Akureyri - 31.10.2013, Blaðsíða 24
V I K U B L A Ð – N O R Ð U R L A N D31. október 201341. tölublað 3. árgangur
Njarðarnesi 8 - 603 - Akureyri - S:4624200 - car-x@car-x.is
Hvað getum við gert fyrir þig á þegar aðstæður á borð við þetta skapast ?
Tjónaskoðun - viðgerðir og málning -
Bílaviðgerðir -
Sala og viðgerðarþjónusta fyrir fjór, sexhjól og sleða -
...úúúps...
Og hvað nú?
Hafðu samband við CAR-X.
Bjóðum uppá tjónaskoðun,
réttingar og málningarvinnu auk
þess að bjóða almennar
bílaviðgerðir.
Sala og viðgerðarþjónusta fyrir
fjór- sexhjól og vélsleða.
Car-X bifreiðaverkstæði - Njarðarnes 8 - 603 Akureyri- Sími 462 4200 - car-x@car-x.is
13.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI | AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS
RÓS
Þegar ég var 18 ára mennta-
skólanemi þá fór ég sum-
arlangt í fiskvinnu austur á
fjörðum. Konurnar í frysti-
húsinu voru oft harðar við
okkar strákana, ráku á eftir
okkur miskunnarlaust ef við
vorum ekki nógu röskir. Ein
var sérlega grimm, það var
nánast ómöglegt að halda
henni góðri, manni stóð hálf-
gerður stuggur af henni. Þegar
langt var liðið á sumar varð
ég uppiskrópa með lestrarefni
og ákvað því að fara í bóka-
safn staðarins. Mér brá heldur
við þegar ég sá að starfskona
bókasafnsins var frystihús-
daman grimma, ég skildi
ekkert í því hvað ómenntuð
fiskverkakona ætti erindi í
þetta starf. Í hroka mínum
ákvað ég að spyrja hana út
í nokkrar vel valdar bækur,
ég var jú menntaskólanemi
og vel að mér í hinum æðri
fræðum að eigin mati. Það er
skemmst frá því að segja að
hún kunni nánast bókasafnið
utan bókar, leiddi um um allt
safnið og sagði mér frá af inn-
lifun og einlægri ánægju. Ég
kom nokkrum sinnum eftir
þetta og átti dýrðlegar stund-
ir á safninu undir handleiðslu
„ómenntuðu” fiskverkakon-
unnar. Hún læknaði mig af
menntahroka fyrir lífstíð.
Við þetta má bæta að inni-
stæðan fyrir menntahroka
mínum var nú ekki meiri en
svo að þegar ég kom þarna
um vorið þá hélt ég að ýsa
væri kvenþorskur......
UM DAGINN OG VEGINN
JÓN ÓÐINN WAAGE
SkrIFAr
KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200
Úlpa
Kr. 7.990.-