Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2013
Vélstjóri / vélvirki
Óskum eftir starfsmanni við viðhald og upp-
setningu á kæli- og frystikerfum.
Starfsemin felst að mestum hluta við
iðnaðarkerfi í frystihúsum og frystitogurum.
Leitum að manni með vélstjóra- og/eða
vélvirkjamenntun. Innsýn í rafmagn er
kostur.
Góðir tekjumöguleikar fyrir mann sem get-
ur unnið sjálfstætt.
Krafa er gerð um gott vald á íslensku.
Reyklaus vinnustaður
Vinsamlega sendið upplýsingar á póstfangið
frystikerfi@frystikerfi.is
eða í síma 577-1444. fyrir 28. október.
! " #$##
Orkuveitan er fjölbreyttur og
lifandi vinnustaður fólks með
mikla þekkingu. Fyrirtækið
hefur að markmiði að vera í
fremstu röð hvað snertir
öryggi og vinnuumhverfi og
möguleika starfsfólks til að
samræma vinnu og
fjölskylduábyrgð.
Við hvetjum jafnt konur sem
karla til að sækja um störfin.
Umsjón með úrvinnslu umsókna
hefur Jóna Björk Sigurjónsdóttir
(jona.sigurjonsdottir@capacent.is)
hjá Capacent Ráðningum.
Umsækjendur eru vinsamlegast
beðnir að sækja um starfið á
heimasíðu Capacent Ráðninga,
www.capacent.is. Umsókn um
starfið þarf að fylgja ítarleg
starfsferilsskrá og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir
hæfni í starfið.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
66
16
7
10
/1
3
Umsóknarfrestur er til og
með 3. nóvember 2013.
Farið verður með allar
umsóknir sem trúnaðarmál.
RAFIÐNAÐARMAÐUR Í
TÆKNILEGT ÞJÓNUSTUVER
Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir góðum liðsmanni með
rafiðnaðarmenntun til starfa í tæknilegt þjónustuver.
Þjónustuver skiptist annars vegar í almennt þjónustuver
og hins vegar í tæknilegt þjónustuver.
Starfsmaður þarf að geta gengið nokkrar vaktir í
mánuði utan hefðbundins dagvinnutíma.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
Menntunar- og hæfnikröfur:
Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun
!
"
Yfirlæknir
kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands, Akranesi
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis
kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vestur-
lands, Akranesi. Sérfræðiréttindi í kvensjúk-
dómum og fæðingarhjálp eru áskilin svo og
staðgóð reynsla af stjórnunarstörfum.
Þátttaka í bakvöktum er hluti af starfi yfir-
læknis. Staðan er laus frá 1. mars nk. eða
eftir nánara samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2013.
Upplýsingar gefa: Þórir Bergmundsson,
framkvæmdastjóri lækninga, s. 432 1000,
netfang thorir.bergmundsson@hve.is og
Guðjón S. Brjánsson, forstjóri í s. 432 1010,
netfang gudjon.brjansson@hve.is. Umsókn
með upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist forstjóra.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi er ein af átta starfs-
stöðvum stofnunarinnar á Vestur- og Norðvesturlandi og skiptist í
sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjöl-
greinasjúkrahús með vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um
kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða
sjúkrahúsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild,
kvennadeild, öldrunarlækningadeild og á vel búnum stoðdeildum
þar sem höfuðáhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og
Norðvesturlands. Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæslu-
þjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness, heilsuvernd
og forvarnarstarf. HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í
samvinnu við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir. Starfs-
menn stofnunarinnar á Akranesi eru um 240 talsins. Sjá nánar
heimasíðu www.hve.is
Verkfræðingar – tæknifræðingar
Vegna spennandi verkefna framundan vill VSB Verkfræðistofa ehf. ráða verkfræðing eða
tæknifræðing til starfa nú þegar.
Starfið felst í hönnun lagna- og loftræsikerfa. Starfsreynsla og þekking á AutoCAD er
nauðsynleg og æskileg í MagiCAD og Revit.
Leitað er að einstaklingi þar sem fagmennska og metnaður er í fyrirrúmi við lausn verkefna.
Umsókn og fyrirspurnir skulu sendar á netfangið gudrung@vsb.is merkt „Umsókn“ fyrir
1. nóvember 2013.
Verkfræðistofa ehf er að Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði. Fyrirtækið starfar við hönnun burðarvirkja, lagna- og loftræsikerfa,
rafkerfa og lýsinga, byggðatækni, eftirlit, framkvæmdaráðgjöf, mælingar o.fl. Á VSB er rekið öflugt starfsmannafélag sem
heldur uppi kröftugu félagslífi. Frekari upplýsingar um VSB má finna á heimasíðu www.vsb.is.
Forstöðukona
Starf forstöðukonu Dyngjunnar
er laust til umsóknar.
Dyngjan er áfangaheimili fyrir konur sem
lokið hafa áfengis- og vímuefnameðferð.
Forstöðukona ber ábyrgð á faglegu starfi og
daglegum rekstri Dyngjunnar.
Umsækjandi þarf að hafa þekkingu á áfengis-
og vímuefnafíkn. Ráðið verður í stöðuna frá
1. janúar 2014.
Umsóknir sendist til Dyngjunnar, Snekkju-
vogi 21, 104 Reykjavík fyrir 1. nóvember 2013.