Morgunblaðið - 11.11.2013, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013
Kær vinur okkar og félagi í
húsfélaginu á Vallarbraut 6 í
Ytri-Njarðvík, Guðmundur Sig-
urðsson, er látinn eftir erfið
veikindi. Meðan á þessum erfiða
tíma stóð önnuðust Sesselja og
fjölskylda um hann af stakri ást-
úð og umhyggju. Þegar við hjón-
in ákváðum fyrir 14 árum að fá
okkur léttara húsnæði þá var
það gæfa okkar að kaupa íbúð í
eldri borgara fjölbýli að Vallar-
braut 6. Íbúðin var við hliðina á
íbúð þeirra hjóna, Sesselíu Ingi-
mundsdóttur og Guðmundar
Sigurðssonar. Þar kynntumst við
fyrst ljúfmenninu Guðmundi
sem öllum vildi hjálpa og lið-
sinna, alltaf með bros á vör.
Hann skipti um perur þar sem
var erfitt fyrir eldra fólk að
skipta um. Einnig hjálpaði hann
mikið syni þeirra í fyrirtæki
hans. Á veturna var hann alltaf
tilbúinn að gefa íbúunum start
með startköplum eða startvél-
inni sinni á köldum degi þegar
bílarnir fóru ekki í gangi, svo
fátt eitt sé nefnt. Hann var með
lítið verkstæði í geymslunni
þeirra á 1. hæð þar sem hann
undi sér löngum við að gera við
eða laga ýmsa hluti fyrir fólk
sem annars var erfitt að fá gert
við. Hann var vanur að fara í
sund eldsnemma á morgnana og
tók þá gjarnan með sér til baka
Fréttablaðið sem hann setti í
póstkassana hjá okkur. Þó góð-
vild og umhyggja fyrir öðrum
væri áberandi í eðli Guðmundar
þá var vinnusemi hans það ekki
síður. Allan þann tíma sem hann
dvaldi á spítalanum var hugur
hans upptekinn af því að komast
heim og fara að vinna. Stór
skörð hafa nú verið höggin í okk-
ar litla húsfélag. Á örskömmum
tíma hafa þrír öndvegismenn
fallið frá, nú síðast Guðmundur
Sigurðsson. Þung sorg er nú
kveðin að ekkju hans, afkomend-
um og öðrum ástvinum en minn-
ingin um góðan dreng er huggun
harmi gegn. Við hjónin og aðrir í
húsfélaginu söknum góðs félaga
og þökkum samfylgdina og vott-
um Sesselíu og öðrum aðstand-
Guðmundur
Sigurðsson
✝ GuðmundurSigurðsson
fæddist í Keflavík
10. júní 1933. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 21. október
2013.
Útför Guð-
mundar fór fram
frá Ytri-Njarðvík-
urkirkju 1. nóv-
ember 2013.
endum hans okkar
dýpstu samúð.
Blessuð sé minn-
ing Guðmundar
Sigurðssonar.
Kveðja frá með-
limum húsfélagsins,
Guðmundur
Jóhannsson.
Guðmundur Sig-
urðsson úr Kefla-
vík, eiginmaður Stellu móður-
systur minnar, hefur kvatt
þennan heim. Á unglingsárum
mínum í Vestmannaeyjum þegar
ferðalög voru ekki daglegt brauð
var Keflavík spennandi og jafn-
framt framandi staður, ekki síst
þar sem Stella frænka hafði unn-
ið um tíma á „vellinum“. Stella
bjó nokkur ár í Eyjum eftir dvöl-
ina á Keflavíkurvelli. Þar nutum
við systkinabörnin og móðir okk-
ar nærveru hennar og dóttur
hennar, Ingu Bennýjar, meðan
þær mæðgur bjuggu hjá afa og
ömmu í Verkó. Keflavík varð þó
heimabær Stellu þegar hún gift-
ist Gumma, eins og hann var allt-
af kallaður í fjölskyldu okkar.
Tengsl móður minnar Huldu og
Stellu frænku voru sterk og varð
Gummi fljótt órjúfanlegur hluti
af fjölskyldunni. Var alltaf gott
að njóta ljúfrar og notalegrar
nærveru Gumma, hvort sem var
í Keflavík eða annars staðar.
Bifvélavirkinn Gummi var
handlaginn og vandvirkur við
bæði stórt og smátt. Minnisstæð
er heimsókn þeirra Stellu til
okkar Hallgríms í Halldórsstaði
fyrir mörgum árum. Þar er elda-
vél frá árinu 1893 og margir aðr-
ir gamlir hlutir sem vöktu
óskerta athygli Gumma. Var
greinilegt að það var fleira en
bílvélar sem Gummi kunni lagið
á og veitti honum ánægju.
Gummi greindist með krabba-
mein um sama leyti og mágkona
mín, Kristrún Stephensen, sem
borin var til grafar á andlátsdegi
hans 21. október síðastliðinn.
Þau Kristrún hittust sl. sumar á
sjúkrahúsi þar sem bæði voru til
rannsóknar vegna veikinda
sinna. Það varð Gumma hugar-
léttir og mjög minnisstætt að
Kristrún tók þéttingsfast og
hughreystandi í hönd hans á því
augnabliki þó að hún væri í sömu
sporum og hann. Nú hafa þau ef
til vill tekist aftur í hendur á ei-
lífðarlendum.
Innilegustu samúðarkveðjur
til fjölskyldu Guðmundar Sig-
urðssonar.
Minning um góðan dreng lifir.
Björg Sigurðardóttir.
✝ Ilse Björnsson,f. Frieden-
hagen, fæddist í
Ratzeburg í Þýska-
landi 10. maí 1926.
Hún lést á dval-
arheimili aldraðra
Klausturhólum,
Kirkjubæj-
arklaustri, 18.
október 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Mariechen
Elisabeth Novosatko, f. 18. maí
1905, d. 25. desember 1969 og
Kurt Friedenhagen sem lést ár-
ið 1932. Fósturfaðir hennar var
Bernhard Novosatko, f. 10.
september 1910, d. 1985. Systk-
ini Ilse voru Peter Novosatko,
Hans Georg Novosatko og Mar-
ion Schomann fædd Novosatko.
Peter er sá eini af þeim systk-
inum sem enn er á lífi.
Hinn 20. apríl 1950 giftist
Ilse eiginmanni sínum Guð-
mundi Björnssyni frá Reynhól-
um í Miðfirði, f. 28.8. 1920, d.
19.6. 2013. Guðmundur var son-
2005. 4) Björn, f. 7.6. 1956,
maki Ásdís Þ. Garðarsdóttir, f.
23.2. 1956. Börn þeirra eru: a)
Guðmundur Örn, f. 28.12. 1976,
unnusta hans er Áslaug Þor-
steinsdóttir, f. 24.8. 1974. b)
Emma Rakel, f. 6.2. 1979. 5)
Ingvar Helgi, f. 12.2. 1960,
maki Bryndís Hulda Péturs-
dóttur, f. 3.1. 1969. Börn þeirra
eru: a) Dagbjartur Elís, f. 4.11.
1988, b) Marinó, f. 13.2. 1992, c)
Bjarki Már, f. 7.7. 1993 og d)
Ragna María, f. 19.6. 2002.
Ilse ólst upp hjá móður sinni
og fósturföður í þýsku borginni
Mölln. Hún lauk stúdentsprófi á
stríðsárunum og vann síðar ým-
is almenn störf, afgreiddi í
mjólkurbúð, vann við skóg-
arhögg og við landbún-
aðarstörf. Árið 1949 fluttist
hún til Íslands og hóf vinnu við
almenn landbúnaðarstörf að
bænum Stóra-Ósi í Miðfirði. Ár-
ið 1950 hóf Ilse búskap með
eiginmanni sínum í Tjarnarkoti
í Miðfirði. Þar bjuggu þau í 45
ár eða allt þar til þau fluttu á
Laugarbakka þar sem þau
bjuggu síðustu árin.
Útför Ilse fór fram í kyrrþey
að hennar ósk.
ur hjónanna Ingi-
bjargar Jóns-
dóttur, f. 9.12.
1891, d. 4.6. 1974
og Björns Guð-
mundssonar, f.
23.2. 1885, d. 24.3.
1985. Börn Ilse og
Guðmundar eru: 1)
Hildur Ingibjörg, f.
9.12. 1950, 2) Björg
Sigurlaug, f. 21.11.
1951, maki Jón
Gunnar Ásgeirsson, f. 22.10.
1952. Börn hennar eru: a) Arn-
ar Hlynur Ómarsson, f. 12.10.
1974, maki Jóna Guðbjörg Pét-
ursdóttir, f. 5.9. 1979. Börn
þeirra Arndís Sif, f. 22.3. 1999
og Rannveig Elva, f. 9.3. 2003.
b) Elsa Rún Erlendsdóttur, f.
20.5. 1985, maki Reynir M. Jó-
elsson, f. 25.2. 1983. 3) Sigrún
Anna, f. 29.3. 1954. Dóttir
hennar er Henný Sigurjóns-
dóttir, f. 9.8. 1980, maki Lárus
Sigurðarson, f. 28.12. 1977.
Börn þeirra eru Alexander, f.
15.11. 2002 og Monika, f. 14.3.
Elsku mamma mín, nú ert þú
farin frá mér og mikið á ég eftir
að sakna þín. En nú er þrautum
þínum lokið og pabbi hefur tekið
á móti þér með opinn faðminn.
Ekki grunaði mig að svona stutt
yrði á milli ykkar. En eftir 63 ár
í hjónabandi voru þessir fjórir
mánuðir langur aðskilnaður fyr-
ir þig, þú þráðir að fara til hans.
Nú hefur óskin þín ræst,
mamma mín, og þið pabbi eruð
sameinuð á ný.
Elsku mamma mín, þú varst
mín stoð og styrkur alla tíð og
mikið verður lífið tómlegt án
þín. En í hjarta mínu á ég dýr-
mætar minningar um dásamlega
og umhyggjusama móður sem
alltaf var tilbúin að hlusta, gefa
ráð og hugga á erfiðum stund-
um.
Ég mun aldrei gleyma því,
mamma mín, þegar við systurn-
ar fórum með þér og dætrum
okkar til Þýskalands og heim-
sóttum Marion systur þína og
Peter í Mölln. Þú varst svo stolt
af því að geta sýnt okkur þínar
æskuslóðir. Þarna var gatan
sem þú bjóst við, kirkjan þar
sem þú fermdist, vatnið sem þið
krakkarnir syntuð í og þarna
var skógurinn þar sem þú
vannst við skógarhögg. Allt var
þetta þarna á sínum stað svo
ljóslifandi, alveg eins og þú hafð-
ir svo oft lýst því fyrir okkur. Og
mikið var gaman að sjá ykkur
systur sameinaðar á ný eftir
langan aðskilnað.
Mikið á ég eftir að sakna þess
að geta ekki skroppið norður á
Laugarbakka og heimsótt ykkur
pabba. Setið við eldhúsborðið og
hlustað á ykkur rifja upp gamla
tíma eða bara spjallað saman um
daginn og veginn. Það er svo
margs sem ég á eftir að sakna,
ekkert verður sem áður, aðeins
fallegar minningar um yndislega
foreldra.
Þegar við töluðum saman í
síðasta sinn, elsku mamma mín,
var það á þínu fallega móður-
máli, þýsku, og á þýsku verður
mín hinsta kveðja til þín. Vielen
Dank für alles, liebe Mama.
(Bestu þakkir fyrir allt, elsku
mamma).
Til himnaríkis ég sendi,
þér kveðju, mamma mín.
Á því virðist enginn endi,
hve sárt ég sakna þín.
Þú varst mín stoð og styrkur,
þinn kraftur efldi minn hag.
Þú fældir burtu allt myrkur,
með hvatningu sérhvern dag.
Nú tíminn liðið hefur,
en samt ég sakna þín.
Dag hvern þú kraft mér gefur,
ég veit þú gætir mín.
(Steinunn Valdimarsdóttir)
Þín dóttir,
Sigrún.
Elsku mamma mín.
Ég vil þakka þér fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Ég hélt ég fengi að hafa þig
lengur hérna hjá mér á Klaustri,
þér leið svo vel hérna hjá mér og
á Klausturhólum. Það var of-
boðslega dýrmætt að fá að hafa
þig hérna hjá mér þessa síðustu
mánuði. Þér leið svo vel á
Klausturhólum og hafðir svo
gaman af því að koma með mér í
bíltúr eftir vinnu hjá mér á dag-
inn og bera út blöðin. Svo fórum
við heim og horfðum á Sturm
der Liebe og Nágranna í sjón-
varpinu, og drukkum te. Svo um
klukkan 6 vildir þú svo fara heim
á Klausturhóla. Við ætluðum að
dúlla okkur miklu meira saman,
en kallið þitt kom alltof fljótt,
elsku mamma. Ég sakna þín of-
boðslega mikið. Minningarnar
um þig eru svo ótalmargar og
geymi ég þær í hjarta mínu.
Takk fyrir að vera þú.
Hvíldu í friði, elsku mamma
mín.
Þegar raunir þjaka mig,
þróttur andans dvínar,
þegar ég á aðeins þig,
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni,
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Þín dóttir,
Björg Sigurlaug (Lauga).
Amma mín var kjarnakona
sem hafði munninn fyrir neðan
nefið og sagði sína meiningu.
Það gerði það að verkum að hún
var ekki allra, því sumir þola ein-
faldlega ekki að heyra sannleik-
ann. Ég leit alla tíð upp til henn-
ar og ætlaði mér á tímabili að
verða bóndakona eins og hún og
þegar ég var lítil var markmiðið
mitt að verða jafn stór og amma
í Tjarnarkoti. Ég varð að vísu
fljótlega mun stærri.
Amma reyndi ýmislegt á sinni
ævi og mótlætið var oft á tíðum
mikið en alltaf kom hún út úr því
teinrétt eins og ekkert hefði í
skorist. Ég veit samt að innst
inni bar hún harm sem hún vildi
ekki ræða. Hún kvartaði nefni-
lega aldrei og vildi alla tíð frekar
hjálpa öðrum heldur en að fá
hjálp fyrir sig. Fortíðin var búin,
óþarfi að velta sér upp úr henni.
Ömmu lét það vel að vera í hjálp-
arhlutverkinu, hún virtist ein-
hvern veginn alltaf eiga svör við
öllu. Sem dæmi get ég nefnt að
þegar ég eignaðist mitt fyrsta
barn hringir amma til að athuga
hvernig hafi gengið. Ég gat ekki
annað sagt en að það hefði geng-
ið mjög illa. Var þér ekki kennt
að anda? spyr amma. Nei var
svarið. Amma fussaði og sveiaði
og lofaði að kenna mér öndun ef
ég myndi eignast annað barn.
Skömmu áður en ég átti að eiga
mitt annað barn tók amma mig í
kennslustund. Hún sagði að sér
hefði verið kennd þessi öndun
áður en hún eignaðist strákana
sína og því hefði verið miklu auð-
veldara að eiga þá heldur en
stelpurnar þrjár sem á undan
komu. Ég hélt svo af stað í fæð-
ingu nr. tvö með öndunaræfingar
ömmu einar að vopni og fæð-
ingin gekk glimrandi vel, alveg
eins og amma hafði lofað.
Elsku amma hefur nú kvatt
þennan heim en minningin um
góða konu lifir áfram. Gute
Nacht, meine liebe Oma, schlaf
gut (Góða nótt, elsku amma,
sofðu rótt). Þetta voru síðustu
orðin sem ég sagði við ömmu
mína þegar ég heimsótti hana á
spítalann á Selfossi og munu
verða mín lokaorð hér. Ég veit
að nú sefur amma rótt.
Þín ömmustelpa,
Henný.
Ilse Björnsson HINSTA KVEÐJA
Mig langar að minnast
langömmu minnar í sveit-
inni með ljóði sem ég
samdi.
Hún amma var góð
nú yrki ég ljóð.
Hún kom frá Þýskalandi
siglandi á bát.
Í sveitina fór og vinnu hún fékk.
Þar hitti hún mann
og elskaði hann.
Í sumar hann kvaddi
og nú einnig hún.
Ljóðið er búið
ég segi ekki meira.
En veit fyrir víst
að ég mun þeim aldrei gleyma.
(Alexander Lárusson)
Tschüss (bless)
langamma Ilse.
Þinn
Alexander.
Það er erfitt og sárt að standa
frammi fyrir því að þurfa að
kveðja jafn góðan og einstakan
vin og hann Regin. Leiðir okkar
lágu saman árið 2002 þegar hann
hóf störf hjá Samkeppnisstofnun.
Við náðum strax vel saman og
með okkur þróaðist virkilega
góður vinskapur. Reginn var
þannig manneskja að það var
auðvelt að láta sér líka vel við
hann og gaman að vera í kringum
hann. Hann var fluggáfaður, af-
burðasnjall, hæfileikaríkur og
Regin Mogensen,
✝ Regin Mogen-sen, lögfræð-
ingur, fæddist í
Keflavík 11. apríl
1973. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 29. októ-
ber 2013.
Útför Regins fór
fram frá Hallgríms-
kirkju 6. nóvember
2013.
leiftrandi skemmti-
legur maður. Hann
var mikill húmoristi
sem gerðið jafnan
mikið grín að sjálf-
um sér. Hann hafði
einstaka frásagnar-
hæfileika og þegar
hann sagði sögur
fangaði hann at-
hygli allra við-
staddra og uppskar
jafnan mikinn hlát-
ur. Ég upplifði Regin alltaf sem
sigurvegara. Hann stóð fremstur
meðal jafningja á svo mörgum
sviðum. Hann var mjög farsæll í
námi og starfi. Hann hitti sálu-
félaga sinn og lífsförunaut þegar
hann kynntist henni Söru og fór
það ekki á milli mála í samtölum
okkar hversu heppinn hann taldi
sig vera að hafa hana sér við hlið.
Hann var stoltur faðir. Þær eru
margar sögurnar sem hann sagði
mér af þeim Viktoríu og Þórunni
Helgu. Ég veit ekki hversu oft
hann sendi mér tölvupósta með
skólaeinkunnum Viktoríu eða las
upp umsagnir kennara stelpn-
anna fyrir mig svo stoltur var
hann. Eftir að við hættum að
vinna saman árið 2005 þá töluð-
um við að jafnaði saman nokkrum
sinnum í viku og styrktist okkar
vinskapur enn frekar næstu árin.
Þegar hann sagði mér í janúar sl.
að hann hefði greinst með æxli í
heila rifjaðist strax upp fyrir mér
samtal sem við höfðum átt tveim-
ur mánuðum fyrr. Þá hafði hann
hringt í mig og af einhverjum
ástæðum beindist tal okkar að
krabbameini og baráttu fólks
sem hefur greinst með það. Reg-
in sagði mér að hann hræddist
þennan sjúkdóm. Að hann síðan
stæði frammi fyrir honum ein-
ungis tveimur mánuðum seinna
var eitthvað sem hvorugt okkar
grunaði að gæti gerst. Það kom
þó aldrei neitt annað til greina í
mínum huga en að hann myndi
standa uppi sem sigurvegari í
þessari erfiðustu baráttu sem
hann hafði tekist á við. Ég hreifst
líka með bjartsýni, jákvæðni og
baráttuvilja hans. Það var því
mikið áfall þegar bakslagið kom
fyrir nokkrum vikum og ljóst var
að þetta var barátta sem myndi
tapast. Regin reyndist mér afar
traustur og góður vinur. Við vor-
um trúnaðarvinir. Hann var vin-
ur sem hlustaði og ef óskað var
eftir, gaf ráð. Hann var minn ráð-
gjafi í svo mörgu. Það er sárt og
óraunverulegt að standa frammi
fyrir því að eiga aldrei eftir að
heyra í þessum góða vini mínum
framar. Ég er ríkari og betri
manneskja vegna vinskapar okk-
ar og þakklát fyrir að hafa kynnst
honum. Kæru Sara Lind, Vikt-
oría Nótt, Þórunn Helga, Gunnar
Atli, Diljá, Birta og fjölskylda.
Regin skilur eftir sig stórt skarð
og ykkar missir er mikill. Ykkur
vil ég senda mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um
einstakan mann mun lifa í hjört-
um okkar allra.
Anna Dögg Hermannsdóttir.
Vinur minn Regin. Snillingur í
víðtækum skilningi þess orðs,
eldklár, skynsamur og mannleg-
ur. Metnaðargjarn og ótrúlega
fyndinn. Hreinn, beinn og æðru-
laus. Það snart mig oft að sjá
hversu sáttur hann var með lífið
og tilveruna. Svo ekki sé minnst á
hans eigið skinn, eða musterið,
eins og hann hefði kannski sagt
sjálfur. Svo mikil var sú dýrð að
hann kenndi sig stundum við bæ-
inn Nasaret eða sveitabæinn
Þúfu. Ekki kannaðist hann við að
vera hdl., sem er stytting á hér-
aðsdómslögmaður, heldur var
hann hgl. sem samkvæmt skil-
greiningu í hans orðabók var
skammstöfun fyrir „hinn guð-
dómlegi líkami“. Mér er það
minnisstætt þegar ég, sem nýr
starfsmaður, spurði hann fyrir
hvað F stæði í nafninu hans. Án
nokkurs hiks var svarað: foli. Ég
varð orðlaus en hvernig á maður
svo sem að svara svona?
Tilvist Regins gaf mikið. Fyrir
mig persónulega var það vinátta
sem er mér afar kær og ég er
þakklát fyrir að hafa notið. Hann
var mér fyrirmynd í mörgu og
það mun ekki breytast.
Kæru Sara Lind, Viktoría
Nótt, Gunnar Atli og Þórunn
Helga. Ykkur sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sama gildir um móður Regins,
Diljá, systur, Birtu, og alla
tengdafjölskylduna. Minning um
góðan dreng lifir.
Vinarkveðja,
Jóhanna Kristrún.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa
borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Minningargreinar