Morgunblaðið - 29.10.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 29.10.2013, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2013 8 BÍLAR A udi A6 Allroad hefur farið undir smásjá útlitshönn- uða og fengið allsherj- arandlitslyftingu. Út- koman er prýðileg og er bíllinn í senn sportlegur og klassískur. Stórt grillið og undirvagnshlífin sem nær yfir allan stuðarann gera hann mjög svalan. Útlitshönn- uðirnir voru ekki bara að vinna í bílnum að utan heldur fengu þeir aðeins að fullkomna hann að inn- an. Í sumum bílum lítur út fyrir að margir hönnuðir hafi komið að innréttingunni og engir þeirra ver- ið sammála um hvernig endanleg útkoma ætti að vera. Þess vegna hafi þeir einfaldlega allir fengið að leika lausum hala og ýmiss konar stíl eða jafnvel stílbrotum ægir saman í litlu rými. Sem betur fer gerðist þetta ekki hjá Audi. Í A6 er stíllinn hreinn og þægilegur. Það er ekkert sem stingur í augun og bogadregnar línurnar í mæla- borðinu eru vel til þess fallnar að standast tímans tönn. Vegir og vegleysur Bíllinn er Allroad sem gefur til kynna að honum séu allir vegir færir. Það er sennilega alveg rétt og maður á ekkert að aka eftir vegleysum. Í það minnsta ekki á þessum bíl því hann er ekki nógu hár til að þola miklar ójöfnur. Þess vegna er kjörið að halda sig við vegina og sleppa vegleys- unum. Þessi fjórhjóladrifni bíll drífur þrusuvel í gegnum skafla og yfir hálan ís. Það er einfaldlega gaman að aka honum við krefj- andi aðstæður. Svo gaman að mann langar til að æfa sig í öku- leikni og njóta þeirra aksturseig- inleika sem bíllinn hefur upp á að bjóða. Þeim sem þykir tauga- trekkjandi að aka í hálku ættu endilega að prófa þennan því hann steinliggur á veginum. Líka í hálku. Hægt að stilla næstum allt Sem fyrr segir er veghæðin ekki sérlega mikil en hana má stilla eins og svo margt annað í þessum bíl. Það eru fimm stilling- armörguleikar og þar sem hann er lægstur er hann í 135 mm hæð og hæstur 185 mm. Hægt er að velja á milli stillinga í loftpúða- fjöðruninni og stýringunni. Það er nú aldeilis eitthvað fyrir takkaóða að komast í stillingakerfi bílsins og það er gaman hversu mikinn mun bílstjórinn finnur á þessum bíl eftir stillingunum. Það er sem sagt alveg einstakt að aka þess- um bíl og hann er líka fallegur. Hvað getur maður beðið um fleira? Jú, hann mætti vera að- eins ódýrari. Það væri ekki verra. Bíllinn sem var prófaður er 3.0 lítra TDI sem skilar 204 hest- öflum. Í grunnútfærslu kostar hann tæpar tólf milljónir. Þessi til- tekni bíll var með LED ljós og raf- drifna lokun á afturhlera. Sá aukabúnaður kostar 530.000 kr. Alls kyns aukabúnað er hægt að fá í þennan bíl og virðist lúxusinn ótakmarkaður. 600w Bose hljóm- kerfi og 1200w Bang&Olufsen hljómkerfi gera bílinn enn skemmtilegri en kosta að sjálf- sögðu sitt. Aðdáendur Audi ættu ekki að verða fyrir nokkrum von- brigðum með þennan bíl því hann sameinar allt það besta sem óska má eftir enda er ekkert til sparað. malin@mbl.is Undurfagur og skemmti- legur að auki Skínandi gott yfirlit yfir stillingar og annað í mælaborði. Bogadregnar línur einkenna mælaborðið. Morgunblaðið/Malin Brand Vel fór á því að máta þennan undurfagra bíl á stað við örnefnið Himnaríki enda var reynsluaksturinn í flesta staði himneskur. Að sama skapi er verðið í talsverðum hæðum enda sameinar bíllinn allt það besta. Ekki væsir um farþega í þessum fallega bíl. Dökki kanturinn sem einkennir Allroad bílana frá Audi er auðkenni. Malin Brand reynsluekur Audi A6 Allroad Audi A6Allroad Árgerð 2014 • 18 tommuálfelgur • Eiginþyngdkg: 1.855 • Farangursrými: 565 lítrar • 0-100 km/sek: 7,5 •Hámark: 224km/klst • Fjórhjóladrif •Verð frá: 11.840.000kr • 5,1 L/100km íbl akstri • Umboð:Hekla •Mengunargildi: 159 gCO2/km •3,0 lítraTDI • 204hestöfl/450Nm •7þrepasjálfskipting Takkaóðir fá fullt fyrir sinn snúð.Aðstaða ökumanns og búnaður er allur til fyrirmyndar. Útlitið er, frá öllum hliðum séð, stórfínt. Gullfallegur bíll. Audi A6 Allroad er sportlegur og klassískur í senn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.