Monitor - 12.12.2013, Blaðsíða 3

Monitor - 12.12.2013, Blaðsíða 3
Fyrir bragðlaukana Á Laugaveginum spretta upp básar í kringum jólin þar sem seldar eru ristaðar möndlur og Monitor er ekki frá því að sykur- hjúpaðar möndlurnar beri með sér bragðið af jólunum. Allra bestu möndlurnar má reyndar finna í sölu- vagni á Strikinu í Kaupmannahöfn allan ársins hring. Ef enginn sölu- bás verður á vegi þínum er ekki úr vegi að skella í skammt í eldhúsinu heima en bestu uppskriftirnar fást með því að slá „brændte mandler“ upp á dönskuna í leitarvél að eigin vali. Verði þér að góðu. Fyrir Framsýna Hátískuhönnuðir og listamenn framtíðarinnar, nemendur við hönnunardeild LHÍ, standa fyrir jólamarkaði 14. og 15. desember á Loft Hostel við Banka- stræti 7. Þar mun kenna ýmissa grasa enda eru hönnuðirnir jafn margir og þeir eru mismun- andi. Monitor mælir með að þú kíkir við og kaupir eitthvað fallegt undir jólatréð eða bara sem fjárfestingu til framtíðar enda er aldrei að vita nema nemendurnir eigi eftir að verða meðal stærstu nafna hönnun- arheimsins í framtíðinni. Vissir þú að Stekkjastaur kom í nótt? Stekkur var sérstök gerð fjárréttar en Stekkjastaur átti það til að sjúga mjólk úr sauðkindum og þaðan er fyrri hluti nafs hans kominn. fyrst&fremst 3fimmtudagur 12. desember 2013 Monitor b la ð ið í t ö lu M jólauppskriftir frá Evu Laufeyju má finna á síðu 20. 4 gjafir handa þeim sem ekkert skortir má finna á síðu 16. höfundar eru að bókinni STRÁKAR.2 Þegar við erum ósammála fólki er oft freist-andi að kalla það öllum illum nöfnum. Við tökum til vopna og skjótum föstum skotum að persónu viðkomandi sem okkur finnst óþolandi, viðurstyggileg eða heimsk sökum skoðana þeirra. Gætir þú setið undir þeirri skothríð sem samfélagsum- ræðan er? Fólk er ekki skoðanir þess.Skoðanir má hrekja og tortryggja með málefnalegum rökum en það að við séum ósammála einhverjum þýðir ekki að viðkomandi sé verri manneskja en hver annar. Sumir ganga svo langt að halda því framað einhver eigi skilið líkamlegar refsingar fyrir skoðun sína. Slíkar staðhæfingar, um nauðganir, morð eða barsmíðar, eru líklega það ógeðfelldasta og hættulegasta sem fólk lætur út úr sér. Til dæmis hef ég undanfarið orðið vör viðósvífnar og andstyggilegar persónuárásir á Vigdísi Hauksdóttur. Ég er ósammála Vigdísi um svo gott sem allt og mér finnst flestar skoðanir hennar vanhugsaðar og hættulegar því samfélagi sem ég vil búa í. En ég hef engan rétt á að úthúða henni sem persónu, hversu mikið sem það sem hún segir pirrar mig. Það kemur líka engu til leiðar. Lík- lega hugsar hún bara: „Haters gonna hate,“ og hristir af sér hrímið. Ef við, ungt fólk sem eldra,tölum um annað fólk sem hálfvita eða tussur kennir það yngstu kynslóðinni að slík ummæli séu réttlætanleg.Við verðum að líta í eigin barm og gera okkar besta til að vinna að uppbyggilegri umræðu. Skjótum á skoðanir, ekki á fólk. Anna Marsý mOniTOr@mOniTOr.is ritstjórar: Anna Marsibil Clausen (annamarsy@ monitor.is), Jón Ragnar Jónsson (jon- ragnar@monitor.is) (Í fæðingarorlofi) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) blaðamenn: Rósa María Árnadóttir (rosamaria@monitor. is) Hersir Aron Ólafsson (hersir@ monitor.is), Lísa Hafliðadóttir (lisa@ monitor.is) Forsíða: Golli (golli@mbl.is) umbrot: Monitorstaðir auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl. is) Forsíða: AFP myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent sími: 569 1136 ga Monitor EfSt í huga Monitor EfSt í huga Monitor EfS Ert þú með skotleyfi? mælir með... www.facebook.com/monitorbladid Vikan á facebook Gunnar Dofri Ólafsson Tvö snöpp í röð af ungabörnum vina minna. Eru þetta örlögin? 10. desember kl. 19:40 15 Blaz Roca Ég sá einn LÍÚ náunga veiða gamalt snickers upp úr ruslafötu á hlemmi í dag. þessir halar eru hungraðir! 10. desember kl. 17:50 Ásgeir Jónasson Að versla allar mögulegar raðir fyrir 85 milljóna pott Lottó kostar 85.541.040. Þar fór besta viðskiptahugmynd sem ég hef fengið. 7. desember kl. 15:48 ára stýrði Gísli Marteinn fyrst sjónvarpsþætti. 20 Tobba Marinósdóttir Ég ætla að lýsa mig vinalausa! Vinkonur mínar (EIGINLEGA BARA EIN SAMT) eru svikarar - lygasjúkar, hryðjuverkamenn og lausar við siðferðiskennd! Ein þeirra raðaði handerðu konfektmolunum mínum á disk og bauð Völu Matt með orðunum “ég geri allt mitt konfekt sjálf!” LYGARI!!!!!!!!!!!!!! Vala ekki láta ljúga að þér ! 11. nóvember kl. 15:34 Hinn 12.12.12 tóku fjölmargir rekstraraðilar í miðbænum, tónlistarmenn og hönnuðir höndum saman og söfnuðu fyrir jólaúthlutun Rauða krossins í 12 tíma tónlistarmaraþoni og fatauppboði þar sem seld var íslensk hönnun í bland við flíkur úr Rauðakrossbúðinni. Það var Árný Björk Sigurðardóttir sem átti frumkvæðið að viðburðinum en hugmyndin að honum spratt upp í námi hennar í umhverfis- og auðlindafræði. Árný fékk þær Þuríði Rögnu Jóhannesdóttur og Matthildi Þorláksdóttur í lið með sér og nú er leikurinn endurtekinn, en þó með öðru sniði en í fyrra. „Í fyrra var þetta unnið með mjög stuttum fyrirvara,þá höfðum við bara mánuð. Þá var þetta miklu minna í sniðum og í raun er þetta orðinn allt öðruvísi viðburður,“ segir Þuríður og Árný tekur undir. „Það er stórt skref að fara úr litlum sal á Gallerý bar 46 í svona stórt og merkilegt húsnæði sem Gamla bíó er. En á sama tíma er þetta spenn- andi og mjög skemmtilegt að hafa svona mikið pláss því það gefur manni frjálsari hendur til að skapa eitthvað áhugavert.“ Það kennir ýmissa grasa á viðburðinum en auk fata- og hönnunarmarkaðar, tískusýningar og uppboðs verður house-tónlist í aðalhlut- verki. Árný segist líta á house-tónlist sem hluta af hippamenningu samtímans og að umburð- arlyndi, friður og ást gagnvart náunganum ríki á house-samkomum og því sé tónlistarstefnan afar viðeigandi fyrir viðburðinn. „Ég hlakka til að sjá hvernig fólk tekur í dansmaraþonið, Lunch Beat, jógadansinn og danshugleiðsluna,“ segir Matthildur sem hefur tröllatrú á stemmn- ingsgildi tónlistarinnar og vill sjá sem flesta á dansgólfinu. Rauði krossinn á Íslandi sinnir jólaaðstoð fyrir fjölskyldur og einstaklinga um allt land en um 3000 fjölskyldur og einstaklingar nutu aðstoðar Rauða krossins fyrir síðustu jól. Stúlk- urnar segja afar gefandi að geta nýtt áhuga- málin sín, tísku, föt og tónlist, til að hjálpa öðrum en þær hafa sjálfar kafað í gáma Rauða krossins eftir gersemum fyrir fatamarkaðinn. „Rauða kross-búðirnar hafa verið starfræktar um árabil og þær eru lifandi sönnun þess að það eru svo sannarlega ekki bara gamlir íþróttaskór og stuttermabolir í fatagámunum,“ segir Árný og bætir við að það skipti mestu máli hvernig hlutirnir eru settir saman. Þuríður tekur undir og segir ólíkan smekk vinkvenn- anna hafa komið sér vel enda hafi þær dregið fram ýmsar gersemar í sameiningu. Meðal þeirra er forláta Karl Lagerfield-jakki og treyja árituð af Christiano Ronaldo en flíkurnar verða boðnar upp ásamt fjöldanum öllum af íslenskri hönnun. „Fólk á að koma til að njóta þess að gefa og þiggja,“ segir Árný. Hún segir tilvalið að kaupa jólagjafirnar á viðburðinum enda fái allir þeir sem kaupa jólagjafir á fatamarkaðinum eða uppboðinu miða sem á stendur „Allur ágóði af jólagjöfinni þinni rennur til Rauða krossins á Íslandi“. „Þetta er tilvalið tækifæri til að koma sér í jólaskap,“ segir Matthildur glöð í bragði og þær Árný og Þuríður taka undir og hvetja fólk til að koma og upplifa rómantíkina í loftinu á fallegum desemberdegi í fallegu húsi. Þær stöllur Árný, Þuríður og Matthildur standa fyrir hönnunar- og house- maraþoni í dag í Gamla bíói til styrktar jólaúthlutun rauða krossins. gersemar úr gámum rauða krossins Árný Fyrstu sex: 051282 lag á heilanum: Vogue, fæ aldrei nóg af því. Jólalegasta smákakan: Má það vera konfekt? Þá er það kókoskonfekt- ið hennar mömmu uppáhalds ofurhetja: Allar skjaldbökurnar Þuríður Fyrstu sex: 300777 lag á heilanum: Jingle Bells Jólalegasta smákakan: Spesíur uppáhalds ofurhetja: Heman maTThildur Fyrstu sex: 010384 lag á heilanum: Shoulda, með Jamie Woon. Jólalegasta smákakan: Kryddkökurnar hennar mömmu uppáhalds ofurhetja: Hulk, mér finnst hann svo fallega grænn á litinn. M yn d/ Ó m ar

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.