Morgunblaðið - 22.01.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 - örugg bifreiðaskoðun um allt land Þú gætir eignast nýjan Citigo ef þú drífur bílinn í skoðun! Þeir sem koma með bílinn í skoðun hjá Frumherja eiga möguleika að eignast stórglæsilegan Skoda Citigo sem verður dreginn út þ. 1. júlí 2014. Happdrætti Aðalvinningur er splunkunýr Skoda Citigo árg. 2014 Ítalski hljómsveitarstjórinn Claudio Abbado er látinn í heimaborg sinni Bologna, áttræður að aldri. Abbado var einn áhrifamesti hljómsveitar- stjóri síðustu hálfrar aldar, dáður jafnt af áheyrendum sem hljóðfæra- leikurum, fyrir skýra sýn á tónlist- ina og einstaka ljúfmennsku í sam- skiptum við alla. Abbado var um langt árabil tón- listarstjóri Scala-óperunnar þar sem hann hóf störf árið 1960. Árið 1986 tók hann við hljómsveit Vínaróper- unnar auk þess að vera árið 1989 kjörinn af meðlimum Berlínarfíl- harmóníunnar til að vera aðalstjórn- andi hennar og gegndi hann stöð- unni til 2002. Meðal annarra helstu starfa Abbado má nefna að hann stýrði Lundúnasinfóníunni á ár- unum 1979 til 1988, og vakti þá sér- staka athygli fyrir flutning verka Gustavs Mahler, og þá var hann um tíma gestastjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Chicago. Upptökur hljómsveita sem Ab- bado stjórnaði nutu alla tíð mikillar hylli en hann hljóðritaði í fyrsta sinn fyrir Deutsche Grammophone árið 1967. Tónlistarfræðingar og gagn- rýnendur kepptust í gær við að lofa framlag hans til klassískrar tónlistar og höfðu margir á orði að fráfall hans skildi eftir skarð í tónlistar- heiminum sem erfitt yrði að fylla. Í fyrra skipaði ítalska ríkið Ab- bado fulltrúa í öldungadeildinni til æviloka. Síðasta áratug glímdi hann við vanheilsu og þurfti að fresta nokkrum verkefnum af þeim sökum. Engu að síður vann hann að síðustu upptökum sínum fyrir Deutsche Grammophone seint á liðnu ári. Hljómsveitarstjór- inn Abbado látinn  Stýrði mörgum helstu hljómsveit- unum síðustu áratugi EPA Stjórnandinn Abbado stjórnar Fíl- harmóníuhljómsveit Berlínar 2001. Nú er síðasta vikan sem unnt er að sjá sýningu Önnu Maríu Lindar Geirsdóttur í SÍM salnum, Hafn- arstræti 16. Sýninguna kallar hún Gallabuxur og bolir og eru text- ílverkin ofin sérstaklega fyrir rým- ið, úr gallabuxum og bolum. Sýn- ingin er framhald sýningarinnar Bómullartuskur sem Anna María var með í sal Grafíkfélagsins fyrir tveimur árum. Byggist hún á pæl- ingum um þennan fatnað verka- manna sem þróaðist síðan í að verða föt uppreisnargjarnra ung- menna með Marlon Brando og James Dean í fararbroddi. Í fram- haldinu varð þetta tískufatnaður og er enn. Anna María kveðst vera mótmæl- andi og klæðist ullar- og gore-tex- fötum í sínum mótmælum en skap- ar list úr gallabuxum og bolum. Textílverk Hluti tveggja verka á sýningu Önnu Maríu í SÍM húsinu. Úr bolum og gallabuxum Eins og fram hef- ur komið hefjast síðar í mánuðinum upptökur á bresk- um sjónvarpsþátt- um í Fjarðabyggð. Meðal leikara er hin danska Sofie Gråbøl, sem lands- menn þekkja mæta vel af skjánum úr dönsku þáttaröðinni Glæpnum. Þegar því verkefni lýkur stígur Gråbøl á svið í Edinborg og leikur þar Margréti Danadrottningu, eig- inkonu James III, í þremur nýjum leikritum um konunga Skotlands á 16. öld. Verða þau meginefni dag- skrár Þjóðleikhúss Skota í vor. Með- al annarra leikara eru Blythe Duff úr Taggart-þáttunum. Gråbøl sem Danadrottning Sofie Gråbøl Saxófónninn er seiðandi íupphafslagi disksins Bláttlíf , samnefndu, og hryn-urinn af fönkættinni er ríkti á gullaldarárum Hammond- organistanna. Þar er Hammond- konungur norðursins, Þórir Bald- ursson, í aðalhlutverk eins og á diskunum tveimur sömu ættar er hljóð- ritaðir voru 2007: Bláir skuggar og Blátt ljós. Þessi diskur er ekta djassdiskur upp á gamla mátann. Tekinn upp á fimm tímum er Jacob Fischer var hér í heimsókn í fyrra. Í stað Jóns Páls og Péturs Öst- lund eru yngri menn á gítar og trommur: Jacob Fischer, hinn danski, og Einar Scheving. Þeir standa fyllilega fyrir sínu; Jacob ei- lítið klassískari en bíboppmeist- arinn Jón Páll og Einar kraftmikill en léttur í sveifunni, sem m.a. ríkir á sálarsinnuðum ópus tvö „Þegar dimmir, dagur er í nánd.“ Tvö lög er Stefán Hilmarsson söng á skyldri skífu með Sálgæslunni er hér að finna. Hina tilfinningaríku ballöðu „Áramót“ sem Sigurður blæs glæsilega svo og „Þegar neyð- in er stærst“, sem er af poppaðri ætt. Lögin á diskinum eru 11 og loka- lagið „Einn fyrir alla og allir fyrir einn“ mollblús undir hræruhryn einsog Jóhannes Eggertsson kallaði „shufflerýþmann.“ Þar er Sigurður dálítið villtari en oftast og minnir svolítið á Sigga fyrir tuttugu árum. Það er bara gaman. Þó að tónn Sigurðar hafi í tím- ans rás líkst meir og meir Art Pep- per, Desmond og þeim köppum, er hann blúsblásari af bestu sort og óspar að játa Hank Crawford virð- ingu. Hér í „Hankaður“ en á disk- inum Bláum skuggum í laginu „Stígum á stokk.“ Þarna læðist Earl Bostic einnig inn í spunan, þó á varfærnari nótum en hjá Rúnari Georgssyni. „Bankablús“ er dálítið öðruvísi leikinn en hinir ópusarnir, því Jacob Fisher bregður fyrir sig gítarleik í anda gömlu Mississippi- blúsaranna. Á Bláum skuggum hét upphafs- lagið „ Kvíabryggja“ og var byggt á „Brother can you spare a dime“, hér er lag sömu ættar: „Þú ert ást- in mín“ og leitar Sigurður víða fanga eins og Matt Dennis gerði í „Angel eyes“, en styrkur beggja felst í endurómnum af „St. James Infirmary“. Þetta er feikivel blásið af Sigurði og sannar enn og aftur að fyrsta klassa djass byggist ekki á frumlegri lagasmíði fyrst og fremst heldur tilfinningu fyrir innsta eðli djasstónlistarinnar. Siggi Flosa á fimmtugsafmæli í dag. Það er gaman að hafa átt þess kost að hlusta á hann frá því hann var 17 ára og hóf að spila með Nýja kompaníinu þar sem Tómas R. Ein- arsson var á bassanum. Áður hafði hann leikið með Swing bræðrum og hóf þar djassferilinn. Hann hefur gefið út einar 26 skífur, ýmist undir eigin nafni eða í samvinnu við aðra og auk þess leikið á fjölmörgum skífum annarra tónlistarmanna og stjórnar nú Stórsveit Reykjavíkur auk þess að halda tónleika víða um heim, ýmist sem gestasólisti eða með eigin hljómsveitum. Tónsmíðar hafa alltaf verið stór þáttur í tónsköpun hans ekki síður en spuninn og sérstaklega hefur honum tekist vel upp í ballöðum. Ís- lenskir djassleikarar mættu gjarn- an hafa bestu lög hans oftar á efnis- skrá sinni. Í tilefni dagsins mun Sigurður halda tónleika í Norður- ljósasal Hörpu í kvöld og þar leika Þórir, Jacob og Einar með honum og djassdívurnar Andrea, Kristjana og Ragga Gröndal syngja. Það er óhætt að óska íslensku tónlistarlífi til hamingju með Sigga Flosa fimmtugan! Morgunblaðið/Einar Falur Afmælisbarnið „Þó að tónn Sigurðar hafi í tímans rás líkst meir og meir Art Pepper, Desmond og þeim köppum, er hann blúsblásari af bestu sort,“ skrifar rýnir um leik Sigurðar Flosasonar. Blátt líf kemur út í dag, á fimm- tugsafmæli hans, og er „ekta djassdiskur upp á gamla mátann“. Flosason blúsar fimmtugur Geisladiskur Blátt líf bbbbn Sigurður Flosason altósaxófón, Þórir Baldursson Hammond-orgel, Jacob Fischer gítar og Einar Scheving tromm- ur. Tekið upp í Stúdíói Sýrlandi 18. júni 2013. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.