Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 3
var einnig mjög öflugur en FH átti í
mesta basli með að stöðva línumanninn
stóra og þá einkum í fyrri hálfleik þeg-
ar hann hélt sínum mönnum á floti á
kafla. Giedrius Morkunas, markvörður
Haukanna, fór hægt af stað á milli
stanganna en hann hrökk heldur betur í
gang og átti stóran þátt í að tryggja
Haukunum sigur.
Það munaði um minna að Daníel
Freyr Andrésson náði sér engan veginn
á strik í marki FH-inga og munurinn á
liðunum lá í markvörslunni. Ásbjörn
Friðriksson komst einna best frá leik
FH-inga og þá átti Ragnar Jóhannsson
ágætan fyrri hálfleik en breiddin var
meiri hjá Haukunum og það vó þungt
þegar upp var staðið.
Morgunblaðið/Ómar
að Benedikt Kristinsson og Andri Berg Haraldsson, FH-inga fái vörnum við komið.
í Firðinum
Norma Dögg Róbertsdóttir náði
bestum árangri íslenskra keppenda
á heimsmeistaramótinu í fimleikum
í Antwerpen í Belgíu en konurnar
þrjár sem kepptu fyrir Íslands hönd
luku allar keppni í gær.
Norma Dögg fylgdi eftir góðum
árangri sínum á Evrópumótinu í
vor, þar sem hún varð í 11. sæti og
varamaður inn í úrslit, og varð í 36.
sæti af 106 keppendum í stökki.
Norma Dögg er að verða einn
besti keppandi í stökki sem Ísland
hefur átt í langan tíma. Tinna Óð-
insdóttir átti einnig góðan dag í
gær og endaði í 59. sæti á jafnvæg-
isslá, af 111 keppendum.
Agnes Suto stóð sig best ís-
lenskra keppenda í fjölþraut og
endaði í 68. sæti af 134 keppendum.
Þetta er fyrsta
heimsmeist-
aramót Normu
og Tinnu en
Agnes keppti á
heimsmeist-
aramótinu í Tók-
ýó 2011.
Árangurinn
gefur góð fyr-
irheit fyrir Norð-
ur-Evrópumeist-
aramótið sem fram fer á
Norður-Írlandi 22.-24. nóvember.
Íslenska fimleikafólkið hefur þar
með lokið keppni en í karlaflokki
voru þeir Ólafur Garðar Gunn-
arsson og Jón Sigurður Gunnarsson
fulltrúar Íslendinga og stóðu þeir
fyrir sínu. sindris@mbl.is
Norma Dögg varð
í 36. sæti á HM
Lofar góðu fyrir N-Evrópumótið
Norma Dögg
Róbertsdóttir
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013
Vodafonehöllin, Olís-deild karla, 3.
umferð fimmtudaginn 3. október
2013.
Gangur leiksins: 0:1, 5:5, 9:11, 12:12,
14:13, 17:15, 22:19, 24:24, 25:26.
Mörk Vals: Geir Guðmundsson 9, Elv-
ar Friðriksson 5/2, Þorgrímur Smári
Ólafsson 4, Guðmundur Hólmar
Helgason 3, Bjartur Guðmundsson 2,
Finnur Ingi Stefánsson 1, Atli Már
Báruson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 14
(þar af 1 til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Fram: Garðar Benedikt Sig-
urjónsson 8/1, Stefán Darri Þórsson
5/1, Sigurður Örn Þorsteinsson 5,
Ólafur Jóhann Magnússon 3, Stefán
Baldvin Stefánsson 2, Sveinn Þor-
geirsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1,
Sigfús Páll Sigfússon 1.
Varin skot: Stephen Nielsen 7 (þar af
1 til mótherja), Svavar Már Ólafsson
11 (þar af 3 til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og
Hafsteinn Ingibergsson, góðir.
Áhorfendur: 378
Valur – Fram 25:26
Landsliðsmað-
urinn Ragnar
Sigurðsson, mið-
vörður danska
liðsins FC Köb-
enhavn, hefur
fulla trú á að liðið
geti innbyrt fleiri
stig í riðlakeppni
Meistaradeild-
arinnar en Ragnar og félagar töpuðu
fyrir Real Madrid, 4:0, á Santiago
Bernabeu eftir að hafa gert 1:1-
jafntefli við Juventus í fyrsta leik
sínum.
„Það voru kaflar í leiknum sem við
spiluðum vel þar sem Real Madrid
náði að taka boltann af okkur. Ef við
getum það á Bernabeu þá eigum við
góða möguleika á móti Galatasaray
bæði heima og úti. Ég trúi því að við
getum innbyrt fleiri stig í riðlinum,“
segir Ragnar á vef FC Köbenhavn.
KylfingurinnÓlafur
Björn Loftsson
lék þriðja hring-
inn á fyrsta stigi
úrtökumótsins
fyrir Evr-
ópumótaröðina í
Frakklandi í gær
á einu höggi yfir
pari, eða 72 högg-
um. Hann er þar með samtals á einu
höggi undir pari fyrir lokahringinn
sem leikinn verður í dag. Ljóst er að
hann verður að leika vel á loka-
hringnum til þess að vera í hópi
þeirra 24 kylfinga sem halda áfram á
næsta stig úrtökumótsins.
Körfuknattleiksmaðurinn Krist-inn Jónasson hefur ákveðið að
draga fram skóna og leika með
Stjörnunni á komandi keppn-
istímabili í Dominos-deildinni.
Jamaíski spretthlauparinn Veron-ica Campbell-Brown, ólympíu-
meistari kvenna í 200 metra hlaupi
2004 og 2008, fékk í dag leyfi til að
byrja að keppa aftur, en hún var
dæmd í keppnisbann fyrir fimm
mánuðum þegar hún féll á lyfjaprófi.
Áfrýjunarnefnd innan jamaísku
aganefndarinnar úrskurðaði í dag að
efnið sem fannst í sýni Campbell-
Brown hefði ekki verið árangurs-
bætandi í íþróttum og því nægði að
áminna hana að þessu sinni.
Gylfi Þór Sig-urðsson lék
síðustu 20 mín-
úturnar fyrir
Tottenham þegar
liðið gerði góða
ferð til Rússlands
og lagði Anzhi
Makhachkala,
2:0, í riðlakeppni
Evrópudeildarinnar í gær.
Tottenham gerði út um leikinn í
fyrri hálfleik. Jermain Defoe skor-
aði fyrra mark Lundúnaliðsins á 34.
mínútu og Nacer Chadli skoraði það
seinna fimm mínútum síðar. Í seinni
hálfleik voru leikmenn Tottenham
greinilega komnir með hugann við
leikinn við West Ham, sem fram fer
á sunnudaginn, en sigurinn var aldr-
ei í hættu hjá liðinu.
Brendan Rodgers, knatt-spyrnustjóri Liverpool, vonast
til að endurheimta þrjá leikmenn úr
meiðslum eftir landsleikjatörnina
framundan. Liverpool mætir Cryst-
al Palace um helgina en sækir síðan
Newcastle heim hinn 19. október og
þá vonast Rodgers til að þeir Glen
Johnson, Aly Cissokho og Joe Allen
verði orðnir leikfærir. Johnson hef-
ur ekkert spilað frá því að hann
meiddist í 1:0-sigri gegn Manchester
United í síðasta mánuði en þeir Cis-
sokho og Allen hafa verið frá keppni
síðan þeir urðu fyrir meiðslum gegn
Notts County í deildabikarnum í
ágúst.
Fólk sport@mbl.is
Skoruðu ekki í tólf mínútur
Valsmenn vissu vart í hvorn fótinn
ætti að stíga í lok leiks. Þeir geta hins
vegar sjálfum sér um kennt. Í stöð-
unni 24:19 skoraði liðið ekki mark í
tólf mínútur og mönnum er einfald-
lega refsað fyrir það. Ólafur Stef-
ánsson hélt uppteknum hætti og skipti
að mestu alveg um lið bæði í fyrri og
seinni hálfleik. Þær hrókeringar skil-
uðu sér sér ekki inni á vellinum, þvert
á móti virtust þær koma niður á liðinu.
Það sem einkenndi leik liðsins var
að einstaklingar stóðu upp úr í stað
þess að menn reyndu að vinna saman.
Varnarleikurinn náði sér aldrei á strik
þar sem Ægir Hrafn virtist vera sá
eini sem var með rænu. Geir Guð-
mundsson fór fyrir sóknarleiknum og
skoraði níu mörk og var sá eini sem
stóð upp úr. Hann átti ekkert svar við
viðsnúningi leiksins.
„Sóknin fraus hjá okkur þar sem við
skoruðum ekki í einhverjar tíu mín-
útur. Ég veit ekki hvað gerðist, þeir
breyttu um skipulag og kannski kom
það okkur eitthvað á óvart, en það á
ekkert að vera afsökun.“
Geir kom til Vals frá Akureyri en er
þó uppalinn í Þór og því ekki óvanur
rauðhvítu treyjunni. Vertíð hans hefur
byrjað vel og þegar blaðamaður spurði
hvort hann fengi útrás fyrir Þórs-
hjartað í nýja búningnum gat Geir
ekki annað en glott og tekið undir það.
Morgunblaðið/Ómar
ður Fram, fann smugu á vörn Vals.
Schenkerhöllin, Olís-deild karla, 3. um-
ferð fimmtudaginn 3. október 2013.
Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 6:8, 7:12,
11:12, 14:16, 17:16, 20:19, 22:20,
25:20.
Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson
12/5, Jón Þorbjörn Jóhannsson 6,
Tjörvi Þorgeirsson 3, Elías Már Hallórs-
son 2, Adam Haukur Bamruk 1, Einar
Pétursson 1.
Varin skot: Giedrius Morkunas 21 (þar
af 5 til mótherja)
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7/3,
Ragnar Jóhannsson 5, Andri Berg Har-
aldsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Valdi-
mar Fannar Þórsson 2, Sigurður
Ágústsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 5
(þar af 1 til mótherja).
Utan vallar: 12 mínútur.
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jón-
as Elíasson.
Áhorfendur: 1.548.
Haukar – FH 25:20
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
Knattspyrnulið Keflavíkur í Pepsi-
deild karla er búið að ganga frá
þjálfaramálum sínum en það gerði
tveggja ára samning við Kristján
Guðmundsson í gær. Kristján tók
við liðinu í sumar þegar Zoran Daní-
el Ljubicic var látinn fara og bjarg-
aði liðinu frá falli.
Þurfum að vera áfram saman
í þessu eins og í sumar
Í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist Kristján hafa vitað af áhuga ann-
arra liða en hann ákvað samt sem
áður að halda áfram með Keflavík-
urliðið. Vilji er þar á bæ til að bæta í
og stefna hærra með liðið.
„Það tókst að kveikja vel í þessu í
sumar og ég á ekki von á öðru en að
með stuðningi bæjarbúa höldum við
áfram þeirri vinnu. Dagurinn í dag
snerist fyrst og fremst um að klára
samninginn á milli okkar en við
ræddum einnig framtíðina og það er
allur vilji til að taka skrefið ofar í
töfluna. Það krefst sameiginlegs
átaks og við þurfum að vera áfram
saman í þessu eins og í sumar,“ segir
Kristján.
Gæti komið aftur á óvart í
ráðningu á aðstoðarþjálfara
Máni Pétursson verður ekki
áfram aðstoðarmaður Keflavíkur en
Kristján kom skemmtilega á óvart
þegar hann réð þennan litríka út-
varpsmann til starfa.
„Máni stóð sig stórkostlega og ég
mun elska hann ævinlega fyrir hans
framlag til Keflavíkur. Hann lagði
sig allan í verkefnið og á stóran þátt
í þessu,“ segir Kristján en ekki ligg-
ur fyrir hver aðstoðar Kristján
næsta sumar. „Það gæti aftur orðið
óhefðbundin ráðning,“ segir hann.
Kristján samdi
við Keflavík
Bjargaði liðinu og verður áfram
Morgunblaðið/Golli
Bjargvættur Kristján sneri við
gengi Keflavíkur í sumar.