamtökin vinna ákveðið vísinda- starf sem getur nýst stjórnvöldum. Við þetta tækifæri hnykktu fulltrúar hjálparstarfsins á mikilvægi þess að umræða um fátækt kæmist í dagsljósið. Í því skyni að auka jöfnuð og ráðast að orsökum. 303 eyfirsk heimili fengu aðstoð frá fyrrnefndum aðilum fyrir síðustu jól. Búist er við að þau verði enn fleiri í ár enda sögðu fulltrúar hjálparstarfsins að vís- bendingar væru um að neyðin sé meiri nú en nokkru sinni frá hruni. Einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að leggja hönd á plóg og gefa pening til framtaksins. Er ekki að efa að brugðist verður vel við því ákalli, enda er hugmyndin um samhjálp og jöfnuð Akureyringum töm. Megi svo áfram verða. Björn Þorláksson Í NÝJU LJÓSI HELGA KVAM AÐSEND GREIN RAGNAR HÓLM Lofa skal það sem vel er gert „Illgjarnir öfunda og hata; þannig sýna þeir aðdáun sína.“ Svo mælti franski rithöfundurinn Victor Hugo og augljós- lega er í þessu fólginn sann- leikur. Þeir sem á einhvern hátt skara fram úr og sýna yfirburðahæfni, eru gjarnan á milli tannanna á fólki. Nú er Sjónlistastjórinn á Akureyri, áður forstöðumaður Listasafnsins, Hannes Sigurðs- son, að láta af störfum. Hann var ráðinn hingað norður vorið 1999 til að stýra Listasafninu og setti snarlega upp sýningar sem vöktu mikið umtal, mikla aðdáun og stundum heift – sýningar sem vöktu þó alltaf athygli á bænum okkar innanlands og stundum út fyrir landsteinana. Þegar Hannes er spurður að því hvers vegna í ósköpunum hann sé að hætta og flytja alfarið suður, núna þegar hann hefur ekki lokið samningstíma sínum sem Sjónlistastjóri, þá svarar hann að það sé flókið til lengdar að búa bæði í Reykjavík og á Akureyri og vinna á síðarnefnda staðnum. Öllum má ljóst vera að þetta getur varla talist meginástæð- an fyrir brotthvarfi Hannesar. Það hefur staðið styr um störf hans nánast frá upphafi og skyldi engan undra; honum er veitt athygli fyrir frábært starf sitt hjá Listasafninu á Akur- eyri en sú athygli er stundum blandin öfund og óvild. „Skugginn er dýpstur þar sem ljós- ið skín skærast,“ sagði þýska skáldið Goethe. Ef litið er yfir afrekaskrá Hann- esar Sigurðssonar hjá Listasafninu á Akureyri og síðar Sjónlistamiðstöðinni, ef skoðaður er listinn yfir sýningarnar, flett í umfjöllun blaðanna og ef til vill gluggað í talsvert viðamikla bókaút- gáfu sem hefur loðað við starfsemina, þá hljóta menn að viðurkenna að í annan tíma hefur ljós listsýninga á Akureyri ekki skinið skærar. Eðli málsins sam- kvæmt hafa skuggarnir á sama tíma verið djúpir. Þeir sem láta mikið að sér kveða og skara fram úr eru ekki alltaf einfaldir persónuleikar eða auðveldir í samskipt- um. Það gustar gjarnan af Hannesi Sig- urðssyni og þyturinn á það til að rugla hárið á þeim sem eiga leið hjá. Hannes hefur stundum mætt öfund og jafnvel óvild en síður en svo alltaf hlotið það lof og þær þakkir sem hann á þó skilið fyrir störf sín í höfuðborg hins bjarta norðurs. Lofa skal það sem vel er gert. Ég virði Hannes Sigurðsson fyrir einstaka hæfileika sem hann er gædd- ur. Ég flyt honum mínar bestu óskir um bjarta framtíð og þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyringa síðustu 14 árin. Takk, Hannes. Höfundur er innfæddur Akureyringur og áhugasamur um myndlist og menningu. Ragnar Hólm

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.