Morgunblaðið - 22.01.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.01.2014, Qupperneq 11
Ljósmynd/Einar Grétarsson Náttúrulegt Hér má sjá verk sem geyma öskulög úr Eiríksjökli. Mörg verkanna úr mörg þúsund ára efnivið. að hann hafi ekki getað hætt að hugsa um þessi snið. Þegar eigin- kona hans var að vinna að náttúru- tengdu verkefni í Kennaraháskól- anum, nokkrum árum síðar, skaut hugmyndin um jarðlögin upp koll- inum enn á ný. „Við fórum upp í Mosfellsdal og tókum þar jarðvegs- snið,“ segir Einar. Að taka jarðvegssnið Einar beitir þaulæfðum hand- tökum þegar hann tekur jarðvegs- snið og þarf sannarlega að vanda til verksins til að ekkert fari til spillis. „Þetta gengur svolítið út á það að ég reyni að finna skurði eða rofa- börð,“ útskýrir Einar. „Svo slétti ég það, sker út og síðan felli ég það inn í trékassa sem ég er búinn að búa til,“ segir Einar. Hann notar oft tækifærið þegar verið er að grafa einhvers staðar og fær þá að taka þar snið. Vinnan er töluverð og er henni hvergi nærri lokið þeg- ar sniðið hefur verið tekið. Þvert á móti er það blábyrjunin í gerð lista- verksins. „Ég tek sniðið heim í kass- anum og læt það þorna. Það tekur kannski um þrjá mánuði því maður vill að rakinn fari hægt úr. Þá er kominn hálfleikur og næsti fasi byrjar og ég helli lími yfir þetta. Ég nota sérstakt lím sem hefur reynst vel. Síðan lími ég sniðið á krossvið, risti af því og reyni að fá þrívídd í verkið.“ Einar gætir þess að hafa alltaf efsta lagið úr jarðveginum með í hverju verki, þ.e. það sem er uppi á yfirborðinu. Grasið og ræturnar, mosann eða hvað svo sem kann að vera á yfirborðinu. Ferðalag um söguna Hvert verk um sig er fræð- andi, auk þess sem listrænt gildi þess endurspeglast í samsetningu öskulaganna sem geta verið í ýms- um litum. Hverju verki fylgir skali sem sýnir úr hvaða gosum öskulög- in eru og hversu gömul þau eru. Það er því á vissan hátt undir hug- arflugi hvers og eins komið hversu mikla sögu hvert verk getur sagt. „Þetta er flott uppi á vegg og fræðandi og svo getur þetta verið Íslandssagan,“ segir Einar um verkin sem koma djúpt neðan úr jörðinni og ná býsna langt aftur. Í einu verka Einars gefur að líta snið sem tekið var skammt frá Geysi en á því má sjá 3.000 ára gamalt öskulag úr Heklu. Einnig má sjá annað öskulag úr Heklu og það er 4.300 ára gamalt. Verk Einars eru til sýnis á kaffihúsinu í Álafosskvosinni og verður að segjast eins og er að það er merkileg upplifun að horfa á listaverk gerð úr þrjú þúsund ára gömlu „hráefni“. Minnstu verk Einars hafa ver- ið til sölu í þremur stærðum á Landnámssýningunni Reykjavík 871±2 sem er í Aðalstræti 16 og Listafléttunni Laugavegi 1. Facebook-síðu með fjölda mynda og upplýsingum um þessi sérstæðu verk má finna undir leitarorðinu „neðanjarðar“ eða með því að skanna qr-kóðann hér fyrir neðan. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 verður heimspekikaffi í Gerðubergi með Gunnari Hersveini heimspekingi og Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur sálfræðingi. Efnið sem tekið verður fyrir í kvöld er hugrekki og sjálfs- mynd. Í tilkynningu segir að sá sem tem- ur sér hugrekki sé líklegri til að ná þeim árangri í lífinu sem hann þráir. Hugrekki er lykildygð sem nauðsyn- legt er að læra og æfa. En getur skræfa orðið hugrökk? Hugrekki leikur stórt hlutverk í sterkri sjálfsmynd einstaklinga. Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur, mun fjalla um hug- rekki sem dygð og Dóra Guðrún Guð- mundsdóttir, sálfræðingur og svið- stjóri hjá Embætti landlæknis, mun tengja saman hugrekki, sjálfsmynd og vellíðan út frá sjónarhóli jákvæðr- ar sálfræði. Heimspekikaffið hefur heppnast vel undanfarin misseri en þar er fjallað á mannamáli um mikilvæg efni og viska gesta lokkuð fram með skemmtilegum umræðum. Dagskráin hefst klukkan 20 og eru allir vel- komnir. Heimspekikaffi er að jafnaði einu sinni í mánuði í Gerðubergi Hugrekki og sjálfsmynd – heimspekikaffi í Gerðubergi Gunnar Hersveinn Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Getur skræfa orðið hugrökk? Skannaðu kóðann sjá myndir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.