Morgunblaðið - 03.12.2013, Síða 5

Morgunblaðið - 03.12.2013, Síða 5
ur fái á tilfinninguna að maður ráði ekki við bílinn þótt lagt sé snöggt á hann í beygjum og munar þar um skrikvörn sem vinnur án þess að ökumaður verði þess mikið var. Að framan er bíllinn með hefðbundna MacPherson fjöðrun og gorma- fjöðrun að aftan með jafnvæg- isstöng. Óhætt er að segja að þessi 90 hestafla vél sé vel að skila sínu því að hann vinnur vel á milli 1.500 og 3.000 snúninga og skilar bílnum í hundraðið á rétt rúmum 12 sekúndum. Munar þar um hina vel þekktu DSG sjálfskiptingu sem er sjö þrepa með tvöfaldri kúplingu og fljót að raða upp gírunum. Eins gerir hún sitt til að spara eldsneyti því að uppgefin eyðsla er aðeins 4,5 lítrar og komst hann nokkuð nálægt því í blönduðum akstri inn- anbæjar, eða 6,4 lítra. Það vottar þó fyrir hiki þegar tekið er af stað en vinnslan er góð um leið og vélin hefur náð tilætluðum snúningi. Á góðu verði sjálfskiptur Keppinautar Skoda Rapid Spaceback myndu helstir vera Kia Cee’d og Hyundai i30. Ef við ber- um saman grunnverð þessara bíla, Rapid, í 3.080.000 kr, Cee’d í 3.370.777 kr og i30 í 2.990.000 kr er Rapid að standa sig ágætlega í samanburðinum. Samanburð- urinn batnar enn til hins betra þeg- ar bornir eru saman sjálfskiptir bílar með dísilvél, þar sem Rapid er boðinn á 3.790.000 kr. Báðir keppinautarnir frá Kóreu skjóta þá hátt yfir það verð, Cee’d á 4.390.777 kr og i30 örlitlu neðar á 4.390.000 kr. Samt er Skoda Ra- pid líklega með bestu sjálfskipt- inguna af þessum bílum. Óhætt er því að mæla með kaupum á Rapid í þessum samanburði, sérstaklega í dýrari útærslunum sem gerir hann að skynsamlegum kosti hérlendis, þar sem fólk kaupir gjarnan sjálf- skipta hlaðbaksbíla. njall@mbl.is Fótarými er gott í Spaceback svo að hann ber nafn með rentu. Samt er sætið fyrir framan stillt fyrir þann sem er að prófa aftursætið. Kostir: Eyðslugrannur, pláss í aftursætum, verð. Gallar: Undirstýrður, stutt seta í framsætum, Isofix- festingar. Framsvipurinn er áþekkur stóra bróðurnum, Octavia, og óneitanlega minnir grillið einna helst á myndarlegt yfirvaraskegg. Farangursrými er þokkalega rúmgott en mætti hafa meira pláss til hlið- anna. Ótvíræður kostur er að lágu gólfi í skottinu sem má hækka. Morgunblaðið/Tryggvi Þormóðss. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 BÍLAR 5 - örugg bifreiðaskoðun um allt land Þú gætir eignast nýjan Spark ef þú drífur bílinn í skoðun! Þeir sem koma með bílinn í skoðun fyrir lok dags þ. 22. des. eiga möguleika að eignast stórglæsilegan Chevrolet Spark sem verður dreginn út þ. 23. des. 2013. Aðalvinningur er splunkunýr Chevrolet Spark árg. 2014 HAPPDRÆTTI GÓÐÞJÓNUSTAOG HAGSTÆÐKJÖR ÁSKOÐUNUM Smáauglýsingar Bílar FALLEGUR OG VEL MEÐ FARINN FRÚARBÍLL Þetta fallega eintak af Audi Q7 árg. 2006 er til sölu. 4.2 bensín, Quattro. Ríkulega búinn, m.a. lykillaust aðgengi, panorama sólþak. Verð 2890 þús. Skipti. gb@sagaheilsa.is Ösp er úr með 8GB Mp4 spilara og fleiru Öspin okkar er 8GB armbandsúr, Mp3, Mp4, útvarp, myndasafn og fl. Verð aðeins 7.500,- Tilvalin jólagjöf. Póstsendum. ERNA, Skipholti 3, s.5520775, www.erna.is Toyota Yaris Sol Árgerð 2011 til sölu. Bíllinn er 5 dyra, sjálfskiptur, ekinn aðeins 17.400 km. Verð 1.950 þús. Engin skipti. Upplýsingar í síma 864 5634. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.