Morgunblaðið - 11.11.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.2013, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22 | Hafnarfjörður | S. 565 5970 | sjonarholl.is Skoðið „Intuitive“ nýjustu margskiptu glerin frá BBGR Frakklandi en þau hlutu gullbikarinn sem bestu margskiptu glerin á alþjóðlegri gleraugnasýningu í Paris nú í september. Verðlaunin voru veitt fyrir mun stærra fókussvæði í les-, tölvu- og akstursfjarlægðum. Margskipt gleraugu Sama lága verðið! SJÓNARHÓLL Þar sem gæðagleraugu kosta minna Það er af nógu að taka þegar rætt er um stefnumál Reykjavík- urborgar sem eru margþætt og spenn- andi. En það þarf að koma þeim í fram- kvæmd í öflugum meirihluta. Talað er um að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi ekki náð hreinum meiri- hluta í borginni lengi og að landslagið hafi breyst það mikið að það sé varla gerlegt leng- ur. Þessi umræða er mér ekki að skapi því árangur okkar í kosn- ingum byggist alltaf á því hvernig okkur tekst til með blöndu af end- urnýjun og reynslu á listanum. Og í framhaldi af því hversu áhugaverð og raunhæf stefnumálin verða og þar með hvort þau höfða til meirihluta borgarbúa eða ekki. Það er okkar sem ætlum að vera í fram- boði fyrir borgarbúa að hafa sjálfstraust og skýra sýn á hvert við sjálf ætlum. Kjósendur fylgja þeim sem veit hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar þangað. Sjálfstæðisfólk í Reykjavík mun ákveða listann í prófkjörinu 16. nóv- ember. Það er persónukjör þar sem fjöldi fólks ákveður niðurstöðuna. Ekkert framboð stillir upp sínum listum með eins lýðræðislegum hætti og Sjálfstæðisflokkurinn ger- ir. Fái ég til þess umboð mun ég leggja fram tímasetta verkáætlun um hvernig koma skuli stefnu- málum í framkvæmd og hvenær á kjörtímabilinu. Í forgangi verða: – Rekstur borgarinnar og lagfær- ingar á honum – Hlutverk höfuðborgarinnar sé rækt og þannig gætt að hags- munum borgarbúa – Höfuðborgin hlúi að sam- göngum, ekki síst innanlandsfluginu – Taka upp nýtt aðalskipulag vegna þéttingar byggðar og um- ferðarmála – Þétta byggð og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfarenda en ekki á kostnað þeirra sem vilja og þurfa nota bílinn sem samgöngu- tæki – Auka enn frekar áherslur á vistvænar samgöngur, bæði einka- bílinn og almenningssamgöngur. Tæknin leiðir okkur inn á nýjar brautir – Innleiða nýja hugsun í skóla- málum – Öll félagsþjónusta á að miðast við að vernda og gæta og hjálpa fólki til sjálfshjálpar – Finna hagkvæmar leiðir til að nýta einkareksturinn og hræðast ekki breytingar Hér eru aðeins nokkur mikilvæg dæmi tekin. Með tímasettri verk- áætlun geta borgarbúar fylgst með hvernig gengur að vinna eftir slíkri áætlun og minnihlutinn hefur um leið ágætisverkferil til að vinna eftir og halda nýjum meirihluta við efnið. Þannig skapast aðhald og eftirlit með því að við, sem lofum að vinna verkin, gerum það í raun. Ég mun leggja mig fram um að vinna þau verk, sem borgarbúar fela mér að vinna, af alúð og samviskusemi. Sjálfstæðisfólk í Reykjavík getur treyst mér til að leiða lista Sjálf- stæðisflokksins í höfuðborginni til góðs árangurs í kosningum næsta vor. Eftir Halldór Halldórsson » Sjálfstæðisfólk í Reykjavík getur treyst mér til að leiða lista Sjálfstæðisflokks- ins í höfuðborginni til góðs árangurs í kosn- ingum næsta vor. Halldór Halldórsson Höfundur er formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og óskar eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 16. nóv. nk. Tímasett verkáætlun og hreinn meirihluti Í tvö skipti svöruðu skriffélagar Betri byggðar greinum mínum um Reykjavík- urflugvöll með út- úrsnúningi og upp- hrópunum til að afskræma allar stað- reyndir sem tengjast sjúkrafluginu, veðurfarsmælingum- og jarðfræðilegum að- stæðum í Vatnsmýri sem er botnlaust svæði og hentar illa fyrir íbúðarbyggð. Í fyrri grein Gunnars H. Gunnarssonar verk- fræðings og Arnar Sigurðssonar, arkitekts, sem birtist í Morg- unblaðinu 19. október sl., fullyrtu þessir skoðanabræður að á 0,5% byggingarlands væri dýpi á föstu um 10 metrar og á öðrum stöðum 8-10 metrar. Í seinni greininni 29. október fullyrtu báðir skriffélag- arnir að á þessu sama bygging- arlandi væri dýpið um 3-8 metrar. Meirihluti verkfræðinga telur þess- ar fullyrðingar ótrúverðugar og að þær veki frekar upp falskar vonir fasteignakaupenda sem vilja flytja lögheimilið sitt á þetta botnlausa svæði. Krafa talsmanna BB um að alvarlega slasaða og bráðveika eigi frekar að flytja með þyrlu í stað flugvéla frá slysstað beint á sjúkra- stofnun snýst um að það sé talið sjálfsagt að sleppa brjálæðingi lausum sem vill bjóða réttlætinu birginn. Ég spyr: Hafa íslenskir skattgreiðendur efni á því að borga fyrir hræsni Betri byggðar sem gleymir því að þyrlur sem geta ekki flogið sjónflug yfir hálendið eru alltof hægfleygar og hafa ekki öruggan afísingar- og jafnþrýsti- búnað sem krafist er? Það hefur vel útbúin sjúkraflugvél með hverf- ihreyflum sem staðsett er á Ak- ureyri. Samkomulagið sem und- irritað var 25. október sl. milli borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík og íslenska ríkisins um að framlengja notkun N-S braut- arinnar til ársins 2022 vekur spurn- ingar um hvort endalok innanlands- flugsins geti verið í sjónmáli eftir átta ár ef allar tilraunir til að finna nýtt flugvallarsvæði fyrir höf- uðborgarbúa verða árangurslausar. Skipulagsvaldið yfir flugvallarsvæð- inu í Vatnsmýri skal flytjast frá Reykjavíkurborg til íslenska rík- isins eins og fram kemur í frum- varpi Höskuldar Þórhallssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi þótt innanrík- isráðherra andmæli því og hóti stjórnarslitum. Fleiri landsbyggð- arþingmenn skulu berjst fyrir því að þessu frumvarpi verði tryggður öruggur meirihluti á Alþingi. Fyrr- verandi yfirmaður samgöngumála, Ögmundur Jónasson, hefði fyrir löngu, á meðan tími vannst til, átt að flytja frumvarpið til að afstýra lokun NA-SV braut- arinnar um næstu ára- mót. Með þessari lok- un flugbrautarinnar sem var samþykkt voru send út þau skila- boð að vel útbúin sjúkraflugvél með fár- veikan mann innan- borðs, sem þarf hið snarasta að komast undir læknishendur í Reykjavík, skuli frekar lenda með hann á Keflavíkurflugvelli í 50 km fjarlægð frá sjúkrahúsum höf- uðborgarinnar. Það segir ekki að innanríkisráðherra og formaður borgarráðs geti þegar þeim hentar komist upp með að lengja flutning sjúklinga um þennan kílómetra- fjölda þegar fréttir berast af neyð- artilfellum úti á landi sem þola enga bið. Að loknu falli núverandi borgarstjórnar næsta vor er talið fullvíst að löng saga verði af þessu nýja samkomulagi sem forsætisráð- herra, innanríkisráðherra og for- stjóri Icelandair Group náðu við Jón Gnarr og Dag B. Eggertsson ef óhjákvæmilegt er að framlengja notkun N-S-brautarinnar til ársins 2030 eða 2040. Skammarlegt er að óvandaðir fjölmiðlar og pólitískir öfgahópar skuli halda til streitu kröfunni um lokun flugbraut- arinnar í þeim tilgangi að beina sjúkrafluginu utan af landi inn á Keflavíkurflugvöll. Samkomulagið sem náðist um lokun NA-SV braut- arinnar um næstu áramót mun snúast upp í pólitískan skrípaleik þegar það sannast að allar for- sendur fyrir rekstri flugfélaganna um ókomin ár standast aldrei. Á höfuðborgarsvæðinu og lands- byggðinni verður stuðnings- mönnum Reykjavíkurflugvallar enginn hlátur huga þegar þessi lok- un flugbrautanna sem deilt er um getur haft í för með sér að A-V- brautin yrði lokuð í 15-25 daga á ári. Utan höfuðborgarinnar verður mjög erfitt að finna annað og að- gengilegt flugvallarsvæði sem verð- ur alltof dýrt fyrir íslenska ríkið. Það getur kostað 25-35 milljarða króna sem ekki yrði auðvelt að hrista fram úr erminni á örfáum dögum. Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Skammarlegt er að óvandaðir fjölmiðlar og pólitískir öfgahópar skuli halda til streitu kröfunni um lokun flug- brautarinnar í þeim til- gangi að beina sjúkra- fluginu utan af landi inn á Keflavíkurflugvöll. Höfundur er farandverkamaður. Hræsni Betri byggðar Á sama tíma og ýmsir milljarða- mæringar fá lækkun á sköttum sínum um milljónir eða millj- arða finnst manni einkennilegt að ekki skuli vera hægt að lækka virðisauka- skatt á lyfjum. Virð- isaukaskattur af lyfj- um er í dag 25,5% en af t.d. sælgæti 7,5%, er þetta eðlilegt? Maður fer að hugsa málið meir, þegar t.d.við hjónin erum farin að greiða um 90 þúsund á mánuði fyrir lyf. Maður hefði gjarnan viljað að dæmið væri svolítið öðruvísi, mætti ekki lækka virðisauka- skattinn af lyfjum í þrepum? Bara sýna lit, ég hvet ríkisstjórn- ina til að hugsa málið aðeins, það eru ef til vill einhverjir sem eiga erfitt með að greiða lyfjakostnað sinn, hugsið út fyrir þægindaram- mann. Ánægjulegt var að heyra í inn- anríkisráðherra okkar en hún ætlar að gefa sveit- arfélögum landsins sjálfsvald um lækkun og eða niðurfellingu á fasteignagjöldum á íbúðum sem fólk á og býr sjálft í, gott mál, meira af svona mál- um, takk fyrir. Landsfundur LEB var haldinn í maí síð- astliðnum og ýmsar samþykktar þar gerð- ar og sendar strax í fjölmiðla. En eitthvað vorum við eldri borg- arar ekki merkilegir fyrir fjöl- miðlana því einungis kom smá- frétt í Morgunblaðinu, takk fyrir það, Mbl. Stjórn LEB fékk meira að segja ákúrur um að við hefðum ekki komið frá okkur neinu í fjöl- miðla, sem var alls ekki rétt. Síð- an var aðalfundur Öryrkjabanda- lags Íslands haldinn fyrir nokkru og fréttir af þeim fundi komu strax í alla fjölmiðla. Hvers vegna skyldi það hafa verið? Jú, senni- lega af því að búist var við hasar, en þar var gerð svokölluð hall- arbylting. Er þetta eðlilegt frétta- mat ? Eða eru eldri borgarar ekki fjölmiðla virði, alla vega vilja allir okkar atkvæði í kosningum. Ég er viss um að allir fjölmiðlar myndu koma með frétt ef t.d. eldri borgarar færu af stað með sérstakt framboð fyrir alþingis- og eða sveitarstjórnarkosningar, eins og stundum hefur verið rætt um. Menntamálaráðherra hefur ver- ið að íhuga fækkun á háskólum hér á landi, persónulega tel ég að rétt sé að fækka þeim, við erum aðeins 300 þúsund sálir, þetta er að mínu viti bara bruðl að vera með sjö háskóla hér á landi. Það er mikið rætt um launamál þessa dagana, ég fullyrði að allar stéttir hér á landi eru betur laun- aðar erlendis og það með réttu. Eftir Jón Kr. Óskarsson Jón Kr. Óskarsson »Maður fer að hugsa málið meir, þegar t.d.við hjónin erum farin að greiða um 90 þúsund á mánuði fyrir lyf. Höfundur er loftskeytamaður/ eftirlaunaþegi. Ekki sama Jón og séra Jón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.