Morgunblaðið - 11.11.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 11.11.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Ekki varð komið tölu á þærkampavínsflöskur sem tappar fuku úr á 10 ára afmæli evrunnar.    Leiðtogar ESBlétu eins og skjallbandalag þeirra sjálfra hefði tekið við af bandalagi ESB- þjóða með því að myntin hefði staðist í áratug, án þess að spár manna eins og Miltons Friedmans hefðu ræst.    Friedman hafðilýst þeirri skoðun sinni að for- sendur sameiginlegrar myntar í álf- unni væru ekki fyrir hendi.    Hún myndi ekki standast þegarhressilega færi að blása gegn henni.    Fáum árum síðar logaði evru-svæðið stafnanna á milli.    Áköfum Evrópusambandssinnumvar það ekki eins leitt og þeir létu, því þeir töldu að ógöngurnar mætti nota til að sverfa að fullveldi aðildarríkjanna og flýta för þeirra inn í stórríki Evrópu.    Nú hefur Alan Greenspan, áðurdáðasti seðlabankastjóri í sögu Bandaríkjanna, bæst í sístækkandi hóp þeirra sem segja, að Evrópa í einu ríki sé algjör forsenda þess að evran eigi lífsvon.    Vandinn er þó sá fyrir kommiser-ana í Brussel að aðildarþjóð- irnar eru teknar að átta sig á hinni andlýðræðislegu þróun ESB og munu ekki láta svindla sér bakdyra- megin inn í stórríkið í þágu skaðlegs gervifyrirbæris eins og sameig- inlega myntin hefur reynst. Milton Friedman Friedman og Greenspan STAKSTEINAR Alan Greenspan Veður víða um heim 10.11., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 3 slydda Akureyri 3 rigning Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 5 skýjað Helsinki 6 léttskýjað Lúxemborg 5 skúrir Brussel 7 léttskýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 7 heiðskírt London 10 heiðskírt París 8 léttskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 léttskýjað Berlín 7 skýjað Vín 10 skýjað Moskva 8 heiðskírt Algarve 21 heiðskírt Madríd 17 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 17 skúrir Aþena 17 skýjað Winnipeg -2 alskýjað Montreal 5 skúrir New York 14 heiðskírt Chicago 5 léttskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:45 16:40 ÍSAFJÖRÐUR 10:07 16:27 SIGLUFJÖRÐUR 9:51 16:10 DJÚPIVOGUR 9:18 16:05 Bifreiðastöðin Hreyfill fagnar nú 70 ára afmæli. Samvinnufélagið Hreyfill var stofnað í Baðstofu iðnaðarmanna við Vonarstræti í Reykjavík þann 11. nóvember 1943. Félagið hefur frá upphafi leitast við að þjónusta íbúa höfuðborg- arsvæðisins og nágranna þess. Á þessum langa tíma hefur rekst- ur stöðvarinnar tekið miklum breytingum. Helst má hér minnast talstöðvavæðingar á sjötta áratug síðustu aldar og tölvuvæðingar bif- reiða 1998, auk sameiningarinnar við Bæjarleiðir um áramótin 2000/ 2001. Í dag eru bifreiðar stöðv- arinnar 365 talsins. 20 manns starfa við símaafgreiðslu og á skrifstofu. Þá var Eitt fullkomnasta GPS leiða- kerfi á Norðurlöndum fyrir leigu- bílaakstur tekið í notkun í bílum Hreyfils árið 2011. Tækniframfarir hafa samkvæmt tilkynningu stytt verulega útkalls- tíma bifreiða og aukið öryggi far- þega sem og ökumanna. Hreyfill sjötugur Svavar Steingrímsson hafði í gær gengið 154 sinnum á Heimaklett frá síðustu áramótum. „Ég rata þarna nokkurn veginn,“ sagði Svavar. „Ég fer eiginlega aldrei brauðlaus og helst með kerti líka.“ Svavar, Halla dóttir hans og Pétur Steingrímsson eiga hvert sinn kerta- stjakann ofan við Löngu þar sem þau kveikja á Heimaeyjarkertum. Svavar sagðist vera orðinn svolítið hægfara en hann er 77 ára. Hann segist hafa gott af göngunum á Heimaklett. Auk þess hefur hann smalað í haust í Elliðaey, Bjarnarey, Suðurey og Hana. Svavar færir kindunum í Heimakletti brauð en þar ganga 40 kindur. „Ég flauta á þær og þá koma upp í 17 kindur,“ sagði Svavar. „Þær eru mjög gæfar sumar og klifra alveg upp á haus á mér.“ Ljósmynd/Pétur Steingrímsson Aufúsugestur kind- anna á Heimakletti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.