Akureyri


Akureyri - 01.11.2012, Síða 21

Akureyri - 01.11.2012, Síða 21
211. NÓVEMBER 2012 AÐSEND GREIN HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS SKRIFAR Vafasöm samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórnarfundur haldinn 16. okt. sl. samþykkti eftirfarandi til­ lögu: “Bæjarstjórn Akureyrar hvet­ ur Ríkisstjórn Íslands til að láta kanna hvaða áhrif fyrir­ hugaðar breytingar virðis­ aukaskatts á gistingu, sem og hækkun vörugjalds af bílaleigubílum hefur á feðaþjónustuna á lands­ byggðinni”. Það kom ekki á óvart að forsvarsmaður að tillögunni var Njáll Trausti Friðberts­ son einn af stærri gistihúsaeigendum hér í bæ. Eyddi hann löngum tíma á fundinum í að tala um ósanngirni á hækkun skattsins en lét líta út fyrir í sínum málflutningi að þarna bæri hann hag bílaleiganna fyrir brjósti. En snúum okkur að gistingunni. Upplýsingar úr fjármálaráðu­ neytinu segja að sl. rúm fjögur ár hafi gistingin fengið 1.6 milljarða í endurgreiðslu á VSK og síðustu upp­ lýsingar þaðan herma að fyrstu 10 mánuði þessa árs sé endurgreiðslan komin í um 400 milljónir, sem þá gera um 2 milljarðar á um 5 árum. Sannarlegur ríkisstyrkur. Og hver borgar, auðvitað almenningur. Ein­ hversstaðar verður að taka pening­ ana. Bæjarstjórnin virðist láta sér þetta vel líka með því að skipta sér af þessu máli. Það eru nokkrir atvinnu­ rekendur í bæjarstjórn Akureyrar og hvað skyldu þeir þurfa að greiða í VSK af sínum atvinnurekstri, eða voru þeir einfaldlega að láta Njál Trausta fífla sig? Gistingin hefur fengið 10 ára að­ lögun til að koma sér fyrir og búa sig undir samkeppni með sinn rekstur og það þætti víða gott. Gistingin hefur notið þeirra forréttinda að greiða aðeins 7% í VSK en öll að­ föng kaupir hún með 25.5% VSK og þar liggur þessi mikli mismun­ ur, eða 18.5% í inn og útskatti. Svo vælir gistingin yfir hækkun á VSK í 25.5% , eða um 18.5% en nú skul­ um við taka tveggja millj­ arða endurgreiðsluna inn í dæmið og algjör óþarfi að hækka verð svo nokkru nemi því gistingin getur fullvel tekið þetta á sig að stórum hluta án þess að velta allri hækkuninni út í verðlagið. Það verður annar atvinnurekstur að gera í meira og minna mæli. Því er óþarfi að reka gistinguna lengur á ríkisstyrk. Ríkisskattstjóri segir að aldrei hafi verið meiri undanskot í ferðaþjónustunni og er sagt að gistingin sé þar engin eftirbátur. Einkennileg afstaða Í skýrslu Hagfræðistofnunar Há­ skóla Íslands segir að núna sé rétti tíminn til að hækka aftur VSK á gistinguna. Er með ólíkindum þegar einn bæjarfulltrúa, Guðmundur Baldvin, lýsir því fjálglega yfir að hann trúi ekki Hag­ fræðistofnuninni, þó svo að önnur stofnun hafi komist að svipaðri niðurstöðu. Athygli vakti einnig á þessum bæjarstjórnarfundi að Logi Einarsson, Samfylkingunni, og Andrea Hjálmsdóttir, Vg, mæltu á móti málflutningi Njáls Trausta en greiddu síðan atkvæði með til­ lögunni, sem sagt 11­0. Og maður spyr: er það svo í bæjarstórn Akur­ eyrar eins og stundum er sagt að “öll dýrin í skóginum séu vinir”. Eitt er víst að gistingin er ekkert of góð til að greiða 25.5% í VSK eins og við hin, sem stöndum í atvinnu­ rekstri og er miður ef bæjarstjórn Akureyrar telur að almenningur geti borgað VSK fyrir gistinguna. TILBÚIÐ DÆMI UM MARGFELD- ISÁHRIF MANNFJÖLDANS Í meðfylgjandi dæmi er litið á höf­ uðborgarsvæðið sem eitt atvinnu­ og þjónustusvæði sem frambjóðendur sækja stuðning til í landskjöri og til samanburðar er þingmannafjöldi þriggja kjördæma svæðisins í núver­ andi kerfi einnig lagður saman. Hver kjósandi merkir við tólf frambjóðend­ ur á einum framboðslista og atkvæði dreifast með sama hætti milli fram­ bjóðenda innan allra svæða. Ekki er tekið tillit til þess að þekktir einstak­ lingar á höfuðborgarsvæðinu gætu sótt atkvæði í til landsbyggðanna og þannig aukið misvægið. Gert er ráð fyrir því að sterkasti frambjóðandinn á hverju svæði njóti stuðnings 90% kjósenda þess flokks. Sá sem rekur lestina hafi fylgi 30% kjósenda en aðrir frambjóðendur dreifist jafnt þar á milli. Þetta einfaldaða dæmi er ekki raunsönn lýsing en sýnir vel hugsan­ leg margfeldisáhrif mannfjöldans á niðurstöður landskjörs samanborið við núverandi kerfi og jafna skiptingu atkvæða milli kjördæma. Í raunveru­ legum aðstæðum gætu áhrifin verið meiri eða minni en í þessu dæmi. Í töflunni má sjá dæmi af ímynd­ uðum stjórnmálaflokki sem fengi 20 þingmenn kjörna miðað við jafnt vægi atkvæða. Miðað við núverandi kosningakerfi fengi þessi flokkur ellefu menn kjörna af höfuðborgar­ svæðinu og þrjá í hverju hinna þriggja landsbyggðakjördæma.Væri þingmönnum flokksins hins vegar dreift á milli kjördæma í samræmi við fjölda á kjörskrá fengi flokkurinn 13 þingmenn á höfuðborgarsvæðinu, tvo í Norðvesturkjördæmi og Norð­ austurkjördæmi en þrjá þingmenn í Suðurkjördæmi. Misvægi atkvæða í núgildandi kerfi felst þannig í til­ flutningi kjörinna fulltrúa flokksins milli kjördæma samkvæmt flóknum reiknireglum en hefur engin áhrif á heildarþingmannafjölda flokksins. Væri landið eitt kjördæmi með persónukjöri fengi höfuðborgar­ svæðið hins vegar alla þingmenn flokksins miðað við ofangreindar forsendur. Tuttugasti þingmaður flokksins væri tuttugasti frambjóð­ andinn á höfuðborgarsvæðinu með 30% kjósenda flokksins á því svæði eða 14.640 atkvæði á bakvið sig. Jafnvel frambjóðandi með stuðning allra kjósenda flokksins í núverandi landsbyggðakjördæmi væri langt frá því að sigra höfuðborgarbúa með stuðning 30% kjósenda á því stóra og öfluga atvinnu­ og þjónustusvæði. Miðað við ofangreindar forsendur væri sterkasti frambjóðandinn utan höfuðborgarsvæðisins í Suðurkjör­ dæmi með 90% stuðning eða atkvæði 9.586 kjósenda. Þótt flokkurinn ætti þrjá þingmenn í kjördæminu miðað við jafnt vægi atkvæða væri sá fram­ bjóðandi með 90% stuðning engu að síður 5.000 atkvæðum frá því að komast á þing í stað frambjóðanda með 30% stuðning á höfuðborgar­ svæðinu. Til að sigra þann frambjóð­ anda þyrfti sterkasti frambjóðandi flokksins í Norðvesturkjördæmi hins vegar að sækja ríflega 8.000 atkvæði út fyrir svæðið til viðbótar við þau ríflega 6.000 atkvæði sem hann fengi í kjördæminu. Hann gæti raunar einnig sigrað ef önnur hlutföll væru honum mjög hagstæð, til dæmis ef fylgi 20. frambjóðandans á höfuð­ borgarsvæðinu færi niður fyrir 13% um leið og og fylgi efstu manna í hin­ um landsbyggðakjördæmunum færi niður fyrir 58%. Líkurnar á því að koma öðrum manni á þing í samræmi við fjölda kjósenda í kjördæminu væru vitaskuld hverfandi litlar. LÝÐRÆÐISHALLI LANDSKJÖRS Í landskjöri þyrftu frambjóðend­ ur á höfuðborgarsvæðinu ekki að höfða til neinna kjósenda á öðrum svæðum til þess að ná kjöri. Þvert á móti væri líklegt að frambjóðandi af höfuðborgarsvæðinu sem tæki upp málstað fámenns svæðis gegn hags­ munum sinnar heimabyggðar myndi gjalda það dýru verði í landskjöri. Til þess að komast á þing þyrfti fram­ bjóðandi af landsbyggðunum hins vegar að sækja sér stuðning langt út fyrir sitt byggðarlag og langt út fyrir núverandi kjördæmamörk. Það er ekki útilokað að slíkur frambjóðandi næði kjöri ef hann hefði mikinn kjör­ þokka, sterk tengsl við höfuðborgar­ svæðið eða fjölmiðla á landsvísu og hófsamar skoðanir á byggðamálum sem féllu íbúum höfuðborgarsvæð­ isins vel í geð. Það hlýtur hins vegar að teljast nánast útilokað að fjöldi þingmanna frá hinum dreifðu byggð­ um yrði í nokkru samræmi við mann­ fjölda eða stuðning frambjóðenda í heimabyggð. Niðurstaða kosninga til stjórnlagaráðs er gott dæmi um slíkan lýðræðishalla en þar náðu einungis þrír frambjóðendur búsettir utan höfuðborgarsvæðisins kosningu í landskjöri með frambjóðendum hvaðanæva af landinu. Í tillögu stjórnlagaráðs felst rót­ tæk og órökstudd breyting á sam­ setningu Alþingis sem ekkert hefur með jöfnun atkvæðavægis að gera og ekki var kosið um sérstaklega í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt henni yrði horfið frá kerfi þar sem landsbyggðakjördæmin hafa sex þingmenn umfram mannfjölda yfir í kerfi þar sem kjördæmakjörn­ ir þingmenn sem sækja umboð sitt til landsbyggðanna yrðu a.m.k. tólf færri en jafnt atkvæðavægi seg­ ir til um. Vegna margfeldisáhrifa mannfjöldans myndu a.m.k. 33 landskjörnir þingmenn sækja um­ boð sitt að mestu til höfuðborgar­ svæðisins til viðbótar við allt að nítján kjördæmakjörna þingmenn höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt yrði Alþingi veitt heimild til þess að afnema kjördæmaskiptingu landsins með einföldum meirihluta og afnema þar með þingmenn sem sækja umboð sitt til landsbyggðanna. Mikilvægt er að spornað verði gegn hættunni á slíku ofríki meirihlutans og leitað verði víðtækrar sáttar um kosninga­ kerfi sem tryggir að Alþingi verði áfram vettvangur fólks með ólíkar skoðanir og mismunandi hagsmuni alls staðar af landinu. a DÆMI UM SKIPTINGU ÞINGMANNA EFTIR SVÆÐUM MIÐAÐ VIÐ NÚVERANDI MISVÆGI ATKVÆÐA, JAFNT VÆGI ATKVÆÐA MILLI KJÖRDÆMA OG PERSÓNUKJÖR Í EINU KJÖRDÆMI HÖFUÐBORGARSVÆÐI NORÐVESTUR NORÐAUSTUR SUÐURSVÆÐI Fjöldi á kjörskrá haustið 2012 152.956 21.409 29.028 33.551 Atkvæði flokks með 20 þingmenn 48.557 6.797 9.215 10.651 Fylgi frambjóðanda #1 90% 43.702 6.117 8.294 9.586 Fylgi frambjóðanda #2 87% 42.172 5.903 8.003 9.250 Fylgi frambjóðanda #3 84% 40.643 5.689 7.713 8.915 Fylgi frambjóðanda #4 81% 39.113 5.475 7.423 8.579 Fylgi frambjóðanda #5 77% 37.583 5.260 7.133 8.244 Fylgi frambjóðanda #6 74% 36.054 5.046 6.842 7.908 Fylgi frambjóðanda #7 71% 34.524 4.832 6.552 7.573 Fylgi frambjóðanda #8 68% 32.995 4.618 6.262 7.237 Fylgi frambjóðanda #9 65% 31.465 4.404 5.971 6.902 Fylgi frambjóðanda #10 62% 29.936 4.190 5.681 6.566 Fylgi frambjóðanda #11 59% 28.406 3.976 5.391 6.231 Fylgi frambjóðanda #12 55% 26.877 3.762 5.101 5.895 Fylgi frambjóðanda #13 52% 25.347 3.548 4.810 5.560 Fylgi frambjóðanda #14 49% 23.817 3.334 4.520 5.224 Fylgi frambjóðanda #15 46% 22.288 3.120 4.230 4.889 Fylgi frambjóðanda #16 43% 20.758 2.906 3.940 4.553 Fylgi frambjóðanda #17 40% 19.229 2.691 3.649 4.218 Fylgi frambjóðanda #18 36% 17.699 2.477 3.359 3.882 Fylgi frambjóðanda #19 33% 16.170 2.263 3.069 3.547 Fylgi frambjóðanda #20 30% 14.640 2.049 2.778 3.211 Þingmenn, núverandi kerfi (ójafnt vægi) 11 3 3 3 Þingmenn, fjögur kjördæmi (jafnt vægi) 13 2 2 3 Þingmenn, eitt kjördæmi (jafnt vægi) 20 0 0 0 MIKILVÆGT AÐ SPORNAÐ verði gegn hættunni á ofríki meirihlutans og að leit- að verði víðtækrar sáttar um kosninga- kerfi sem tryggi að Alþingi verði áfram vettvangur fólks með ólíkar skoðanir og mismunandi hagsmuni alls staðar af landinu. ÞAÐ ER SKEMMTILEGRA að horfa út um suma glugga en aðra. Völundur Hjörleifur Hallgríms

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.