Morgunblaðið - 29.10.2013, Page 4

Morgunblaðið - 29.10.2013, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2013 4 BÍLAR N íunda kynslóð Honda Ac- cord er nú komin fram á sjónarsviðið en þessi vinsæli fjölskyldubíll hefur verið hér á meðal okkar í bráðum fjóra áratugi. Síðasta kyn- slóð kom á markað árið 2008 og eins og Honda er lagið með alveg nýjum bíl en ekki aðeins andlits- lyftingu. Það sama á við nú, fimm árum síðar og það sem meira er að Honda gerir tvo nýja Accord bíla, annan fyrir Ameríku og Asíu og hinn fyrir Evrópumarkað. Bíla- blaðamaður Morgunblaðsins hafði nýja Accordinn í lang- baksútfærslu til reynsluaksturs í síðustu viku. Styttri og mjórri Evrópugerð Honda Accord er minni en Ameríku/Asíu bíllinn og hann er líka minni en 2008 kyn- slóðin. Langbakurinn er nú byggð- ur á sama undirvagni og stallbak- urinn og þess vegna er sú gerð líka talsvert minni en áður. Að því sögðu er ekki hægt að segja að Accord sé lítill bíll, langt í frá. Hann hefur reyndar styst aðeins og mjókkað en hann er samt 4.726 mm á lengd og 1.840 mm á breidd sem er gott í þessum flokki. Það er helst að styttingin bitni á fótarými í aftursætum sem mætti vera meira ef um fullorðna er að ræða. Hjólhafið er aðeins 2.705 mm af lengd bílsins svo að skögun hans er þónokkur, sem bitnar aðeins á honum að framan þegar ekið er yfir misvel hannaðar hraðahindranir í Reykjavík. Ef maður gætti sín ekki á þeim stærri skrapaði svuntan undir stuðaranum malbikið. Bestur í framsætum Að innan er Accordinn nokkuð vel heppnaður, með fáeinum und- antekningum þó. Útsýni er gott fram á við þökk sé frekar mjóum A-bitum og stórir hliðarspeglar bæta mikið fyrir lítið útsýni um afturrúðu. Best fer um farþega í framsætum sem eru stór og þægileg og gefa góðan stuðning langt fram með fótleggjum. Ekki skemmir heldur fyrir þægind- unum að þau eru bæði rafstýrð og ökumannssætið nú með minni. Mælaborðið hefur ekki breyst mikið, ekki einu sinni fyrir þann sem átti svona bíl fyrir 10 árum. Allt er nánast eins fyrir utan þann búnað sem bætt hefur verið í hann, eins og fjarlægðarskynjarar og upplýsingaskjár. Blátann- arbúnaður fyrir farsíma er líka staðalbúnaður en því miður er notast við raddstýrðan búnað sem gerir notkunina flóknari því að erfitt er að láta tölvuna skilja nöfnin í símaskránni. Tvennt í upp- setningu takka í mælaborði hefði mátt hugsa betur, en staðsetning á rafstýrðri opnun afturhlera er fyrirkomið nánast ofan í hólfi framhurðar sem gerir það erfitt að nálgast hann, sé eitthvað í hólf- inu. Eins þótti undirrituðum skrít- ið að sjá að þegar barnalæsing fyrir afturrúður var virkjuð, virkaði ekki að stjórna því úr ökumanns- sæti eins og eðlilegt er. Eins og komið hefur fram er fótarými aft- ur í ekkert til að hrópa húrra fyrir en sætin þar eru þægileg líka. Ör- yggisbelti fyrir miðjufarþega er í loftinu sem er allt í lagi þegar um fullorðinn er að ræða, en ef barn situr þarna eins og oft er nú stað- reyndin er það ekki það heppileg- asta. Farangursrými er þokkalegt en aðalkostur þess er hversu lágt er að lyfta upp í það og hversu vel formað það er. Opnunin er raf- stýrð bæði gegnum fjarstýringu og svo er takki á lokinu sjálfu til að auðvelda lokun þess. Rásfastur en eyðslufrekur Í akstri virkar Honda Accord vel á mann í flesta staði. Hann liggur vel á vegi þökk sé tvöfaldri klafa- fjöðrun að framan og fjölliða fjöðr- un að aftan, en fjöðrunin er samt örlítið mýkri en áður. Stýrið gefur ekkert sérstaklega góða tilfinn- ingu og hann rásar aðeins í hjól- förum. Nýi bíllinn er sérlega vel hljóðeinangraður og því heyrist ekki mikið hljóð frá vélinni, jafnvel þegar reynt er á hana. Vélin er ör- lítið öflugri en áður en vantar samt sem áður aðeins meira tog á lægri snúningi því að fara þarf með hann hátt upp á snúningssviðið til að kalla fram snerpu. Sjálfskipt- ingin er þægileg í skiptingum en aðeins fimm þrepa svo að eyðslu- tölur líða aðeins fyrir það. Sam- kvæmt aksturstölvu er eyðslan í prófunarakstri innanbæjar í kring- um 15 lítra sem er frekar mikið frá uppgefinni eyðslu upp á 7,3 lítra á hundraðið í blönduðum akstri. Þegar fjölþrepa sjálfskiptingar koma frá Honda á næstu miss- erum má búast við að sjá þessar tölur fara ört lækkandi. Á góðu verði í dýrari útfærslu Grunnverð á Honda Accord Tou- rer er 4.890.000 kr. og sjálfskipt- ingin bætir 300.000 kr. við þá tölu. Í Executive-útfærslu eins og við prófuðum hann byrjar hann í 5.690.000 kr. Hans helsti keppi- nautur er eflaust Avensis en Wa- gon-útfærsla hans með 1,8 lítra bensínvél og sjálfskiptingu byrjar í 5.380.000 kr. Líklega þyrfti þó að fara með Avensins í EXE-útgáfu til að þeir verði meira sambærilegir í búnaði. Þannig kostar Avensis 6.195.000 kr. Aðrir keppinautar eru til dæmis Ford Mondeo og Mazda 6 sem eru báðir hjá Brim- borg. Mondeo Station er aðeins fáanlegur með dísilvél en grunn- verð hans með sjálfskiptingu er 4.840.000 kr. Grunnverð Mazda 6 er 4.790.000 kr sjálfskiptur í Sta- tion-útfærslu svo hann er ódýr- astur í grunninn en fara þarf í Op- timum-útgáfu til að hann sé sambærilegur við Executive en Mazdan kostar þannig útbúin 5.790.000 kr. Af öllu þessu má ráða að Accordinn er á góðu verði, sér í lagi þegar teknar eru dýrari útfærslur hans. Njáll Gunnlaugsson reynsluekur Honda Accord Tourer: Morgunblaðið/Tryggvi Þormóðsson Sportlegur og vel búinn Honda Accord Tourer Árgerð 2014 • 17 tommuálfelgur • Eiginþyngdkg: 1.462bsk • Farangursrými: 406 lítrar • 0-100km/sek: 11,1 ssk •Hámark: 210km/klst • Framhjóladrif •Verð frá: 4.890.000kr • 7,3L/100km íbl akstri • Umboð:Bernhard •Mengunargildi: 173 gCO2/km •2,0 lítrabensínvél • 156hestöfl/192Nm •5þrepasjálfskipting Honda Accord Tourer er laglegur bíll, það dylst engum. Línurnar eru sportlegar þótt hjólin séu frekar innarlega. Kostir: Hagstætt verð, hljóðeinangrun, útsýni. Gallar: Eyðslufrekur, fótarými í aftursætum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.