Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 2
Á ÁSVÖLLUM Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það verður rauð helgi í Hafnarfirði en rauðklæddir Haukar fögnuðu sigri, 25:20, gegn erkióvinunum í FH þegar liðin áttust við í Schenker-höllinni á Ás- völlum í Olís-deildinni í gær. Það var einkum og sér í lagi góð vörn og frábær markvarsla Giedrius Morkunas sem lagði grunn að sigri Haukanna auk þess sem stórskyttan Sigurbergur Sveins- son var óstöðvandi en hann hélt upp á 40 ára afmæli fjöldskyldufyrirtækisins Fjarðarkaupa með því að skora 12 mörk. Haukarnir náðu þar að hrista af sér grýlu því fyrir leikinn höfðu FH- ingar unnið fimm síðustu viðureignir liðanna á Ásvöllum „Það voru vörnin og markvarslan sem gerðu það að verkum að við unnum þennan leik,“ sagði Jón Þorbjörn Jó- hannsson, línumaðurinn öflugi í liði Haukanna, eftir leikinn, en hann átti af- ar góðan leik fyrir Hauka. „Við töluðum um það fyrir leikinn að það kæmi hrein- lega ekki til greina að tapa enn og aftur á heimavelli fyrir FH og þetta stappaði stálinu í okkur,“ sagði Jón Þorbjörn. FH-ingar byrjuðu leikinn betur á Ás- völlum þar sem stemningin var góð að venju í Hafnarfjarðarslagnum. FH náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálf- leik þar sem sóknarleikurinn gekk vel með Ragnar Jóhannsson og Ásbjörn Friðriksson í góðum gír. Þegar líða tók á hálfleikinn fór hins vegar að halla undan fæti hjá FH-liðinu og í seinni hálfleik má segja að þeir hafi verið skrefinu á eftir. Eins og áður segir átti Sigurbergur stjörnuleik og réðu FH-ingar lítið við skyttuna sem skoraði hvert glæsimark- ið af öðru. Jón Þorbjörn Jóhannsson Dauðafæri Jón Þorbjörn Jóhannsson með eitt 6 marka sinna í undirbúningi án þess a Rauð helgi í  Eftir fimm tapleiki á heimavelli í röð gegn FH fögnuðu Haukar sigri 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013 Evrópudeild UEFA A-riðill: Kuban Krasnodar – Valencia ................. 0:2 Swansea City – St.Gallen ........................ 1:0 Staðan: Swansea 6, St. Gallen 3, Valencia 3, Kuban Krasnodar 0. B-riðill: Chorn. Odessa – PSV Eindhoven .......... 0:2 Ludogorets Razgrad – Dinamo Zagreb 3:0 Staðan: Ludogorets 6, PSV Eindhoven 3, Chornomorets Odessa 3, Dinamo Zagreb 0. C-riðill: Elfsborg – Standard Liege .................... 1:1  Skúli Jón Friðgeirsson var ekki í leik- mannahópi Elfsborg. Esbjerg – Salzburg ................................. 1:2 Staðan: Salzburg 6, Esbjerg 3, Standard Liege 1, Elfsborg 1. D-riðill: Rubin Kazan – Zulte-Waregem ............ 4:0  Ólafur Ingi Skúlason lék allan tímann með Zulte-Waregem. Wigan – Maribor ..................................... 3:1 Staðan: Rubin Kazan 6, Wigan 4, Zulte- Waregem 1, Maribor 0. E-riðil: Dnipro – Fiorentina ................................ 1:2 Pacos de Ferreira – Pandurii ................. 1:1 Staðan: Fiorentina 6, Dnipro 3, Pandurii 1, Pacos de Ferreira 1. F-riðill: APOEL Nicosia – E. Frankfurt ............ 0:3 Bordeaux – Maccabi Tel Aviv ................. 1:2 Staðan: Eintracht Frankfurt 6, Maccabi Tel Aviv 4, APOEL 1, Bordeaux 0. G-riðill: Genk – Thun ............................................. 2:1 Rapid Vín – Dynamo Kiev ....................... 2:2 Staðan: Genk 6, Thun 3, Rapid Vín 1, Dy- namo Kiev 1. H-riðill: Slovan Liberec – Estoril ......................... 2:1 Sevilla – Freiburg .................................... 2:0 Staðan: Sevilla 6, Slovan Liberec 4, Freib- urg 1, Estoril 0. I-riðill: Lyon – Vitoria de Guimaraes .................. 1:1 Rijeka – Real Betis .................................. 1:1 Staðan: Guimaraes 4, Lyon 2, Real Betis 2, Rijeka 1. J-riðill: Legia Varsjá – Apollon Limassol ........... 0:1 Trabzonspor – Lazio ............................... 3:3 Staðan: Trabzonspor 4, Lazio 4, Apollon 3, Legia Varsjá 0. K-riðill: Anzhi Makhachkala – Tottenham ........ 0:2  Gylfi Sigurðsson kom inná á 70. mínútu í liði Tottenham. Tromsø – Sheriff ...................................... 1:1 Staðan: Tottenham 6, Sheriff 2, Anzhi 1, Tromsö 1. L-riðill: AZ Alkmaar – PAOK Saloniki ............... 1:1  Jóhann Berg Guðmundsson kom inná á 69. mínútu í liði AZ en Aroni Jóhannssyni var skipt út af í uppbótartíma. Shakhter Karagandy – Maccabi Haifa .. 2:2 Staðan: PAOK Saloniki 4, AZ Alkmaar 4, Shakhter Karagandy 1, Maccabi Haifa 1. KNATTSPYRNA Í DIGRANESI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Björgvin Þór Hólmgeirsson fór á kostum í gærkvöldi þegar ÍR lagði HK, 30:23, í Digranesi í 3. umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Staðan var 15:10, ÍR í vil, að lokn- um fyrri hálfleik. Björgvin skoraði 11 mörk og átti margar stoðsend- ingar á félaga sína sem gáfu ann- aðhvort mark eða vítakast. Mörkin 11 skor- aði Björgvin á fyrstu 40 mín- útum leiksins. „Ég hef æft vel í sumar. Nú er ég laus við brjósklos sem var að hrjá mig á síðasta keppn- istímabili og hef því getað einbeitt mér að því að æfa vel,“ sagði Björgvin Þór við Morgunblaðið í leikslok. „Ég hef átt tvo góða leiki eftir skellinn í fyrstu umferð. Þótt vel gangi hjá mér og liðinu megum við ekkert slaka á. Næsti leikur verður gegn Val. Sú viðureign verður væntanlega alvöruprófraun á okk- ur,“ sagði Björgvin Þór sem hefur skorað 20 mörk í tveimur síðustu leikjum. Hann er feikisterkur og virðist geta gengið í gegnum varnir andstæðinganna að vild eða þá stokkið upp og skorað án mikillar fyrirhafnar. Þetta var annar sigur bikarmeist- aranna í röð eftir skell í fyrstu um- ferðinni fyrir ÍBV á heimavelli. HK-liðið virðist hins vegar eiga talsvert í land með að nálgast getu ÍR-liðsins. HK hefur aðeins eitt stig eftir þrjár umferðir. Alltént er ljóst að HK-liðið getur ekki leyft sér að leika eins illa og það gerði fyrstu 20 mínútur leiksins í gær, ætli það sér að vinna leiki á næst- unni, sem víst er að liðið ætlar sér svo sannarlega. Aðeins einn leik- maður HK-liðsins var með á nót- unum fyrstu 20 mínútur leiksins í gær, Björn Ingi Friðþjófsson mark- vörður. Hefði hann verið jafnslakur og aðrir leikmenn HK á fyrsta þriðjungi leiksins hefði staðan verið enn verri hjá Kópavogsliðinu en raunin var, nógu slæm var hún samt, 10:3 fyrir ÍR. HK-liðið fær prik fyrir að leggja ekki árar endanlega í bát heldur reyna að klóra í bakkann. Þegar kom fram í síðari hálfleik munaði þremur mörkum á liðunum, ÍR í vil. Nær komust leikmenn HK ekki og niðurstaðan var sjö marka tap. „Við gáfum ÍR sex marka forskot á silfurfati á fyrstu fimmtán til tutt- ugu mínútunum og það fór með leikinn. Sóknarleikur okkar gekk engan veginn upp á þessum kafla,“ sagði Ólafur Víðir Ólafsson, aðstoð- arþjálfari HK. „Eftir þennan slæma upphafs- kafla lékum við mun betur og töp- uðum því sem eftir var af leiknum með aðeins einu marki,“ sagði Ólaf- ur Víðir og taldi HK-liðið hafa leik- ið betur en það gerði gegn Fram fyrir viku. „Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu og við erum smátt og smátt að koma ýmsum at- riðum inn. Mér fannst baráttan og karakterinn vera fyrir hendi,“ sagði Ólafur Víðir Ólafsson. Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, leyfði öllum leikmönnum sínum að spreyta sig. Fyrir vikið var los á leik liðsins á köflum. En þegar ÍR- ingar stilltu upp sínu sterkasta liði var talsverður munur á liðunum. HK gaf ÍR sjö marka forskot  Björgvin skoraði 11 á 40 mínútum Björgvin Þór Hólmgeirsson Íþróttahúsið Digranesi, Olís-deild karla, 3. umferð fimmtudaginn 3. október 2013. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:6, 3:10, 6:11, 8.13, 10:15, 10:16, 15.18, 15:22, 19:25, 21:26, 23:30. Mörk HK: Leó Snær Pétursson 7, Atli Karl Bachmann 5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4/1, Andri Þór Helga- son 2, Davíð Ágústsson 2, Eyþór Már Magnússon 1, Sigurður Már Guð- mundsson 1, Tryggvi Þór Tryggvason 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 16 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk ÍR: Björgvin Þór Hólmgeirsson 11, Sturla Ásgeirsson 8/2, Sigurjón Fr. Björnsson 3, Arnar Birkir Hálfdánsson 2, Guðni Már Kristinsson 2, Daníel Ingi Guðmundsson 1, Kristinn Björg- úlfsson 1, Jón Heiðar Gunnarsson 1, Jón Kristinn Björgvinsson 1. Varin skot: Kristófer F. Guðmundsson 14/1 (þar af 7 til mótherja). Arnór Freyr Stefánsson 6 (þar af 3 til mót- herja). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, fínir. Áhorfendur: 450. HK – ÍR 23:30 Á HLÍÐARENDA Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það voru nú ekki margir Framarar sem höfðu trú á að liðið myndi fá eitt- hvað fyrir sinn snúð gegn Vals- mönnum í gærkvöld. Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks var liðið fimm mörkum undir og átti hreinlega ennþá eftir að mæta til leiks í síðari hálfleik. Vendipunkturinn var hins vegar mað- ur að nafni Svavar Ólafsson sem lokaði markinu þessar síðustu mínútur og tryggði sínum mönnum sigur, 25:26. Góð byrjun Íslandsmeistaranna Ríkjandi Íslandsmeistarar Fram hafa byrjað tímabilið betur en margir áttu von á. Miklar mannabreytingar urðu í herbúðum þess í sumar en liðið hefur nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum, sem verður að teljast gott. Nýr maður tók við stjórn, Guð- laugur Arnarson, en hann ítrekaði að liðið væri enn að slípast til og hægt er að taka undir það. Það tekur tíma að finna taktinn með nánast nýjan leik- mannahóp. Liðið spilaði ekki fullkominn hand- knattleik í gær en það skiptir ekki máli þegar horft er til baka. Það sem skiptir máli er að liðið small saman þegar á reyndi og uppskar eftir því. Garðar Sigurjónsson var markahæst- ur en varnarmenn Vals áttu fullt í fangi með hann á línunni. Sigfús Páll var duglegur að mata hann með góð- um sendingum auk þess sem Sig- urður Örn Þorsteinsson átti nokkrar góðar sleggjur. En fyrst og fremst var þetta endurkoma liðsheildarinnar enda var fögnuðurinn ósvikinn þegar yfir lauk. Stemningin er greinilega fyrir hendi og miðað við byrjunina á tímabilinu gæti Fram komið liða mest á óvart. Trúin kom með Svavari  Valsmenn misstu niður fimm marka forskot í seinni hálfleik  Hrókeringar Óla ekki að virka?  Mögnuð endurkoma Fram Smuga Sigfús Páll Sigfússon, leikmað Olís-deild karla HK – ÍR................................................. 23:30 Valur – Fram ........................................ 25:26 Haukar – FH ........................................ 25:20 Staðan: Haukar 3 2 0 1 77:65 4 ÍR 3 2 0 1 79:76 4 Fram 3 2 0 1 73:73 4 FH 3 1 1 1 66:68 3 Akureyri 2 1 0 1 48:45 2 Valur 3 1 0 2 73:72 2 ÍBV 2 1 0 1 48:52 2 HK 3 0 1 2 68:81 1 Danmörk Mors/Thy – Bjerringbro/Silkeborg 24:36  Guðmundur Árni Ólafsson leikur með Mors-Thy.  Kári Kristján Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir Bjerringbro/Silkeborg. Frakkland Deildabikarinn, 1. umferð: Nantes – Toulouse............................... 32:31  Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Nantes. HANDBOLTI Handknattleikur Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin: Kaplakriki: FH – HK............................19.30 1. deild karla: N1-höllin: Afturelding – ÍH.......................19 Laugardalshöll: Þróttur – KR ..................19 Selfoss: Selfoss – Grótta ............................20 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.