Monitor - 10.10.2013, Page 3

Monitor - 10.10.2013, Page 3
FYRIR TÓNELSKA Á föstudaginn fara fram útgáfu- tónleikar í tilefni af fyrstu plötu tónlistarmannsins unga Einars Lövdahl. Plat- an ber heitið Tímar án ráða og kom út í byrjun ágúst. Glöggir hlustendur hafa eflaust heyrt ljúfa tóna Einars í útvarpi síðustu vikur, en platan var m.a. valin Plata vikunnar á Rás 2 fyrir stuttu. Tónleikarnir á föstudaginn fara fram í Tjarnarbíó klukkan 21:30 en húsið opnar klukkan 20:30. Einari til halds og trausts verður Hjörðin svokallaða, en þar fer einvala lið hljóðfæraleikara. Miðasala er í fullum gangi á miði.is. FYRIR MJÚKA Steinar Baldursson er átján ára gamall Verzlingur sem gaf á dög- unum frá sér sitt fyrsta lag, en það ber heitið Up. Lagið hefur fengið nokkur þús- und áhorf í þá örfáu daga sem það hefur verið inni á Youtube. Hér er um að ræða einstaklega rólega og ljúfa tóna sem ættu að bræða mjúk og óhörðnuð hjörtu í öllum hornum. Sagan segir að Steinar eigi nóg inni og að heillar plötu sé jafnvel að vænta frá honum á næstunni. Monitor selur slíkar sögusagnir ekki dýrara en þær voru keyptar, en þó ekki ódýrara heldur. Það er allavega morgunljóst að hér er á ferðinni drengur sem lesendur ættu að fylgjast vel með í náinni framtíð. Í dag eru 43 ár síðan hinar gullfallegu Fiji eyjar öðluðust sjálfstæði frá Bretum. fyrst&fremst 3FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 MONITOR B L A Ð IÐ Í T Ö L U M ára gömul varð Hulda Hvönn Kristinsdóttir ólétt 17 er árið sem tvörkið hóf innreið sína í Bandaríkin ára gamall er Sigmundur Davíð forsætisráðherra meðlimir eru í Rugby félagi Reykjavíkur Jóhann segir útgáfuna hjá Sony hafa sprottið út frá endurhljóðblöndun á lagi fyrir strák í Mexíkó. „Sá hafði byrjað sem nemi hjá Sony og fengið leyfi til að stofna nýtt dótturfyrirtæki, Abstractive Music, sem sérhæfir sig í danstón- list. Það hefur svo sprungið út og margir stórir listamenn innan senunnar verða á þessum geisladisk,“ segir Jóhann en umræddur geisla- diskur kemur út í nóvember og mun innihalda tvær útgáfur af lagi Jóhanns „Exodus“. Jóhann tekur vel í fáfræði blaðamanns þegar hann er spurður út í starfsheiti sitt og útskýrir góðlátlega að íslenskan hafi ekki enn náð í skottið á öllum enskum tónlistarorðum. „Ég kalla mig Johann Stone og er sem sagt það sem væri kallað „electronic music producer“ eða „trance producer“ sem þýðir bara að ég bý til „tech trance“, „trance“ og „progressive house“-tónlist. Ég byrjaði að fikta í þessu öllu í tölvutíma í skólanum þegar ég var svona sirka 12 ára þar sem við vorum látin raða saman hljóðbútum í einhverju forriti.“ Jóhann segir eðlilegar ástæður fyrir því að hann hafi fengið litla umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum. „Ég miða frekar á erlendan markað þar sem þessi tónlist er vinsælli en hérna heima,“ segir Jóhann en hann hefur þó oftar en einu sinni haldið uppi fjörinu hjá íslenskum danstón- listarunnendum. „Ég hef komið fram hér á Íslandi nokkrum sinnum, meðal annars á Bestu útihátíðinni, nokkrum menntaskólaböllum og klúbbakvöldum og spilaði á seinasta klúbba- kvöldinu á Nasa,“ segir hann. Translagið Icesave Jóhann segist varla hafa slegið slöku við í tónlistarsköpun sinni frá 14 ára aldri og brátt fór hann að senda lögin sín um allar trissur. Eftir ýmsum krókaleiðum endaði hann með því að senda plötusnúðnum Armin Van Buuren lag eftir sig og pródúsentinn Setrise. „Ég sendi Setrise lag sem ég hafði verið að semja sem yrði síðar kallað „Icesave”. Það var svolítið „inside“ djók þar sem við töldum þetta líklegast vera fyrsta samstarfsverkefni Íslands og Hollands síðan Icesave. Hann ákvað að lokum að senda það á Armin. Svarið sem við fengum var „I Love the track and I‘d like to release it on A State of trance.“ og þá fyrst fór mig að gruna að þetta gæti verið eitthvað sem ég myndi gera í framtíðinni.“ State of trance er bæði útvarpsþáttur Armins og stærsta undirfyrirtæki útgáfusamsteypunnar Armada sem hefur trekk í trekk verið valið besta útgáfu- fyrirtæki heims síðustu fjögur árin á Inter- national Dance Music Awards. „Þetta kom mér heldur betur á kortið innan senunnar,“ segir Jóhann og bætir því við að Armin hafi jafnframt spilað lagið í 550. útvarpsþætti sínum en 50. hver þáttur kynnir stærstu listamennina innan danstónlistar senunnar hverju sinni. Það er ljóst að það er nóg að gera hjá kapp- anum enda virðist eitt gæfuskrefið reka annað en Jóhann stefnir að sjálfsögðu á enn frekari útrás á næstunni. „Ég fór núna í byrjun árs og spilaði í Skotlandi og verð líklegast að spila þar aftur í lok árs á stærsta klúbbnum, en það er þó ekki neglt niður,“ segir hann, sallarólegur yfir velgengninni. 38 40 Jóhann Steinn Gunnlaugsson skrifaði nýverið undir samning við Sony í Mexíkó. Monitor ákvað að kynna sér kappann sem fer lítið fyrir hér heima. Næsta sumar mun ég (vonandi) útskrif-ast með BA gráðu í bókmenntafræði. Nýlega var ég spurð hvernig í andskotanum ég álpaðist í það fag. Ég var svona hálfpartinn búin að gleyma því sjálf hvernig sú ákvörðunartaka átti sér stað en gat þó fljótlega rakið atburðarásina nokkurn veginn. Þegar ég var í 9. bekk spilaði Hafliði ensku- kennari lagið Hotel Cali- fornia fyrir bekkinn minn og sagði okkur að þetta lag væri bara alls ekkert um eitthvert skitið hótel. Þessi hugmynd um að maður gæti sagt eitt en meint annað og meira var stórkostleg í mínum huga. Ég hef alltaf notið þess að smjatta á orðum og þarna var komið eitthvert nýtt bragð í blönduna. Í menntaskóla tók ég íslensku áfanga sem einblíndi á bókmenntir. Í lokaprófunum romsaði ég út ljóðgreiningum fyrir þjáningar- systkini mín í prófljótunni og uppgötvaði að þetta var eitthvað sem mér þótti ósegjanlega gaman. Sérstaklega ef ég gat fundið typpið í textanum, en meira um það síðar. Ef ég mætti velja mér vinnu væri ég ljóðgreinandi og fólk myndi hringja í mig með ljóða- neyðartilfelli sem ég myndi greina. Í staðinn er ég íhlaupa ritstýra Monitor en það er nú líka drullufínt. Þar til ljóðaneyðartilfelli fara að setja mark sitt á samfélagið verð ég víst að sætta mig við að vera orðaperri og ljóðgreiningar- plebbi í frístundum. Ég bið að heilsa, Anna Marsý MONITOR@MONITOR.IS Ritstjórn: Anna Marsibil Clausen (annamarsy@monitor. is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnars- son (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Hersir Aron Ólafsson (her- sir@monitor.is), Rósa María Árnadóttir (rosamaria@monitor.is), Umbrot: Moni- torstaðir Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Golli (golli@mbl.is) Myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Í fæðingarorlofi: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor. is), Lísa Hafliðadóttir (lisa@monitor.is) Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 GA MONITOR EFST Í HUGA MONITOR EFST Í HUGA MONITOR EFS Af orð(a)bragði og blæti M yn d/ Ró sa B ra ga MÆLIR MEÐ... Á samning hjá Sony JÓHANN STEINN Fyrstu sex: 060490. Uppáhaldsdanshreyfing: Klárlega shufflið enda master. Æskuátrúnaðargoðið: Ég var soddan metalhaus þannig Dimebag Darrel. Ef ég væri risaeðla væri ég: Snareðla. www.facebook.com/monitorbladid VIKAN Á FACEBOOK Hallfríður Þóra Tryggvadóttir Mig dreymdi í nótt að Dorrit byrjaði að tala við mig á Facebook-spjallinu. Hún náði samt ekki að segja neitt. Sá bara “Dorrit is typing”. 7. október 2013 kl. 14:26 Bubbi Morthens Í upgjöfini fólst sigur minn. Þannig fékk ég byr undir vængina. Þegar ég lá í niðurlægingu minni og taldi mig ekki geta uplifað meiri sársauka og hélt að lífið væri búið.Þá vissi ég ekki að þetta voru fæðingarhríðar hins nýja lífs míns.Og mín biði sólarupkoma hvern einasta dag þar sem sem hverdagsleikin varð upljómaður. 7. október 2013 kl. 19:56 Atli Fannar Bjarkason Annað hvort hefur Mjólkur- samsalan gert dramatískar breytingar á pökkunaraðferðum sínum eða ég búinn að tapa kunnáttunni til að opna mjólkur- fernur. Tvær í röð ljúga ekki. 3. október kl.17:51 ‘93

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.