Morgunblaðið - 24.01.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2014 lingur kemur t.d. með verk í kjálka hvort vandamálið er í kjálkanum eða hvort verkurinn stafi út frá vanda- máli í heila, meðferðirnar við sjúk- dómsgreiningunni eru mjög ólíkar.“ Hvaða meðferðir duga við lang- vinnum stoðkerfisverkjum? „Það sem við höldum að valdi þess- um vandamálum út frá heila eru ólík taugaboðefni sem stjórna sársauka- næmninni. Hægt er að gefa lyf til að hækka eða lækka taugaboðefnin. En fyrir utan lyfjagjöf er lífsstílsbreyting kannski stærsti þátturinn í átt að bata. Svefn og hreyfing er mjög mik- ilvæg og að draga úr stressi. Endur- hæfingarprógram er meðferðin sem hentar best við langvinnum stoðkerf- isverkjum,“ segir Clauw. „Ein ástæð- an fyrir því að við viljum vekja athygli almennings á þessum verkjum er að þeir sem græða mest á breyttum lífs- stíl eru þeir sem greinast snemma í ferlinu.“ Viðhorfið til þeirra sem hafa þjáðst af langvarandi stoðkerfisverkjum er oft að þeir séu að ímynda sér verkinn, eigi að hætta að kvarta og halda áfram. Aðeins eru um tíu til fimmtán ár síðan sýnt var fram á að verkirnir væru raunverulegir og tengdir heila- starfseminni. „Í flestum löndum hrjáir vefjagigt um 5% þjóðarinnar. Það er mikilvægt að fræða sjúklinginn um hvað á sér stað í líkama hans og hvernig hann ætti að bregðast við því. Sjúklingur hefur kannski verið síðustu 20 ár með verki á fimm ólíkum svæðum líkam- ans, t.d. baki, höfði, kviðnum, herðum og í þvagblöðru, hann fer alltaf til læknis sem er sérfræðingur í hverju vandamáli og það er horft á það sem einstakt. En þegar við bendum fólki á að þetta gæti verið tengt heilanum kviknar á perunni, að þetta sé eitt vandamál en ekki fimm ólík og þá þarf að finna eina lausn á því,“ segir Clauw. Yfirskrift umræðunnar á Lækna- dögum er: Langvinnir stoðkerfis- verkir árið 2014: Breyttar áherslur í skilningi og meðferð. Umræðan fer fram í Silfurbergi B milli kl. 9 og 12 í dag, föstudag. Langvinnir stoðkerfisverkir algengir  Orsökina að finna í heilanum, ekki á því svæði líkamans þar sem fólk upplifir verkinn  Besta meðferðin er að auka hreyfingu, bæta svefn og draga úr stressi  Verkirnir geta leitt til örorku Golfleikfimi Hreyfing er góð gegn langvinnum stoðkerfisverkjum. Læknar Daniel Clauw og Arnór Víkingsson tala á Læknadögum í dag. SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Langvinnir stoðkerfisverkir eru sér- svið Daniels Clauws, bandarísks læknis sem er nú staddur hér á landi. Clauw er prófessor við Michigan há- skóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum og yfirmaður Rannsóknamiðstöðvar langvinnra verkja og síþreytu. Hann heldur fyrirlestur á Læknadögum í dag um langvinna stoðkerfisverki sem hann segir mikilvægt að fá heil- brigðisstarfsfólk til að fræðast um en ásamt geðrænum sjúkdómum eru þeir algengasta ástæða örorku á Íslandi í dag. „Ég ætla að reyna að fá heilbrigðis- starfsfólk til að endurhugsa hvernig það hugsar um langvinna verki. Hing- að til höfum við alltaf litið á langvinna verki í tengslum við það svæði lík- amans þar sem sjúklingurinn upplifir verkinn t.d. ef sjúklingur er með verk í öxlinni þá sé vandamálið í öxlinni. En það hefur komið í ljós að algeng- ustu orsök langvinna verkja er að finna í heilanum, ekki á því svæði lík- amans þar sem fólk upplifir verkinn. Fólk getur upplifað verki á ólíkum svæðum líkamans, ekki vegna þess að það sé eitthvað að á því svæði heldur vegna þess að þannig virkar tauga- kerfið,“ segir Clauw. Blaðamaður hitti hann í húsnæði Þrautar ehf. á Höfðabakka ásamt Arnóri Víkingssyni gigtarsérfræðingi en hjá Þraut er boðið upp á ein- staklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með vefjagigt og tengda sjúkdóma. Arnór mun líka fjalla um langvinna stoðkerfisverki á Lækna- dögum í dag. Endurhæfingarprógram Clauw segir að vegna rangrar greiningar, vegna þess að aðeins er horft á staðinn þar sem sjúklingurinn finnur til í stað líkamans í heild, fari þessir einstaklingar jafnvel í mikið af ónauðsynlegum aðgerðum og eru settir á lyf sem gera ekki gagn. „Áskorunin núna hjá heilbrigðis- starfsfólki er að finna út þegar sjúk- Morgunblaðið/ÞórðurMorgunblaðið/hag Geðraskanir eru algengasta orsök örorku á Íslandi í dag en stoðkerfissjúkdómar eru önnur algengasta orsökin. Af þeim sem voru með örorkumat árið 2009 voru 37,48% með geðraskanir en 27,85% með stoðkerfissjúkdóma. Langvinnir verkir eru því dýrir fyrir samfélagið og því mjög brýnt að greina sjúklingana snemma svo meðferðin verði ein- faldari og ódýrari segir Clauw. „Það er árangursríkast að ná til fólksins áður en það er komið á örorkustigið. Það þarf að greina það fyrr og grípa strax inn í. Þeg- ar ríki eru að reyna að draga úr örorkugreiðslum er horft á þenn- an hóp og sagt að honum eigi að batna því hann sé of dýr. Sann- leikurinn er samt sá að þeir sem eru komnir á örorkubætur eru langt frá því. Það er erfitt að lækna þá og því auðveldast að byrja á hinum endanum, á byrjun- inni.“ Arnór Víkingsson segir að það fari vaxandi að heilbrigðisstarfs- menn á Íslandi séu meðvitaðir um eðli og áhrif langvarandi stoð- kerfisverkja. „Við erum farin að bera meiri kennsl á þetta og ég er bjartsýnn en það verður að halda umræðunni á lofti.“ Önnur algengasta orsök örorku á Íslandi STOÐKERFISVERKIR OG ÖRORKA ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is lau. 10-18, sun. 12-18, mán. - fös. 11-18:30 living withstyle CAMEMBERTBEYGLA Camembert ostur, sólþurrkað tómatpestó, rauðlaukur, basilolía, papriku chili sulta og salatblanda Verð 995,- NÚ 695,- TILBOÐ GILDIR Í JANÚAR OPIÐ ALLA DAGA FRÍTT Lítill fólksbíll vó salt á þriggja metra vegg við Hallakur í Garðabæ í gærkvöld. Sjónarvottar telja að ökumaður hafi misst stjórn á bíl sínum í hringtorgi, með þeim af- leiðingum að bíllinn fór út af veg- inum, gegnum grindverk og stað- næmdist á veggbrúninni. Að sögn sjónarvotta gat ökumað- ur ekki komist út úr bílnum, af ótta við að bíllinn myndi steypast niður á bílastæði fyrir neðan. Bíllinn vó því salt í um tíu mínútur áður en viðbragðsaðilar komu á slysstað. Vó salt á veggbrún í Garðabæ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tengsl eru á milli morgungilda hormónsins melatónín og áhættu að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þetta kemur fram í rannsókn sem Lára G. Sigurð- ardóttir, læknir og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum, er aðalhöfundur að ásamt Sarah C. Markt, dokt- orsnema í faralds- fræði við Har- vard-háskóla í Boston. Rannsóknin var gerð var á árunum 2002 til 2009 á 928 íslenskum körlum sem tóku þátt í Öldrunarrannsókn Hjarta- verndar. Niðurstöðurnar voru kynntar á vísindaráðstefnu um krabbamein í blöðruhálskirtli í San Diego í Bandaríkjunum í byrjun þessarar viku. Enn á eftir að birta þær í rit- rýndu vísindatímariti en niðurstöð- urnar hafa vakið talsverða athygli erlendra fjölmiðla. Raskar lífsklukkunni Lágt gildi melatóníns getur staf- að af svefntruflunum eða öðrum þáttum sem raska lífsklukkunni. Að sögn Láru hafa tilraunarann- sóknir sýnt fram á að melatónín hemur krabbameinsvöxt en líkam- inn framleiðir melatónín í myrkri að nóttu til. ,,Þetta er fyrsta rann- sóknin sem skoðar framvirkt morg- ungildi melatóníns og áhættuna að greinast með blöðruhálskirtils- krabbamein síðar á ævinni. Þátt- takendum var skipt upp í tvo hópa eftir því hvort melatónín mældist hærra eða lægra en miðgildið,“ segir Lára sem bendir þó á að fleiri rannsóknir þurfi til að hægt verði að fullyrða um þetta samband. Á Vísindavefnum segir að mela- tónín sé hormón sem myndist í heilakönglinum sem er nálægt miðju heilans. Efnið hafi verið þekkt í rúmlega 40 ár en lítið sé vitað með vissu um þýðingu þess í líkamanum og sé það ýmist kallað hormón eða taugahormón. „Við framleiðum einungis mela- tónín í myrkri að næturlagi. Það er einstaklingsbundið hversu mikið magn af melatóníni menn framleiða og ýmsir þættir geta haft þar áhrif. Til dæmis ef við kveikjum ljós að næturlagi þá stöðvast melatónín- framleiðslan og þeir sem vinna á næturvöktum framleiða minna magn af melatóníni þó vissulega sé það einstaklingsbundið hversu vel menn þola röskun á lífsklukkunni,“ segir Lára. ,Þegar við setjumst fyrir framan tölvu eða sjónvarp á kvöldin nema augun blátt ljós frá skjánum og senda skilaboð til heilaköngulsins um að enn sé bjart úti, að það sé ennþá dagur. Með þessu erum við að seinka framleiðslu melatóníns fyrir nóttina og margir hverjir eiga þannig erfiðara með að sofna. Það er miðað við að slökkva á skjánum tveimur tímum fyrir svefn,“ segir Lára. Magn melatóníns hafi áhrif á krabbameinsvöxt  Íslensk rannsókn á krabbameini í blöðruhálsi vekur athygli Doktorsnemi Lára G. Sigurðar- dóttir nemur lýðheilsuvísindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.