Morgunblaðið - 11.11.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 11.11.2013, Síða 6
Morgunblaðið/Styrmir Kári Kokkteilboð Vel var mætt í afmælisgleði Morgunblaðsins sem haldin var um helgina. Gafst fólki m.a. kostur á að stinga saman nefjum á milli þess sem hlýtt var á ávörp ræðumanna og taktföst tónlistaratriði. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Um tólf hundruð manns komu sam- an í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu síðastliðinn laugardag til að fagna eitt hundrað ára afmæli Morgunblaðsins. Voru það starfsmenn blaðsins, viðskiptavinir og aðrir velunnarar sem fjölmenntu í Silfurberg, nutu veitinga, hlýddu á erindi og skemmtu sér yfir taktföstum tónum hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna á afmælishátíð- ina en skömmu síðar steig Davíð Oddsson ritstjóri í pontu og flutti ávarp. Ræðumenn rifjuðu m.a. upp gamla tíma, skemmtileg atvik úr sögu blaðsins og þann góða árang- ur sem Morgunblaðið hefur náð sem fjölmiðill á þeim eitt hundrað árum sem blaðið hefur fylgt þjóð- inni. Um tólf hundruð manns mættu í afmælisveislu Morgunblaðsins sem haldin var í Silfurbergi í Hörpu Morgunblaðið/Eva Björk Eitt hundrað ár Búið var að skreyta salinn í tilefni afmælisins og prýddu nokkrar af merkari forsíðum Morgunblaðsins veggi Silfurbergs, gestum til mikillar ánægju. Morgunblaðið/Eva Björk Hátíðarhöld Guðni Ágústsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Óskar Magnússon, Sigurbjörn Magnússon, Haraldur Johannessen og Svava Björk Hákonardóttir. Morgunblaðið/Eva Björk Veisluborð Bornar voru fram ýmsar kræsingar og drykkir í tilefni dagsins og virtust afmælisgestir njóta þeirra vel. Morgunblaðið/Eva Björk Sigurborg Selma Karlsdóttir, Júlíus Sigurjónsson og Gunnþórunn Jónsdóttir á góðri stund í Silfurbergi. Morgunblaðið/Eva Björk Helgi Hjörvar alþingismaður og Gísli Sigurðsson rann- sóknaprófessor stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Morgunblaðið/Styrmir Kári Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, Soffía Haralds- dóttir og Sigurbjörg Arnarsdóttir mættu prúðbúnar. Morgunblaðið/Eva Björk Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, og Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar. Fjölmenni fagn- ar aldarafmæli Morgunblaðsins Morgunblaðið/Styrmir Kári Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, mætti ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen. Morgunblaðið/Eva Björk Bolli Kristinsson, Páll Baldvin Baldvinsson, Kjartan Gunnarsson og Páll Magnússon skemmtu sér vel. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Hjól atvinnulífsins Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is GOTT ÚRVAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.