Monitor - 31.10.2013, Blaðsíða 13

Monitor - 31.10.2013, Blaðsíða 13
H ögni Egilsson boðaði komu sína á kaffihús í miðborginni um miðjan dag. Þetta var ein af fyrstu heimsóknum blaðamanns á slíkan stað, en stemningin var furðu notaleg í þessum litla kjallara á Laugaveginum. Högni mætti seint á svæðið, en hann var nýkom- inn úr tilfinningaþrungnu persónulegu símtali. Eftirmiðdeginum ætlaði hann að eyða í að innrétta nýtt heimili í miðbænum. Nú ert þú að flytja inn í nýja íbúð, hvernig kemur það til? Ég hef aldrei búið á neinum föstum stað, ég hef bara verið með stúdíó, haft mitt dót hér og þar og satt að segja alltaf verið á ferðalagi. Ég er ekki beint að „settla niður“ samt, mig langar bara að hafa stað þar sem ég get tsjillað. Verður þú aldrei þreyttur á þessu lífi, að vera alltaf á tónleikaferðalögum og hér og þar? Langar þig aldrei að vera bara endurskoðandi í Fossvoginum? Nei. Mig dreymir svosem alveg stundum um að prófa kannski eitthvað annað og vinna „venjulega“ vinnu á einhverjum vinnustað, ég hugsa stundum að það væri gaman. Ég held samt að ég myndi aldrei nenna því. Eflaust gæti t.d. verið skemmtilegt að vinna á bar, ég gæti alveg hugsað mér að prófa einhverjar vaktir. Ég held samt að ég yrði ekki góður barþjónn. Ég væri örugglega alveg skemmtilegur en myndi bara enda á spjalli við áhugavert fólk og gleyma því að ég þyrfti líka að „vinna“. Mér finnst gaman að vera frjáls. Nú þyrfti hljómsveit á ykkar kalíberi t.d. í Banda- ríkjunum eflaust aldrei að hugsa um aðra vinnu eða peninga, en hvernig hafið þið það upp úr tónlistinni hérna heima? Þetta fer auðvitað allt eftir því hvað maður er að gera. Ef maður er í túrandi bandi sem er að „meika það“ feitt og fær hluta af mörkuðum þá getur maður haft það fínt. Hérna á Íslandi er þetta samt auðvitað erfiðara, við komum frá lítilli eyju og þurfum að fara yfir Atlantshafið en öll ferðalög miklu auðveldari frá flestum öðrum löndum. En já, þú getur lifað á tónlistinni hér ef þú vinnur mikið og ert duglegur að sjá möguleikana á að búa til peninga í kringum það sem þú ert að gera. Það dugar ekki að gera hlutina „af því bara“, það er nauðsynlegt að það sem maður gerir innihaldi einhverja sýn og tón af sjálfstæði og listrænni sjálfsmynd. Í mínu tilviki er ég líka að vinna mismunandi hluti með mismunandi fólki og hef gert það síðustu ár. Þannig helst vélin í gangi og ég get haldið mínum hlutum gangandi. Hvenær kynntist þú fyrst tónlistinni sem fyrirbæri? Ég kynntist tónlistinni fyrst sem lítill strákur, ég fór snemma að hlusta á músík, spila á hljóðfæri og syngja.Ætli ég hafi ekki verið svona fjögurra ára. Ég ákvað um tvítugt að fara í tónlistina af fullum krafti, af hverju veit ég ekki almennilega. Er eitthvert augnablik sem stendur upp úr á ferlinum hjá þér? Þau eru mörg og misjöfn. Það var gríðarlega eftirminnilegt að spila með Sinfó í Háskólabíó, spila á börum í Birmingham og sofa á enskum gangstéttum. Ég man líka eftir skemmtilegu atviki með GusGus þar sem við spiluðum á hátíð við Svarta hafið í Úkraínu. Eða Rauða hafið. Rauðsvarta hafið. Þá fórum við í þyrluflug yfir svæðið og flugum inn á sviðið. Þar var svona hvítur rampur sem við gengum inn á öll í hvítum fötum og litum út eins og einhverjir englar. Hefur þú spilað mikið í gömlu austantjaldslöndunum? Já, ég var um daginn í St. Pétursborg og þar var spilað fyrir 2500 manns. Síðan hef ég spilað í Tallinn í Eistlandi og Vilnius í Litháen og túrað þar töluvert um. Ég hef líka farið langt inn í Rússland líka, spilað lengst inni í Síberíu o.s.frv. Hvernig varð Hjaltalín upphaflega til? Bandið varð til í MH, þar kynntist ég Hirti og Gumma, en þeir voru tveimur árum yngri en ég. Þeir voru mjög að- laðandi, fimir og flottir tónlistarmenn. Ég var búinn að vera að rembast við að spila á gítarinn í eitt eða tvö ár en kynntist þeim síðan og fannst þeir ótrú- lega hæfileikaríkir. Þeir gátu bara spilað hvað sem er.Við Guðmundur urðum mjög góðir vinir og fórum svo að spila í skúrnum heima hjá honum og semja lög. Síðan vorum við að búa til efni og ákváðum að hóa saman þessum hóp til þess að spila á Airwaves-hátíð og í Kastljósinu og þannig bara varð þetta til. Er MH ekki hálfgerð útungungarstöð tónlistarmanna? Jú, ég held það alveg að ákveðnu leyti. Það er nátt- úrlega áfangakerfi, sem gefur fólki val um að opna sig fyrir hinum og þessum áhugamálum auk þess sem maður kynnist mörgu fólki og er í snertingu við margt fólk í einu. Svo er kórinn þarna og mikil leiklist í gangi. MH hefur alltaf haft þá ímynd að vera vinstri þenkjandi listaskóli. Þegar sú ímynd er komin þá er tilhneigingin sú að ákveðnar týpur hópist þar saman. Þegar ég keppti í Skrekk í 10. bekk þá var „Skrekk- slagið“ einmitt cover frá ykkur á lagi Páls Óskars. Síðan hafið þið líka tekið Halo með Beyonce. Eigið þið einhverja sögu sem cover-band? Þegar sveitin byrjaði þá vildum við auðvitað spila mikið og þá þarf maður almennt að spila tónlist sem einhver hefur samið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að maður semji alltaf geðveika tónlist. Hvað varðar „Þú komst við hjartað í mér“ þá vorum við þar að taka lag sem var nýkomið út og okkur þótti áhugavert. Páll Óskar var nýbúinn að gera þessa plötu og hún var í þessum háa Rave-stíl. Fyrstu lögin á plötunni voru svolítið skær og maður tengdi ekki jafn mikið við þau og það sem við tókum. Þetta var algjörlega uppáhaldslagið okkar á plötunni og okkur fannst gaman að prófa það. Nú ert þú líka meðlimur í GusGus, hvernig kom það til að þú gekkst til liðs við þá sveit? Saga GusGus er mjög áhugaverð. Þetta er sveit sem byrjar á þeim tíma sem danstónlistin er búin að festa sig í sessi sem mikilvægasta músíkin í nýrri popptónlist. Þá kemur GusGus og tekur inn þennan heim sem er búinn að lifa í klúbbunum og „underg- roundinu“ alls staðar í heiminum. GusGus kynnir þennan stíl á Íslandi og býr til eins konar poppaðan tón við. Það hafa margir tónlistarmenn tekið þátt í þessari sveit og verið áhugavert rúll í gegnum hana. Ég byrja í henni eftir að ég og einn af forkólfum hljómsveitarinnar, Stephan Stephensen, urðum góðir vinir og bjuggum til mikið af tónlist. Við fórum síðan saman í siglingaferð til Karabíska hafsins. Það var eiginlega bara upp úr þessu sem ég gekk til liðs við bandið. Nú vildi forseti nemendafélagsins í Verzló einmitt meina að Gus Gus hefði beilað á Airwaves til þess að spila á Verzlóballi á fimmtudaginn (í dag). Er eitthvað til í þessu? Nei, það er vitleysa. Hann má bara halda sér saman. Aðeins aftur að tónlistarlífinu á Íslandi, nú vilja margir meina að með lokun staða eins og t.d. Faktorý sé verið að þrengja að íslensku tónlistarlífi. Hver er þín sýn á þetta? Það vantar alltaf fleiri staði. Það vantar staði í Reykjavík þar sem ung bönd vilja spila. Til þess að góð tónlist lifi þurfa listamenn að vilja gera sitt allra besta, mæta á staðinn og spila geðveik gigg. Það er ekki eins og það vanti fólk til þess að mæta á tónleika á Íslandi, það er nóg af því. Það sem vantar helst eru alvöru selektívar prógrammingar, tónlist- armenn vilja í eðli sínu alltaf spila vel en ef það er ekki umhverfi fyrir það þá ýtir það listamönnunum ekki til þess að skapa. Annars er líka mikilvægt að ungt tónlistarfólk einfaldlega hafi drauma og trúi því að það hafi fram að færa sterka, merkilega og flotta hluti. Til þess að geta það er nauðsynlegt að fylgjast með því sem er að gerast og vera meðvitað- ur um alþjóðlega strauma. En að sjálfum þér, hvernig var Högni sem krakki? Hvernig var þín æska og uppeldi? Ég er fæddur í Kópavoginum, ólst upp þar til að byrja með og var í Snælandsskóla. Þaðan fluttum við í Norðurmýrina og vorum þar í fjögur ár, þannig að ég lít svolítið á mig sem Norður- mýrarmann. Þaðan flutti ég svo til Belgíu og var þar líka í fjögur ár. Ég var nokkuð góður krakki, ljúfur og þægur hérna heima. Þegar ég fór til Belgíu fór ég hins vegar í mjög fínan breskan einkaskóla og fannst allir þar alveg gríðarlega kurteisir og dannaðir. Þetta var svolítið sérstakt verandi nýkominn frá Íslandi þar sem vinir mínir voru að kaupa rítalín úti í sjoppu. Fyrsta skólaárið mitt byrjuðum ég og vinur minn að díla með kínverja og sprengjur inni í skólanum. Þetta hafði aldrei sést í þessum fína skóla áður þannig að ég og þessi vinur minn, sem er núna leikari í London, vorum reknir í tvo daga. Einhversstaðar las ég blogg þar sem leikmaður í utandeildarliði í knattspyrnu lýsir vandræðaleg- asta augnabliki ferilsins þegar þú komst inn á fyrir lið mótherjanna og skoraðir nánast strax. Hefur þú verið eitthvað í boltanum? (Hlær) Já, ég spila svolítið með Mjöðminni. Ég man eftir þessum leik, þá mætti ég mjög seint og staðan var 4-2 fyrir mótherjanum. Það var svo mikill kraftur í mér að ég náði bara að skora þarna strax. Annars spilaði ég fótbolta og körfubolta þegar ég var yngri, auk þess sem ég hef verið í snóker og rugby. Var eitthvert annað draumastarf í æsku? Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í músík? Það var eiginlega ekkert sérstakt. Ég ætlaði að verða myndlistarmaður einu sinni. Ég var mjög fljótlega búinn að ákveða það að verða listamaður, örugglega bara um ellefu ára aldur. Nú hefur þú talað nokkuð opinskátt um baráttu þína við geðhvarfasýki. Getur þú sagt mér aðeins frá því? Ég greindist fyrst með geðhvörf í fyrra. Þetta er geðröskun eða sjúkdómur sem vill helst ekki láta kalla sig sjúkdóm. Það er svolítið erfitt fyrir mig að útskýra þetta og eiginlega ekki hægt að draga fyrirbærið saman í eina málsgrein. Einkennin geta líka verið mjög persónubundin. Í stuttu máli er þetta þannig að maður fer í miklar maníur, er fullur af orku og finnst maður geta snert einhverja alheims- krafta. Það er mjög sterk tenging við tunglið og stjörnurnar og alheiminn sem einhverja sjálfstæða lífveru. Út frá þessum krafti ferð þú mjög hátt og finnst þú geta allt. Í kjölfarið fattar maður að þetta er vitleysa, fer í þunglyndi og finnst maður vera asnalegur og hvaðeina. Maður mætir oft mikilli and- stöðu því samfélagið vill ekki alveg að gútera það að maður hegði sér á þennan hátt. Þegar maður fer að gera einhverja undarlega hluti og praktísera þessa ólgu sem er í höfðinu þá fær maður skammir fyrir. Að sama skapi eru þær skammir samt stundum nauðsynlegar, en það mikilvægasta í þessu öllu saman er að vera þolinmóður. Þetta er samt allt mjög erfitt að útskýra og tilfellin eru ólík, líf sumra getur jafnvel orðið alveg umvafið þessu og þeir eiga erfitt með að vinna o.s.frv. Hafa veikindin haft áhrif á þín störf? Þetta hefur alveg komið að tónlistarsköpuninni. Í fyrra kom út plata með Hjaltalín sem fjallar á margan hátt um þessa hluti. Hún fjallar um mann- eskjuna og titringinn inni í henni í gegnum einhvers konar ferðalag þar sem maður tekst á við sinn andardrátt, skugga og sína persónulegu undiröldu. Í gegnum það verður til einhvers konar sköpunarsaga að manneskju og hvernig hún verður til. Platan er mikið byggð í kringum þessar hugmyndir, um manneskjuna sem andlega veru sem leitar inn í hulinn sagnaheim sem er fullur af sameiginlegum sögum okkar og snertingu hvers við annað. Hefur þú fundið fyrir fordómum fyrir þínum veikindum? Heyrir þú einhverntímann talað um að þú sért „bara eitthvað geðveikur“? Já já, það gerist alveg. Maður hins vegar svarar því bara. Af hverju ætti ég að vera að stýra mínu lífi eftir því hvað fólk heldur um það að vera geðveikur, mér er bara alveg sama. Fólk lítur þetta samt vafalaust öðrum augum en önnur veikindi. Það er klárlega ömurleg staða að vera að byrja að upplifa einhverja nýja hluti inni í sér og fara að haga sér aðeins öðruvísi og fá þá bara skömm í hattinn og upplifa jafnvel að fólk forðist sig. Þegar fólk er saman í samfélagi þá tilheyrir líka að ef vinir manns ganga í gegnum einhvern hlut þá á að hlusta og reyna að skilja vandamálin frekar en að ýta þeim bara til 13fimmtudagur 31. október 2013 Monitor Texti: Hersir Aron Ólafsson hersir@monitor.is Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Fyrsta skólaárið mitt byrjuðum ég og vinur minn að díla með kínverja og sprengjur inni í skólanum. Högni á 15 sEkúndum Fyrstu sex: 031085 Helsta fyrirmynd í tónlist: Gott rauðvín Síðasta borg sem ég heimsótti: París Síðasti hlutur sem ég keypti: Bensín Síðast íþrótt sem ég spilaði: Tennis MH hefur alltaf haft þá ímynd að vera vinstri þenkjandi listaskóli.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.