Monitor - 31.10.2013, Blaðsíða 4

Monitor - 31.10.2013, Blaðsíða 4
Þetta er þriðja skiptið sem þú kemur á Iceland Airwaves. Hvað dregur þig hingað aftur og aftur? Ég held að það sé blanda af tónlistinni og landinu sjálfu sem er ástæðan fyrir því að ég kem á þessum tímapunkti en ekki um sumarið. Það er allavega ekki veðrið sem dregur mig hingað (hlær). Vindurinn er svo mikill að mér finnst eins og náttúran sé að segja mér að fara aftur heim. Ég er mikill aðdáandi Íslands yfirhöfuð, sérstaklega eftir að hafa kynnst fólkinu betur. Hvenær var fyrsta Airwaves-hátíðin þín? Það var 2011. Ég man eftir tónleikum Active Child og fullt af tónleikum á Nasa. Þá hafði ég aldrei hlustað á Retro Stefson og ég heillaðist af orkunni sem þau gefa frá sér. Ég sá líka Astra, Other Lives og GusGus. Það hefur mikið verið rætt um lokun Nasa, tengist þú staðnum einhverskonar tilfinningaböndum? Já, þetta er svo sorglegt. Eins með Faktorý, þetta eru staðir þar sem ég átti ótrúlega margar góðar upplifanir. Nasa var staðurinn sem ég fór mest á í fyrsta skipti sem ég kom og varð eiginlega holdgervingur hátíðarinnar fyrir mér. Ég kunni að meta uppbygginguna, staðsetninguna og andrúmsloftið sem skapaðist. Þetta var allt fullkomið. Faktorý var síðan allt öðruvísi en ég á góðar minningar þaðan. Sumar man ég, aðrar ekki, en þær eru allar góðar (hlær). Áttu einhverja góða Airwaves-sögu? Það er kannski helst frá því að ég var að fara eftir fyrsta skiptið mitt. Ég tók leigubíl beint úr eftirpartýi, hágrátandi því ég vildi ekki fara, og leigubíllinn beið úti á meðan ég pakkaði því ég var að missa af rútunni. Leigubílstjórinn var samt rosalega indæll og hann róaði mig svolítið niður. Ég komst á flugvöllinn og svo þegar ég var komin heim var ég að segja söguna af því að ég hefði verið nokkuð drukkin og þá segir ein- hver: „Skrítið að þú hafir komist í gegnum öryggisleitina“. Þá uppgötvaði ég að ég mundi bara ekkert eftir því að hafa farið í gegnum öryggisleit. Þegar ég kom heim uppgötvaði ég líka að peysan mín var á röngunni. Þess vegna bóka ég aldrei miða heim á mánudeginum lengur. Það er alltaf slæm hugmynd. Hlustarðu mikið á þá tónlistarmenn sem þú „uppgötvar“ á Airwaves. Alveg klárlega. Ég vann í útvarpi og eftir síðustu hátíð sá ég um morgunþátt þar sem ég spilaði aðallega tónlist frá Airwaves. Fólk verður stundum pirrað því ég er alltaf að tala um íslenska tónlist en ég missi ekki svefn yfir því. Svo eru sumir tónlistarmenn eins og Of Monsters and Men og Ólafur Arnalds sem hafa meikað það á eigin spýtur, án þess að ég hafi haldið þeim að vinum mínum. Kemurðu ein á Airwaves eða ferðastu með hópi fólks? Í fyrsta skiptið hitti ég kanadíska vinkonu mína hér en í fyrra kom ég ein og eins í ár. Ég á íslenska vinkonu sem ég kynntist í Berlín og hún hefur kynnt mig fyrir menningunni. Íslendingar hafa orð á sér fyrir að vera lokaðir. Hvernig hefur þér gengið að kynnast Íslendingum á Airwaves? Tiltölulega vel, en það er kannski af því að vinkona mín hefur getað kynnt mér fyrir fólki. Ég held að þið séuð svolítið eins og við Norðmenn.Við erum ekki á útopnu eins og Amerík- anar og þurfum svolítið að venjast fólki en eftir smástund erum við orðin hlý og vinaleg. Mér finnst Íslendingar mjög skemmtilegir. Þið eruð líka svo merkileg. Þið eruð svo lítið samfélag en eruð samt með þessa ótrúlegu breidd af frábærri tónlist. Þegar ég segi fólki heima að ég sé að fara til Íslands og að ég elski íslenska tónlist er það eina sem því dettur í hug Björk og Sigurrós. En þið eruð með allar tegundir af tónlist. Björk, Sigurrós, Ojba Rasta og Retro Stefson spila öll frábæra en ótrúlega ólíka tónlist. Hefurðu sótt margar aðrar tónlistarhátíðir? Aðallega í Noregi. Það er ein sem ég hef mætt á síendurtekið en hún er jafnframt útihátíð. Núna þegar ég er orðin aðeins eldri kann ég betur að meta hátíðir eins og Airwaves. Það er djammað og drukkið en hún gengur svo mikið meira út á tón- listina í stað þess að það sé fullt af ungum krökkum hlaupandi um að drekka sig fulla. Þar þykir t.d. kúl að segja að maður hafi bara verið á tjaldstæðinu allan daginn að drekka og ekki heyrt í neinu bandi en það er fáránlegt. Það er það góða við Airwaves að þeir sem koma hingað hafa allir raunverulegan áhuga á tónlist og að ferðast, svo ég á margt sameiginlegt með þeim hópi. Það er svo frábært að þessi eyja sé einhvers staðar lengst út í hafi en samt komi fólk hingað alls staðar að út af þessari hátíð. Er eitthvað annað sem skilur Airwaves að frá hinum hátíð- unum í þínum huga? Já, það er mjög fyndið hvernig það er oftast hægt að sjá hverjir eru innfæddir og hverjir eru túristar á klæðaburðinum. Íslendingur klæða sig í flott föt, djammföt, en ferðamennirnir eru alltaf í vindjökkum, gönguskóm og þykkum peysum. Hvað ætlar þú að sjá á Airwaves? Það er smá-kjánalegt að segja það en ég hlakka mikið til að sjá norsku listamennina. Ég hlakka mikið til að sjá Emiliönu Torrini, það verður mjög sérstakt fyrir mig. Ég hlakka líka til að sjá bönd sem ég þekki eins og Retro Stefson og FM Belfast þar sem ég veit að hverju ég geng. Bestu upplifanir mínar hafa þó oftast átt sér stað þegar ég ramba á eitthvað sem ég átti ekki von á að sjá eða þekkti ekki áður. Áttu einhver góð ráð fyrir Airwaves-fara? Ekki vera í gönguskóm og ekki vera á háum hælum. Þér líður kannski vel á pinnahælum fyrst en ekki þegar líður á kvöldið. Svo þurfa allir að vera búnir undir að vera kalt. Veðrið er eins og það er en það er engin afsökun fyrir því að mæta í regnjakka og flíspeysu. 4 Monitor fimmtudagur 31. október 2013 Hin norska rikke Skov er háskólanemi í sjón- varpsfjölmiðlun og mikill tónlistarunnandi. Hún er að koma á sína þriðju Airwaves-hátíð og segist aldrei fá leiða á íslenskri tónlist. Aldrei aftur heim á mánudegi Rikke Skov Fyrstu sex: 191190 Lag á heilanum: The Fox með Ylvis. Uppáhalds Disney-persóna: Pochahontas. Uppáhalds fjall: Himmelbjerget. M yn d/ Kr is tin n

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.