Akureyri


Akureyri - 31.10.2013, Side 22

Akureyri - 31.10.2013, Side 22
22 31. október 2013 Eldjárn skelfur af til- hlökkun vegna bókar Ragnars skjálfta Um miðjan nóvember kemur út bók- in Það skelfur eftir Ragnar „skjálfta“ Stefánsson. Ragnar hefur lengi búið í Svarfaðardal og eru rannsóknir hans á jarðskjálftum löngu kunn- ar. Skrudda gefur út en í bókinni er meðal annars farið yfir störf Ragnars á þeim 50 árum sem liðin eru síðan hann hóf störf á Veðurstofu Íslands. Ragnar kynnti að von væri á bók- inni á heimasíðu sinni og var Þórar- inn Eldjárn rithöfundur eldsnöggur að bregðast við með hnyttnum um- mælum við hæfi. „Ég skelf af tilhlökkun. Til ham- ingju,“ skrifaði Þórarinn. a Fjórtán sinnum fjölfeldi Laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00 opna fjórtán nemendur af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sýningu í Populus tremula. Nemendurnir sýna afrakstur áfanga undir handleiðslu Hlyns Hallssonar myndlistarmanns um fjölfeldi í hinni fjölbreyttustu mynd eins og þrykk, ljósrit, bækur, sprey, stensla, hluti, ljósmyndir og hvað eina. Sýningin er einnig opin sunnu- daginn 3. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi. Nemendurnir sem sýna verk sín eru á 1., 2. og 3. ári í Fagurlista- deildinni og eru: Anna Elionora Olsen Rosing, Freyja Reynisdóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Kolbrún Vídalín, Sandra Rebekka, Ásmundur Jón Jónsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, James Earl Ero Cisneros Tamidles, Jónína Björg Helgadóttir, Margrét Kristín Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Guðrún Ósk Stef- ánsdóttir, Heiðdís Hólm og Steinunn Steinarsdóttir. a Fjölbragðatónleikar Hymnodiu - Átta tónleika röð við Eyjafjörð, í Þingeyjarsýslum og á Vopnafirði Uppátækjum Hymnodiu eru engin takmörk sett. Nú fer kórinn um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur með fjölbragðadagskrá, syngur, spilar á alls kyns skrýtin og skemmtileg hljóðfæri, hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans ef vel liggur á. Jóðlandi sálfræðingur- inn, drynjandi geðlæknirinn, fljúg- andi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lög- fræðingurinn, tölvuóði trompetleik- arinn og margir fleiri koma fram. Hljóðfærin sem notuð verða eru skemmtileg blanda: Fiðla, gít- ar, kassabassi, íslenskt handsmíð- að strumstick, rúmenskur dúlsímer, psalterium, charango, harmóní- um, virginall, þrjár ólíkar afrískar trommur, pikkolóflauta okkarína, bakú, tyrkneskt þurrkað ávaxtahýði, fjórar tónkvíslar, ryðgaða bárujárns- platan, stóra sænska sálmabókin, nokkrar mismunandi tréhristur, taí- vönsk basthrista, cajon, stompbox, gyðingaharpa, brjóstkassar á ten- órum, kínverskar bjöllur, franskur hertrompet, íslenskar varir, þríhorn, dragspil, handsmíðuð sauðabeins- flauta frá Kalmar, fjörugrjót úr Eyja- firði, blómavasar kórstjórans, bjöllur búnar til úr gaskútum, rauðvínsglös Loga og Öbbu, strákústur Sveins kirkjuvarðar og græn verkfærataska sem hljómar eins og sneriltromma á sterum. TÓNLEIKARNIR VERÐA Á EFTIRFARANDI STÖÐUM: 31. október: Tjarnarborg Ólafsfirði kl. 20 4. nóvember: Menningarhúsið Hof Akureyri kl. 20 6. nóvember: Siglufjarðarkirkja kl. 20 8. nóvember: Gamli bærinn í Reynihlíð, Mývatnssveit, kl. 20 9. nóvember: Þórshafnarkirkja kl. 16 9. nóvember: Félagsheimilið Mikligarður Vopnafirði kl. 20 10. nóvember: Safnahúsið Húsavík kl. 16 14. nóvember: Þorgeirskirkja kl. 20 Föstudagsfreisting Föstudagsfreistingar verða í Ak- ureyrarkirkju á morgun, 1. nóvem- ber kl. 12:00 en þá mun Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls flytja tónlist við texta Davíðs Stef- ánssonar og Jónasar Hallgrímsson- ar. Á efnisskránni verða þrjú ný lög sem sérstaklega voru samin fyrir kórinn fyrr á þessu ári í bland við gamlar og góðar perlur sem margir kannast við. Föstudagsfreistingar eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar en félagið hefur undanfarin ár haldið úti há- degistónleikaröð undir þessu nafni og boðið gestum upp á hádegisverð um leið og þeir hlýða á tónlist. Að þessu sinni verður boðið upp á ljúffenga fiskisúpu og er aðgangs- eyrir kr. 2.500. a LEIÐRÉTTING Í umfjöllun síðasta tölublaðs um uppsetningu Emils í Kattholti misritaðist nafn. Fram kom að með hlutverk Alfreðs vinnumanns færi Arnar Pálsson. Hið rétta er að Arnar er Árnason. Akureyri vikublað biðst velvirðingar á þessu. Lofsverðar lagnir í Hofi Verkfræðistofa Norðurlands með Grétar Grímsson í broddi fylkingar er í hópi fyrirtækja sem hlutu verð- laun fyrir „LOFSVERT LAGNA- VERK 2012”. Hof á Akureyri varð fyrir valinu hjá viðurkenn- ingarnefnd Lagnafélags Íslands í ár og fór afhending verðlauna fram í sama húsi. Í áliti viðurkenningarnefndar segir m.a. „Heildarverk við lagnir er snyrtilegt og hönnun búnaðar í húsi Hofs er góð. Aðgengi að öllum tækj- um og lögnum er mjög til fyrirmynd- ar-, og handverk iðnaðarmanna gott”. Um er að ræða sjö aðskilin loft- ræstikerfi sem þjóna hinum ýmsu hlutum byggingarinnar. Einnig er um að ræða sérhæft pípulagnakerfi.” Verkfræðistofa Norðurlands hef- ur áður hlotið sömu verðlaun, 2003 en þá var verðlaunað fyrir hönnun lagna- og loftræstikerfa í Amts- bókasafninu. AÐRIR SEM HLUTU NÚVIÐUR- KENNINGU VEGNA HOFS ERU: Arkþing ehf. Reykjavík Arkitema. Danmörk Raftákn ehf. Akureyri VSI Öryggishönnun & ráðgjöf ehf. Reykjavík Verkís hf. Reykjavík Blikkrás ehf. Akureyri Haraldur Helgason ehf. Akureyri Bútur ehf. Akureyri Rafmenn ehf. Akureyri KÁPA BÓKARINNAR Draupnisgötu 6 / Sími 464 0000 / kraftbilar@kraftbilar.is / www.kraftbilar.is www.kraftbilar.is 20% AFSLÁTTUR af hjólastillingum í október og nóvember Draupnisgötu 6 / Sími 464 0000 / kraftbilar@kraftbilar.is / www.kraftbilar.is www.kraftbilar.is 20% AFSLÁTTUR af hjólastillingum í október og nóvember Draupnisgötu 6 / Sími 464 0000 / kraftbilar@kraftbilar.is / www.kraftbilar.is www.kraftbilar.is 20% AFSLÁTTUR af hjólastillingum í október og nóvember Draupnisgötu 6 / Sími 464 0000 / kraftbilar@kraftbilar.is / www.kraftbilar.is www.kraftbilar.is 20% TTUR af hjólastillingu tóber og nóvember

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.