Monitor - 10.10.2013, Page 8
8 MONITOR FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013
Orðið tvörk (e. twerk) er samblanda af orðunum
„twitch“, „work“ og „jerk“. Uppruni tvörksins er ekki
fullkomlega ljós en þó virðist mega rekja hann að
einhverju leyti til Vestur-Afríku. Á Fílabeinsströndinni
hefur dansinn Mapouka verið iðkaður öldum saman
en hann beinist einmitt sérstaklega að rassahristingi
álíkum þeim sem tíðkast í tvörki nútímans. Þrátt
fyrir að tvörkið þyki ekki dannaður dans krefst hann
talsverðrar tækni og einbeitingar af hálfu dansarans. Í
Vesturheimi þykir dansinn kynferðislegur en svo virðist
sem upprunalega og enn í dag sé dansinn fyrst og
fremst tákn glettnislegrar gleði í hinum ýmsu afrísku
samfélögum.
Miley gerur tvörkið að sínu
Tvörkið var þegar farið að njóta nokkurra vinsælda
þegar Miley Cyrus tók það upp á sína arma í myndbandi
sínu við lagið „We can‘t stop“. Tvörkið varð hinsvegar
heimsfrægt á einni nóttu eftir að Cyrus tvörkaði
á tónlistarmyndbandaverðlaunahátíð (VMA) MTV
sjónvarpsstöðvarinnar í ágúst síðastliðnum. Tvörk Miley
hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið og
þykir eitt besta auglýsinga-stönt frá því Britney Spears
og Madonna deildu heitum kossi á sömu hátíð fyrir
nokkrum árum. Rassaköst Miley hefðu hugsanlega ekki
komist í það hámæli sem raun ber vitni ef ekki hefði
verið fyrir söngvarann Robin Thicke en samspil þeirra
á sviðinu þótti mörgum ósmekklegt og þá sérstaklega
í ljósi þess að þau voru að dansa og syngja við hið
umdeilda lag Thicke, „Blurred lines“.
Ástralskur upphafsmaður?
Ástralski rapparinn Iggy Azalea lét nýlega hafa eftir
sér að Cyrus sé einfaldlega hermikráka. „Ég hef verið að
gera þetta á sviði í tvö og hálft ár,“ sagði Azalea í viðtali
við poppkúltúrblaðið Paper um tvörkið. „Hún (Cyrus)
hefur líklega fokking horft á myndböndin mín á netinu
og ákveðið að prófa þetta.“
Í ljósi uppruna tvörksins í Afríku þótti Monitor nokkuð
ólíklegt að hvít, 23 ára stúlka frá Ástralíu hefði kynnt
það fyrir hinum vestræna heimi. Monitor lagðist í rann-
sóknarvinnu og fann hentuga tímalínu sem útskýrir
hvernig tvörkið hefur hægt og rólega tryggt sér sess í
poppmenningu samtímans.
Til þess að styggja ekki annars yndislega yfirlesara ákvað
Monitor að nota íslenskan rithátt yfir enska orðið „twerk“
í þessari grein. Hvort sem sá ritháttur styggi þig eða ekki
ættir þú klárlega að kynna þér sögu tvörksins í þaula.
TILURÐ TVÖRKSINS
ÞÚ GETUR TVÖRKAÐ HVAR SEM ER
EN ÞÚ ÆTTIR KANNSKI EKKI
AÐ GERA ÞAÐ HVAR SEM ER
MILEY HEFUR KOMIÐ
TVÖRKINU Á KORTIÐ
ÞAÐ ER MIKILL MISSKILNINGUR AÐ TVÖRK
SÉ BARA FYRIR FÁKLÆDDAR KONUR
MAPOUKA MUN VERA HIÐ
UPPRUNALEGA TVÖRK