Morgunblaðið - 18.01.2014, Page 20

Morgunblaðið - 18.01.2014, Page 20
SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að reglugerðarbreytingar er varða greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í sjúkraþjálfun, muni draga úr útgjöldum vegna sjúkraþjálfunar sem nemur 100 milljónum króna. Þar af muni gjaldskrárbreytingar spara ríkinu 75 milljónir króna og tilvísunarskylda 25 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari velferð- arráðuneytisins við fyrirspurnum Morgunblaðsins um reglugerðar- breytingarnar, sem tóku gildi um áramótin, en í þeim felst m.a. aukin þátttaka sjúklinga í kostnaði og skil- yrði um skriflega beiðni frá lækni. Í svarinu kemur fram að ráðu- neytið telji þjónustustýringu í heil- brigðiskerfinu nauðsynlega „til að setja faglegar skorður við því hve- nær unnt sé að efna til útgjalda með greiðsluþátttöku hins opinbera“. Þá er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, þar sem m.a. kemur fram að þjónustustýringin verði inn- leidd í áföngum. Læra af reynslunni Sjúkraþjálfarar hafa gagnrýnt til- vísunarskylduna harðlega og benda m.a. á að ólíklegt megi teljast að fólk sem þarf ekki á aðstoð að halda leiti hennar, m.a. vegna kostnaðar. Ráðuneytið segir það ekki hafa ver- ið kannað hvort fólk nýti sér þjón- ustu sjúkraþjálfara að óþörfu og að erfitt væri að standa að slíkri könn- un. „Reynslan af reglugerðarbreyt- ingunni verður því að leiða í ljós hvort tilvísunarskyldan leiði til þess að færri leiti til sjúkraþjálfara en verið hefur og/eða hvort fólk leiti til sjúkraþjálfara án tilvísunar og greiði kostnaðinn að fullu,“ segir í svari ráðuneytisins. Sjúkraþjálfarar hafa einnig bent á að tilvísunarskyldan muni leiða til aukins álags og kostnaðar fyrir heilsugæsluna en 12.000 manns sóttu þjónustu sjúkraþjálfara án beiðna bæði 2012 og 2013. Ef gengið er út frá því að fullt gjald fyrir heimsókn á heilsugæsluna sé 6.800 krónur, líkt og fram kemur í reglu- gerð um ósjúkratryggða, og að kostnaðarhlutur sjúklinga í heim- sókninni sé 1.200 krónur, þá myndi það kosta ríkið rúmar 67 milljónir króna ef 12.000 manns sæktu heilsu- gæsluna til að fá beiðni. Spurningum um álag og kostnað svaraði ráðuneytið þannig: „Ráðu- neytið gerir ráð fyrir að margir þeirra sem hafa leitað til sjúkra- þjálfara án tilvísunar hafi engu að síður farið til heilsugæslulæknis í tengslum við veikindi sín. Það sé því ofmat að reikna með því að þeir sem áður hafa nýtt sér þjónustu sjúkra- þjálfara án tilvísunar verði hrein viðbót í komum á heilsugæslu. Ráðuneytið hefur þó ekki útreikn- inga sem staðfesta þetta.“ Telja þjónustustýr- ingu nauðsynlega  Áætla að margir sæki heilsugæsluna óháð tilvísunarskyldu Morgunblaðið/Frikki Þjálfun Sjúkraþjálfarar eru mjög ósáttir við tilvísunarskylduna. Stálin stinn » Sjúkraþjálfarar undirbúa nú að hætta að starfa eftir rammasamningnum við Sjúkratryggingar en hafa gefið stjórnvöldum frest til 1. febrúar til að koma til móts við þá. » Á fundi sjúkraþjálfara og heilbrigðisráðherra á miðviku- dag lýsti ráðherra vilja til að ræða mögulegar breytingar á útfærslu reglugerðarinnar en lagði áherslu á að ekki yrði dregið úr þeirri aðhaldskröfu sem kveðið er á um í fjárlögum. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2014 Dagur B. Eggerts- son, borgarfulltrúi, sækist eftir efsta sæti á framboðs- lista Samfylking- arinnar í Reykja- vík og að vera í forystu fyrir borg- inni. „Næstu ár verða mjög mikilvæg. Leigumarkaðurinn er í ólestri og við þurfum að hefja byggingu þrjú þús- und nýrra leigu- og búseturétt- aríbúða á næstu þremur til fimm ár- um,“ segir m.a. í tilkynningu frá Degi. „Við þurfum að bæta kjör barnafjölskyldna og horfa á það sem skiptir þær mestu máli, aðbúnað barnanna okkar í skólum, leik- skólum og frístundastarfi. Við þurf- um að stuðla að jöfnum tækifærum allra Reykvíkinga, fatlaðra og ófatl- aðra, hinna eldri og hinna yngri, í öllum hverfum og um alla borg.“ Sækist eftir 1. sæti Sóley Tómas- dóttir, borgar- fulltrúi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða áfram lista VG í Reykjavík. „Á næsta kjörtímabili verður að vinna áætlun um gjaldfrelsi fyrir grunnþjónustu við börn. Það er ein- kennileg hugmyndafræði að rukka barnafjölskyldur um tugi og jafnvel hundruð þúsunda á hverjum mán- uði umfram útsvarið fyrir jafn sjálf- sagða þjónustu og leikskóla og skólamáltíðir. Nauðsynlegt er að endurskoða ágenga nýtingu Orku- veitunnar á Hengilssvæðinu og beina orkuframleiðslu fyrirtæk- isins í átt frá löngu úreltri stór- iðjustefnu. Þá er brýnt að endur- skoða velferðarþjónustu borgarinnar frá grunni,“ segir m.a. í tilkynningu frá Sóleyju. Vill leiða lista VG Kristín Erna Arn- ardóttir óskar eft- ir 4. sæti í forvali Samfylking- arinnar í Reykja- vík sem fer fram 7. og 8. febrúar. „Borgin sinnir mörgum mikilvægum verkefnum. Eitt af þeim er að skapa atvinnulíf- inu hvetjandi umhverfi. List og skapandi greinar eru nú þegar hluti af ímynd Reykjavíkur og á þeim vettvangi eru ótal atvinnu- möguleikar,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá Kristínu. Kritín er nemandi á lokaári til BA-prófs í stjórnmála- og fjölmiðla- fræði í Háskóla Íslands. hefur lengi starfað við kvikmyndagerð og verið kosningastjóri fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Óskar eftir 4. sæti Jón Finnbogason, lögmaður, býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi sem verður 8. febrúar. Í tilkynningu segist Jón leggja áherslu á fjölgun hagkvæmra íbúða fyrir ungt fólk til að tryggja áframhaldandi búsetu þeirra í Kópavogi ásamt ábyrgri fjármálastjórn með markmið um niðurgreiðslu skulda og lækkun skatta á komandi árum. Jón segist einnig telja afar mik- ilvægt að stilla upp lista þar sem sjálfstæðismenn snúi bökum saman og starfi sem einn öflugur hópur á komandi kjörtímabili. Framboð í 4. sæti www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Toppaðu öræ fatindana Alla leið! Skráðu þig in n – drífðu þig út Alla leið! Toppaðu öræfatindana með FÍ Ferðafélag Íslands býður nú upp á metnaðarfulla æfingaráætlun sem byrjar í febrúar og endar á því að ganga á Hvannadalshnúk eða Hrútsfjallstinda í lok maí eða byrjun júní. Akrafjall, Móskarðahnjúkar, Hekla, Fimmvörðuháls, Hvannadalshnjúkur eða Hrútfjallstindar og átta önnur fjöll. Tólf fjallgöngur, sex æfingatímar í Elliðaárdalnum og ganga á annaðhvort Hvannadalshnjúk eða Hrútsfjallstinda. Tveir mögulegir tindar í lokin og tvær helgar til að velja til að toppa. Kynningarfundur í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00, 3. febrúar n.k. Sjá nánar um „Alla leið“ á www.fi.is Stjórnmálaflokkarnir velja nú frambjóðendur á lista fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjör árið 2014 Rafmagn fór af Fáskrúðsfirði um tíma í gærmorgun. Bærinn komst aftur í samband í gær, með varaafli frá dísilrafstöð og um línu frá Stöðvarfirði. Kerfið var þó veikt. Raflínan á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar er á vegum Lands- nets. Slæmt veður var á heiðum og ekki hafði tekist að finna bilunina síðdegis í gær. Vegna slæmra að- stæðna hafði ekki tekist að gera við bilun á Vopnafjarðarlínu en vonast var til að hún kæmist í lag um helgina. Rafmagn er skammtað til þeirra kaupenda sem eru með samninga um ótryggða orku. Ótryggt rafmagn  Bilanir hjá Lands- neti á Austurlandi Raflínur Erfitt er að gera við bil- anir vegna veðurs. Utanríkisráðuneytið aðstoðar nú fjölskyldu Íslendings, sem nýlega var dæmdur í 11 mánaða fangelsi í Kína. Ráðuneytið hefur m.a. óskað eft- ir leyfi til að heimsækja manninn í fangelsi en það leyfi liggur ekki fyrir. Karlmaðurinn, sem er á fertugs- aldri, hefur verið búsettur í kín- versku borginni Dalian. Fram hef- ur komið að maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa slegið leigubílstjóra í andlitið snemma á síðasta ári. Afplánar 11 mánaða fang- elsi í Kína Konur voru 31% stjórnarmanna og karlar 69% í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri í lok nýliðins árs. Árið 2009 var hlutfall kvenna 20% í stjórnum slíkra fyrirtækja og hlutfall karla 80%. Rúmlega helming- ur þessara fyrirtækja, eða 152, upp- fyllir skilyrði laganna um kynjahlut- föll. Kemur þetta fram í nýrri úttekt sem unnin var af Creditinfo fyrir Samtök atvinnulífsins og birt er á vef samtakanna. Kemur þar ennfremur fram að ákvæðið um kynjakvóta í stjórnum nær til hlutafélaga og einkahluta- félaga þar sem starfa 50 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli. Í þriggja manna stjórnum skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Ákvæðið öðlaðist gildi 1. sept- ember 2013 og nær til 287 fyrirtækja um þessar mundir. Fjölga á konum í forystu Í maí 2009 skrifuðu Samtök at- vinnulífsins, Félag kvenna í atvinnu- rekstri og Viðskiptaráð undir sam- starfssamning um að fjölga konum í forystu íslensks atvinnulífs. Var þá sett markmið um að hlutfall hvors kyns yrði ekki undir 40% í lok árs 2013. Á framkvæmd samkomulagsins reyndi í raun aldrei því þegar á sama ári var ljóst að vilji var fyrir því á Al- þingi að setja kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja. Nú uppfylla 53% fyrir- tækja skilyrðin, en í lok ársins 2009 var hlutfallið 23%, að því er fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins. Á undanförnum misserum hafa Samtök atvinnulífsins unnið mark- visst að því að jafna kynjahlutföll full- trúa SA í stjórnum lífeyrissjóða. Af 27 aðalmönnum sem Samtök atvinnu- lífsins skipa í stjórnir níu sjóða eru nú 15 konur en 12 karlar. Konur eru 31% stjórnarmanna  152 fyrirtæki uppfylla skilyrði laga Morgunblaðið/Golli Jöfn staða Löggjöf um kynjakvóta í stjórnum nær til 287 fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.