Morgunblaðið - 22.01.2014, Page 28

Morgunblaðið - 22.01.2014, Page 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Lágkolvetnabrauð Kolvetnasnautt & prótínríkt Lágkolvetnabrauð er sérlega bragðgott og skemmtileg viðbót í brauðaúrvalið okkar. KOMDU OG SMAKKAÐU Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Aðstæður heima fyrir eru kannski ekki eins og best verður á kosið en þeim má breyta ef vilji er fyrir hendi. Haltu því besta, hentu afganginum. 20. apríl - 20. maí  Naut Allt sem þér leiðist drepur niður frum- kvæði þitt. Láttu það líka eftir þér að bregða svolítið á leik. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Taktu tillit til samferðamanna þinna og þeir munu virða þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér liggur margt á hjarta þótt kannski sé ekki viðeigandi að segja það. Vertu óhrædd/ur við að reyna eitthvað nýtt, annars muntu staðna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gættu þess að stökkva ekki upp á nef þér af minnsta tilefni. Þér finnst þú hvatvís og frjáls þegar þú hefur útbúið plan. Draumar þínir rætast fyrr en þú heldur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér hættir til að telja þig vera yfir aðra hafin/n sem er ekki gott. Ef þú ert for- eldri, hafðu þá í huga að uppeldi er lang- hlaup. 23. sept. - 22. okt.  Vog Eru peningarnir af skornum skammti? Þótt svarið sé ekki eindregið já er betra að halda aftur af sér í eyðslunni. Ekki örvænta, samband þitt við ástvin kemst brátt í samt lag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er komið að því að fjárfesta. Leggðu þig fram um að halda heimilis- útgjöldum í lægri kantinum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Einbeittu þér að því sem máli skiptir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að fá útrás fyrir sköp- unarhæfileika þína og þarft að finna þeim út- rás. Leikaraskapur er þér ekki að skapi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er lofsvert að láta sig varða um annarra vandamál. Aðstæður eru góðar til þess að eiga samræður við yfirboðara og biðja um launahækkun. Farðu þér hægt í um- gengni við hitt kynið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur skuldbundið sjálfa/n þig til stórra hluta og ættir nú að segja stopp. Taktu skref aftur á bak og skoðaðu málin í rólegheitum. Í verðlaunabók Bjarka Karls-sonar Árleysi alda sem kom út fyrir jólin var meðal annars lagt út af vísunni um afa sem fór á honum Rauð. Nú bætir hann við í léttum dúr í bálki sem sannarlega á erindi í Vísnahornið: Óhróður um afa sinn yrkja menn og blogga: „æ, birtu það ekki Blöndal minn, blessaður í Mogga.“ Í fangelsi hann, frétt ég hef, fullur jafnan lenti. Blöndal, ég verð barinn ef birtist þetta á prenti. Eftir karlinn allmörg lá yngismærin gravíð. Birta ekki Blöndal má í blaðinu hjá Davíð. Bjarki fékk kveðju frá umsjón- armanni í gær: Ef að drekkur afi romm á yngismeyjar leitar. Önnur hver er orðin bomm og amma nýjan deitar. Þér ég vil í þetta sinn þakka efni bragsins birtist skúbbið Bjarki minn í blaði morgundagsins. Höskuldur Jónsson tekur aðra af- stöðu en Bjarki: Afar mínir, englum líkir aldrei sváfu þeir á ská. Bændasjómenn börnum ríkir Blöndal þetta skrifa má. Hjálmar Freysteinsson prjónar við í samræmi við tíðarandann: Afi minn fór á honum Rauð, æstur Snati gelti, að sækja bæði sykur og brauð sennilega úr spelti. Og Friðrik Steingrímsson: Aldrei sótti afi brauð eða sykurmola. Átti heldur engan rauð né annan taminn fola. Hólmfríður Bjartmarsdóttir tek- ur upp hanskann fyrir afana: „Nú ætla ég að fara að dæmi Friðriks og hætta að skrökva upp á afana mína. Afi Guðmundur: Í alvöru, var afi minn ekki fyrir kökur. Prúður sat með pennann sinn og páraði ljóð og stökur. Afi Sigfús, barnfóstra móður minnar. Í alvöru var afinn hinn aldrei latur maður. Hélt utan um hópinn sinn hress og jafnan glaður.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is VÍSNAHORN Af fangelsi, yngismeyjum og Morgunblaðinu Í klípu „ÉG HEF ÁHYGGJUR AF ÖMMU. HVAÐ EF ÉG ÁKVEÐ AÐ EIGNAST BÖRN ÞEGAR ÉG VERÐ ELDRI? VERÐUR HÚN HÉR TIL AÐ ALA ÞAU UPP?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SLAPP NAUMLEGA FRÁ SÍÐASTA VIÐKOMUSTAÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem hjúkrar þér aftur til heilsu. BJ ÖR GUM H E I M I N U M ÉG ER HRÓLFUR HRÆÐILEGI OG ER HINGAÐ KOMINN TIL AÐ SITJA UM KASTALANN ÞINN! VIÐ ERUM BÚIN AÐ PANTA FRÍ TIL SPÁNAR Í FEBRÚAR ... ... GETURÐU KOMIÐ AFTUR ÞÁ OG PASSAÐ HÚSIÐ? HÆ, LÍSA! HVAÐ SEGIR DÚLLU-SNÚLLU- BOLLU-ROLLAN MÍN? JÁ, ÉG SKAL FINNA BETRA GÆLUNAFN. BYRJANDI. Víkverji er ekki í hópi þeirra, semóttast að íslenska sé að deyja út vegna erlendra áhrifa og enska muni taka völdin. Þetta segir hann þó að tungumál, sem mun fleiri hafa á hraðbergi en íslensku, séu talin í hættu. Ástæðan er einfaldlega sú að hér er öflug útgáfa og fjölmiðlun á íslensku. Vissulega geta flestir Ís- lendingar bjargað sér á ensku, en þar með er ekki sagt að þeir tali ensku eins og móðurmál sitt. Vík- verji getur hins vegar ekki lofað hreintungumönnum því að málið muni standa í stað óbreytt um ókomna tíð og myndi reyndar hrylla við þeirri tilhugsun ef hún hvarflaði að honum. Víkverja finnst að tung- an verði að vera móttækileg fyrir breytingum og opin fyrir nýjum orðum, sem sum munu halda velli, en önnur hverfa og gleymast vegna þess að þau létu ekki nógu vel á tungu eða í eyrum. x x x Ýmislegt veldur Víkverja þófurðu. Hann hefur til dæmis tekið eftir í tilkynningum að verslunarnafnið Útilíf er ekki beygt. Haldin er útsala í Útilíf, en ekki Útilífi. Víkverji þarf að beita sig þvingunum til að láta vera að beygja orðið og á bágt með að trúa að þetta sé í samræmi við almenna máltilfinningu. x x x Ýmis hugtök getur verið erfitt aðþýða úr útlensku á íslensku án þess að umorða. Stundum eru til þýðingar, en þá þarf að láta upp- runalega orðið fylgja með til þess að lesandinn átti sig á til hvers er vís- að. Víkverji heldur að ekki séu mörg dæmi um orð, sem ekki eigi sér hliðstæðu í erlendum málum, nema þá helst lýsingar á veðurfari. Hann er þó ekki frá því að orðið landkynning sé einstakt. Í það minnsta hefur hann ekki rekist á það í þeim tungumálum sem hann þekkir og veltir hann því fyrir sér hvers vegna Íslendingar eru svo uppteknir af því hvernig kynningu land þeirra fær í útlöndum að allt getur farið á hliðina út af hlutum, sem enginn tekur eftir þegar komið er út fyrir landsteinana. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.