Morgunblaðið - 22.01.2014, Side 22

Morgunblaðið - 22.01.2014, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Ég vildi taka augnablik og fagna lífi Egils og segja ykkur frá mínum uppáhaldsminning- um. Jafnvel þótt Egill, tengda- pabbi minn, og ég töluðum ekki sama tungumálið þá áttum við skemmtileg tjáskipti yfir árin. Ég Egill Guðmar Vigfússon ✝ Egill GuðmarVigfússon fæddist 18. ágúst 1936. Hann lést 6. janúar 2014. Útför Hans fór fram 18. janúar 2014. get ennþá séð fyrir mér svipinn á hon- um eftir að þeir Skúli kenndu mér að spila kana og ég kallaði hér um bil 13 slagi á hverri hendi! Egill leit á mig með þessu ertu-ekki-að- grínast-augnatilliti og við hlógum öll. Að spila spil og dómínó var frábær aðferð til að mynda góð tengsl. Ég mun aldrei gleyma hversu almennileg- ur og ljúfur maður hann var, sér- staklega í minni fyrstu heimsókn til Íslands þegar ég var að hitta fjölskylduna hans Skúla í fyrsta skipti. Skúli þýddi hvað hann sagði og orðin hans voru svo blíð og góð. Yfir árin, þegar við heim- sóttum ættingja, hef ég notið þess að kynnast manninum sem eigin- maður minn talaði svo vel um, manninum sem hafði þolinmæði Jobs (einn af þolinmóðustu spá- mönnum í Biblíunni), maður sem eiginmaður minn og mágkona kölluðu sinn besta vin. Frábær faðir og trúr eiginmaður. Ég er glöð að hafa þekkt svona mann og verð alltaf þakklát fyrir hversu yndislegur hann var sem faðir. Hann ól upp son sem ég er svo blessuð að kalla eiginmann minn. Skúli er líkur Agli á svo marga vegu. Hann gefur mikið af sér með gæsku, góðmennsku, þolin- mæði, tryggð og ást. Við munum öll hlakka til þess dags þegar við hittumst aftur. Þangað til þá þökkum við Guði fyrir að blessa okkur með tilveru Egils, ekki bara í þessu lífi heldur loforðinu að við munum hittast aftur. Tími þar sem það verður enginn sársauki, engin veikindi, engir sjúkdómar og Egill verður aftur hraustur og sterkur. Ó, því- líkur dagur sem það verður. Ástarkveðja, þín tengdadóttir, Zina Egilsson. Kæri Egill, Fyrstu kynni mín af ykkur Siggu voru svo góð. Mér var tekið opnum örmum, það var komið fram við mig eins og fullorðinn mann og jafningja allt frá fyrsta degi. Ég gleymi líka ekki þegar ég og Harpa komum í heimsókn til ykkar með Íslandsmeistaratitlana okkar. Við vorum mynduð í bak og fyrir, myndirnar stækkaðar og settar upp á vegg. Veggirnir voru þaktir af alls konar minningum og afrekum. Síðustu ár höfum við aukið mikið sambandið. Við áttum alltaf vel saman og þú kunnir vel að meta að ég segði alltaf mínar skoðanir þegar við ræddum málin yfir kaffibolla. Það var orðinn fastur liður að mæta á hverjum sunnudegi í kaffi til ykkar Siggu. Við gátum þá rætt um íþróttir, heimsmálin, pólitík, trúnaðarmál og í raun allt, þú hafðir skoðanir á öllu og hægt var að treysta þér fyrir öllu. Ég trúi því líka að þú hafir alltaf verið smá pólitískt blár inni við beinið. Eftir að þú greindist með ólæknanlegan sjúkdóm var það mitt aðalmarkmið að koma ykkur Siggu vel fyrir og flytja ykkur um set. Eftir öll þín framlög til mín var þetta það minnsta sem ég gat gert. Ég er líka ánægður að hafa náð að gera Garðbæing úr þér og það var okkar sameiginlega markmið að ná að breyta heim- ilisfanginu fyrir kosningarnar um Álftanesið svo þú gætir kosið rétt þar. Nú hefurðu einnig ákveðið að láta jarðsetja þig í Garðakirkju- garði sem segir mér að þér þótti gott að búa í bænum. Það er alltaf gaman að gera gott fyrir fólk sem virkilega er þakklátt fyrir það. Hvort sem það var maturinn sem ég bauð þér í, kökurnar sem ég bakaði eða ann- að, þú varst einfaldlega góður karl sem kunnir að meta litlu hlutina, og sá sem krítiseraðir hlutina á réttan hátt svo ég tók mark á. Takk fyrir allt, Egill, bið að heilsa pabba. Árni Þorvarðarson. Nú ertu farinn, elsku afi minn, og mikið finnst mér það nú skrýt- ið. Ég hef aldrei kynnst dauðan- um áður hjá neinum jafn nákomn- um mér. Þrátt fyrir að maður viti að sú stund komi að allir þurfi að kveðja þennan heim þá get ég ekki sagt að ég hafi verið undir það búinn að þú færir. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var næstsíðustu nótt þína hjá þér á spítalanum með henni Hörpu systur fyrr um kvöldið og síðar um nóttina einn með þér. Þrátt fyrir að þú værir sofandi nánast allan tímann þá fann ég fyrir nær- veru þinni í herberginu. Mér fannst ég vera bjargarlaus eins og ég gæti ekki hjálpað þér en á sama tíma reyndi ég að vera sterkur svo ég gæti verið þér inn- an handar. Þrátt fyrir að ég hefði viljað hafa þig lengur hjá okkur er ég þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þú hefur séð mig vaxa úr grasi frá nýfæddum dreng yfir í fullorðinn mann sem hefur stofnað sína eigin fjöl- skyldu. Ekki eru allir það lánsam- ir að geta sagt það sama. Margar ✝ Gunnar R. Jós-efsson Felz- mann fæddist í Vín- arborg 3. febrúar 1941. Hann lést á líknardeild Land- spítalans Kópavogi 15. janúar 2014. Foreldrar hans voru Jósef Felz- mann fiðluleikari, f. 1910, d. 1976, og Ingibjörg Júl- íusdóttir húsmóðir, f. 1917, d. 1984. Systir Gunnars er Sigrid Anna Jósefsdóttir, gift Yngva Erni Guðmundssyni. Gunnar giftist 22. desember 1963 Hrafn- hildi Björk Sigurðardóttur, fyrrverandi útibússtjóra Lands- banka Íslands. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Sveinsson sjó- maður, f. 1913, d. 1994 og Soffía Steinsdóttir húsmóðir, f. 1913, d. 1996. Barn Gunnars og Hrafnhildar er Anna María tal- meinafræðingur, f. 1964, maki Friðrik G. Friðriksson hús- gagnasmiður, f. 1958. Börn þeirra eru Styrmir, f. 1990, og Hilda Björk, f. 1997. Fyrstu ár ævi sinnar bjó hann ásamt foreldrum og systur í Vínarborg, Austurríki. Hann fluttist til Íslands á sjöunda ald- ursári og bjó lengst af í Vest- urbænum. Eftir að hann hóf bú- skap bjó hann ásamt fjölskyldu sinni í Kópavogi og síðan á Sel- tjarnarnesi í 38 ár. Hann vann sem bifvélavirki og stofnaði ásamt öðrum Kranaafgreiðsl- una hf. þar sem hann vann þar til hann fór á eftirlaun. Útför Gunnars fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 22. janúar 2014, kl. 13. Elskulegur tengdafaðir minn er fallinn frá eftir erfið veikindi. Ég vil þakka honum samfylgdina og tryggðina við okkur. Blessuð sé minning hans. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Tengdamóður minni vil ég votta innilegustu samúð. Starfs- fólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi vil ég þakka fyrir ein- staka alúð og umönnun í hans garð. Friðrik G. Friðriksson. Elsku afi okkar er látinn eftir erfiða sjúkdómslegu. Nú þegar við kveðjum afa hugsum við til baka og rifjum upp ýmsar minn- ingar. Þar sem afi og amma búa í nágrenni við okkur þá var mikill samgangur á milli heimilanna. Afi var alltaf tilbúinn að keyra okkur í og úr skóla og í þær tómstundir sem við stunduðum. Oftast söng hann með lögunum sem spiluð voru á Gullbylgjunni. Hann var í hestamennsku til margra ára, en þegar við stigum okkar fyrstu skref í hestamennsku þá var hann hættur. Hann hafði samt sem áður alltaf gaman af því að fylgjast með okkur og hestun- um. Afi hafði mjög gaman af því að ferðast og fór hann og amma víðs vegar um heiminn. Við fengum iðu- lega kort og gjafir frá þessum fjar- lægum löndum. Okkur eru minn- isstæðar ferðirnar sem við fórum í með honum og ömmu til Spánar, þar sem þau áttu hús. Þar var ým- islegt brallað; hjólað, siglt, farið á ströndina, í tívolí, á go kart bíla og margt fleira. Afi hafði mjög gaman af því að horfa á teiknimyndir og þegar við vorum yngri þá eyddum við mörg- um skemmtilegum stundum í að horfa á teiknimyndir eða spila ol- sen olsen um leið og við borðuðum ristað brauð með steiktu eggi og skinku. Síðustu ár voru afa erfið og þá fengum við tækifæri til að keyra hann þegar á þurfti að halda. Við viljum kveðja elsku afa okkar með þessu ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín afabörn. Styrmir og Hilda Björk. Hvað vitum við um þá sem við göngum með í lífinu? Við teljum okkur þekkja okkar nánustu fjöl- skyldumeðlimi, vini og vinnu- félaga. En er það svo? Gunnar mágur okkar og svili sem við kveðjum í dag átti eigin- leika sem fáir vissu um. Auðséð var að þar fór einstakt snyrtimenni, því þrátt fyrir að vinnuumhverfi hans krefðist ekki jakkafata í hlýlegu umhverfi var hann alltaf hreinn og snyrtilegur til fara. Við þekktum líka vandvirkni hans og nákvæmni í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Gunnar var ekki heldur það sem kallað er opinn, um þá hlið sá systir okkar og mágkona. Gunnar hafði til að bera næmni listamannsins eins og hann ber kyn til. Hann hafði næmt tóneyra og hafði ánægju af ólíkum tónlist- arstefnum svo sem klassískri, stríðsáratónlist, djassi eða gítar- tónlist sjötta áratugarins. Það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að ræða við hann um tónlist. Hann gat til að mynda hæglega greint á hvaða tegund gítars var spilað í hinum mismunandi lögum. Hann hefði eflaust geta orðið mjög fær tónlistamaður og jafnvel listmál- ari, hefði umhverfi og aðstæður verið á annan veg. Við höfðum það oft á tilfinning- unni að Gunnar passaði ekki inn í íslenskt veðurfar og matarmenn- ingu. Hann naut þess að vera sólar- megin í lífinu í þess orðs fyllstu Gunnar R. Jósefs- son Felzmann ✝ Ástkær faðir okkar, afi, sonur og bróðir, MAGNÚS ÞÓRÐARSON, lést miðvikudaginn 15. janúar. Útför hans fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 24. janúar kl. 14.00. Helga Sjöfn Magnúsdóttir, Jakob Sigurðsson, Þórður Ingi Magnússon, Ásdís Halldórsdóttir, Alma Dögg Magnúsdóttir, Sjöfn Ísaksdóttir, Þórður Magnússon, Haukur V. Gunnarsson, Ísak Þórðarson, Harpa Þórðardóttir, Ingibjörg R. Þórðardóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR, Sólheimum 22, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 11. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A-3 á Grund fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Þökkum sýnda samúð og hlýhug. Eyjólfur Bergþórsson, Nanna Bergþórsdóttir, Ólafur Kjartansson, Andrés Andrésson, Andrés Andrésson, Íris Andrésdóttir, Anna Rut Guðmundsdóttir, Bergþór Andrésson, Erla Björk Tryggvadóttir, Kjartan Ólafsson, Alicia-Rae Ólafsson, Berglind Ólafsdóttir, Björgólfur G. Guðbjörnsson, Jóhanna Lóa Ólafsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, mamma, tengda- mamma, amma, langamma, systir og mágkona, GUÐRÚN HALL, Fögrubrekku 3, Kópavogi, lést laugardaginn 18. janúar á Landspítalanum. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 27. janúar kl. 13.00. Agnar Einarsson, Brynhildur Agnarsdóttir, Sveinn Þorsteinsson, Erna Guðrún Agnarsdóttir, Þorlákur Björnsson, Garðar Agnarsson, Sigríður Pétursdóttir, Hjördís Hall, Sigurjón Stefánsson, Jónas Hall, Ólafía Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA BENEDIKTSDÓTTIR, frá Þverá, Öxarfirði, Aflagranda 40, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 19. janúar. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. janúar kl. 13.00. Rósa Valtýsdóttir, Bára Valtýsdóttir, Ragnar Jónsson, Björg Valtýsdóttir, Kristinn Pálsson, Óskar Valtýsson, Guðbjörg Rannveig Jónsdóttir, Valdís Axfjörð, Már Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALNÝ BÁRÐARDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 17. janúar. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 29. janúar kl. 13.00. Helgi E. Helgason, Ásdís Ásmundsdóttir, Gísli Már Helgason, Gunnar Hans Helgason, Sigrún Þórðardóttir, Ásdís Stefánsdóttir, Sigurður Helgason, Anna Ólafsdóttir, Bárður Helgason, Svanhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, SIGMUNDUR EIRÍKSSON pípulagningameistari, Sléttahrauni 15, Hafnarfirði, lést á bráðadeild Landspítalans, Fossvogi, fimmtudaginn 16. janúar. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 27. janúar kl. 15.00. Margrét Sigurðardóttir, Sigríður Lilja Sigmundsdóttir, Sigurður Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI JÓN HERMANNSSON framkvæmdastjóri, Sóltúni 2, áður til heimilis að Haðalandi 8, Reykjavík, lést mánudaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 23. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Hjörtur Gíslason, María Bjarnadóttir, Margrét Gísladóttir, Sigurður Þorsteinsson, Hermann Gíslason, Ásta Finnbogadóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.