Akureyri


Akureyri - 31.10.2013, Síða 10

Akureyri - 31.10.2013, Síða 10
10 31. október 2013 Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Legur og drifbúnaður Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi Fæst hjá: Penninn – Eymundsson Akureyri, Verslun Tunnunnar, Siglufirði, Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og Smekkleysu Plötubúð í Reykjavík. “Ég hafði gaman að þessum limrum og ekki síður aðdraganda þeirra. Án efa fellur þessi bók í góðan jarðveg hjá aðdáendum tækifæriskveðskapar sem eru ótalmargir hér á landi.“ -Guðríður Haraldsdóttir – VIKAN.- “Hann er leikinn í formi limrunnar. Stundum svo rís langt upp fyrir meðalmennsku.” -Björn Þorláksson AKV.- LIMRUROKK Magnúsar Geirs Guðmundssonar Komin í verslan ir! Sjá einnig: www.meistarinn.blog.is Samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu Skrifað hefur verið undir sam- starfssamning um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Fern samtök munu vinna saman í ár að þessu verkefni. Þau eru: Hjálpræðisherinn á Akureyri, Hjálparstarf kirkjunn- ar, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði Krossinn við Eyjafjörð. Þessi samtök störfuðu saman fyrir jólin 2012 og er þetta því í annað skipti sem ölfin leggja sam- eiginlega hönd á plóg. Í fyrra fengu 303 aðilar aðstoð en í þeirri tölu eru fleiri einstaklingar þar sem fjölskyldur eru skráðar sem einn aðili. Aðstoðin var í formi greiðslu- korta sem hægt var að versla fyrir í ákveðnum verslunum og verður svo aftur í ár. Í fyrra söfnuðust rúmar 7 milljónir króna. Fjáröflun er hafin til að kosta þessa aðstoð og hefur fyrirtækjum verið send beiðni um að styðja hana. Einstaklingar eru einnig hvattir til að leggja lið. Reikningurinn er á kennitölu Mæðrastyrksnefndar kt. 460577 0209 og er nr. 0302-13- 175063. a AÐSEND GREIN ÞORLEIFUR KR. NÍELSSON Eru kertaljós og kósíheit í þínu sambandi? Margir tengja haustið og vetur- inn við rómantík og ljúfar stundir. Ófá dægurlög eru til um þennan árstíma og ástina sem þá á að blómstra sem aldrei fyrr. Sem betur fer upplifa mörg pör hamingjustund- ir á haustin og veturna en það eru líka margir sem eru ekki svo heppnir. Alltof margir kvíða vetrinum. Verður hann lang- ur og veður vont? Hvernig mun mér og mínum ganga í vinnu og skóla? Jólin, hvað með þau? Verða þau ánægjuleg í ár eða kem- ur upp gamalkunn togstreita innan fjölskyldunnar í desember? Hvar á að vera á aðfangadagskvöld? Hvar eigum við að vera um áramótin? Svo er hægt að flækja þetta meira með því að benda á stjúpfjölskyldurnar. Þar getur flækjustigið orðið marg- falt. Það að halda öllum glöðum og ánægðum þegar fjölskyldumynstrið er flókið getur oft verið full vinna og ansi vanþakklát í þokkabót. Samskiptaleysi í para- sambandi getur verið stórt vandamál. Í byrjun sam- bands þegar allt leikur í lyndi getur koddahjalið teygst fram á nótt. Sífellt koma upp spennandi umræðuefni. Að ekki sé talað um þegar börnin koma til sögunnar. Þá er nóg um að tala. Ekki má þó gleyma því að fyrstu tvö til þrjú árin eftir barnsburð eru oft erfiðustu árin í sambandinu. Þetta er tími þegar allt á að leika í lyndi, allvega af glamúrtímaritum og öðrum fjölmiðlum að dæma. Raun- veruleikinn er oft allt annar. Því miður gerist það stundum að umræðuefnunum fækkar hjá pör- um og það getur jafnvel endað með því að þau upplifa löng tímabil þar sem lítið eða jafnvel ekkert er talað saman um það sem skiptir máli. Þörf- in fyrir samskipti er samt ekki horfin og samskiptaleysið skapar togstreitu og óöryggi. Afleiðingin getur svo orðið sú að samskiptamátinn þró- ast yfir í rifrildi eða þögnin er notuð. Margir átta sig ekki á því að þögnin getur verið ákveðið samskiptaform. Ein birtingarmynd minnkandi sam- skipta í parsambandi er minni nánd, snerting og kynlíf. Ef samskiptin minnka hefur það neikvæð áhrif á það sem hér hefur verið nefnt. Nútímatækni getur verði stór- kostleg og oft spyrjum við okkur hvernig við lifðum áður en öll þessi tækni kom til sögunnar. Skuggahlið tækninnar er sú að ef fólk kann ekki að nota hana í hófi getur það komið niður á ýmsu og þar á meðal sambandinu. Snjallsímar eru gott dæmi um þetta. Átt þú slíkan síma? Tekur þú hann með þér upp í rúm á kvöldin og notar tækifærið til að kíkja á fésbókina, fréttirnar eða í einn Candy Crush? Hvað með mak- ann, hvað er hann að gera á sama tíma? Á hann kannski líka síma sem er snjall? Hvernig væri að prufa að slökka á sjónvarpinu, símunum og tölvunum í eitt eða tvö kvöld í viku og sjá hvað gerist? Mögulega væri hægt að hafa “happy hour” í svefn- herberginu í staðinn. Tilgangurinn með þessari grein er ekki síst sá að benda pörum á að leita sér aðstoðar áður en sambandið er komið í óefni. Það er því miður alltof algengt að pör bíða með það að leita sér hjálpar þar til það er nánast orðið of seint. Mörgum finnst vanda- málin kannski ekki nógu stór til þess að tilefni sé til að fá utanaðkomandi hjálp. Þetta er algeng hugsanavilla. Það er einmitt æskilegt að leita til meðferðaraðila sem kunna til verka þegar þörf krefur. Það er nefnilega þannig að parameðferð þarf oft ekki að taka langann tíma eða vera í mörg skipti, það fer þó auðvitað eftir umfangi og eðli vandans. Oft er nóg að tala í nokkur skipti við óháð- an meðferðaraðila til að fríska upp á sambandið og fá nýjar og ferskar hugmyndir. Þeir sem eru á vinnumarkaði geta leita til síns stéttarfélags eft- ir styrk vegna viðtalsmeðferðar hjá viðurkenndum meðferðaraðila. Alltof margir átta sig ekki á þessum möguleika. Það getur verið gott að hafa þetta á bak við eyrað ef fólk vill heldur leita til óháðs meðferðar- aðila í stað þess að leita til opinberra stofnanna eftir aðstoð til að bæta parsamband sitt. Að lokum þetta. Þó það sé slokkn- að á kertinu í sambandinu í bili er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að kveikja á því aftur. Hafa ber í huga að af litlum neista verður oft mikið bál. Höfundur er fjölskyldu- og félagsráðgjafi á Akureyri Þorleifur Kr. Níelsson UNDIRRITUN SAMNINGSINS Í Glerárkirkju í síðustu viku. Birna Vilbergsdóttir fulltrúi Hjálpræðishersins á Akureyri, Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjyunnar, Sigur- veig S. Bergsteinsdóttir f.h. Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Hafsteinn Jakobsson f.h. Rauða krossins. Þörfin fyrir samskipti er samt ekki horfin og samskiptaleysið skapar togstreitu og óöryggi.

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.