Morgunblaðið - 18.01.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.01.2014, Qupperneq 22
VIÐTAL Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Kerfið hefur brugðist okkur á allan hátt,“ segir móðir ungs manns sem greindist með Asperger-heilkenni sem barn og leiddist út í fíkniefna- neyslu sem unglingur. Um leið og fíknin náði tökum á honum, þegar hann var 12-13 ára gamall, passaði hann ekki lengur í þau box sem smíðuð hafa verið í heil- brigðiskerfinu og hjá barnavernd- aryfirvöldum hér á landi. Geðheilbrigðiskerfið tók ekki við honum því hann var í neyslu og barnaverndarkerfið veitti litla eða alls enga meðferð við geðrænum kvillum. Hún segir úrræðin sem í boði eru oft vera „geymslur“ þar sem engin meðferð sé í boði. Móðir hans ráðleggur öllum sem lenda í þessari stöðu að flytja með barnið til útlanda, helst til annarra Norðurlanda, en þar hefur fjöl- skyldan reynslu af kerfi sem virkar fyrir börn með greiningar – öfugt við kerfið hér á landi. Þegar þau fluttu út á hans yngri árum, til annars norræns lands, þar sem drengurinn var greindur með Asperger, hafi allt strax farið í gang í kerfinu ytra. Þau voru spurð hvaða úrræði þau vildu og ráðgjafi heim- sótti þau einu sinni í viku í tíu vikur til að segja þeim hvernig þau gætu best nýtt úrræði í kerfinu, þannig að þau kæmu drengnum sem best. „Hér þarftu að grafa þessar upplýsingar upp með töngum. Og ef þú þekkir ekki réttindi þín, þá færðu ekki neitt,“ segir hún. Ytra hafi verið neyðargeðdeild fyr- ir börn en hér sé engin slík. Sérdeild með fimm strákum Asperger-heilkennið er ein tegund einhverfu. Eitt af einkennum þess er að þeir sem eru með það eiga í erf- iðleikum með félagsleg samskipti og það getur til dæmis reynst þeim erf- itt að ráða í hvað fólk er að segja; að ráða í hvað ósköp venjulegar setn- ingar þýða í raun og veru getur vafist mjög fyrir þeim. Móðir drengsins kemur ekki fram undir nafni bæði vegna þess að sonur hennar er að reyna að snúa við blaðinu og líka vegna þess að hún segir að hætt sé við að hann mistúlki allt sem birtist í viðtalinu og snúist af þeim sökum gegn fjölskyldu sinni. Sonur hennar er mikið fatlaður og vísbendingar um að hann ætti við geðrænan vanda að etja komu snemma í ljós. Hann gerði fyrst til- raun til sjálfsvígs þegar hann var sex ára gamall. Þau vildu koma honum í greiningu en biðtíminn var 18 mán- uðir. Foreldrarnir leituðu þá til einkaaðila sem greindu drenginn með þunglyndi og ávísuðu lyfjum til samræmis við það. Það var þó ekki fyrr en fjölskyldan flutti til útlanda þegar hann var að komast á grunn- skólaaldur að hann var greindur með Asperger. Þar tók kerfið þeim opnum örmum. Í borginni þar sem þau bjuggu skiptu skólar með sér verkum; einn var með deild fyrir krakka með of- virkni, annar með deild fyrir ein- hverfa krakka og svo framvegis. Drengurinn komst fljótlega í skóla sem var með sérstaka deild fyrir þá sem voru með Asperger. Í henni voru um 40 börn, fimm í hverjum bekk, og hver bekkur með tvo kennara. „Þetta er gert til þess að þeir verði virkir þegnar í þjóðfélaginu í staðinn fyrir að þeir lendi í fangelsi og verði á fé- lagslegum bótum það sem eftir er, til þess að þeir geti unnið einhvers kon- ar vinnu,“ segir hún. Það hafi marg- sannað sig að börn með Asberger geti verið bráðvel gefin, eins og á raunar við um hennar dreng. Þessi sérdeild hafi verið hluti af öðrum skóla en hún var algjörlega aðskilin frá öðrum deildum skólans og drengirnir sátu ekki kennslu- stundir með öðrum nemendum. „Þetta virkaði,“ segir hún. Drengn- um, sem hafði orðið fyrir mjög slæmu einelti áður hann komst í sérdeildina, leið vel og gekk vel í skólanum. Í fyrsta sinn í mörg ár brosti hann, eignaðist vini og náði að vera lyfja- laus. Hugsanir um sjálfsvíg hurfu en pælingar um framtíðina komu í stað- inn. En Ísland kallaði, af ýmsum ástæðum sem ekki er hægt að rekja hér. Í bráðum vanda á biðlista Fjölskyldan dvaldi ytra í um sex ár. Þegar þau komu heim sóttu þau um fyrir hann í Brúarskóla í Reykja- vík sem er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. „Í fyrra skiptið sem við sóttum um þá var hann ekki með nógu mikla hegð- unarerfiðleika. Í seinna skiptið sem við sóttum um var hann með of mikla hegðunarerfiðleika. Hann hefur aldr- ei passað inn í nein box sem kerfið hefur búið til,“ segir hún. Eftir að hafa leitað sér upplýsinga hjá skólastjórum og kennurum á höf- uðborgarsvæðinu ákváðu þau að sækja um skóla í sveitarfélagi utan Reykjavíkur vegna þess að þeim var sagt að þar væri helst að finna sér- úrræði fyrir krakka eins og hann. Þar var hann settur í bekk með um 30 öðrum krökkum. „Eina sérhæf- ingin eða úrræðið fólst í því að ef hann reiddist í kennslustund eða gerði eitthvað af sér mátti hann fara fram á gang eða inn á bókasafn og jafna sig, en var ekki skammaður,“ segir hún. Skólinn hentaði honum engan veg- inn, enda erfitt að vera með mjög slæma félagslega fötlun í bekk með 30 krökkum. Fljótlega eftir þetta byrjaði fíkni- efnaneyslan. Þá var drengurinn ekki orðinn 13 ára. Hún telur að líklega hafi neyslan staðið í 2-3 mánuði áður en þau hjónin áttuðu sig á hvað var að gerast. „Hann hafði eignast vini. Og barn sem var vant að sitja þunglynt heima í sófa eftir að við fluttum til Ís- lands, var allt í einu orðið glatt,“ segir hún. Hann byrjaði að drekka bjór en fór fljótlega að neyta kannabisefna. Sterku efnin komu síðar. Ástandið varð fljótlega svo erfitt að þau ákváðu að flytja úr sveitarfé- laginu og í úthverfi í Reykjavík. Um leið gerðu þau sitt besta til að fá að- stoð fyrir drenginn en var jafnan sagt að til að komast í meðferð eða grein- ingu þyrfti að bíða í margar vikur á biðlista. „Og á nokkrum vikum getur þú farið úr því að vera með barn sem er í fikti, yfir í að vera fíkill,“ segir hún. Læknir kynnti sér ekki málið Líðan og geðrænt ástand drengs- ins sveiflast. Á þessu tímabili versn- aði þunglyndið, sjálfsvígshugsanir sóttu á og hann tók slæm geðköst, sem síðar voru talin einkenni um geð- klofa. Þau reyndu að koma drengn- um inn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans BUGL en hann var settur á biðlista og komst ekki að. „Það endar með því að ég fer að mæta á BUGL á hverjum einasta degi, með lítil systkini hans með mér og skipti bara á bleyjum á biðstofunni. Síðan spyr ég aðra foreldra sem þang- að koma hvað þeir séu búnir að bíða lengi á biðlista. Ég hóta að gera mál úr því ef fólk er tekið fram fyrir okkur og segi starfsfólkinu að ef drengurinn fremji sjálfsmorð muni ekkert annað koma fram í minningargreininni en að BUGL hafi líf hans á samviskunni, fyr- ir að taka hann ekki að sér. Þetta var mjög leiðinlegt og subbulegt,“ segir hún. Loks hafi drengurinn fengið að tala við geðlækni á BUGL. „Og í fyrsta við- talinu segir geðlæknirinn við hann: Veistu, ég held að þú sért bara ekkert með Asperger. Ég held að greiningin sé ekki rétt.“ Þetta hafi hann sagt eftir að hafa rætt við drenginn í hálftíma. Hún hafi fengið það staðfest hjá lækninum að hann hafði ekki lesið öll þau lækn- isfræðilegu gögn sem hún hafði komið með; skýrslur, greiningar og lýsingar geðlækna. Læknirinn hafi sagt henni að hann væri með svo marga sjúklinga að hann gæti alls ekki lesið öll þau gögn sem fylgdu þeim. Ég gerði þá ekkert annað, sagði hann.“ Nokkr- um árum síðar hafi þessi sami lækn- ir dregið þessa greiningu sína til baka. Þegar þetta gerist voru þau ný- flutt heim frá útlöndum þar sem drengurinn hafði verið í sérmeðferð fyrir Asperger-börn. Við þessa yf- irlýsingu geðlæknisins komst drengurinn í mikið uppnám. Upp- hófust þá margra daga slagsmál á heimilinu þar sem drengurinn sak- aði þau um að telja honum ranglega trú um að hann væri með Asperger. „Við réðum ekkert við hann. Hann réðst bara á okkur,“ segir hún en drengurinn hefur alltaf verið bæði stór og sterkur eftir aldri. Við ferm- ingu hafði hann líkamsburði á við þrekinn, fullorðinn karlmann. Loks var drengurinn lagður inn á BUGL en þar sem hann var ekki móttækilegur og fór ekki eftir fyr- irmælum, svo sem um að reykja ekki innandyra, var hann útskrif- aður eftir tvo daga. „Þeir réðu ekki við hann og okkur var bara sagt að þetta væri tilfelli sem BUGL gæti ekki tekið að sér,“ segir hún. Eftir að fíkniefnaneyslan ágerðist var úti- lokað að koma honum inn á BUGL. „Okkur var bara sagt að tala við félagslega kerfið. Þar var okkur kastað á milli ráðgjafa næstu tvö til þrjú árin,“ segir hún. Árin sem liðu frá því hann var þrettán ára gamall og kominn í fíkni- efnaneyslu og þar til hann varð 18 ára gamall voru sannkölluð eldraun fyrir hann og fjölskyldu hans. „Ég hef ekki tölu á því hversu oft hann var lagður inn á Stuðla eða annars staðar á þess- um árum,“ segir hún. Oft hafi vinir og ættingjar sagt að þau yrðu að henda honum út. „En það er þyngra en tárum taki að láta eigið barn sofa á götunni, í þessu til- felli mjög andlega lasið barn sem skil- ur illa aðstæður,“ segir hún. Hringlað í mjög veikum dreng En þótt dvölin á þessum stöðum hafi gert honum gott og meðferðin oft gengið mjög vel, hafi engin geðræn aðstoð fylgt. Á þessum árum hafi Barnaverndarstofa haft samning við BUGL en eina aðkoma geðlæknisins þaðan hafi verið að skrifa upp á geð- lyf. Fyrir tveimur árum töldu þau hjónin saman hversu mörg meðferð- arúrræði hann hefði verið sendur í á tæplega fimm árum – þau voru alls 29. „Þarna hittir hann fólk sem hefur hlotið mjög misjafna þjálfun og hann Kerfið virkar ekki ef veiku börnin passa ekki í réttu boxin  Fyrst var drengurinn ekki nógu erfiður, síðan of erfiður  Litla aðstoð að hafa á BUGL  Fjölskyldan í herkví 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2014 Nokkrir foreldrar barna sem eiga börn í svipaðri stöðu og drengurinn sem hér um ræðir hafa myndað lít- inn hóp sem stundum hittist og ber saman bækur sínar. Móðir drengsins segir að allir í hópnum kannist við að hugsa stundum hvort ekki væri betra ef barnið þeirra myndi bara deyja. Álagið á foreldrana sé óskaplegt og yngri og eldri systkini líði gríðarlega fyrir ástandið. Oftast nær sé engin lausn í sjónmáli. Ekki einu sinni von um að ástandið muni batna. Það sé heldur ekkert líf sem virðist bíða þessara barna, föst í fíkninni um leið og þau glími við geðsjúkdóma og oft smitsjúkdóma sem þau veik- ist af vegna fíkniefnaneyslunnar. „Þetta er eins og að vera með langveikt barn og þig langar að taka öndunarvélina úr sambandi, bara til að lina þjáningarnar,“ segir hún. „Flestallir í hópnum hafa lent í að börnin hafa reynt sjálfsvíg en for- eldrarnir bjargað þeim en síðan hugsað: Ég vildi að ég hefði ekki stoppað þetta. Og að vera í þessari stöðu er ótrúlega dapurlegt. Við elskum öll börnin okkar það mikið að við getum ekki hugsað okkur að þau þurfi að lifa svona lífi í mörg ár.“ Eftir að þau ákváðu að dreng- urinn gæti ekki lengur búið á heim- ilinu hefur heimilislífið smám sam- an verið að færast í eðlilegra horf. Yngri systkinin geta nú t.d. stundað íþróttir og áhugamál, sem foreldrar þeirra gátu ekki áður stutt þau til. Veikindi sonarins, sem er elstur í hópnum, hafi reynt mjög á þau. „Þeim þykir vænt um hann en eru líka hrædd við hann.“ Óska þess að barnið hefði dáið DAPURLEG STAÐA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.