Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 BÍLAR 7 okkur. Í úrslitariðlinum fór bremsuslanga og var bíllinn bremsulaus allan riðilinn og fram- rúðan svo ónýt að ekkert sást út. Við gerðum okkur lítið fyrir og end- uðum í þriðja sæti sem var merki- lega góður árangur,“ sagði Borgar. Næsta keppni var á Knockhill í Skotlandi sem er braut þar sem mikill hraði er og hentaði íslenska liðinu ágætlega. Þar gekk keppnin vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður og eftir hana var liðið komið upp í fjórða sæti í mótaröðinni. „Við mættum til leiks í annað sinn í fjórðu keppnina á Mallory 2. júní. Þarna gekk okkur svakalega vel í æfingum og tímatökum og unnum einn riðilinn þar sem öll stóru nöfnin voru með. Þessu hafði eng- inn átt von á og eftir þetta komu menn til okkar að skoða hvað þarna væri í gangi. Þetta gat bara ekki staðist að eldgamall Subaru væri að vinna þessi stóru nöfn,“ sagði Borgar ennfremur. Eftir frá- bært gengi yfir daginn brotnaði öx- ull í úrslitunum en þrátt fyrir það var liðið komið upp í þriðja sæti í mótinu. Í þriðja sæti fram í lokamótið Fimmta keppnin fór fram í Ma- asmechelen í Belgíu 21. júlí og upphaflega átti að sleppa þessari keppni. „Þar sem við vorum í þriðja sæti í mótinu og áttum möguleika á að halda því þá var því breytt og haldið til Belgíu,“ sagði Borgar. „Á þessari braut er farið frekar hægt, hún er með kröppum beygjum sem hentaði okkur ekki eins vel og bresku brautirnar en aftur unnum við þá sem við höfum verið í mestri keppni við og styrktum stöðu okk- ar enn betur í þriðja sætinu í mótinu.“ Í keppninni á Lydden Hill 25.-26. ágúst átti að leggja allt undir og stríða ofurbílunum. „Það gekk ágætlega í æfingum og tíma- tökum en í þriðja riðli var keyrt aft- an á okkur og bíllinn snerist og fengum við annan í hliðina á okkur. Bíllinn var mjög mikið skemmdur og var tvísýnt hvort það borgaði sig að laga hann eftir þetta en sem betur fer slapp Jónbi ómeiddur, þökk sé öflugum öryggisbúnaði.“ Sjöunda keppnin fór fram á Pemp- rey 29. september en þar þurfti liðið að notast við varafjöðrun sem var aðlöguð malbiki og hentaði það illa í löngum malarköflum brautarinnar. Náðist þó að halda í við aðra keppendur og halda þriðja sætinu í mótaröðinni. Í síðustu keppninni í Croft 19. október síð- astliðinn hefði liðinu dugað að dóla með og klára keppnina en þá dundi ógæfan yfir. „Fyrst gaf sig hosa í Intercooler og í fyrsta riðli gaf mótorinn sig og þá var æv- intýrið búið. Við náðum þó þeim merkilega árangri að vera eina lið- ið sem hefur verið boðið að keppa frítt í bikarmóti GP rallycross. Þeir voru svo ánægðir með okkur að koma út fyrir hverja keppni og leggja allt í sölurnar að þeir buðu okkur frí keppnisgjöld í bikarmótið í lok tímabils,“ sagði Borgar. Þessi góði árangur íslenska liðsins vakti líka athygli mótorsportspress- unnar ytra og komu tvær opnur um liðið í virtasta rallyblaði heims, Rallycross World. njall@mbl.is Subaruinn hafði í fullu tré við mun nýrri og dýrari bíla í einni stærstu rallý-mótaröð heims, MSA British Rallycross Championship. ssu hafði enginn átt von á og eftir þetta komu óru nöfn,“ segir Borgar Ólafsson. Eftirlíkingar af hjólunum úr Easy Rider er að finna á safn- inu en upprunalegu eintökin hafa verið eyðilögð. Á safninu er að finna þá nýbreytni að gestir geta sest á nokkur hjól sem búið er að stilla upp fyrir myndatöku. blaðið/Njáll Gunnlaugsson TÍMAREIMAR VARAHLUTAVERSLUN VÉLAVERKSTÆÐIÐ Sími: 577 1313 | Tangarhöfða 13 | kistufell.com Gæðavara á góðu verði Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.