Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013 AganefndKnatt- spyrnusambands Evrópu hefur úr- skurðað Jürgen Klopp, knatt- spyrnustjóra Dortmund, í tveggja leikja bann fyrir fram- komu sína í garð fjórða dómara í leik gegn Napoli í Meistaradeildinni í síðasta mánuði. Klopp var því ekki á hliðarlínunni þegar Dortmund mætti Marseille í gærkvöld og vann 3:0-sigur, og verður heldur ekki þar þegar Dortmund mætir Arsenal síð- ar í þessum mánuði. Dortmund get- ur áfrýjað úrskurðinum en hefur ekki tekið ákvörðun um það.    Knattspyrnumaðurinn SindriPálmason frá Selfossi er þessa dagana við æfingar hjá danska úr- valsdeildarliðinu Esbjerg sem situr í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þetta kemur fram á fréttavefnum sunnlenska.is. Þar segir að Sindri hafi farið út um síðustu helgi og muni æfa fram yfir komandi helgi. Sindri, sem er 17 ára miðjumaður, lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Selfossi í 1. deildinni í sumar en hann kom við sögu í þremur leikjum. Hann á að baki þrjá leiki fyrir U19- landslið Íslands en hann lék með því á Svíþjóðarmótinu í síðasta mánuði.    Danski handknattleiksmaðurinnDaniel Svensson er tilbúinn að snúa aftur á handboltavöllinn eftir að hafa verið frá keppni í marga mánuði vegna krabbameins í eitlum. Svensson, sem áður lék með þýska liðinu TuS N-Lübbecke, er genginn í raðir Skjern í Danmörku og gæti leikið fyrsta leik sinn gegn Ribe Esbjerg í kvöld. Þá verða tíu mán- uðir liðnir síðan hann spilaði síðast alvöru leik.    Helena Sverr-isdóttir skoraði 11 stig fyrir ungverska liðið DVTK Mis- kolc í fyrrakvöld þegar það vann öruggan útisigur á Cegledi EKK í Mið-Evr- ópudeildinni í körfuknattleik, 93:56. Helena tók þar að auki þrjú fráköst í leiknum. Vegna meiðsla gat hún að- eins leikið í 11 mínútur. Þá tóku sig upp meiðsli í kálfa og kom Helena ekkert meira við sögu í leiknum eftir því sem hún segir á Twitter-síðu sinni. Miskolc var 32:15 yfir eftir fyrsta leikhluta og hafði náð 23 stiga for- skoti í hálfleik. Þetta var annar leik- ur Helenu og félaga í deildinni, sem samanstendur af liðum frá Ung- verjalandi og Slóvakíu. Fólk sport@mbl.is Í GRINDAVÍK Skúli B. Sigurðsson sport@mbl.is Grindvíkingar voru í gærkvöldi krýndir meistarar meistaranna í körfuknattleik karla þegar þeir lögðu Stjörnuna að velli, 105:96, í Meistarakeppni KKÍ í leik sem háður var í Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Leikurinn, sem var á milli Ís- landsmeistara og bikarmeistara síð- asta keppnistímabils, markar upp- haf körfuknattleikstímabilsins. Keppni í Dominosdeild karla hefst á fimmtudaginn en daginn áður ríða konurnar á vaðið í Dom- inosdeild kvenna. Óhætt er að segja að haust- bragur hafi verið á báðum liðum og þá sérstaklega á varnarleik þeirra eins og sést á lokatölum. Leikurinn var jafn þangað til í lokin að Grind- víkingar sigu fram úr og tryggðu sér sigur. „Þetta á vonandi eftir að batna mikið og þá sérstaklega varn- arleikur okkar. En veturinn leggst vel í mig. Ég sé fyrir mér að þetta verði tvískipt deild. Sex lið að berj- ast í efri hlutanum og sex lið í neðri hlutanum. Ég held að við verðum í efri pakkanum þar,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leik. Eðlilegt miðað við árstíma „Það var eðlilegur bragur á þessu miðað við árstíma. Ég var ánægður með litlu strákana hjá okkur, sem stóðu sig vel,“ sagði Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grinda- víkur. „Annars fer stóri dansinn að hefjast og ég held að deildin verði öðruvísi en í fyrra. Það verður meira af íslenskum hetjum og ég sé ekki fyrir mér að neitt lið muni stinga af á toppi deildarinnar en mig grunar að líkast til muni tvö lið þurfa að súpa seyðið af nýju kanareglunni,“ sagði fyrirliði Grindvíkinga, Þorleifur Ólafsson, eftir sigurleikinn í gærkvöldi. Fyrsti bikarinn kominn í hús hjá meisturunum Ljósmynd/Skúli Sigurðsson Gleði Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, hefur bikarinn á lotft eftir sigur á Stjörnunni í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi.  Eðlilegur haustbragur á fyrsta stórleik keppnistímabilsins  Tvískipt deild Derrick Rose, skærasta stjarna Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta er aftur klár í slaginn eftir að hafa jafnað sig á kross- bandsslitum. Hann kom ekkert við sögu á síðasta tímabili en nú er þessi fyrrverandi mikilvægasti leikmaður deildarinnar tilbú- inn að gera allt sem þarf, sama hver stendur í vegi fyrir honum. „Ég er bara þannig maður að sama hver mætir mér á vellinum, ég mun hlaupa á hann. Hvort sem það er samherji minn eða mamma mín, þá verður sá hinn sami sem stendur í vegi fyrir mér drepinn. Mér er nákvæmlega sama hver reynir að stöðva mig,“ segir Rose í viðtali við ESPN. Hann segist orðinn fullkomlega heill af meiðslum sínum. „Ég er tilbúinn. Ég vil bara komast út á völl og spila. Ég verð sterk- ari með hverjum deginum og ég hef ekki lent í neinu bakslagi með meiðslin,“ segir Derrick Rose en stuðningsmenn Chicago verða fegnir að sjá hann aftur úti á vellinum. tomas@mbl.is Hleypur yfir móður sína verði hún fyrir Derrick Rose Ross Barkley, 19 ára gamall miðjumaður Everton, hefur slegið í gegn við upphaf leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og spilað allar mínútur Everton í deildinni nema þrjár til þessa. Hann kom við sögu í sínum fyrsta landsleik gegn Moldóvíu um daginn en eina hvíldin var í deildabikarleiknum gegn Fulham á dögunum. Barkley verður án efa í lykilhlutverki hjá Everton gegn Man. City um helgina auk þess sem hann var valinn í landsliðið sem mætir Svartfjallalandi og Póllandi í næstu viku. Það er því nóg að gera hjá miðjumanninum unga og Roberto Martínez, stjóri Everton, sér enga ástæðu til þess að fara jafnsparlega með hann og David Moyes gerði. „Ross verður pirraður þegar hann vinnur ekki leiki á æfing- um hvað þá þegar hann fær ekki að vera með í leikjum. Hann er ungur maður sem hefur lengi beðið eftir sínu tækifæri og er ólmur í að sanna sig hverja einustu sekúndu sem hann spilar. Maður er ekkert þreyttur á þessum aldri. Hann er ferskur, með mikla orku og þetta er bara byrjunin á tímabili sem verður al- veg frábært hjá honum,“ segir Martínez. Engin ástæða til að hvíla ferskan Barkley Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, til- kynnti í gær hópinn sem mætir Póllandi og Svartfjallalandi í tveimur síðustu leikjum liðsins í undankeppni HM 2014. Wayne Roo- ney er í hópnum þrátt fyrir að hafa misst af leik Manchester United gegn Shakhtar Do- netsk í Meistaradeildinni á miðvikudags- kvöldið. England er í efsta sæti H-riðils, stigi á undan Úkraína og er með örlögin í eigin höndum fyrir lokasprett undankeppninnar. Báðir leikirnir fara fram á Wembley. Hópurinn: Fraser Forster, Joe Hart, John Ruddy. Leighton Baines, Gary Cahill, Ashley Cole, Phil Jagielka, Phil Jones, Chris Smalling, Kyle Walker, Ross Barkley, Michael Carrick, Tom Cleverley, Steven Gerrard, Frank Lampard, James Mil- ner, Andros Townsend, Jack Wilshere, Jermain Defoe, Rickie Lambert, Wayne Rooney, Daniel Sturridge, Daniel Welbeck. tomas@mbl.is Wayne Rooney í hóp enska landsliðsins Wayne Rooney Íþróttahúsið í Grindavík, meist- arakeppni KKÍ í karlaflokki, fimmtu- daginn 3. október 2013. Gangur leiksins: 6:7, 16:8, 20:10, 23:17, 30:17, 33:21, 42:30, 46:40, 51:47, 61:58, 68:60, 72:70, 80:76, 88:82, 100:90, 105:96. Grindavík: Sigurður Gunnar Þor- steinsson 28/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 19/4 fráköst, Hilmir Krist- jánsson 17, Þorleifur Ólafsson 14/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/9 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 6/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 6/5 frá- köst/7 stoðsendingar, Kendall Leon Timmons 3/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Daníel Guðni Guð- mundsson 1. Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn. Stjarnan: Nasir Jamal Robinson 32/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 18, Justin Shouse 16/8 stoðsend- ingar, Dagur Kár Jónsson 12/5 stoð- sendingar, Sæmundur Valdimarsson 8, Fannar Freyr Helgason 7/7 frá- köst, Kjartan Atli Kjartansson 2, Kristinn Jónasson 1/6 fráköst. Fráköst: 20 í vörn, 7 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Georg And- ersen. Áhorfendur: 307. Grindavík – Stjarnan 105:96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.