Morgunblaðið - 29.10.2013, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2013
BÍLAR
Reynsluakstur Nýr
Honda Accord
Tourer er lag-
legur bíll með
sportlegar línur,
útsýni ökumanns
er gott sem og
hljóðeinangrun,
og verðið er hag-
stætt.
Alpine margmiðlunartæki með
leiðsögukerfi fyrir þá sem víða rata
Reykjavík - Raufarhöfn - Róm
NÝ
TT
Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is
F
ræðslufundur um blönd-
un endurnýjanlegs elds-
neytis í bensín var hald-
inn í húsakynnum
Bílgreinasambandsins (BGS)
síðastliðinn fimmtudag. Til fund-
arins var boðað af BGS, Félagi
íslenskra bifreiðaeigenda og
Carbon Recycling International
(CRI). Á sjötta tug mætti á
fundinn.
„Lög um notkun endurnýj-
anlegs eldsneytis í samgöngum
taka gildi um næstu áramót.
Þau kveða á um skyldu olíufé-
laganna um að tryggja að hluti
af eldsneyti verði af endurnýj-
anlegum uppruna,“ segir Ólafur
E. Jóhannsson, upplýsinga-
fulltrúi CRI. „Á árinu 2014 verð-
ur hlutfall endurnýjanlegs elds-
neytis af heildarsölu sem selt er
hér á landi að lágmarki 3,5% af
heildarorku í eldsneyti. Á árinu
2015 hækkar hlutfallið í 5%. Ol-
íufélögin geta mætt kvöðinni
með sölu eldsneytis eins og
metangass eða íblöndun alkó-
hóla í bensín og lífdísils í dísil-
olíu. Sambærilegar reglur hafa
verið í gildi í öðrum ríkjum Evr-
ópska efnahagssvæðisins frá því
á árinu 2009.“
Margvísleg erindi á fundi
Á fundinum fjallaði Erla Sig-
ríður Gestsdóttir, sérfræðingur í
atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytinu, um nýtt laga-
umhverfi á þessu sviði. Lög um
endurnýjanlegt eldsneyti í sam-
göngum á landi nr. 40/2013
voru samþykkt á Alþingi í apríl.
Jafnframt hafa verið settar tvær
reglugerðir byggðar á lögunum,
sem fjalla um eftirlit og reglur
um sjálfbærni.
Benedikt Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri viðskiptaþróunar
CRI, fjallaði um íblöndun alkó-
hóla í eldsneyti í Evrópu. Kom
m.a. fram hjá honum að þótt
etanól væri algengasta lífelds-
neyti í bensíni í Evrópu, væri í
Hollandi og Bretlandi notað
bensín blandað metanóli og et-
anóli. Fyrirtækið framleiðir vist-
vænt metanól í verksmiðju í
Svartsengi undir vörumerkinu
Vulcanol.
Glúmur Jón Björnsson efna-
fræðingur hjá Fjölveri fjallaði
um EN228 bensínstaðalinn og
reglugerð um gæði eldsneytis.
Staðallinn og reglugerðin setja
m.a. mörk varðandi magn alkó-
hóls, gufuþrýsting og súrefn-
isinnihald bensíns.
Loks fjallaði Ómar Sigur-
björnsson, rannsóknastjóri CRI,
um tilraunaverkefni sem CRI
stóð að ásamt Brimborg, Borg-
arholtsskóla og fleiri, þar sem
svonefndir fjölbendisbílar (e:
Flex Fuel) voru prófaðir á hárri
blöndu metanóls og bensíns.
Niðurstöðurnar sýndu að þessi
blanda metanóls og bensíns
hafði sömu virkni og blanda et-
anóls og bensíns. Eknir voru yf-
ir 20.000 km í prófunum og
komu engin vandkvæði fram.
Íblöndun ekki skaðleg
Að fyrirlestrunum loknum
vöknuðu fjölmargar spurningar
hjá fundarmönnum sem frum-
mælendur leituðust við að
svara. „Einkum beindist áhugi
fundarmanna að því hvaða
áhrif alkóhól hefði á bílana,
endingu bílvéla, eldsneyt-
iseyðslu, hvort munur væri á
metanóli eða etanóli í eldsneyti
og þar fram eftir götunum.
Á fundinum kom fram að
ekki væri ástæða til að óttast
afleiðingar íblöndunar met-
anóls eða etanóls í bensín,
enda er þegar komin löng
reynsla af blöndun í Bandaríkj-
unum og Evrópu,“ bendir Ólaf-
ur á. „Þá eru allir bílar sem
fluttir eru til landsins miðaðir
við bensín sem uppfyllir EN228
bensínstaðalinn. Staðallinn og
opinber reglugerð heimila
íblöndun metanóls að 3% að
rúmmáli og etanóls allt að 5%
að rúmmáli.“
jonagnar@mbl.is
Ný lög um notkun endurnýjanlegs eldsneytis væntanleg
Fjölmenni á fræðslufundi um
endurnýjanlegt eldsneyti
Morgunblaðið/Ómar
„Á árinu 2014 verður hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis af heildarsölu sem selt er hér á landi að lágmarki 3,5% af
heildarorku í eldsneyti. Á árinu 2015 hækkar hlutfallið í 5%,“ segir Ólafur E. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi CRI.
Fjölmenni sótti fræðslufundinn en tilefnið var gildistaka laga um íblönd-
un endurnýjanlegs eldsneytis sem taka gildi um næstu áramót.