Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 1
FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Þau tíðindi bárust úr Garðabænum í gær að Þorlákur Árnason hefur ákveðið að hætta þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar í knatt- spyrnu. Þorlákur hefur stýrt Stjörnuliðinu með frábærum árangri undanfarin þrjú ár en á þessum tíma hefur liðið í tvígang hampað Íslandsmeistaratitlinum og einu sinni bikarmeistaratitlinum. Víst er að önn- ur félög munu horfa til Þorláks með það fyrir augum að fá hann til starfa og ekki er ólíklegt að ÍA verði eitt þeirra en Skaga- menn leita að þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Þorlákur er ekki alveg ókunnugur ÍA en hann þjálfaði á Skaganum. „Mér stóð til boða að vera áfram en mér finnst bara kominn tími til að kveðja Stjörn- una eftir átta ára starf,“ sagði Þorlákur en áður en hann tók við þjálfun kvennaliðsins var hann yfirþjálfari yngri flokka Stjörn- unnar og vann þar afar gott starf. Ég er ekki hættur í þjálfun. Ég er þjálfari U17 ára liðs karla og svo verður bara að koma í ljós á næstu vikum hvert verður framhaldið hjá mér. Ég hugsa að ég muni vinna áfram í tengslum við fótboltann en ég er ekkert að leita mér að sérstöku dæmi. Ef eitthvað spennandi kemur upp þá skoða ég það bara,“ sagði Þorlákur en Stjörnuliðið náði þeim glæsilega árangri að vinna alla leiki sína í Pepsi-deildinni á tímabilinu. Nú eru nokkur karlalið að leita sér að þjálfara eins og til að mynda Fram og ÍA. Kæmi það til greina? „Ég bara veit það ekki. Maður er löngu kominn yfir það að vera að stressa sig eitt- hvað á haustin yfir einhverju öðru. Ég er búinn að vera lengi hjá sama félaginu og hef ekkert verið að spá í neitt annað. Ég hef átt alveg frábært samstarf við Einar Pál, formann meistaraflokksráðs Stjörnunnar, og er að skilja við alveg frábæran leik- mannahóp sem mjög erfitt er að yfirgefa. Ég er hins vegar búinn að ná öllum mínum markmiðum hjá Stjörnunni með yngri flokk- ana og meistaraflokkinn og finnst kominn tími til að skipta um vinnustað,“ sagði Þor- lákur. Búinn að ná öllum mínum markmiðum  Þorlákur Árnason yfirgefur Íslandsmeistara Stjörnunnar  Tekur hann við liði Skagamanna? FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013 ÍÞRÓTTIR Áfram í Keflavík Kristján Guðmundsson samdi áfram við Keflavík til tveggja ára í gær og stýrir því liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Keflvíkingar stefna hærra á næsta ári og vilji er til að bæta í 3 Íþróttir mbl.is Harpa Þorsteinsdóttir, markadrottning úr Stjörnunni, og Björn Daníel Sverrisson úr FH voru í gær útnefnd bestu leikmenn í Pepsi- deild kvenna og karla í knattspyrnu í hófi sem haldið var í KSÍ í gær en það voru leikmenn í deildinni sem tóku þátt í valinu. Guðmunda Brynja Óladóttir hjá Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík urðu val- inu valinu sem efnilegustu leikmenn deild- arinnar. Sérstök dómnefnd valdi Rúnar Kristinsson, þjálfara Íslandsmeistara KR, sem þjálfara ársins í Pepsi-deild karla og Þorlákur Árna- son, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, varð fyrir valinu sem þjálfari ársins í Pepsi- deild kvenna. Gunnar Jarl Jónsson var valinn besti dóm- arinn í Pepsi-deild karla en Ívar Orri Krist- jánsson í Pepsi-deild kvenna. Stuðningsmannaverðlaunin féllu Víkingi Ólafsvík í karlaflokki og Stjörnunni í kvenna- flokki í skaut. Gunnleifur Gunnleifsson úr Breiðabliki og Dóra María Lárusdóttir úr Val fengu háttvís- isverðlaun einstaklinga. Í karlaflokki urðu KR-ingar fyrir valinu og Stjarnan í kvenna- flokki. Þá fékk Atli Viðar Björnsson úr FH gullskóinn fyrir að verða markahæstur í karla- flokki og Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni, fékk gullskóinn í kvennaflokki. gummih@mbl.is Harpa og Björn Daníel valin best  Arnór Ingvi Traustason og Guðmunda Brynja Óladóttir urðu fyrir valinu sem efnilegustu leikmenn- irnir í Pepsi-deildinni  Rúnar Kristinsson og Þorlákur Árnason þjálfarar ársins Morgunblaðið/Rósa Braga Best Harpa Þorsteinsdóttir og Björn Daníel Sverrisson, bestu leikmenn Pepsi-deildanna. Morgunblaðið/Rósa Braga Efnilegust Geir Þorsteinsson og Guðmunda B. Óladóttur, efnilegasta leikmanni Pepsi-deildar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.