Akureyri - 01.11.2012, Blaðsíða 2
2 1. NÓVEMBER 2012
Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands,
ræðir stöðu mála og næstu skref í aðildarviðræðum Íslands
og ESB á hádegisfundi á RUB23 Akureyri
í Kaupvangsstræti 6, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 12.
Allir velkomnir - súpa og brauð í boði!
Suðurgata 10, 101 Reykjavík | Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri
Sími 527 5700 – evropustofa@evropustofa.is
www.evropustofa.is
Hvað er að gerast í þessum
ESB samningaviðræðum?
BREYTING Á ÚTGÁFUDEGI
Akureyri vikublað kemur frá og með næstu viku alltaf út á föstudögum en
ekki fimmtudagsmorgnum eins og verið hefur til þessa. Með breytingunni
mun blaðið skerpa á sérstöðu sinni sem upplýsinga-, mannlífs- og frétta-
miðill fyrir Norðlendinga og verða helgarfréttablað í máli og myndum.
Ritstjóri
Ómetanlegt tjón á hverastrýtu
Líklegast að sportveiðimenn hafi slysast með handfæri sín á friðuðu
svæði – unnið að betri merkingum
Ómetanlegt tjón hefur orðið á
hverastrýtu í Eyjafirði en bútur, u.þ.b.
1,5 metrar að lengd, hefur brotnað
af og liggur nú á hafsbotni. Erlend-
ur Bogason kafari telur að strýtan
hafi brotnað við handfæraveiðar
sportveiðimanna.
Tjónið upplýstist þegar Erlendur
var við köfun fyrir nokkrum vikum.
Hann segir tjónið ómetanlegt og
hafnar því að öldurót sé skýringin.
Sportveiðimenn sjáist stundum á
hverastrýtusvæðinu við handfæra-
veiðar en atvinnusjómenn séu svo
vel tækjum og tólum búnir að þeir
viti vel hvar megi ekki veiða. „Ég
hlýt að áætla að tjónið sé af manna-
völdum,“ segir Erlendur en töluvert
hefur verið um sjósókn ekki síst
sportveiðimanna út af Arnarnesvík
undanfarið.
Erlendur segir lærdóminn e.t.v.
þann að merkja svæðið betur. Hann
sé nú í sambandi við Umhverfisstofn-
un um að svæðið verði merkt með
fánum þannig að friðaða svæðið fari
ekki fram hjá mönnum.
En hvað með brotið sem liggur
nú á hafsbotni, þarf ekki að reyna
að ná því upp?
„Jú, það er næsta verkefni, að
smíða pall svo hægt sé að ná því upp
og þurrka það. Þetta er halfgerður
kísill þannig að strýtan getur molnað
og ég hef velt fyrir mér hvort kannski
sé hægt að verja strýtuna með lakki.
En þetta kallar á mikla varfærni.“
Hverastrýturnar í Eyjafirði eru
einstakar á heimsvísu. Þær njóta
friðunar sem náttúruminjar á hafs-
botni og er friðunarsvæðið 400 x
1000 metrar. Kafarar frá sumum af
stærstu sjónvarpsstöðvum heims
hafa tekið myndir af fyrirbærun-
um, þ.á.m. National Geographic.
Bob Ballard sem fann Titanic hef-
ur komið hingað til lands vegna
hverastrýtanna svo dæmi sé tekið.
„Strýturnar verða alltaf þekktari og
þekktari innan vísindasamfélagsins
á heimsvísu, okkar strýtur virðast
allt að 40 metrar á hæð sem er með
hærri strýtum sem hafa fundist á
hafsbotni,“ segir Erlendur. a
Komnir á beinu brautina
Norðlenskt metangas til áfyllingar næsta sumar. Hindranir verið yfirstígnar
og þverpólitísk samstaða um 300 milljóna umhverfisvænt samfélagsverkefni
Stjórn Norðurorku samþykkti á
fundi sl. mánudag fjárhagsáætl-
un ársins 2013, þar sem staðfest
er endanlega að verja skuli allt að
300 milljónum króna til framleiðslu
á metangasi sem unnið verður úr
gömlu sorphaugunum á Glerárdal.
„Næsta skref eru kaup á sænskri
framleiðslustöð, búnaði sem er rót-
gróin lausn til vinnslu úr sorphaug-
um. Þetta lítur allt vel út og verk-
efnið er mjög spennandi,“ segir Helgi
Jóhannesson, forstjóri Norðurorku.
Tafir urðu í sumar á framgangi
þegar í ljós kom að vinnanlegt magn
af metangasi á Glerárdal er töluvert
minna en fyrstu rannsóknir gerðu
ráð fyrir. Það breytir því ekki þó að
gasið er vinnanlegt og er stefnt að
því að næsta sumar geti notendur
keypt sér metangas til áfyllingar
á stöð sem vænst er að fáist sam-
þykkt rétt við Möl og sand. „Það er
þverpólitísk sátt um þetta verkefni.
Fram til þessa hefur Norðurorka
verið mest í orkunotkun til heim-
ila en kannski er þetta nýja skref
ekki langt frá okkar grunnstarfsemi.
Við teljum okkur bera samfélagslega
ábyrgð og erum nú komnir á beinu
brautina eftir nokkra kollhnísa,“
segir Helgi.
Ekki liggur fyrir hvaða samstarfs-
og söluaðila fyrirtækið mun fá að
borðinu áður en sala á norðlensku
metangasi hefst. a
Púlstofan lokar
Billjardstaðnum Púlstofunni við
Strandgötu var lokað um miðjan
október. Nýir eigendur, samkvæmt
heimildum blaðsins, eru ótengdir
fyrri rekstraraðilum og hyggjast
opna á ný eftir breytingar eftir ára-
mót.
Akureyri vikublað hefur ítrekað
fjallað um Púlstofuna, bæði vegna
sakasögu mannsins sem staðið hefur
á bak við rekstur Púlstofunnar og
einnig vegna harðra átaka um versl-
unarmannahelgina þar sem lögreglu
og gestum laust saman. a
METANIÐ FER EKKI í bensíntakinn
heldur í sérstaka þrýstikúta.
HÉR SÉST BROTIÐ. Erlendur Bogason
Í ÞESSU SKARÐI var strýtan. Erlendur Bogason
ÁRÉTTING
Að gefnu tilefni skal áréttað að verktakinn Blikk- og tækniþjónustan sem unnið
hefur að viðgerðum vegna hljóðleka í Hofi og getið var um í síðasta tölublaði,
ber enga sök á þeim göllum sem komið hafa fram á húsinu. Skilja mátti það af
frétt blaðsins í síðustu viku og biður blaðið hlutaðeigandi afsökunar.
Annir í sjúkraflugi
Miklar annir voru í sjúkraflugi mánu-
daginn. 29 október. Eftir því sem fram
kemur hjá Slökkviliði Akureyrar
hófst fyrsta sjúkraflugið kl. 08:45 um
morguninn og var flugvélin stöðugt
að til kl 03:30. Flogið var með alls 8
sjúklinga í 6 flugum, en tvisvar sinn-
um voru fluttir tveir sjúklingar í einu.
Það sem af er þessu ári hafa verið
fluttir 417 sjúklingar í 393 flugum. a