Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 4 BÍLAR Þ að er ekki langt síðan að Skoda fyllti upp í gat á framleiðslulínu sinni með fernra dyra Rapid. Því er það rökréttur leikur að koma í kjöl- farið með hlaðbaksútgáfu í fram- haldinu og vera ekkert að bíða með það. Ísland fær þennan bíl nokkuð snemma því að hann var frum- sýndur í Frankfurt fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan. Í söluk- reppu nýrra bíla skiptir máli að vera með bíla sem sameina marga kosti í góðu verði. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði hann til reynslu kynningarhelgina og komst að hinu sanna í þeim efn- um. Gott rými í aftursætum Útlit Rapid Spaceback er ná- kvæmlega eins og fernra dyra bíls- ins aftur að miðjum bíl. Þrátt fyrir að bera nafn sem felur í sér rými er hann 179 mm styttri en hinn og það sést líka í farangursrýminu. Reyndar er hann með eitt mesta rýmið í flokknum eða 415 lítra sem stækka má í 1.380 lítra með því að fella niður aftursæti. Ókosturinn við það er hversu mikið pláss fer í afturfjöðrun og þess vegna er það frekar þröngt til hliðanna en á móti kemur að það er aðgengilegt. Bæði opnast afturhleri vel upp og gólfið er mjög lágt líka, í aðeins 677 mm hæð frá götu. Það er athygl- isvert fyrir bíl sem er með full- vöxnu varadekki. Einnig má skipta gólfinu þannig að það hækki upp og búa til hólf sem er ekki sýnilegt utanaðkomandi. Einn af helstu kostum bílsins er fótarými í aft- ursætum sem er vel í lagt fyrir bíl í þessum flokki. Aftursætin rúma því ágætlega þrjá fullorðna, jafnvel nokkuð hávaxna því höfuðrými er gott líka. Reyndar er efri brún aft- urhurða í lægri kanti og því þarf að gæta að höfðinu þegar stigið er út. Eins hefði frágangur á Isofix- festingum mátt vera betri en örð- ugt reyndist að koma Isofix- barnabílstól fyrir. Stutt seta í framsætum Í framsætum er ágætis pláss líka en þar er líka setan í stysta lagi sem getur verið óþægilegt á lang- keyrslu. Greinilegt er að hönnuðir Skoda hafa sótt fótaplássið fyrir aftursætin með því að minnka framsætin. Þegar það er haft í huga að hér er um sparibíl að ræða fær maður ekki á tilfinninguna að hér sé einhver naumhyggjubíll á ferðinni, sérstaklega þegar horft er yfir mælaborðið. Efnisval er á pari við bíla í næsta flokki fyrir ofan. Búnaður er með ágætum og má þar til dæmis nefna upplýsingaskjá í miðju mælaborði og bakkskynj- ara en gjarnan hefði mátt bæta við blátannarbúnaði, sem er aðeins fá- anlegur sem aukabúnaður í Eleg- ance pakka. Sem betur fer eru bíl- arnir sem hingað koma ekki með Stop&Go sparbúnaðinum enda hefði hann líklega ekki náð niður í B-flokk vörugjalda með slíkum búnaði hvort eð er. Það fer ekki á milli mála að um dísilbíl er að ræða í akstri því að maður finnur vel fyrir vélinni inni í farþegarýminu. Samt er hann tiltölulega hljóðlátur á því vinnslusviði þar sem hann er að vinna best, eða upp úr 1.500 snún- ingum eða þar um bil. Athygli vakti að reynsluakstursbíllinn var ekki með hlíf yfir vélinni eins og maður á að venjast í Skoda bílum og getur það haft sitt að segja. Góð vinnsla miðað við afl Tilfinning fyrir stýri er með ágætum í Rapid þrátt fyrir að það sé komið með rafaflsstýri í stað vökvastýris með rafmagnsaðstoð eins og í fernra dyra bílnum. Það sparar líka nokkur kíló í viðbót enda er Rapid Spaceback til- tölulega léttur bíll í 1.280 kílóum. Þyngdin er mest frammi í bílnum eins og títt er um dísilbíla og fyrir vikið er hann aðeins undirstýrður. Það verður þó ekki þannig að mað- Skoda Rapid Spaceback Í akstri er Skoda Rapid Spaceback nokkuð skemmtilegur bíll af bíl í sínum flokki. Hefur þar sjálfskiptingin sitt að segja enda hjálpar hún bæði upp á vinnslu og minnkar eyðslu. Það var eins og tilsýndar vantaði eitthvað á þessa vél enda engin hlíf yfir henni þótt sjá megi festingar fyrir hana. Vinnslan í henni er samt góð og hún nýtir aflið til hins ýtrasta með góðri sjálfskiptingu. Skoda Rapid Spaceback Árgerð 2014 • 15 tommustálfelgur • Eiginþyngdkg: 1280ssk • Farangursrými: 415 lítrar • 0-100km/sek: 12,1 ssk •Hámark: 182km/klst • Framhjóladrif •Verð frá: 3.090.000kr •4,4L/100kmíblakstri • Umboð:Hekla •Mengunargildi: 114 gCO2/km • 1,6 lítradísilvél • 90hestöfl/230Nm •7þrepasjálfskipting Skynsamlegur kostur í sölukreppunni Mælaborð er frekar einfalt í Rapid og því ekkert sem kemur á óvart eða er illa staðsett. Það sem mestu máli skiptir er að efnisval er eins og í dýrari bíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.