Morgunblaðið - 18.01.2014, Side 42

Morgunblaðið - 18.01.2014, Side 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2014 Svava Jóhannesdóttir fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Af þvítilefni ætlar hún að halda heljarinnar veislu þar sem margirhafa boðað komu sína. Hún frábiður sér allar gjafir en biður gesti þess í stað að styrkja Líf, styrktarfélag kvennadeildar Land- spítalans. Svava er kennari í Tækniskólanum og kennir þar hár- greiðslu. Þar hefur hún kennt í á fjórða ár. Foreldrar hennar voru þau Ágústa G.M. Ágústsdóttir sjúkraliði og Jóhannes Sævar Jó- hannesson sem var slökkviliðsmaður og pípulagningameistari. Svava á eina dóttur sem heitir Jóhanna María Svövudóttir, sem verður 22 ára í febrúar. „Mín áhugamál eru ferðalög, hér heima og erlendis. Svo finnst mér voða gott að koma í sumarbústað sem ég á í Biskupstungum ásamt systur minni,“ segir Svava sem er borin og barnfædd í Reykjavík og býr í Grafarvogi. Hún dvaldi um jól og ára- mót í borginni Agadir í Marokkó ásamt dótturinni og segir það hafa verið mikla upplifun. Hún fór þó í einn dag til hinnar sögufrægu borgar Marrakech. „Marokkóbúar eru afskaplega stoltir af Marra- kech. Allir spurðu hvort við hefðum komið þangað. Því miður höfð- um við bara tíma í einn dag þar, en ef ég kem þarna aftur þá langar mig að dvelja þar lengur,“ segir Svava sem segir umhverfið hafa verið tilvalið fyrir ferðamenn. „Að vísu voru mér boðin 400 kam- eldýr fyrir dóttur mína. En ég sagði þeim að hún væri priceless gull- moli,“ segir Svava og hlær. Svava Jóhannesdóttir er fimmtug í dag Fimmtug Svava ætlar að halda stóra veislu í tilefni dagsins. Dóttirin verðmæt- ari en kameldýr Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Skútuvogi 1h | 104 Reykjavík | Sími: 585 8900 | jarngler.is Rennihurða- brautir Mögluleiki á mjúklokun Sjálfvirkir hurðaopnarar fyrir húsfélög og fyrirtæki, ásamt uppsetningu og viðhaldi Hurðapumpur Möguleiki á léttopnun Fyrir hurðir og glugga Rafdrifnir glugga- opnarar Óskar Marel Kristjánsson og Birna Kristín Árna- dóttir áttu 50 ára brúðkaupsafmæli 29. desember 2013. Þau giftu sig í Reykjavík 1963 og fluttu til Kali- forníu í Bandaríkjunum árið 1969. Á árunum 1985- 1995 bjuggu þau á Íslandi en fluttu aftur til Kali- forníu þar sem þau eru búsett í dag. Óskar og Birna eiga fjögur börn og tíu barnabörn. Árnað heilla Gullbrúðkaup Reykjavík Vigdís fæddist 7. septem- ber kl. 23.14. Hún vó 4.120 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Elín Ás- laug Ásgeirsdóttir og Vignir B. Ein- arsson. Nýir borgarar Akureyri Magni Freyr fæddist 24. september kl. 11.20. Hann vó 4.242 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Sóley Kristín Sigurðardóttir og Magni Barðason. A uðun fæddist á heimili sínu við Langholtsveg- inn í Reykjavík 18.1. 1954, ólst þar upp í Vogahverfinu en var einnig í sveit á Kaldá í Önundarfirði hjá „Gumma frænda“. Auðun var í Vogaskóla, lauk stúd- entsprófi frá MT 1975, stundaði nám í læknisfræði við HÍ og lauk emb- ættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1983. Á námstímanum var Auðun heilsugæslulæknir í Laugarási í Biskupstungum, í Stykkishólmi, á Akranesi, Þingeyri og á Patreks- firði, var kandídat við Borgarspít- alann, Landspítalann og á Landa- kotsspítala, var deildarlæknir við sérfræðinám á Ninewells Hospital í Dundee í Skotlandi 1988-90 og við Medical School, University of Dun- dee, sinnti almennum skurðlækn- ingum á Royal Sussex County Ho- spital í Brighton 1990-91, var sérfræðingur í almennum skurð- lækningum og við sérfræðinám á Warwick Hospital í Englandi 1991- 92, á Worcester Royal Infirmary 1992-93, á North Staffordshire Roy- al Hospital í Stoke on Trent 1993, á Birmingham Heartlands Hospital 1994 og 1995, á Derriford Hospital í Plymouth og á Royal Wolverhamp- ton Hospital 1995, og á Stafford General Hospital 1995-96. Auðun var sérfræðingur í skurð- lækningum á Birmingham Univers- Auðun Svavar Sigurðsson yfirlæknir – 60 ára Læknahjónin Auðun Svavar og Matthildur á veitingastað í Port Alcudia á Mallorca nú fyrir skömmu. Hreinskiptinn, glaðvær, greindur og vinfastur „Eru hákarlar hér?“ Stefán og Sigurður á siglingu í Cala Formentera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.