Morgunblaðið - 03.12.2013, Side 8

Morgunblaðið - 03.12.2013, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 8 BÍLAR C itroën C3 Picasso fékk dálitla andlitslyftingu snemma á árinu og ætli ekki megi segja að út- koman sé nokkuð góð. Hann er nokkuð listrænn að framan og vel getur verið að Picasso-áletrunin hafi þar sitt að segja. Bíllinn sem prófaður var er beinskiptur 1,6 HDi, sem er 92 hestafla dísilbíll. Hann mengar í samræmi við lága eyðsluna en í blönduðum akstri má hæglega fara niður í 4,5 lítra á hundraðið. Uppgefið CO2 gildi er 107g á hverja hundrað kílómetra. Þessi 92 hestöfl gera sitt í léttum bíl og kemur hreint út sagt á óvart hversu sprækur bíllinn er. Gott aðgengi og hagkvæm hönnun Rýmið í C3 virðist hugsað til þrautar, enda nýtist það ákaflega vel og fer vel um mann þó svo að seint verði hægt að tala um sér- stök þægindi eða lúxus. Aðrir sjá um það enda alls ekki allir sem sækjast eftir einhverjum munaði í bílum. Maður sest beint inn í bílinn sem er ótvíræður kostur fyrir þá sem þjakaðir eru af bakverkjum eða öðrum óþægindum. Auk þess er bíllinn rúmgóður bæði fram í og aftur í. Farangursrýmið er það sem unga fólkið myndi sennilega kalla „snilld“ því það er snilld- arlega mikið og hægt að fella aft- ursætin niður eftir hentugleik þar sem hvert þeirra er á eigin braut. Í farangursrýminu er plata til að setja upp þegar sætin hafa verið felld niður svo úr verður slétt og samfellt rými og það nýtist býsna vel ef vandlega er raðað. Of einfaldur? Í hraða og hönnunarsirkus nú- tímans má ef til vill spyrja sig hvort eitthvað geti mögulega ver- ið of einfalt. Fólk sem vant er að geta „sync-að“ tónlistarsafnið úr síma í tölvu og úr tölvu í spjald- tölvu, talað við aðra nánast með hugsanaflutningi og ekið bílum sem skynja þreytumynstur öku- mannsins, gæti látið það trufla sig að Citroën C3 Picasso er býsna einfaldur bíll. Í augum margra er það sem er einfalt jafnframt gott. Í augum annarra er afleitt að geta ekki leyft sér munað á borð við að hækka í útvarpinu með vinstri hendi á stýrishjólinu. Það er til dæmis eitt af því sem ekki tókst í C3. Í þægindalýsingu bílsins er sérstaklega tekið fram að hægt sé að tengja iPod og MP3 spilara auk þess sem fjarstýring sé í stýri fyrir hljómtækin. Það fór einhvern veginn framhjá undirritaðri. En vissulega er í bílnum útvarp og geislaspilari. Rafdrifnar rúður eru bæði hjá ökumanni og farþega fram í en ekki aftur í. Helsti mun- aðurinn virðist vera sætahitari í framsætum en býsna erfitt er að lesa á hann því tölurnar eru agn- arsmáar og ekki fyrir nærsýna. Gott útsýni og slappt verk- færasett Í reynsluakstrinum var ekið eft- ir stuttum malarvegarspotta. Vildi ekki betur en svo til að sprakk á framdekki. Slíkt getur alltaf gerst en verst er að ekki komi neitt ljós í mælaborð sem gefur til kynna að ekki sé allt með felldu. Hér skal tekið fram að græjurnar voru ekki í botni og vonandi leið ekki langur tími frá því dekkið sprakk og þar til það uppgötvaðist. Í Evrópureglugerð sem tekur gildi þann 1. nóvember 2014 er gert ráð fyrir að þrýstingsskynjari (TPMS) sé í öllum nýjum bílum. Það er fyrst og fremst af öryggis- ástæðum en auk þess hefur það mikið að segja um eyðsluna hvort jafnt er í dekkjum eður ei. Það er ákaflega sjaldan sem færi gefst til að tjakka bíla upp í reynsluakstri en hér gafst ein- stakt tækifæri til að lyfta C3 upp í miklu roki og dálítilli rigningu. Það er alltaf gaman að skipta um dekk, það er nú bara staðreynd. En mikið skelfing þótti mér aumt að sjá tjakkinn og það sem hon- um fylgdi. Þetta var eins og eitt- hvert pjátur sem helst ætti að fá að vera á sínum stað, undir far- þegarýminu aftur í. Verðið á bíln- um er nokkuð lágt, eða um þrjár milljónir. Ég stórefa að það myndi hækka verð bílsins til muna að láta honum fylgja tjakk sem ekki er eins og dósaopnari. Svo endað sé á jákvæðum nót- um skal dreginn fram hér einn helsti kostur C3 Picasso og hann er ekki lítill: Útsýnið úr bílnum er alveg frábært og þar spila stórt hlutverk vel heppnaðar hlið- arrúður sem sjást á meðfylgjandi mynd. Bílstjórinn getur stillt sæti sitt þannig að hann sjái afar vel yfir allt og þaðan er útsýnið eins og úr jepplingi og er það ótvíræð- ur kostur. Börnin sitja einnig hátt aftur í, gluggarnir liggja lágt og útsýni þaðan því framúrskarandi. malin@mbl.is Gott aðgengi í praktískum bíl Aðgengi er gott í C3 Picasso og bíllinn rúmgóður fram í sem og aftur í. Tekið skal fram að myndin er tekin við bílakirkjugarð skammt frá Selvogum. Umgjörð hraðamælis er einföld og viðmótið skýrt aflestrar. Ekki blasti við hvar tengja ætti iPod og aðra mp3 spilara. Farangursrýmið rúmar heil ósköp, ekki síst ef sætin eru felld niður. C3 er býsna einfaldur að allri gerð, sem kann að þykja ókostur. C3 Picasso stendur undir nafni enda framendinn býsna listrænn að sjá. Malín Brand reynsluekur Citroën C3 Picasso Ljósmynd/Óðinn Kári Stefánsson Tjakkurinn kom að býsna góðum notum þótt aumingjalegur væri. Morgunblaðið/Malín Brand

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.