Akureyri


Akureyri - 31.10.2013, Side 20

Akureyri - 31.10.2013, Side 20
20 31. október 2013 Flokkun fjarri veruleika Ég hitti þau Aron og Þuríði til að forvitnast um samkynhneigt ungt fólk á Akureyri. Bæði hafa þau velt vandlega fyrir sér eigin stöðu og samfélagsins þegar kemur að kynhneigð og ríkjandi hug- myndum um kerfi. Vangaveltur um staðalmyndir, flokkunarþörf og skaðlegar hugmyndir um karlmennsku í alþjóðlegu samhengi bar m.a. á góma. ARON: ÖLL SMÁ SAMKYNHNEIGÐ „Í samfélaginu eru ríkjandi mjög stórar og miklar staðalmyndir af bæði lesbíum og hommum sem eru mjög leiðinlegar,” segir Aron Freyr Heimisson. „Þar á meðal að samkyn- hneigðir karlar hafi til að bera eiginleika sem eru taldir kvenlegir og samkynhneigðar konur eiginleika sem taldir eru karlmannlegir.” Sú mynd sé fjarri veruleikanum. Hann bendir á að samkynhneigðir séu í raun mjög fjölbreyttur hópur og misjafnt hvernig fólk sé staðsett innan hans. Þar á meðal sé nokkur fjöldi samkynhneigðra karla og kvenna innan þess ramma sem kallist eðli- legt og normal. Aðrir standi með sjálfum sér og lifi samkvæmt eigin sannfæringu utan normsins. „Ég vann mikið í sjálfum mér og var orðinn sáttur við mig eins og ég er, áður en ég kom út úr skápnum, “ segir Aron, en hann þakkar ekki síst þeim einstaklingum sem standa með sjálfum sér utan normsins að hann átti auðvelt með að staðsetja sig. Aron bætir við að allir hafi tekið því frá- bærlega þegar hann sagði frá því að hann væri samkynhneigður. Það sé, hinsvegar ekki sjálfgefið. Hversu auðvelt það sé fari að miklu leyti eftir fjölskylduumhverfi hvers og eins. „Almennt held ég að það sé mikilvægt að fjölskyldur, já og allir, passi hvernig þeir tala. Eitthvað sem virðist algerlega smávægilegt getur haft mikil áhrif á fólk sem er að pæla í því hvert það er,” segir Aron. Sama eigi við um brandara. „Við erum komin á einhvern stað þar sem allt sem sagt er í gríni á að vera fyndið. Þá eigum við að hlæja svo við séum ekki leiðinleg. Það er ekki spurning um að hlæja aldrei, heldur þarf að endurkoða hvað yfirhöfuð telst fyndið.” Talið berst aftur að lífseigum staðalmynd- um og bendir Aron á að þær geri fólki auð- veldara að staðsetja annað fólk nákvæm- lega. „Fólk hefur svo mikla þörf fyrir að skilgreina allt,” segir hann. „Það fyrsta sem við skilgreinum fyrir sjálfum okkur er hvort einstaklingur er maður eða kona. Ef við, hins- vegar hittum manneskju og erum ekki viss af hvoru kyninu hún er þá hlýtur það að vekja þá spurningu hvers vegna okkur finnst við verða að komast að því. Til að koma fram við hana á einhvern annan hátt?” Hann bendir á að þannig myndist þrýstingur á fólk að hegða sér samkvæmt kyni. „Mér virðist vera sérstaklega mikill þrýstingur á gagnkynhneigða stráka að hegða sér eins og ætlast er til að gagnkynhneigðir strákar hegði sér,” segir Aron og bætir við að hann finni ekki fyrir þeim þrýstingi að hegða sér eins og gagnkynhneigður karlmað- ur. „Það gerði ég, hinsvegar, þegar ég lifði sem gagnkynhneigður.” Þrýstingurinn komi meðal annars fram í því hvaða áhugamál ætlast er til að gagnkynhneigðir karlar hafi, skoðanir og svo mætti lengi telja. „Áður en ég kom út úr skápnum ritskoðaði ég stöðugt allt sem ég sagði.” Aðspurður hvort samkynhneigðir karlar nytu, frá þessu sjónarhorni, meira frelsis en gagnkynhneigðir segir Aron að auðvitað sé markmiðið að lifa í samfélaginu. Hann telji þó vel mögulegt að stundum og á vissan hátt geti samkynhneigðir strákar átt auðveldara með að vera þeir sjálfir. „Það eru miklir erf- iðleikar fólgnir í að vera samkynhneigður og í samfélaginu ríkja ákveðnir fordómar. Það er samt miklu erfiðara að vera gagnkynhneigð- ur,” segir Aron. Þar með sé hann ekki að fullyrða að samkynhneigt frelsi sé falið í einhverjum ákveðnum hlut eða að allir upplifi það eins. Samkynhneigð gefi þó ákveðið útsýni yfir sviðið sem gagnkynhneigðir hafi ekki. „Það var ekki fyrr en ég kom út úr skápnum sem ég áttaði mig á því hvað það hafði verið heftandi að vera gagnkynhneigður. Ég var nákvæm- lega sami maðurinn. Ég hafði ekkert breyst. En viðhorf samfélagsins gagnvart mér hafði hinsvegar breyst.” Hann bendir á að almennt vilji fólk ein- faldar útskýringar svo hægt sé að henda reiðu á umhverfið. Veruleikinn sé hinsvegar mun flóknari en svo að hann komist fyrir í ein- földum flokkunum. „Í raun er þetta lagskipt. Þegar ég kom út úr skápnum var auðvitað gott að vera búinn að finna hver ég var. En það var ekki síður gott að losna undan því oki sem það er að vera gagnkynhneigður karlmaður.” “Í samfélaginu er eitthvert gagnkynhneigt forræði,” segir Aron. Samkynhneigð sé ekki annað hvort eða. Hún sé ekki eitthvað sem fólk annað hvort er eða er ekki. „Fyrir mér er samkynhneigð mjög flæðandi. Hún er róf og einstaklingarnir geta ferðast á þessu rófi.” Hann segir það ótrúlega fallega hugsun að fólk sé ekki fast á rófinu heldur geti það flakkað um það. „Ég vil trúa því að einhver samkynhneigð leynist hjá öllum. Ég held að við séum öll að einhverju leyti samkynhneigð en að fólk sé almennt skíthrætt að viðurkenna það,” segir Aron. ÞURÍÐUR: FLOKKAÐ FÓLK „Í samfélaginu eru miklir fordómar gagnvart því að kynhneigð sé fljótandi,” segir Þuríður Anna Sigurðardóttir. „Þegar búið er að stimpla þig sem lesbíu þá er eins og engin leið sé í aðrar áttir.” Í samfélaginu sé sterk tilhneiging til að skipta fólki í flokka. „Það er svo leiðinlegt. Allt á að vera annaðhvort svart eða hvítt. Grái liturinn virðist einfaldlega ekki vera til.” Þuríður segist hafa verið um sextán ára þegar hún fyrst fór að velta stelpum fyrir sér á rómantískan hátt. Þrátt fyrir það hafi þörfin til að vera eins og hinir átt stóran þátt í að hún kaus að beina athyglinni fremur að strák- um – í bili. „Ég átti engar samkynhneigðar vinkonur og þess vegna var alltaf verið að tala um stráka. Ég vildi ekki vera óvenjuleg og gerði það þá auðvitað líka,” segir Þuríður. “Ég reyndi að vera í gagnkynhneigðum sam- böndum, en gat engan veginn verið ég sjálf og leið í raun ömurlega.” Kærustunni sinni, Huldu, kynntist hún fyrir algera tilviljun. „Þá fyrst fannst mér ég vera á heimavelli og fann að þetta var eitthvað sem ég vildi.” Þegar hún byrjaði að átta sig á því að hún væri samkynhneigð segir Þuríður að hún hafi leitað til lesbískrar vinkonu sinnar. Við hana hafi hún meðal annars rætt hvernig henni fyndist hún loksins geta verið hún sjálf á sama tíma og hugmyndin um samkynhneigð var henni framandi. Hún hafi einnig notið mikils stuðnings frá fjölskyldunni sinni sem ekki síst hafi falist í því að vera alin upp við fjölbreytni mannlegrar flóru. „Þegar ég sagði mömmu þetta fyrst fór ég með henni í göngtúr. Við vorum búnar að labba lengi þegar ég andaði því loksins út úr mér að ég hefði kysst stelpu. Henni fannst það ekkert stórmál og sagði bara; fékkstu mig í klukkutíma göngutúr til að segja mér þetta?” Fjölskylda Þuríðar kippti sér lítið upp við að hún eignaðist kærustu. „Það var eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég á góða fjölskyldu þar sem fólk má vera eins og það er og þarf ekki að sanna sig. Það er mjög mikilvægt,” segir Þuríður og bendir á að foreldrar megi almennt vera þakklátir fyrir að eiga heilbrigð börn sem þori að vera þau sjálf. Þuríður segist vissulega hafa heyrt af slæmri framkomu í garð samkynhneigðra en hún hafi aldrei fundið fyrir slíku sjálf. Samkynhneigð sé þó enn óvenjuleg fyrir suma en einstaka sinnum horfi fólk tvisvar þegar hún og kærastan hennar leiðast úti á götu. Almennt sé viðhorfið gott. Á sama tíma og samfélagið teljist frjáls- lynt í framkomu sé þess hinsvegar krafist að fólk falli að ákveðnum flokkum og hegði sér samkvæmt því. „Þú ert annaðhvort gagnkyn- hneigð, lesbía eða hommi,” segir Þuríður. „Við það bætist að lesbíur eiga að vera harðsnúnir trukkar sem keyra um á mótorhjóli. Hommar eiga að vera mjög dæmigerðir og „flaming gay” og gagnkynhneigðir strákar eiga að vera karlmannlegir og sjá fyrir fjölskyldum.” Að sama skapi eigi gagnkynhneigðar stelpur að vera mjög stelpulegar. Því sé líka öfugt farið, þ.e. að útlitið og hegðunin segi til um hvaða flokki fólk tilheyri. „Lengi vel hélt ég að samkynhneigð sæist utan á fólki,” segir Þuríður. „Ég taldi að ef ég væri lesbía þá sæist það utan á mér. En ég var mjög stelpuleg og fannst þess vegna að ég hlyti að vera gagnkynhneigð.” Á grunn- skólaaldri hafi hún lagt sérstaklega mikla ANDARTAK Á AKUREYRI ANDArtAk Á AkUreYrI Arndís Bergsdóttir Þegar ég kom út úr skápnum var auðvitað gott að vera búinn að finna hver ég var.

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.