Morgunblaðið - 11.11.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Ýmsir hafa lagt starfsem-inni lið frá upphafi en þeirsem koma að henni í dageru Samband sveitarfé- laga á Suðurnesjum, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og ná- grennis, Vinnumálastofnun, Systra- félag Innri-Njarðvíkur og KA- DECO, Þróunarfélag Keflavíkur- flugvallar. Þar sem áður voru ráðnir verkefnastjórar eru nú sjálfboða- liðar sem stýra starfseminni, þeir Olav Olsen og Páll Árnason, með dyggri aðstoð Hörpu Jóhannsdóttur, eiginkonu Páls. Hvorki Olav né Páll eru starfandi á vinnumarkaði og leggja mikinn metnað og alúð í starf- semina. Daginn sem blaðmann bar að garði ætlaði Olav að standa vakt- ina frá átta um morguninn til tíu um kvöldið. Viðmótið var bæði hlýtt og ilmandi, enda jólakökubakstur í full- um gangi í eldhúsinu, en því stýrir Olav. Allir velkomnir og margt í boði „Aðsókn að staðnum hefur auk- ist mikið að undanförnu, sem skýrist m.a. af því að við breyttum áherslum í starfi,“ sagði Olav í samtali við blaðamann. „Við fórum frá því að auglýsa starfsemina fyrir eingöngu atvinnulausa, aldraða og öryrkja í að bjóða alla velkomna. Það getur verið erfitt hjá fólki þótt það hafi atvinnu og markmið okkar er að fá fólk til okkar svo ekki sé hætta á að það ein- angrist.“ Olav sagði að þessar áherslu- breytingar, sem farið var í um síð- ustu áramót, hefðu ekki síst verið að Áherslubreytingar og margföld aðsókn Virkjun mannauðs á Reykjanesi var opnuð í ársbyrjun 2009 í byggingu 740 á Ásbrú, þar sem bókhald Varnarliðsins eða Comptroller var áður til húsa. Mark- miðið var að skapa tækifæri fyrir almenning í atvinnu og námi í kjölfar efnahags- hrunsins sem setti líf margra úr skorðum. Hannyrðir Magga Hrönn Kjartansdóttir og Marta Markúsdóttir sjá um föndrið í Virkjun. Þær sögðu engin takmörk fyrir því sem hægt væri að gera og boðið væri upp á. Reyndin væri sú að þegar hafist væri handa yrði fólk mjög skapandi. Þær hafa leiðbeint í skartgripagerð, breytingu á fatn- aði, saumaskap og kortagerð svo fátt eitt sé nefnt. Stjórinn Olav Olsen stýrir starfseminni í Virkjun í félagi við Pál Arason. Hér er hann í jólakökubakstri fyrir miðvikudaginn. Hátt í 130 íslensk bókasöfn og stofn- anir taka þátt í stærsta upplestr- arviðburði á Norðurlöndunum í þess- ari viku. Í dag hefst Norræna bókasafnavikan með sameiginlegum upplestri á sama texta á öllum Norð- urlöndunum og í Eystrasaltsríkj- unum. Á vefsíðunni www.norden.org er dagskrá að finna fyrir öll löndin og er ýmislegt á dagskrá hér á landi. Til dæmis verður hraðstefnumót við norræn tungumál á Borgarbókasafn- inu og upplestur fyrir þúsundir barna í skólum landsins. Þema ársins er „Vetur á Norð- urlöndum.“ og verður sjónum beint að ólíkum birtingarmyndum vetrarins og merkingu hans eftir landssvæðum á Norðurlöndum. Hver og einn getur tekið þátt og ekki úr vegi að líta inn í bókasöfn landsins þessa vikuna. Vefsíðan www..bibliotek.org/ Morgunblaðið/Styrmir Kári Lestur Þema Norrænu bókasafnavikunnar er „Vetur á Norðurlöndum“. Norræna bókasafnavikan hafin Á vetrarmánuðunum er um að gera að klæða sig í eitthvað litskrúðugt til að vega upp á móti myrkrinu sem alltaf virðist koma of snemma á dag- inn. Þá er ekki úr vegi fyrir prjónafólk að prjóna skrautlega trefla, sokka og vettlinga sem öllum þykir gaman að fá í jólapakkann. Í skammdeginu gera litrík föt þó ekki mikið gagn sé fólk á gangi í myrkrinu og seint þreytist maður á að minna á að endurskinsmerki eru alls ekki bara fyrir börn. Endurskins- merkin geta, eins og litskrúðugu föt- in, bara verið dálítið smart þegar bet- ur er að gáð og lýsa upp skammdegið. Endilega ... ... lífgið upp á hversdaginn Morgunblaðið/Sverrir Litríkt Röndóttir prjónatreflar vekja yfirleitt lukku, t.d. í jólapökkum. Eitt og annað er um að vera vegna Norrænu bókasafnavikunnar sem hefst í dag. Þetta er í sautjánda skipti sem bókasafnavikan er haldin og þá vikuna eru Norðurlandabúar hvattir til að lesa upphátt fyrir aðra. Rithöfundurinn Gerður Kristný lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efn- um og flytur í kvöld erindi um Íslend- ingasögurnar. Erindið flytur hún í Bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti klukkan 20:30. Inn í erindið fléttast nútíma Íslendingasögur, eins og Gerður Kristný kallar þær, sögurnar sem rithöfundar þjóðarinnar rita af kappi. Hún ræðir um hvað það sé sem valdi þessari þörf til að skrifa. Gerður Kristný hefur ort fjölda ljóða upp úr Íslendingasögunum og sótt þangað innblástur. Hún mun lesa upp úr ljóðunum í kvöld. Á miðviku- daginn heimsækir hún börnin í grunnskólum Borgarfjarðar, Hvann- eyri, Kleppjárnsreykjum og Varma- landi. Ferðinni lýkur með heimsókn til Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum. Nánar um bókasafnavikuna á www.bibliotek.org/is. Sækir innblástur í Íslendingasögurnar Bókasafnavikunni fagnað í Reykholti að vanda Morgunblaðið/Golli Upplestur Gerður Kristný verður í nágrenni Borgarness í vikunni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.